Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR — 10. desember 1984 Ertu með aðventu krans í stofunni hjá þér? Hrcinn Oskarsson: Já, það held ég að ég megi segja. Við höfum alltaf haft aðventukrans. Halla Björgvinsdóttir: Ekki ennþá, ég á eftir að hann. Haraldur Gunnursson Nei. Gestur Traustason: Ha? Nei, mér finnst of snemmt að halda upp á jólin núna. Kristján Þorvaldsson: Ég hef ekki komið heim til mín svo lengi að ég veit það ekki. „Starfsmennirnir hér eru eiginlega ekki með neitt ákveðið verksvið hver og einn, við erum allt í öllu eins og sagt er. Reyndar má segja að það að sinna útköllum á vinnustöðum og annast trúnaðarkerfi féiagsins eigi að vera mitt aðalstarf, en reyndin hefur orðið sú að það fer jafn mikill tími í annað,“ seg- ir Björn Snæbjörnsson starfsmaður Verkalýðsfélagsins Eining- ar, en Björn er í Viðtali Dags-ins að þessu sinni. „Þegar ég tala um að sinna út- köllum á vinnustöðunum á ég við að fara á þá staði þar sem einhver mál koma upp sem þarf að leysa, eða til þess að gefa upplýsin'gar um hin ýmsu mál. Staðreyndin er hins vegar sú að það fer sífellt meiri tími hjá okkur á skrifstof- unni í vinnu vegna atvinnuleysis- bóta og fer því miður vaxandi." - Þú talar um útköll á vinnu- staði, vegna hvers er aðallega kallað í ykkur? „Það er oft sem kemur upp ágreiningur á vinnustöðum um túlkun á samningum og öðru slíku. Trúnaðarmenn vilja fá okkur til þess að spyrja okkur út úr og þá er betra fyrir okkur að hafa allt á hreinu. Yfirleitt eru þetta smámál, túlkunaratriði, og svo er alltaf eitthvað um að leysa þurfi úr málum vegna bónusfyr- irkomulags. Bónusinn getur ver- ið erfiður viðfangs, það er tals- vert um það t.d. í fiskvinnslunni að verið sé að breyta í nýjar pakkningar, og þá rekur fólkið á eftir því að nýir staðlar séu kornnir." - Þú minntist á að vinna vegna atvinnuleysisbóta taki sífellt meiri tíma? „Já, sú vinna tekur orðið gífur- legan tíma og er þá á kostnað þess að við getum verið eins mik- ið úti á vinnustöðunum og við vildum. Það eru miklir útreikn- ingar varðandi atvinnuleysisbæt- urnar, það þarf að undirbúa hvert mál undir fund hjá nefnd sem úrskurðar í þessum málum. Þetta er allt keyrt út á tölvu sem sparar okkur geysilega mikla vinnu, en áður var allt hand- reiknað. Ef það fyrirkomulag væri enn viðhaft þá myndum við ekki einu sinni komast yfir að sjá um þennan málaflokk. Við sjáum um þessi mál fyrir alla okkar aðal- og aukafélaga sem eru tals- vert á fimmta þúsund og erum einnig með þessi mál fvrir önnur félög eins og sjómannafélögin, málmiðnaðarmenn og fleiri. Ekki er allt upptalið, við þurfum að búa þetta út fyrir Trygginga- stofnunina sem fer yfir þessi mál, það þarf svo að ganga frá öllum ávísunum og greiða þær út. Þessar bætur eru greiddar út hálfsmánaðarlega og það má segja að önnur hver vika fari al- veg í það að ganga frá þessu. Á sama tíma geta svo hrannast upp mál sem ekki er hægt að sinna þannig að maður er alltaf að elta skottið á sér.“ — Er mikið um það að fólk telji sig eiga rétt á atvinnuleysisbótum en á svo ekki þann rétt? „Það kemur fyrir og er ekki skemmtilegt, við vitum að fólk er í vandræðum og það er ekki gam- an að fást við þau mál. Annars er mjög gott að vinna fyrir það fólk sem hingað sækir, það skilur hlutina vel og er mjög þakklátt. En því miður, það koma upp mál sem við ráðum ekki við og þá eru dagarnir ekkert skemmtilegir." - Er þetta vinna sem þú tekur með þér heim? „Já, frístundirnar hafa ekki verið miklar síðan ég byrjaði í þessu starfi, það tekur nær allan minn tíma. Það er ýmislegt sem kemur upp á þótt komið sé kvöld eða helgi, það þarf að sækja fundi og það er mikið um það að fólk hringi á þessum tímum og sé að leita upplýsinga. Þetta fólk hefur þá ekki möguleika á að komast í síma í vinnutímanum. Ég neita því sem sagt ekki að þetta starf kemur niður á fjöl- skyldunni, en ef ég á frístund þá reyni ég að sinna fjölskyldunni og á sumrin sprikla ég svolítið á eftir fótbolta ef tækifæri gefst.“ - Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? „Ég byrjaði 1. maí 1982, byrj- aði reyndar ekki að vinna fyrr en 2. maí eins og gefur að skilja en var ráðinn frá 1. maí og það hitt- ist skemmtilega á þar. Áður vann ég verkamannavinnu hjá Tré- smiðjunni Reyni.“ - Þú ert ekkert að hugsa um að fá þér annað starf? „Nei alls ekki. Maður reynir að gera sitt besta og ef maður finnur að maður stendur sig er gaman að þessu. Þetta er spennandi starf." gk-. Björn Snæbjömsson. SHNNALOFTSINS „Skinnaloftið“ verslun Iðnaðardeildar (í gömlu Gefjunarbúðinni) Við bjóðum: Góðar mokkaflíkur á frábæru verði Opið kl. 1-6 út desembermánuð. Pá má ekki gleyma: Mokkahúftinum og mokkalúffunum Tilvalið í jólapakkann. Þetta er tilboð sem erfitt er að hafria. Sjáumst. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.