Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. desember 1984 10. desember 1984 - DAGUR - 7 inn handbolti eljaskólanum Mótanefnd Handknattleiks- sambands íslands bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt um helgina. Allir þekkja fár- ánlega niðurröðun nefndar- innar á leikjum Akureyrarlið- anna - heimaleikirnir fyrst og útileikirnir síðan - en að nefndin gæti ekki séð til þess að þeir leikir sem settir eru á hjá Akureyrarliðunum í Reykjavík geti farið fram áttu menn reyndar ekki von á. Sú varð þó raunin um lielg- ina. Leikur Ármanns og KA var settur á í Seljaskóla kl. 14 á laugardag og leikmenn KA mættu þar klukkustund áður. Pá var þeim tilkynnt að í húsinu væri körfubolti á dagskrá þenn- an dag, og hafi mótanefnd HSÍ verið tilkynnt það 12. nóvent- ber. Upphófust nú símahringingar og leiðindi sem enduðu með því að einn af forráðamönnum Handknattleiksráðs Reykjavík- ur sem kom á svæðið gekk í að leysa málið. Varð niðurstaðan sú að ákveðið var að troða leiknum á í Laugardalshöll. Þangað stormuðu leikmenn Ár- manns og KA og var þeim sagt að leikurinn myndi hefjast um klukkan 15. Sú tímaáætlun stóðst ekki og var þá tilkynnt að leikurinn myndi hefjast kl. 15.15. Ekki stóðst það. og klukkan var 15.35 þegar loks var gengið til leiks. Leikmenn voru búnir að hita upp, kólna og hita aftur og kann að vera að þessi „meðferð" hafi haft slæm áhrif á KA-liðið. Það afsakar hins vegar ekki hið stóra tap gegn Ármanni sem sagt er frá hér á síðunni, en mótanefnd HSÍ hef- ur enn sett niður og átti reyndar ekki mörg „prik“ fyrir. I Friðjón skoraði 6 gegn Gróttu. KA „brotlenti“ í Laugardalshöllinni „Ég veit varla hvað á að segja um þessa hörmung, vona bara að menn læri af þessu svo þess- ir hlutir endurtaki sig ekki,“ sagði Hermann Haraldsson liðsstjóri KA er við ræddum við hann um hið stóra tap KA fyrir Armanni í Reykjavík á laugardag. Botnliðið sigraði toppliðið með 8 marka mun og lokatölurnar 24:16 virka nán- ast eins og brandari er það er haft í huga sem á undan er gengið í mótinu. „Við þekkjum það vel að einn eða tveir leikmenn eigi slæman dag, en að allt liðið hrynji eins og þarna átti sér stað, því er erfitt að kyngja," sagði Hermann. „Mín persónulega skoðun er sú að um vanmat hafi verið að ræða, við vorum að spila góðan leik daginn áður gegn Gróttu og Ármann sem hafði ekki hlotið stig í mót- inu fyrir þessa helgi var því miður álitinn auðveld bráð. Það var allt lélegt hjá okkur í þessum leik, sóknin algjörlega bitlaus enda ár- angurinn eftir því.“ Ármann hafði undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum 9:6. KA náði að minnka muninn í 2 mörk og staðan var 13:11, en þá var endanlega botn- inn úr öllu saman og Ármenning-_ ar sigldu í höfn með stórsigur. Um þennan leik þarf ekki fleiri orð, hann var hörmulegur hjá KA og kennir strákunum von- andi að það borgar sig ekki að vanmeta andstæðingana, sama hvaða nafni þeir nefnast. Mörk KA í þessum leik skoruðu Logi Einarsson 5, Er- lendur Hermannsson 4, Pétur Bjarnason 3, Erlingur Kristjáns- son 3 og Jón Kristjánsson 1. Oddur Sigurðsson var með 4 mörk gegn Armanni. „Það eru ekki miklar líkur á því að ég leiki með íslenska landsliðinu alveg á næstunni. Bæði er að kröfurnar hérna heima eru svo gífurlegar að það er hreinlega ekki hægt að fara í landsleiki og ég sé ekki að ég muni fara út í erfitt æfíngaprógram með landsliðinu í sumar.“ - Þetta sagði Alfreð Gíslason handknattleiksmaður hjá Essen í Þýskalandi er við ræddum við hann í gær. Alfreðs er saknað af mörgum er landslið íslands er á ferðinni og eins og hann sagði hér að framan kann að verða bið á því að hann fari í landsliðs- búninginn. „Kröfurnar sem gerðar eru til okkar hér í Essen eru geysilegar. Við erum nú efstir í deildinni og stöndum vel að vígi, búnir með næstu lið á útivöllum, og þcss er beinlínis krafist af okkur að við verðum meistarar. Ef svo fer taka sennielga við ferðalög til S.