Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -10. desember 1984 wnsm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI ______________LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.______________ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLYSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Byggðastefna VII Staða sjávarútvegsins í ræðu sem Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, hélt á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nýlega, fjallaði hann um þátttöku sveitarfélaga í útgerð og fiskvinnslu og ræddi einnig um mikilvægi þessara greina. Bjarni sagði í ræðu sinni: „Það fer ekki á milli mála að íslenski sjávarút- vegurinn á í miklum erfiðleikum í dag, sem staf- ar einkum af minnkandi afla og óhagstæðum ytri skilyrðum. Þessi erfiða staða hefur leitt til mikill- ar skuldasöfnunar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og er staða margra þeirra nú þannig að afkomu heilu byggðarlaganna er stefnt í tvísýnu. Þetta gerist á sama tíma og ýmiss konar þjónustu- starfsemi og milliliðastarfsemi blómstrar og fjár- festir takmarkalaust. í þessum greinum er ekki að sjá að ríki neitt kvótakerfi eða tekjuhámark, eins og sjávarútvegurinn býr nú við. Er ekki einhver brotalöm í íslensku þjóðfélagi þegar málum er svona komið? Það var einu sinni talin dyggð að veiða fisk og afla þjóðinni gjald- eyristekna. í dag er látlaust klifað á offjárfest- ingu í sjávarútvegi og þar af leiðandi erlendri skuldasöfnun. Eigum við ekki að láta staðreyndirnar tala? Þær eru að sjávarútvegurinn aflar um 70% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og hlutfall sjávar- útvegsins í erlendum skuldum er rúmlega 16%. Með þessum orðum er ég ekki að segja að ekki megi gera betur í íslenskum sjávarútvegi. Þar má vissulega margt bæta. Staðreyndin er hins vegar sú að það þarf að skapa sjávarútveginum hina réttu efnahagslegu umgjörð, þannig að hann geti dafnað eðlilega og gegnt sínu hlut- verki sem burðarás hins íslenska efnahagslífs. Hin efnahagslega umgjörð þarf að taka mið af eftirfarandi: Gæta þarf þess að gengisskráning- in íþyngi ekki sjávarútveginum. Kostnaðarhækk- anir þurfa að taka mið af markaðsaðstæðum. Raunvextir verða að lækka. Auk hinnar efnahagslegu umgjarðar þarf að vinna skipulega að spamaði í útgerð og fisk- vinnslu, það þarf að auka verðmæti þess afla sem á land berst og síðast en ekki síst þarf að auka vöruþróun og flytja vöruna á erlenda mark- aði meira unna og verðmætari en nú er gert. Þegar búið er að ná þessum markmiðum þá er að mínu mati búið að renna styrkum stoðum undir íslenskan sjávarútveg. Til þess að þetta megi takast þarf samstillt átak. Það er hlutverk stjórnvalda að haga þannig stjórn efnahagsmála að þessum atvinnuvegi séu sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði. Það er hlutverk sveitarfélaganna hvers á sínum stað að skapa þessum atvinnuvegi það andrúmsloft og um- hverfi sem leiðir af sér betri, fjölbreyttari og hag- kvæmari framleiðslu. Það er hlutverk þeirra sem stjórna fyrirtækjunum og sölusamtökum þeirra að leita allra leiða til að bæta rekstur, auka vöru- vöndun og afla markaða fyrir fjölbreyttari og verðmætari framleiðslu," sagði Bjarni Aðalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavík. Veilur í skipulagi atkvæðagreiðslu Offjárfestingu á ábyrgð stjórn- valda má rekja til veilu í lýö- ræðisskipulaginu. í borgarstjórn koma til álita rök um vöruverð í stórverslunum og rök samtaka kaupmanna og Borgarskipulags um gildi hverfisverslana og um hvernig stórverslanir bitna á þeim og um hæfilegt verslunar- rými á höfuðborgarsvæðinu. Þeg- ar til kastanna kemur og úthluta á verslunarjötnunum, Miklagarði og Hagkaupum, hvorum um sig lóð, reynir fyrst og fremst á það hvort meirihlutinn heldur saman um að styrkja stöðu þess eignar- forms sem lóðin er ætluð. At- kvæðið sem umsókninni er greitt er eitt og óskipt, hvort sem stuðningurinn er með hálfum hug eða heilum. Hugsum okkur í stað þess sem nú er, að fólk (skipulagsnefnd, byggingarnefnd, borgarfulltrúar) hafi atkvæðasjóð til ráðstöfunar á mál sem koiría á dagskrá og geti lagt fram atkvæði eftir því sem hver metur málið miðað við önnur mál, leggi fram fáein at- kvæði með máli sem maður