Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI Litmynda- framköllun IUSIÐ AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 10. desember 1984 124. tölublað Jólasveinarnir komu til Akureyrar í gær og mikið fjölmenni var samankomið í Hafnarstrætinu til að fylgjast með þeim. Þeirra á meðal var þessi litli aðdáandi sveinanna, sem situr á öxlum stóra bróður, með jólasveinahúfu á höfð- inu. Mynd: KGA Steingrímur Hermannsson um fylkjaskipulag: Skaðlegt að skipta landinu í „furstadæmi" „Ég tel það ákaflega skaðlegt að fara að skipta landinu upp í mörg lítil „furstadæmi". Þá er einnig mjög erfitt að setja „átt- hagafjötra" á fjármagnið," sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, í viðtali við Dag, en hann sat fund sem Samtök um jafnrétti milli landshluta hélt á Hvamms- tanga nýlega. Sem kunnugt er hafa samtökin viðrað hugmyndir um að landinu verði skipt í fylki, sem verði að mörgu leyti sjálfstæð, þannig að valdið færist frá miðstýringunni í Reykjavík út í landshlutana. Þannig verði t.d. með gjaldeyr- ismál, að sá gjaldeyrir sem hvert fylki aflar verði til ráðstöfunar þar, en fari ekki í ríkishítina á suðvesturhorninu. Fylkin annist einnig flesta þá starfsemi sem rík- ið sér um rekstur á í dag. Steingrímur sagði að sam- kvæmt upplýsingum bankanna færi fjármagn burt af landsbyggð- inni í stórum stfl. Þetta væri mjög hættuleg þróun og reyna yrði að sporna við henni með því að draga úr þenslunni á Reykjavík- ursvæðinu, t.d. með því að veita þangað minna fjármagni. Menn hafi t.d. ekki séð það fyrir að þegar fé til byggingalánasjóða hafi verið aukið úr 700 í 1.600 milljónir hafi megnið af því farið á Reykjavíkursvæðið, því þar hafi fyrst og fremst verið byggt. Hann sagði allra mikilvægast að koma á ný rekstrargrundvelli undir sjávarútveg og landbúnað og að landsbyggðin haslaði sér völl í ýmsum stærri iðnaði. HS „Ekkert gert fyrir minna en stórfé" - segir Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri á Dalvík, annar fulltrúi Eyfirðinga í hópi sem kynnti sér rafeindaiðnað í Skotlandi „Þessi ferð var fyrst og fremst hugsuð til þess að sjá og kynn- ast rafeindafyrirtækjum í Skotlandi og uppbyggingu þeirra, bæði tæknilega og e.t.v. ekki síður fjárhags- og skipulagslega, hugmyndafræð- inni sem er að baki þessu ævin- týri sem skeð hefur í Skot- landi," sagði Stefán Jón Bjarnason bæjarstjóri á Dalvík í samtali við Dag. Stefán Jón og Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar voru full- trúar Eyfirðinga í ferð sem Félag íslenskra iðnrekenda efndi til á dögunum til þess að kynnast raf- eindaiðnaði í Skotlandi, en Skot- ar hafa verið mjög stórhugá í þeim málum að undanförnu. „Skotar hafa m.a. komið á gíf- urlega miklu samstarfi á milli há- skóla og atvinnulífsins í þróun og öðru slíku," sagði Stefán Jón. „Þeir eru með áhættulánasjóði og sveitarfélög leggja mikla peninga í fyrirgreiðslu og þátttöku í upp- byggingunni þannig að það var margt að sjá og kynnast í þessari ferð." - Hvaða ályktanir er hægt að draga eftir þessa ferð t.d. hvað varðar Eyjafjarðarsvæðið? „Ég held að okkar rafeindaiðn- aður verði að byggjast upp á sam- starfi fyrirtækja hér á svæðinu, að allir þættirnir og framleiðslan sé íslenskt fyrirtæki, samstarf við stór erlend fyrirtæki komi ekki til greina. Við eigum að fullnýta