- Ameríku í vor eða sumar og það er því erfitt að sjá tíma fyrir landsliðið," sagði Álfreð. „Leikur okkar gegn Gróttu var mjög góður. Liðsheildin var sterk, baráttan í betra lagi, Þorvaldur var góður gegn Gróttu. Alfreð ekki með lands- liðinu? Alfreð Gíslason. EVERTON ENN Á TOPPNUM Everton heldur enn forustunni í enska boltanum eftir leiki helgar- innar. QPR sem loks hefur rekið stjórann sinn Allan Mullery fékk Everton í heimsókn til London og leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Andy Gray fékk mjög gott tækifæri strax á 5. mínútu til að koma Everton yfir en það færi fór forgörðum. Tveir leikmenn voru reknir afleikvelli, þeir Simon Steinroad hjá QPR og Pat van den Hauwe. í seinni hálfleik varði Neville Southall meistaralega frá John Gregory og Ian Stuart. En lítum þá á úrslit leikjanna um helgina: Luton - A.Villa 1:0 1 Norwich - West Ham 1:0 1 QPR - Everton 0:0 x Sheff.Wed. - Chelsea 1:1 x Southampton - Arsenal 1:0 1 Stoke - Ipswich 0:2 2 Sunderland - Leicester 0:4 Tottenham - Newcastle 3:1 WBA - Watford 2:1 N.Forest - Man.Utd. 3:2 1 2. deild: Birmingham - Middlesb. 3:2 Blackburn - Sheff.Utd. 3:1 Brighton - Grimsby 0:0 x Charlisle - Portsmouth 3:0 1 Fulham - Oldham 3:1 Huddersfield - Wolves 3:1 1 Man.City - N.County 2:2 Oxford - Charlton 5:0 Schrewsbury - Leeds 2:3 2 Wimbleton - Barnsley 3:3 x Manchester United átti góða möguleika á að komast í efsta sæt- ið með sigri á Nottingham Forest. Það stefndi sannarlega í sigur Un- ited og í hálfleik var staðan 2:0. Gordon Straschan skoraði úr víta- spyrnu. Skotinn skjóti var svo aftur á ferðinni á 23. mínútu og staðan var orðin 2:0. Lið Forest var púað af leikvelli í hálfleik, en er síðari hálfleikur hófst var sem annað lið væri komið í búninga Forest. Á 62. mínútu lék Garry Mills varnarmenn United upp úr skónum, fann Steve Hogdes frían og hann skoraði. Við markið hrundi miðja United og Arnold Muhren sem annars átti góðan leik hreinlega hvarf, og sömuleiðis Bri- an Robson. Peter Davinport laum- aði sér upp kantinn á 31. mínútu og sendi fyrir markið. Þar klikkuðu miðverðir United og Garry Mills jafnaði leikinn. Nú var allt komið á hinn heimsfræga suðupunkt. Þegar örlítið var eftir af leiknum skoraði svo Johnny Medgod og Forest hafði hirt öll stigin þrjú sem barist var um. Frábær leikur og skemmtilegur að sögn breska út- varpsins. Tottenham sigraði Newcastle 3:1. Fyrsta markið skoraði Graham Roberts úr vítaspyrnu, Mark Falco bætti öðru við, Chris Woddle minnkaði muninn en sigur Spurs var aldrei í hættu. Southampton heldur áfram að hala inn stig. Nú tapaði Arsenal fyrir þeim og það var velski lands- liðsmaðurinn Alan Curtis sem skoraði á 44. mínútu með gífur- lega fallegu skoti af 20 metra færi. Þetta var 21. leikur Southampton án taps. - Garry Thompson og David Cross skoruðu fyrir WBA gegn Watford, en John Barns mark Watford. - Alan Smith 2, Gary Lineken og Steve Lines skoruðu mörk Leicester gegn Sunderland. Nýliðinn David Breese skoraði sigurmark Luton gegn Aston Villa og Mark Farring- ton sigurmark Norwich gegn West Ham. En lítum þá á stöðuna: Everton 18 10 4 4 35:23 34 Tottenham 18 10 3 5 37:18 33 Man.Utd. 18 9 5 4 38:22 32 Arsenal 18 10 2 6 34:25 32 Southampton 18 8 7 3 22:17 31 Sheff.Wed. 19 8 6 5 33:23 30 WBA 18 8 4 6 32:24 28 Chelsea 18 7 6 5 30:19 27 N.Forest 18 8 3 7 29:27 27 Liverpool 18 7 6 5 24:19 27 Norwich 18 7 5 6 26:25 26 West Ham 18 7 5 6 23:25 26 Newcastle 18 6 6 6 31:34 24 Sunderland 