Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 7
10. desember 1984 - DAGUR - 7 hiyllilegt" Salurinn í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi er afar þröngur, og Þórsarar sem eru búnir aö gleyma „Skemmuárunum" fundu sig ekki þar inni. Allt spil er mjög þröngt en völlurinn hentar vel til baráttu í vörninni. Það vantaði heldur ekki að tekið væri á og út- koman varð sú að um hálfgerð slagsmál var að ræða langtímum saman. Náðu þau hápunkti er Guðjóni Magnússyni þjálfara og leikmanni Þórs og Erni Árnasyni lenti saman með þeim afleiðing- um að báðir fengu rautt spjald og var vísað til sturtuklefa. Segja má að eftir að staðan var 1:1 hafi Gróttumenn farið að síga fram úr og það gerður þeir hægt og sígandi allan leikinn, út í gegn. Þórsurum gekk illa að finna leið- ina í markið og er kominn var hálfleikur var staðan orðin 12:7 fyrir Gróttu. Grótta náði síðan yfirburðaforskoti í síðari hálf- leik, 20:10, 22:11 og 24:12 en Þórsarar náðu aðeins að laga upp á stöðuna á lokamínútunum. Erfitt er að nefna einn leik- mann Þórs öðrum fremri í þess- um leik. Guðjón Magnússon var markhæstur með 5, Kristinn Hreinsson skoraði 3, Árni Stef- ánsson 2, Sigurður Pálsson 2, Aðalbjörn Svanlaugsson 1, Kristján Kristjánsson 1, Gunnar M. Gunnarsson og nafni hans Gunnar E. Gunnarsson voru með sitt markið hvor. Öruggur sigur KAá Nesinu „Leikur okkar gegn Gróttu var mjög góður. Liðsheildin var sterk, baráttan í betra lagi, Þorvaldur var góður gegn Gróttu. Breese skoraði sigurmark Luton gegn Aston Villa og Mark Farring- ton sigurmark Norwich gegn West Ham. En lítum þá á stöðuna: Everton Tottenham Man.Utd. Arsenal Southampton Sheff.Wed. WBA Chelsea N.Forest Liverpool Norwich West Ham Newcastle Sunderland Watford Leicester A.Villa Ipswich OPR Luton Coventry Stoke 18 18 18 18 18 19 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 18 19 18 17 35:23 37:18 38:22 34:25 22:17 33:23 32:24 30:19 29:27 24:19 26:25 23:25 31:34 25:27 36:36 31:35 21:33 19:24 21:29 10 23:40 10 17:32 12 13:40 AB. 34 33 32 32 31 30 28 27 27 27 26 26 24 23 21 21 20 19 19 17 16 7 vörnin því sterk og markvarsl- an mjög góð hjá Þorvaldi," sagði Hermann Haraldsson liðsstjóri KA um leik KA og Gróttu sem fram fór um helg- ina á Seltjarnarnesi. Leikið þar á afar þröngum velli en KA vann öruggan sigur 23:21 þar sem Grótta skoraði 3 síðustu mörkin. Þetta var strögl framan af," sagði Hermann. „En er staðan var 7:6 fyrir okkur fórum við í gang og staðan í hálfleik var orð- in 11:7 okkur í hag. Við bættum síðan við í seinni hálfleik og þessi stig voru aldrei í neinni hættu." KA-liðið var jafnt í þessum leik sem var einn af betri leikjum liðsins. Þorvaldur Jónsson mjög góður í markinu og að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins. Hann varði m.a. tvö vítaskot KA-liðið sýndi þarna hvað í því býr en liðið átti því miður eftir að brotlenda í Laugardalshöllinni daginn eftir eins og fram kemur hér á síðunni. Mörk KA í þessum leik skor- uðu Friðjón Jónsson 6, Þorleifur Ananíasson 4, Logi Einarsson 4, Jón Kristjánsson 4, Erlingur Kristjánsson 4, og Erlendur Her- mannsson 1. Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik eftir leiki helgar- imiur er nú þessi: Fram - Haukar 25:18 Grótta - KA 21:23 Ármann - KA 24:16 Grótta - Þór 25:16 Ármann - Þór 25:23 KA 8 7 0 1 183:159 14 Fram 8 6 11 191:160 13 HK 7 4 1 2 144:141 9 Grótta 7 2 2 3 151:152 6 Fylkir 6 2 13 111:127 5 Ármann 6 2 0 4 132:133 4 Þór 8 116 172:192 3 Haukar 6 10 5 125:145 2 Oddur Sigurðsson var með 4 mörk gegn Armanni. Tap gegn Ármanni á lokasprettinum „í þessum leik var vörnin sæmileg og allt í lagi með markvörsluna. Það sem ein- kenndi leikinn hins vegar að mínu mati var hversu mikið klúður var í sókninni. Það var sífellt reynt að troðast inn á línuna en ekki reynt að skjóta l'yrir utan," sagði Þorsteinn Olafsspn liðsstjóri Þórs um leik Ármanns og Þórs sem fram fór um helgina. Guðjón Magnússon skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og Þór leiddi því 2:0. Ármann jafnaði og komst síðan yfir og leiddi með 2- 3 mörkum út hálfleikinn, staðan að honum loknum 14:12. í síðari hálfleik tóku Ár- menningarnir Guðjón Magnús- son úr umferð og það bar þann árangur hjá þeim að þeir komust 5 mörkum yfir. Þórsarar náðu hins vegar að minnka muninn í 20:17 og þannig var staðan lengi. bæði 'iðin fóru illa með sóknir sína.. Indir lok leiksins tóku Þórsarar tvo menn Armanns úr umferð og þeim tókst að minnka muninn í eitt mark 23:22. Þórsar- ar fengu síðan boltann en klúðr- uðu sókninni, Ármenningar brunuðu upp og skorðu og stað- an var 24:22 í stað 23:23. Bæði liðin bættu síðan við einu marki þannig að lokatölur urðu 25:23 fyrir Armann. Mörk Þórs í þessum leik skoruðu Oddur Sigurðsson 4, Kristján Kristjánsson 4, Guðjón Magnússon 3, Sigurður Pálsson 3, Arni Stefánsson 3, Aðalbjörn Svanlaugsson 2, Kristinn Hreins- son 2, Hörður Harðarson 1 og Gunnar M. Gunnarsson 1. Enginn handbolti í Seljaskólanum Mótanefnd Handknattleiks- sambands íslands bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt um helgina. Allir þekkja fár- ánlega niðurröðun nefndar- innar á leikjum Akureyrarlið- anna - heimaleikirnir fyrst og útileikirnir síðan - en að nefndin gæti ekki séð tii þess að þeir leikir sem settir eru á hjá Akureyrarliðunum í Reykjavík geti farið fram áttu menn reyndar ekki von á. Sú varð þó raunin um helg- ina. Leikur Ármanns og KA var settur á í Seljaskóla kl. 14 á laugardag og leikmenn KA mættu þar klukkustund áður. Þá var þeim tilkynnt að í húsinu væri körfubolti á dagskrá þenn- an dag, og hafi mótanefnd HSÍ verið tilkynnt það 12. nóvem- ber. Upphófust nú símahringingar og leiðindi sem enduðu með því að einn af forráðamönnum Handknattleiksráðs Reykjavík- ur sem kom á svæðið gekk í að leysa málið. Varð niðurstaðan sú að ákveðið var að troða leiknum á í Laugardalshöll. Þangað stormuðu leikmenn Ár- manns og KA og var þeim sagt að leikurinn myndi hefjast um klukkan 15. Sú tímaáætlun stóðst ekki og var þá tilkynnt að leikurinn myndi hefjast kl. 15.15. Ekki stóðst það, og klukkan var 15.35 þegar loks var gengið til leiks. Leikmenn voru búnir að hita upp, kólna og hita aftur og kann að vera að þessi „meðferð" hafi haft slæm áhrif á KA-liðið. Það afsakar hins vegar ekki hið stóra tap gegn Armanni sem sagt er frá hér á síðunni, en mótanefnd HSÍ hef- ur enn sett niður og átti reyndar ekki mörg „prik" fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.