Dagur


Dagur - 07.12.1984, Qupperneq 15

Dagur - 07.12.1984, Qupperneq 15
7. desember 1984 - DAGUR - 15 Tískusýning í Sunnuhlíð Á morgun laugardag kl. 14 verður tískusýning í Sunnu- hlíð. Þar sýnir Jazzmódel sem er nýr sýningarhópur sem Helga Alice Jóhanns stjórnar. I Sunnuhlíð verður barnagæsla í dag og á morgun og ættu for- eldrar því að hafa betra næði til að skoða og versla. Valgarður sýnir í Alþýðubanka í Alþýðubankanum stendur nú yfir kynning á verkum eftir Valgarð Stefánsson, rithöfund og listmálara. Þetta er þriðja einkasýning Valgarðs en hann hefur einnig tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum. Það eru Menningarsamtök Norð- lendinga sem standa að kynn- ingunni. Aðaljundur Knattspymu- deildar Pórs Aðalfundur knattspyrnudeild- ar Þórs verður haldinn í Gler- árskóla og hefst kl. 20.30 nk. mánudagskvöld. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. konur að hafa hreina húð, en mér finnst of frekt að ákveða það fyrir þá.“ - Fleiri nýjungar'/ „Já, við höfum hugsað okkur að bjóða upp á nám- skeið ef áhugi reynist fyrir hendi; það fyrsta byrjar núna 14. desember. Þá fáum við Heiðar Jónsson, snyrtifræðing, til okkar ásamt Rósu Matthíasdótt- ur. Þau gera meira en bara leiðbeina við andlitsmálun; þau koma einnig til með að leiðbeina konum við fata- val, ilmvatnsnotkun og fleira. Ég ímynda mér að þetta geti orðið til að auka sjálfstraust konunnar." - En verður ekkert námskeið í andlitsmáln- ingu og ilmvatnsnotkun fyrir karlmenn, fyrir mig? „Ja, við höfum nú bara ekki rætt það. Það getur vel verið ef þið hafið áhuga,“ sagði Birna Björnsdóttir. - GS Jólatrjáasak í göngugötunm orðið meira vör við að fólk kíkkar hér inn hjá okkur til að sjá og jafnvel panta tíma. Svo höfum við líka bætt við okkur gufubaði og ljósurn." - Gufubað og Ijós, er það fyrir eða eftir meðferð? „Það er allur gangur á því, sumir koma bara til að fara í gufubað og ljós, en aðrir nota sér allt sem er í boði. En gufubað er gott, t.d. áður en farið er í húð- hreinsun, og það er heilsu- bót í alla staði. Það er svo mikil hvíld í því, fólk slappar af og ekki veitir nú af í þessu brjálaða þjóðfé- lagi.“ - Hvað bjóðið þið upp á á snyrtistofunni? „Við bjóðum upp á litan- ir, andlitshreinsun, meik- up, handsnyrtingu, fót- snyrtingu og vaxmeðferð, svo eitthvað sé nefnt." - Vaxmeðferð, hvað er nú það? „Það er til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt, sem konum finnst mjög hvim- leiður og á að vera ein- göngu á karlmönnum." - Leitar karlpeningur- inn til ykkar? „Já, já, það fer í vöxt, tímarnir eru að breytast hvað þetta snertir. Þeir koma í andlitshreinsun og handsnyrtingu og þeir yngri taka strípur og þeir virðast alast upp við þetta. Það fer líka í vöxt að þeir fullorðnari leggi leið sína hingað. Þeir eru sumir svo- lítið feimnir fyrst til að byrja með, en það fer af þeim eftir að þeir kynnast okkur.