18 6 5 7 25:27 23 Watford 18 5 6 7 36:36 21 Leicester 18 6 3 9 31:35 21 A.Villa 18 5 5 8 21:33 20 Ipswich 18 4 7 7 19:24 19 QPR 18 4 7 7 21:29 19 Luton 19 4 5 10 23:40 17 Coventry 18 4 4 10 17:32 16 Stoke 17 1 4 12 13:40 7 AB. Strákamir góöir r m r u r i judo Fjórir ungir júdópiltar frá Akurevri kepptu á haustmóti Júdósambands íslands fyrir drengi að 16 ára aldri sem haldið var í Reykjavík. Er óhætt að segja að strákarnir hafi gert góða ferð suður og Ijóst er að um miklar framfarir er að ræða í íþróttinni á Ak- ureyri. í flokki 12 ára og yngri keppti Vernharður Þorleifsson í +46 kg flokki. Hann vann alla andstæðinga sína létt og mun lengsta viður- eignin ekki hafa staðið nema í um 30 sek. Allir sigrarnir á Ippon cða fuilnaðarsigur. Auðjón Guðmundsson keppti í flokki 12 ára og yngri í 41-46 kg þyngdarflokki. Hann vann einnig alla sína andstæðinga létt á Ippon. Þriðji keppandinn í 12 ára og yngri flokki var Kristján Ólafsson sem keppti í þyngdarflokki 35-40 kg og varð hann í 2. sæti. Þá er ógetið um Olaf Herbertsson sem keppti í 46-52 kg flokki 13-15 ára og hafnaði liann í 4. sæti. Þess má geta að ekki voru til peningar hjá Júdóráði Akureyrar til að styrkja piltana til fararinnar og grciddu þeir kostnað úr eigin vasa. Bikarkeppni KKÍ: Þórsarar enn gegn KR-b í fjórða eða fímmta skipti kemur það í hlut Þórs að leika gegn b-liði KR í Bikarkeppni Körfuknattleikssambands íslands. Dregið hefur verið í 1. umferð keppninnar og á Þór að leika syðra gegn b-liði KR. í fyrri viðureignum þessara liða í Bikarkeppninni hafði KR betur framan af en síðast vann Þór með miklum yfirburðum. Gömlu „snillingarnir“ Einar Bollason, Kolbeinn Pálsson o.fl. sem gerðu Þórsurum erfitt í þessum leikjum hér á árum áður hafa nú lagt skóna á hilluna, þannig að Þórsarar ættu að eiga alla möguleika á að komast áfram í 8 liða úrslitin. „Alveg hiyllilegt“ „Þetta var alveg hryllilegt, með því versta sem ég hef séð um dagana,“ sagði Þorsteinn Ólafsson liðsstjóri Þórs eftir leik Gróttu og Þórs um helg- „Nei, nei. Við erum ekki farn- ir að hörfa á 3. deildina,“ sagði Hlé í hand- boltanum Akureyrarliðin KA og Þór eiga nú frí í 2. deildinni fram yfir ára- mótin. Liðin hafa bæði leikið 8 leiki og þar af eru tveir fyrir sunnan. Samkvæmt mótaskrá HSÍ er fyrsti leikur liðanna eftir áramótin innbyrðisviðureign og fer hún fram í íþróttahöllinni þann 5. janúar. Fram að þeim tíma verða handknattleiksunn- endur að finna sér eitthvað annað við að vera. ina. Leikið var í „Ljónagryfj- unni“ á Seltjarnarnesi og í miklum slagsmálaleik þar sem handboltinn kom í 2. sæti sigr- aði Grótta 25:16. Þorsteinn Ólafsson liðsstjóri Þórs er við spurðum hann hvort Þór stefndi nú aftur niður í 3. deild í handboltan- um. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota vel þann tíma sem er í næsta leik. Við eigum ekki að spila fyrr en eftir áramót- in og við verðum að vinna vel og reyna að lagfæra það sem við vit- um að er að hjá okkur. Ef við einbeitum okkur að því þá er ég á því að við munum halda okkar hlut,“ sagði Þorsteinn. Þórsarar eru nú komnir í fall- sæti í 2. deildinni, aðeins Hauk- arnir eru neðar. Munurinn á lið- unum er hins vegar ekki mikill svo það getur allt gerst. Salurinn í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi er afar þröngur, og Þórsarar sem eru búnir að gleyma „SkemmuárununT' fundu sig ekki þar inni. Allt spil er mjög þröngt en völlurinn hentar vel til baráttu í vörninni. Það vantaði heldur ekki að tekið væri á og út- koman varð sú að um hálfgerð slagsmál var að ræða langtímum saman. Náðu þau hápunkti er Guðjóni Magnússyni þjálfara og leikmanni Þórs og Erni Árnasyni lenti saman með þeim afleiðing- um að báðir