Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 07.12.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 7. desember 1984 Afgreiðum jólaglögg alla daga til jóla bæði á Bauta og í Smiðju. Þessi gjaldskrárbreyting er hvorki til hækkunar eða lækk- unar í heildina, hún er til að einfalda gjaldskrána og sam- ræma hana gjaldskrám ann- arra rafveita,“ sagði Sigurður Jóhannesson, formaður stjórn- ar Rafveitu Akureyrar, í sam- tali við Dag. „Við fækkum töxtum verulega og einföldum gjaldskrána, þannig að það getur verið að um ein- hverja hækkun verði að ræða hjá einstökum neytendum og lækkun hjá öðrum. Hins vegar breytist ekki sá taxti sem snertir almenn- ing mest, það er heimilistaxtinn, sem hvergi er lægri heldur en hér á Akureyri,“ sagði Sigurður Jó- hannesson. Þessi nýja gjaldskrá Rafveitu Akureyrar var til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær, en gjaldskráin á að taka gildi um næstu áramót. - GS „Hálfgerður vítahringur“ - segir Steingrímur Hermansson um fjárfestingu landsbyggðafólks í höfuðborginni „Það sjónarmið kom fram hjá einum ræðumanna á fundi Samtaka um jafnrétti milli landshluta á Hvammstanga, að menn mættu ekki aðeins gera kröfur heldur þyrftu þeir að líta í eigin barm. Hann nefndi sem dæmi að menn utan af landi fjárfestu í íbúðum í Reykjavík og ég held að það sé mjög mik- ið um þetta,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsætisráð- herra, í viðtali við Dag. Forsætisráðherra var á áður- nefndum fundi og haft var eftir honum í útvarpsviðtali að þetta sjónarmið hefði komið fram og hann tók undir það. Steingrímur sagði í viðtali við Dag að þetta yrði til þess að spenna skapaðist í framkvæmdum á höfuðborgar- svæðinu og að minna væri byggt á landsbyggðinni fyrir vikið. Hann var spurður að því hvort hann teldi þetta orsök eða afleið- ingu. Nýsköpun í atvinnulífi - Ég bind talsverðar vonir við að þetta framtak okkar verði til þess að nýjar hugmyndir um nýsköpun í atvinnumálum komi upp á borðið og að þátt- taka verði góð af öllu Iandinu, sagði Jón Sigurðarson, for- maður Atvinnumálanefndar Akureyrar, í samtali við blaðamann Dags, er hann var spurður um auglýsingu frá nefndinni sem birtist í blöðum nú í byrjun vikunnar. í auglýsingunni er óskað eftir hugmyndum um nýsköpun í at- vinnulífi, frá fyrirtækjum eða einstaklingum. Litið er á hug- myndirnar sem eign þess sem þær leggur fram og verður farið með þær sem trúnaðarmál sé þess óskað. Allar hugmyndirnar á að rannsaka ítarlega og nefndin mun kanna arðsemi þeirra og hvernig þeim verður best hrint í framkvæmd. Upplýsingar gefur Úlfai Hauksson, hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar. - ESE „Þetta er góð spurning. Ég íeld að þetta sé orðinn hálfgerð- ir vítahringur og þegar þannig er ;etur verið erfitt að greina upp- íafspunktinn. Fólk gerir þetta ekki til að græða hygg ég, heldur til að tryggja sig í framtíðinni. Það hugsar um börn sín og skóla- göngu þeirra og margir telja að betra sé að eyða elliárunum í Reykjavík," sagði Steingrímur Hermannsson. Margir telja að skýringin á þessu liggi í því að þar sem íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé svo miklum mun hærra en úti á landi fjárfesti fólk sem eignast einhverja peninga í íbúðum í Reykjavík. Svo hafi a.m.k. verið á undangengnum verðbólguár- um, áður en verðtrygging spari- fjár varð almenn. Þetta stafi hins vegar af því að ekki hafi verið nægilega gætt að skapa fólki jafna aðstöðu, m.a. til náms og þjónustu ýmiss konar. HS Vörubfllinn sá arna gerðist heldur nærgöngull við afturendann á Volvonum, og er ástæða til að vara ökumenn við hálkunni sem leynist á götum bæjarins þessa dagana. Mynd: KGA „Það er ekki hægt að sniðganga gjöful mið“ - Það er ekki mögulegt fyrir menn að sniðganga mið þar sem þeir þurfa ekki annað en að sökkva nótinni til að fá full- fermi, en það má vel vera að menn reyni aftur fyrir Norður- landi eftir áramótin, sagði Gísli Elíasson hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði er við forvitnuðumst um gang mála á yfirstandandi loðnu- vertíð. Er haft var samband við Gísla var allt tómt á Siglufirði en von var á nokkrum fáum en stórum skipum inn með afla. T.d. hafði Eldborgin úr Hafnarfirði tilkynnt um 1.400 tonna afla og Hilmir var með ein 1.100 tonn og á leið til lands. Það sem af er vertíðinni hefur verið landað um 48 þúsund tonn- im af loðnu á Siglufirði en mest hefur þar verið landað 107 þús- und tonnum á einni vertíð, árið 1981. Að sögn Gísla hefur veiðst mjög vel á loðnumiðunum og það væri skiljanlegt að menn reyndu ekki fyrir sér annars staðar á meðan allt væri vaðandi í loðnu fyrir Austfjörðum. - Ég hef trú á því að það sé talsvert um loðnu úti fyrir Norð- urlandi. Sögusagnir benda til þess að svo sé og eins má benda á að Grindvíkingur fékk ein 1.100 tonn þar eftir tvær nætur og landaði síðan í Krossanesi. En það tekur enginn séns á því að reyna frekar, hvað svo sem verð- ur eftir áramótin. Það styttist í jólafríið, sagði Gísli Elíasson. - ESE Það verður norðanátt í dag og á morgun á Norðurlandi og þessari norðanátt á að fylgja éljagangur að sögn veðurfræðings í morgun. Á sunnudag er hins vegar gert ráð fyrir að suðvestanátt taki völdin að nýju og þá hlýnar og birtir til. JóhOboð Loðfóðraðir barnastakkar frá nr. 1-8 Ný sending af náttsloppum frá nr. 2-10. — ^ Náttföt og náttkjólar. Nærfatnaður frá Nieland og Schiesser. Bamafatnaður frá Cartes. Tvískiptir útigaUar frá nr. 91-105. Samfestingar frá nr. 2-14. Barnabuxur frá nr. 2-14. Póstsendum. Peysur í úrvaU.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.