“ - Ættu karlmenn ef til vill að notfæra sér þessa þjónustu enn frekar? „Ég vil ekki segja það, það verður hver og einn að ákveða hvað hann vill gera fyrir sjálfan sig. Persónu- lega finnst mér ekki síður ástæða fyrir karlmenn en „Aðstaðan hér er mikið skemmtilegri heldur en var á gamla staðnum, ekki síst vegna setustofunnar og hér er þetta meira lokað af. Á meðan ég var ein þurfti ég að sinna ýmsu öðru en þeim viðskiptavini sem hjá mér var hverju sinni, t.d. þurfti ég oft að hlaupa í símann. Nú störfum við hér þrjár og skiptum snún- Bryndís Friðriksdóttir, Bima Björnsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir. Að sögn ísleifs Sumarliða- sonar, skógarvarðar. og Hall- gríms Indriðasonar, eru trén sérstaklega falleg; þar skilar sér veðurblíðan í sumar. Hjá skógræktinni á Vöglum voru felld um 1.200 tré. þar af fara um 500 til Reykjavíkur. jU^tt"tt -Stvy „Það er óneitanlega meira gaman að vera komin í hringiðu Miðbœjarins og þar að auki með samstarfsfólk, því það er leiði- gjarnt til lengdar að vinna svona ein, eins og ég hef gert undanfarin ár,“ sagði Birna Björnsdóttir, snyrtifræðingur, í samtali við Dag. Um síðustu helgi var hárgreiðslu- og snyrtistofan Eva opnuð í nýju húsnæði við Ráðhústorg 1, þar sem Norðlensk trygging var áður til húsa. Þar starfa auk Birnu þær Bryndís Friðriksdóttir, hárgreiðslu- meistari, og Bryndís Jóhannesdóttir, snyrtisér- fræðingur. Þær stöllur bjóða viðskiptavinum sínum flest það er hugurinn girnist varðandi hár og snyrtingu, en auk þess er boðið upp á gufubað og Ijós og í húsa- kynnum stofunnar er nota- leg setustofa til afslöppun- ar. Birna hefur rekið snyrtistofuna Evu í hús- næði við Tryggvabraut undanfarin 6 ár. ingum á milli okkar. Nú verður stofan líka opin frá kl. 9-18 og ég hef strax Svona leit Laxdalshús út árið 1836 - Teiknari A. Mayer. Mannlíþmyndir frá 1836 Árin 1835 og 1836 gerði Frakkinn Paul Gaimard út leiðangra til íslands. Með hon- um í för voru margir vísinda- menn og teiknarar, sem gerðu margar ómetanlegar myndir af landi og þjóð, náttúrulífs- myndir sem mannlífsmyndir. Stðan gaf Gaimard myndirnar og ferðasöguna út á prenti og hefur ferðabók hans í tvígang komið út á íslensku. Myndirnar eru ómetanlegar sem heimild um íslenskt mannlíf á þessum árum og þær voru gefnar út sérstaklega í bókarformi á sínum tíma í Frakklandi. Þá voru myndirn- ar prentaðar, en síðan gjarnan litaðar með vatnslitum. Slíkar myndir eru til á Þjóðminja- safninu: En nú er hægt að fá slíkar myndir keyptar, hand- litaðar með vatnslitum af Guðrúnu Rafnsdóttur, með hliðsjón af þeim myndum sem til eru á Þjóðminjasafninu. Þar af eru 7 myndir frá Norður- landi; frá Húsavík, Möðru- völlum í Hörgárdal, Skagafirði og tvær myndanna eru frá Ak- ureyri. Þessar myndir eru til sölu og sýnis í Blómabúðinni Laufási. Á það skal bent, að hér er ekki um eftirprentanir að ræða, þó sjálft myndformið sé prentað. Guðrún litar hverja mynd fyrir sig, þannig að engin þeirra er nákvæmlega eins. - GS Árleg jólatrjáasala Skógrækt- arfélags Eyfirðinga efst í göngugötunni í Hafnarstræti á morgun kl. 10 árdegis og verður á verslunartíma fram að jólum. Á boðstólnum eru fjórar gerðir af trjám, rauð- greni, blágreni, fura og fjalla- þinur. Meðaltré af rauðgreni kostar um 600 kr., samkvæmt upplýsingum Hallgríms Ind- riðasonar, en furan og fjalla- þinurinn eru talsvert dýrari. Jólatrjáasala er einnig hafin hjá Skógrækt ríkisins á Vöglum. Þangað geta menn hringt og pantað tré, auk þess sem starfsmenn skógræktar- innar verða með jólatrjáasölu í Mývatnssveit á þriðjudaginn. á Dalvík á fimmtudaginn og á Húsavík á föstudag og laugar- dag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.