fengu rautt spjald og var vísað til sturtuklefa. Segja má að eftir að staðan var 1:1 hafi Gróttumenn farið að síga fram úr og það gerður þeir hægt og sígandi allan leikinn út í gegn. Þórsurum gekk illa að finna leið- ina í markið og er kominn var hálfleikur var staðan orðin 12:7 fyrir Gróttu. Grótta náði síðan yfirburðaforskoti í síðari hálf- leik, 20:10, 22:11 og 24:12 en Þórsarar náðu aðeins að laga upp á stöðuna á lokamínútunum. Erfitt er að nefna einn leik- mann Þórs öðrum fremri í þess- um leik. Guðjón Magnússon var markhæstur með 5, Kristinn Hreinsson skoraði 3, Árni Stef- ánsson 2, Sigurður Pálsson 2, Aðalbjörn Svanlaugsson 1, Kristján Kristjánsson 1, Gunnar M. Gunnarsson og nafni hans Gunnar E. Gunnarsson voru með sitt markið hvor. Öruggur sigur KAá Nesinu „Verðum að vinna vel“ - segir Þorsteinn Ólafsson vörnin því sterk og markvarsl- an mjög góð hjá ÞorvaIdi,“ sagði Hermann Haraldsson liðsstjóri KA um leik KA og Gróttu sem fram fór um helg- ina á Seltjarnarnesi. Leikið þar á afar þröngum velli en KA vann öruggan sigur 23:21 þar sem Grótta skoraði 3 síðustu mörkin. Þetta var strögl framan af,“ sagði Hermann. „En er staðan var 7:6 fyrir okkur fórum við í gang og staðan í hálfleik var orð- in 11:7 okkur í hag. Við bættum síðan við í seinni hálfleik og þessi stig voru aldrei í neinni hættu." KA-liðið var jafnt í þessum leik sem var einn af betri leikjum liðsins. Þorvaldur Jónsson mjög góður í markinu og að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins. Hann varði m.a. tvö vítaskot KA-liðið sýndi þarna hvað í því býr en liðið átti því miður eftir að brotlenda í Laugardalshöllinni daginn eftir eins og fram kemur hér á síðunni. Mörk KA í þessum leik skor- uðu Friðjón Jónsson 6, Þorleifur Ananíasson 4, Logi Einarsson 4, Jón Kristjánsson 4, Erlingur Kristjánsson 4, og Erlendur Her- mannsson 1. Staðan Staöan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik eftir leiki helgar- innar er nú þessi: Fram - Haukar 25:18 Grótta - KA 21:23 Ármann - KA 24:16 Grótta - Þór 25:16 Ármann - Þór 25:23 KA 8 7 0 1 183:159 14 Fram 8 6 1 1 191:160 13 HK 7 4 1 2 144:141 9 Grótta 7 2 2 3 151:152 6 Fylkir 6 2 1 3 111:127 5 Ármann 6 2 0 4 132:133 4 Þór 8 1 1 6 172:192 3 Haukar 6 1 0 5 125:145 2 Tap gegn Ármanni á lokasprettinum „í þessum leik var vörnin sæmileg og allt í lagi með markvörsluna. Það sem ein- kenndi leikinn hins vegar að mínu mati var hversu mikið klúður var í sókninni. Það var sífellt reynt að troðast inn á línuna en ekki reynt að skjóta fyrir utan,“ sagði Þorsteinn Olafsson liðsstjóri Þórs um leik Ármanns og Þórs sem fram fór um helgina. Guðjón Magnússon skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og Þór leiddi því 2:0. Ármann jafnaði og komst síðan yfir og leiddi nreð 2- 3 mörkum út hálfleikinn, staðan að honum loknum 14:12. í síðari hálfleik tóku Ár- menningarnir Guðjón Magnús- son úr urnferð og það bar þann árangur hjá þeim að þeir komust 5 rnörkum yfir. Þórsarar náðu hins vegar að minnka muninn í 20:17 og þannig var staðan lengi, bæöi 'iðin fóru illa með sóknir sína,. Indir lok leiksins tóku Þórsarar tvo menn Ármanns úr umferð og þeim tókst að minnka muninn í eitt mark 23:22. Þórsar- ar fengu síðan boltann en klúðr- uðu sókninni, Ármenningar brunuðu upp og skorðu og stað- an var 24:22 í stað 23:23. Bæði liðin bættu síðan við einu marki þannig að lokatölur urðu 25:23 fyrir Ármann. Mörk Þórs í þessum leik skoruðu Oddur Sigurðsson 4, Kristján Kristjánsson 4, Guðjón Magnússon 3, Sigurður Pálsson 3, Árni Stefánsson 3, Aðalbjörn Svanlaugsson 2, Kristinn Hreins- son 2, Hörður Harðarson 1 og Gunnar M. Gunnarsson 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.