metur lítils, en mörg atkvæði með máli sem maður leggur kaþp á, og eins sé með mótatkvæði. Við lóðaúthlutun til verslunar- jötnanna geta kjörnir fulltrúar fyrst metið viðkomandi verslun- arform. Sá sem styður verslunar- formið getur síðan gert upp við sig hversu mikið er gefandi fyrir stuðning við umsóknina með til- liti til áhrifa nýrrar stórverslunar á aðrar verslanir í borginni og viðskiptakjör og mannlíf í hverf- unum. Með þessu fyrirkomulagi hafa menn hag af því að spara atkvæði á mál sem síðar koma á dagskrá, og geta þannig afsakað slakan stuðning við almennan málstað, til að mynda málstað flokksins, meirihlutans eða minnihlutans. Hér er aðeins tæpt á viðamiklu máli, sem ég hef fjallað um ítar- legar í fræðiritum. Það er veru- lega róttæk breyting á lýðræðis- skipulaginu að gefa fólki tækifæri .til að láta missterkan stuðning eða andstöðu koma fram í at- kvæðagreiðslu. Ég hef lengi von- ast til að geta komið á tilraunum með atkvæðasjóð, eins og þörf er á til að gera sér fyllri grein fyrir aðferðinni, en til þess hefur ekki gefist tækifæri. Hér á landi eru takmörkuð tækifæri til að stunda frumleg félagsvísindi, eins og hér er um að ræða, en sæmilega góð skilyrði til að stunda ófrumleg félagsvísindi, eins og kunnugt er. Ýmsir vænta þess, að hlutfalls- leg fjölgun þingmanna á höfuð- borgarsvæðinu muni hafa afdrifa- rík áhrif á byggðastefnu. Ég á samt von á því að hvers konar fyrirgreiðsla muni halda áfram á Alþingi líkt og verið hefur, á Björn S. Stefánsson. sama hátt og hún hefur þrifist í Reykjavík. A Alþingi hafa menn áhrif með því að leita bandalags við aðra og vinna þannig meiri- hluta til stuðnings við takmark- aða hagsmuni. Einstökum út- gerðarfyrirtækjum er fleytt áfram með opinberri fyrirgreiðslu, þ.e. með stuðningi meirihlutans, þótt örlög þeirra varði beint aðeins lítinn hluta þjóðarinnar og þjdð- inni í heild sé talinn ávinningur að því að fiskiskipum fækki og þá eðlilega þeim fyrst sem eru háð opinberri fyrirgreiðslu. Líku máli gegnir um fyrirgreiðslu við fram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, sem þrengja að almenningssvæð- um, að framkvæmdaaðiljar með þrönga hagsmuni njóta banda- lags við flokkana sem ráða, þótt framkvæmdin gangi gegn dreifð- um hagsmunum almennings. Þarna er sýnd gagnkvæm tillits- semi, eins og í hverjum öðrum félagsskap. Þar með er ekki víst, að niðurstaðan sé í þágu heildar- hagsmuna, eins og dæmin um fjárfestingu í sjávarútvegi og um nýtingu lands og skipulag versl- unar í Reykjavík benda til, þar sem veilur í skipulagi atkvæða- greiðslu geta mótað niðurstöð- una. Björn S. Stefánsson. „Syndin" aftur á bókamarkaðinum - og einnig „Fleira fólk" eftir Jónas Árnason „Hefurðu lesið Syndina?" var oft spurt eftir að „syndin er lævís og lipur" kom út haustið 1962. Ahugi manna á þessari bók var slíkur að prentvélarnar höfðu ekki undan að fullnægja eftirspurninni. Síðustu vikuna fyrir jólin var „Syndin" með öllu ófáanleg í bókabúðum. Menn fóru strax að spyrja hvort ekki væri von á annarri út- gáfu og oft hefur verið að því spurt síðan. Áhugi manna jókst að sjálfsögðu til muna þegar Jón- as Arnason las bókina í útvarpi sl. vetur. Það má því segja að ekki sé vonum fyrr að „Syndin" birtist aftur á bókamarkaðinum, en Reykjaforlagið gefur bókina út núna fyrir jólin. Þá gefur Reykjaforlagið út aðra bók Jónasar Árnasonar sem heitir „Fleira fólk". í þessari bók er sagt frá raunvertilegum at- burðum og raunveruiegu fólki - ekki síst frá höfundinum sjálfum, sem alltaf kemur meira og minna við sögu. Lítið sem ekkert af efn- inu hefur áður birst í þeirri mynd sem það birtist í þessari bók. Frumdrög þáttanna urðu til á ár- unum 1947-1954. Stundum .var um að ræða stutta dagblaða- pistla, stundum dagbókarpunkta, upprifjun gamalla minninga, en Jónas hélt þessum frumdrögum saman og mörg þeirra vann hann fljótlega upp, jók við þau og endurbætti, en smiðshöggið á flesta þættina rak hann í sumar heima hjá sér á Kópareykjum í Reykholtsdal. f bókinni eru teikningar eftir Kjartan Guðjónsson, en þær voru allar gerðar á þeim árum, sem þættirnir í bókinni rekja uppruna til. - HS Jón Kristófer kadett og Jónas Árnason á gangi í Austurstræti sl. sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.