þá möguleika sem eru í tengslum við t.d. sjávarútveg og landbúnað. Það væri gott að byggja þetta upp frá því sjónarhorni að útlending- ar treystu því að það væri gott, einfaldlega af því að það er íslenskt. En það sem fyrst þarf að komast á hreint er vilji stjórn- valda og peningaeigenda. Það verður ekkert gert í þessu fyrir minna en stórfé." - Þess má geta að þátttakend- ur í þessari ferð sem voru um 20 talsins hyggjast hittast áður en langt um líður og setja saman er- indi um ferðina sem væntanlega yrði dreift til þeirra aðila sem málið sncrtir. gk-. Ný spelka smíðuð á Snældu-Blesa Össur Kristinsson með gömlu spelk- una. „Það kom í Ijós að Snældu- Blesi þoldi spelkuna ekki sem skyldi. Hún andaði ekki nægi- lega mikið og það kom sár undan henni, þannig að við settum hann í gips á nýjan leik. Hins vegar kom Össur Krist- insson norður aftur og er nú búinn að smíða nýja spelku, „...dregið úr trú manna á uppbyggingarvilja Eyfirðinga" „Lægðin í áliðnaði núna er öllu ineíri en ntenn bjuggust við og það má reikna med að ákvarðanir um ný álver verði teknar einu til tveimur árum scimiii en áður var gert ráð fyrir. Að öðru leyti er ekki um meiriháttar breytingu að ræða og nýtt álver sem beint yrði að Evrópumarkaði gæti tekið til starfa 1992-1993 í staðinn fyrir 1991-1992," segir Valur Arn- þórsson, sem sæti á í stóriðju- nefnd í viðtali við Dag. Valur segir ennfremur að of snemmt sé að taka afstöðu til þess hvort álver á Eyjafjarðar- svæðinu sé raunhæfur kostur. Ljúka þurfi yfirstandandi rann- sóknum og umfjöllun um önnur mikilyæg atriði sem miklu skipti fyrir íslendínga. „Ég vil ieggja áherslu á það að menn mega ekki á grundvelli öfgakenndra trúaratriða hafna þessu að óathuguðu máli. Það yrði atvinnulegt áfall fyrir Eyja- fjarðarsvæðíð ef nýjar órku- og stóriðjuframkvæmdír yrðu á Suðurlandi og Austurlandi, án þess að nokkuð meiriháttar kæmi til hér. Þá má búast við verulegum samdrætti," segir Valur ennfremur, en bendir á mikilvægi þess að uppbygging atvinnulífsins þurfi að byggjast á mörgum þáttum. Hann segir að mjög harkaleg andstaða gegn stóriðju á þessu stigi geti dregið úr trú manna á uppbyggingarvilja Eyfirðinga." ......væri óskandi að menn vildu ræða þetta mál máiefna- lega og leggja öfgarnar tíl hliðar." Sjá iiáiiai á bls. 3. sem er opnari en sú fyrri. Hún verður sett á Snældu-Blesa fljótlega, en við erum ekki búnir að gera það upp við okkur hve- nær það verður nákvæmlega," sagði Ármann Gunnarsson, dýralæknir, í samtali við Dag. Það verður seint ofsögum sagt af þeirri umhyggju sem stóðhest- urinn í Árgerði nýtur, eins og of- angreint ber með sér. Þá má geta þess að allt síðan hann fótbrotn- aði þann 1. október sl. hefur eig- andi hans,' Magni Kjartansson, vakað yfirhonum. Hann kom fyrir rúmbedda í hesthúsinu og þar hefur hann dvalist um nætur og fylgst með líðan hestsins. „Hestinum líður ágætlega og hann þrífst vel, enda hugsar heimilisfólkið þannig um hann að með eindæmum má teljast. Ég er frekar bjartsýnn á að þetta gangi og við bíðum a.m.k. til áramóta áður en við missum vonina. Fót- urinn var í fatla í nokkra daga, áður en gips var sett á hann á ný. Þá var örlítil hreyfing á brotinu, en greinilegt að safnast hefur að því," sagði Ármann Gunnarsson dýralæknir. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.