Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. desember 1984 20 nýjar Skjaldborgarbækur Andi - Höfundar: Kai Hermann, höf- undur metsölubókarinnar „Dýragarðs- börn", og Heiko Gebhardt. Saga And- is er gífurlega áhrifamikil og lætur engan ósnortinn er hana les. Fjöldi mynda er í bókinní. Þýðandí: Veturliði Guðnason. í%muQ& i Sigrún - Höfundur: Isól Karlsdóttir, höfundur bókarinnar Forlagaflækja, sem kom út á síðasta ári. Mjög spenn- andi lífsreynslusaga ungrar stúlku. Með reistan makka, 4. bindí - Sögur um hesta - Erlingur Davíðsson skráði. Margir landskunnir hestamenn segja frá hestum sínum. Pálmi Jónsson, fyrrv. landbúnaðarráðherra, ritar formála. Kyneðli og kynmök - Um G-blettinn og aðrar nýjar uppgötvanir varðandi mannlegt kyneðli. Algjör metsölubók í Bandaríkjunum. Höfundar Alice Kahn Ladas, Beverly Whipple, John Delbert Perry. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Formáli: Brynleifur H. Steingrímsson, læknir. Flækings-Jói - Höfundur: Indriði Úlfsson, sem fékk bókmenntaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bók sína Óli og Geiri, sem kom út á síðasta ári. Þetta er 18. bók Indriða, sem er einn vinsælasti höfundur ungu kynslóðarinnar á Islandi í dag. ffwh, SÚREGI Súrt regn - Höfundur: Vigfús Björnsson, höfundur bókarinnar Skógarkofinn. Ótrúlega áhrifamikil og stórbrotin saga um ástir, ómengaða íslenska náttúru, súrt regn og dapur- legar framtíðarhorfur heimsbyggðar- úarnw Á varinhellunni - Bernskumyndir frá Langanesströndum - Höfundur: Kristján frá Djúpalæk. Þetta er ekki eiginleg ævlsaga heldur sjálfstæð minnngabrot. Yfir allri frásögninni hvíl- ir sú heiðríkja hugarfarsins, sú góðlát- lega klmni og sá tærleiki máls og stíls sem skáldinu frá Djúpalæk er laginn. X Strákarnir sem struku til Skotlands - Höfundur: Marinó L. Stefánsson, höfundur bókarinnar Manni litli í Sólhlíð, sem kom út árið 1982 og hlaut miklar vinsældir um land allt. HÍSHU Háski á Hveravöllum - Höfundur: Birgitta H. Halldórsdóttir, höfundur bókarinnar Inga, sem kom út sl. ár. Hörkuspennandi saga, sem enginn leggur frá sér fyrr en að íestri loknum. Símon Pétur - Höfundur: Martin Næs, sem er Færeyingur, fæddur 1953. Hann starfar nú sem bókavörð- ur á Akúreyri. Hann hlaut barnabóka- verðlaun bæjarstjórnar Þórshafnar árið 1981 fyrir bókina Per og ég. Bókin Símon Pétur er samin á fær- éysku. Þóroddur Jónasson læknir þýddi. S«mar á SHdarttrði Sumar á Síldarfirði - Höfundur: Eyj- ólfur Kársson, sem er dulnefni. Þetta er bráðskemmtileg saga og lýsir vel lífinu I sjávarplássum á Norðurlandi á síldarárunum gömlu og góðu. Læknabrandarar - Ólafur Halldórs- son læknir safnaði, en Óttar Einars- son kennari bjó bókina undir prentun. Yfir 60 læknar eiga þarna gaman- sögur og þá eru allmargir brandarar sem eru ófeðraðir. Jfe: Örlög og ævintýri - Fyrra bindi - Höfundur: Guðmundur L. Friðfinnsson á Egilsá. Þetta eru æviþættir, munn- mæli, minningabrot og fleira. Þetta er óvenjuleg bók og vönduð að efni, með fjölmörgum myndum og teikningum af bæjum, eins og þeir litu út á árunum 1890-1900 jafnvelfyrr. ¦"¦""¦ Aldnir hafa orðið, 13. bindi - Erl- ingur Davíðsson skráði - Þessir segja frá: Guðni Ingimundar- . son, Kópaskeri, Jóhannes Jónsson, Húsavík, Jónína Steinþórsdóttir, Ak- ureyri, Skarphéðinn Ásgeirsson, Ak- ureyri, Steinþór Eiríksson, Egils- stöðum, Sveinn Einarsson, Reykja- vík, sem er nýlátinn, og Sæmundur Stefánsson, Reykjavík. <>j#íWíM»í*a<. .Sfft***w; Villt af vegi - Höfundur: Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði. Þetta er hennar 6. bók. Það þarf vart að taka fram að þessi bók Aðalheiðar er mjög spenn- andi sem hinar fyrri. Göngur og réttir, 2. bindi - Arnes-, Borgarfjarðar- og Mýrasýsla - Bragi Sigurjónsson safnaði og skráði. Þetta er 2. útgáfa aukin og endurbætt. Bók- in er um 480 bls. með fjölda mynda. Þá er nýr kafli um öll fjármörk á (slandi og í Færeyjum. Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna Þetta er 3. bindi af ritsafni Eiðs Guð- mundssonar á Þúfnavöllum. I þessari þók er mikinn fróðleik að finna og fjóldi fólks kemur þar við sögu. Árni J. Har- aldsson bjó bókina til prentunar. Gott fólk - Viðtöl og frásagnir - Höfundur: Jón Bjarnason frá Garðsvík, sem löngu er landskunnur fyrir bækur sínar. Þetta er skemmtileg og fróðleg bók og í henni eru margar myndir. Kl Gofí fólk Binni vill eignast hund og Binni fer út í rigningu - Tvær nýjar litmyndabækur frá Ravensburg í Pýskalandi í hinum geysivinsæla smábarnabókaflokki Skjaldborg Hafnarstræti 75, Akureyri, sími (96) 24024, Hólmgarði 34, Reykjavík, sími (91) 31599. Odýrar bækur - Góðar bækur - Fást í bókaverslunum um land allt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.