Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 7. desember 1984 Afgreiðum jólaglögg alla daga til jóla bæði á Bauta og í Smiðju. Ný gjaldskrá Rafveitu Akureyrar Þessi gjaldskrárbreyting er hvorki til hækkunar eða lækk- unar í heildina, hún er til að einfalda gjaldskrána og sam- ræma hana gjaldskrám ann- arra rafveita," sagði Sigurður Jóhannesson, formaður stjórn- ar Rafveitu Akureyrar, í sam- tali við Dag. „Við fækkum töxtum verulega og einföldum gjaldskrána, þannig að það getur verið að um ein- hverja hækkun verði að ræða hjá einstökum neytendum og lækkun hjá öðrum. Hins vegar breytist ekki sá taxti sem snertir almenn- ing mest, það er heimilistaxtinn, sem hvergi er lægri heldur en hér á Akureyri," sagði Sigurður Jó- hannesson. Þessi nýja gjaldskrá Rafveitu Akureyrar var til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær, en gjaldskráin á að taka gildi um næstu áramót. - GS „Hálfgerður vítahringur" - segir Steingrímur Hermansson um fjárfestingu landsbyggðafólks í höfuðborginni „Það sjónarmið kom fram hjá einum ræðumanna á fundi Samtaka um jafnrétti milli landshluta á Hvammstanga, að menn mættu ekki aðeins gera kröfur heldur þyrftu þeir að Iíta í eigin barm. Hann nefndi sem dæmi að menn utan af landi fjárfestu í íbúðum í Reykjavik og ég held að það sé mjög mik- ið um þetta," sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráð- herra, í viðtali við Dag. Forsætisráðherra var á áður- nefndum fundi og haft var eftir honum í útvarpsviðtali að þetta sjónarmið hefði komið fram og hann tók undir það. Steingrímur sagði í viðtali við Dag að þetta yrði til þess að spenna skapaðist í framkvæmdum á höfuðborgar- svæðinu og að minna væri byggt á landsbyggðinni fyrir vikið. Hann var spurður að því hvort hann teldi þetta orsök eða afleið- ingu. Nýsköpun í atvinnulífi „Þetta er góð spurning. Ég íeld að þetta sé orðinn hálfgerð- ir vítahringur og þegar þannig er ;etur verið erfitt að greina upp- íafspunktinn. Fólk gerir þetta ekki til að græða hygg ég, heldur til að tryggja sig í framtíðinni. Það hugsar um börn sín og skóla- göngu þeirra og margir telja að betra sé að eyða elliárunum í Reykjavík," sagði Steingrímur Hermannsson. Margir telja að skýringin á þessu liggi í því að þar sem íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé svo miklum mun hærra en úti á landi fjárfesti fólk sem eignast einhverja peninga í íbúðum í Reykjavík. Svo hafi a.m.k. verið á undangengnum verðbólguár- um, áður en verðtrygging spari- fjár varð almenn. Þetta stafi hins vegar af því að ekki hafi verið nægilega gætt að skapa fólki jafna aðstöðu, m.a. til náms og þjónustu ýmiss konar. HS - Ég bind talsverðar vonir við að þetta framtak okkar verði til þess að nýjar hugmyndir um nýsköpun í atvinnumálum komi upp á borðið og að þátt- taka verði góð af öllu landinu, sagði Jón Sigurðarson, for- maður Atvinnumálanefndar Akureyrar, í samtali við blaðamann Dags, er hann var spurður um auglýsingu frá nefndinni sem birtist í blöðum nú í byrjun vikunnar. í auglýsingunni er óskað eftir hugmyndum um nýsköpun í at- vinnulífi, frá fyrirtækjum eða einstaklingum. Litið er á hug- myndirnar sem eign þess sem þær leggur fram og verður farið með þær sem trúnaðarmál sé þess óskað. Allar hugmyndirnar á að rannsaka ítarlega og nefndin mun kanna arðsemi þeirra og hvernig þeim verður best hrint í framkvæmd. Upplýsingar gefur Úlfai Hauksson, hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar. - ESE Vörubfllinn sá arna gerðist heldur nærgöngull við afturendann á Volvonum, og er ástæða til að vara ökumenn við hálkunni sem leynist á götum bæjarins þessa dagana. Mynd: KGA „Það er ekki hægt að sniðganga gjoful mið - Það er ekki mögulegt fyrir menn að sniðganga mið þar sem þeir þurfa ekki annað en að sökkva nótinni til að fá full- fermi, en það má vel vera að menn reyni aftur fyrir Norður- landi eftir áramótin, sagði Gísli Elíasson hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði er við forvitnuðumst um gang mála á yfirstandandi loðnu- vertíð. Er haft var samband við Gísla var allt tómt á Siglufirði en von var á nokkrum fáum en stórum skipum inn með afla. T.d. hafði Eldborgin úr Hafnarfirði tilkynnt um 1.400 tonna afla og Hilmir var með ein 1.100 tonn og á leið til lands. Það sem af er vertíðinni hefur verið landað um 48 þúsund tonn- rm af loðnu á Siglufirði en mest hefur þar verið landað 107 þús- und tonnum á einni vertíð, árið 1981. Að sögn Gísla hefur veiðst mjög vel á loðnumiðunum og það væri skiljanlegt að menn reyndu ekki fyrir sér annars staðar á meðan allt væri vaðandi í loðnu fyrir Austfjörðum. - Ég hef trú á því að það sé talsvert um loðnu úti fyrir Norð- urlandi. Sögusagnir benda til þess að svo sé og eins má benda á að Grindvíkingur fékk ein 1.100 tonn þar eftir tvær nætur og landaði síðan í Krossanesi. En það tekur enginn séns á því að reyna frekar, hvað svo sem verð- ur eftir áramótin. Pað styttist í jólafríið, sagði Gísli Elíasson. -ESE Það verður norðanátt í dag og á morgun á Norðurlandi og þessari norðanátt á að fylgja éljagangur að sögn veðurfræðings í morgun. Á sunnudag er hins vegar gert ráð fyrir að suðvestanátt taki völdin að nýju og þá hlýnar og birtir til. JólatSboð Loðfóðraðír barnastakkar frá nr. 1-8 Ný sending af náttsloppum frá nr. 2-10. Náttföt og náttkjólar. Nærfatnaður frá Nieland og Schiesser. Barnafatnaður frá Cartes. Tvískiptir útigallar frá nr. 91-105. Samfestingar frá nr. 2-14. Barnabuxur frá nr. 2-14. pustsendum. Peysuríúrvali-______.Æ^Sm^SCEL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.