Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 3
10. desember 1984 - DAGUR - 3 Umræðan um álver við Eyjafjörð: „Óskandi að menn legðu öfgamar til hliðar" - segir Valur Amþórsson „í sjálfu sér kom ekkert nýtt fram eða á óvart í þessum við- ræðum. Öllum er kunnugt um þá Iægð sem er í áliðnaðinum núna, sem bæði kemur til af hægari efnahagsstarfsemi í Bandaríkjunum en menn höfðu reiknað með og vaxandi endurvinnslu á áli. Það er því ekki við því að búast alveg á næstunni að teknar verði ákvarðanir um byggingu nýrra álvera sem beint yrði að Evrópumarkaði. Hins vegar má búast við því að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar komist á áður en langt um líð- ur og að eftirspurn eftir áli aukist verulega í lok þessa ára- tugar og byrjun þess næsta. Það má því reikna með ákvörðunum um byggingu nýrra álvera áður en yfirstand- andi áratug lýkur," sagði Val- ur Arnþórsson, en hann ásamt fleirum úr stóriðjunefnd og stjórn Landsvirkjunar fór ný- lega til Kanada til könnunar- viðræðna við Alcan. Valur var spurður að því hvort einhver breyting hefði orðið á hjá forsvarsmönnum Alcan varð- andi hugmyndir um að reisa ál- bræðslu á íslandi og varðandi tímasetningu slíkra fram- kvæmda. „Það er ekki um að ræða um- talsverða breytingu. Hins vegar er lægðin í áliðnaði núna öllu meiri en menn bjuggust við og það má reikna með að ákvarðan- ir um ný álver verði teknar einu til tveimur árum seinna en áður var gert ráð fyrir. Að öðru leyti er ekki um meiriháttar breytingu að ræða og nýtt álver, sem beint yrði að Evrópumarkaði, gæti tek- ið til starfa 1992-1993 í staðinn fyrir 1991-1992." „Er álver við Eyjafjörð, sem rætt hefur verið um við Alcan, þá raunhæfur kostur?" „Ég tel of snemmt að taka af- stöðu til þess hvort byggja eigi ál- ver á Eyjafjarðarsvæðinu. Það þarf að ljúka yfirstandandi um- hverfisrannsóknum og spá um dreifingu hugsanlegra mengunar- efna. Fyrst þegar þessar niður- stöður liggja fyrir er hægt að taka afstöðu til málsins og bygging ál- vers hér kemur að sjálfsögðu ekki til greina nema það sé í aðal- atriðum skaðlaust fyrir umhverf- ið. Ef þessar rannsóknir leiða til þeirrar niðurstöðu og ef sam- komulag næst um orkuverð, skattamál, eignaraðild og þau önnur atriði sem máli skipta fyrir íslendinga, þá getur álver verið raunhæfur möguleiki í atvinnu- uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæð- inu áðUr en mörg ár líða. Ég vil leggja áherslu á það að menn mega ekki á grundvelli öfga- kenndra trúaratriða hafna þessu að óathuguðu máli. Það yrði at- vinnulegt áfall fyrir Eyjafjarðar- svæðið ef nýjar orku- og stóriðju- framkvæmdir yrðu á Suðurlandi og Austurlandi, án þess að nokk- uð meiriháttar kæmi til hér. Þá má búast við verulegum sam- drætti. Þetta breytir hins vegar ekki því, eins og ég hef jafnan lagt áherslu á, að uppbygging at- vinnulífs þarf að byggjast á mörg- um þáttum. Það er höfuðatriði að reyna fyrir sér á sem víðustu sviði. Að því vinnur m.a. Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar hf. og fjölmörg fyrirtæki á svæðinu." „Telur þú að umræðan um ál- ver hafi orkað lamandi á framtak og sjálfsbjargarviðleitni Eyfirð- inga, svo sem sumir hafa haldið fram?" „Ég tel það fráleitt og vil benda á það að margs konar at- huganir hafa verið í gangi og raunhæfar aðgerðir í atvinnuupp- byggingu svæðisins. Hins vegar virðist mér að mjög harkaleg andstaða gegn hugsanlegri stór- iðju, þótt hún hafi ekki umhverf- isskemmandi áhrif, geti dregið úr trú manna á uppbyggingarvilja Eyfirðinga. Að þessu leyti má segja að þessi umræða hafi virkað neikvætt fyrir Eyjafjarðarsvæðið og væri óskandi að menn vildu ræða þetta mál málefnalega og leggja öfgarnar til hliðar," sagði Valur Arnþórsson aðlokum. HS Mjög góðir tónleikar í Borgarbíói Páll Jóhannesson, tenor, hélt söngskemmtun í Borgarbíói 1. des. sl. kl. 5. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Mjög ánægjulegt var að heyra þá miklu framför, sem orðið hef- ur á rödd hans, nú á síðustu mán- uðum og þakkar hann það að miklu leyti nýjum kennara sínum, Pier Miranda Ferraro að nafni, sem búsettur er í Milano. Rödd Páls er stórglæsileg, textaframburður með ágætum og virtist söngvarinn eiga mjög auð- velt með að syngja hinar erfiðu óperuaríur, sem á söngskránni voru. Ætluðu áheyrendur ekki að sleppa söngvaranum af sviðinu, svo áköf voru fagnaðarlætin. Varð hann að syngja mörg auka- lög að lokum. Eftir nýárið mun Páll halda á ný til ítalíu, til fram- haldsnáms hjá hinum sama kennara. Áreiðanlega má mikils vænta af honum í framtíðinni. s.s. Eyfirskar ættír 1.-7. bindi eftir Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafnagili koma út í þessari víku. Áskrifendur fá safnið fyrir 5.600 kr. og gildir það verð tíl 15. desember nk. Umboðsmaður okkar á Norðurlandi er Árni Bjarnarson, Akureyri sími 23852. Tekur hann á móti áskrifendum og gefur allar frekari uppíýsingar. SÖGUSTEINN - BÓKAFORLAG, Reykjavík. Nýkomid Baðmottusett, margar gerðir og litir, mjög gott verð. Mottur í baðkör. Nýjar gerðir og litir á gólfteppum. 5% staðgreiðsluafsláttur eða góðir greiðsluskilmálar. Teppadeíld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.