Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 10.12.1984, Blaðsíða 12
MfiUR Akureyri, mánudagur 10. desember 1984 Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Höfða á Húsavík: Teflt um líf eða dauða jj byggðarlagsins" Húsvíkingar fögnuðu Kolbeinsey fyrir þrem árum og vilja hafa skipið áfram. „Við berjumst áfram og gef- umst ekki upp, því hér er um líf eða dauða byggðarlagsins að tefla," sagði Kristján Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Höfða hf. á Húsavík, í samtali við Dag. Höfði gerir út togar- ann Kolbeinsey, sem er eitt af þeim skipum sem ekki er talið standa undir skuldum. Svipað er ástatt um Sigurbjörgu í Ólafsfirði. Skuldir Kolbeinseyjar voru samkvæmt gengi á fimmtudaginn rúmar 255 m.kr. Tryggingarmat skipsins er hins vegar ekki nema 175 m.kr. og smíðaverð þess árið 1981 var 49 m.kr. Ástæðan fyrir þessari þróun er fyrst og fremst óhóflegur fjármagnskostnaður, sem stafar að stórum hluta af óhagstæðri þróun dollarans gagn- vart krónunni. Pannig hefði áhvílandi lán á skipinu verið rúmlega 50 m.kr. lægri í septem- ber sl., ef þau hefðu verið í ensk- um pundum, en ekki í bandarísk- um dollurum eins og raunin er. „Ég tel að útgerð þessa skips hafi verið rekin eins og best verð- ur á kosið og er tilbúin að láta hlutlæga aðila meta það," sagði „Við notum sem manneskjulegastar innheimtuaðferðir" - segir Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri, en innheimta á opinberum gjöldum er ívið lakari en í fyrra „Okkur gengur ívið verr að ná inn álögðum gjöldum í ár mið- að við sama tíma í fyrra, ætli það muni ekki einum tveim prósentum, sem gera um 6 m.kr., og það virðast frekar vera fyrirtækin heldur en ein- staklingar sem eiga í erfið- leikum með að standa í skilum," sagði Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri á Akureyri, í samtali við Dag. Það kom fram í samtalinu við Rafn, að á undanförnum árum Bílveltur í haíku Tveir bflar skullu saman í mikilh hálku við Syðri-Varðgjá í Öng- ulsstaöahreppi í gærkvöld. Öku- maður annars bílsins missti vald á honum í hálkunni og er bíllinn skall á hinum kös'uðust báðir út af vcginum og runnu niður í gil. Annar valt reyndar en hafnaði á hjólunum. Einn i'arþegi var flutt- ur á sjúkrahús en ekki er kunnugt um meiðsli hans. gk- hafa Akureyringar verið mjög skilvísir á sín gjöld. Pannig hafði tekist að innheimta 92% af álögð- um gjöldum um áramótin í fyrra, en aðeins Ólafsfjörður og Húsa- vík gátu státað af betri inn- heimtu. Til samanburðar má geta þess að' innheimta í Reykjavík var 75% um síðustu áramót. „Við fórum nú samt á nám- skeið hjá þeim fyrir sunnan um daginn," sagði Rafn. „Við lærðum ekkert, en höfðum gam- an af ferðinni. Peir sunnanmenn nota gjarnan harðari innheimtu- aðgerðir en við, hóta fógeta meira. Við reynum hins vegar all- ar leiðir áður en við förum út í slíkt, þar sem sá kostnaður sem bætist við skuldina hjá fógeta gerir gjaldandanum enn erfiðara fyrir. Við beitum manneskjulegri aðferðum, hringjum til dæmis gjarnan í skuldarana og hvetjum þá til dáða. Árangurinn sýnir að sú leið skilar ekki síðri árangri en harðar aðgerðir, en það kemur sér óneitanlega vel að nota fógeta sem grýlu og auðvitað er upp- boðskrafa þrautalendingin ef annað dugir ekki," sagði Rafn Hjaltalín. - GS Margir lögðu leið sína í verslanir á Akureyri á laugardag, enda búist við að þá hæfist jólaverslunin fyrir alvöru, hálfum mánuði fyrir jól. Mynd: KGA Kristján. „Þess vegna tel ég að öðrum sé ekki. betur fært að standa að útgerð þess og þar af leiðandi sé ég engin rök fyrir því að selja það frá okkur. Það þarf hins vegar að leysa þennan vanda og við höfum gert okkar tillögur í þeim efnum. Við treystum okk- ur til að greiða 7-8,7 m.kr. af skipinu á ári, reiknað út frá mis- munandi forsendum, en þar er um að ræða um 33% af skipta- verðmæti afla skipsins, miðað við árið í ár. Mismunurinn verður að fara inn á biðreikning, sem við greiðum vitaskuld inn á ef for- sendur í útgerðinni breytast. Ella verður þessi skuld að afskrifast þegar lífdögum skipsins er lokið. Menn verða að gera sér grein fyr- ir því, að það verður aldrei skap- aður rekstrargrundvöllur fyrir þessi skip með þeim fjármagns- kostnaði sem verið hefur," sagði Kristján Ásgeirsson. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir Húsvíkinga. Kol- beinsey hefur lagt upp 40% af þeim afla sem Fiskiðjusamlagið hefur tekið á móti í ár og þar vinna um 230 manns. Stjórnvöld telja tryggingu vanta fyrir um 100 m.kr. af skuldum skipsins, en Húsvíkingar gefast ekki upp, eins og kemur vel fram í orðum Kristjáns þegar hann var spurður um hvað þeir gætu veðsett. - Við eigum þó alltaf kirkjuna eftir. -________________-GS Stal áfengi í Sjallanum Einn gesta Sjallans sl. laugar- dagskvöld gerði sér iítið fyrir og komst inn í Mánasal á efstu hæð hússins en sá salur var lokaður. Gesturinn braut og bramlaði forláta peningakassa í salnum sem metinn er á yfir 100 þúsund krónur. Þá stal hann einhverju af áfengi sem hann kom síðan fyrir bæði innanhúss og utan. I lok dansleiksins var maðurinn síðan handtekinn á einu salerna hússins, og viðurkenndi hann sök sína. gk-. „Þið fáið gott veður næstu dagana, það verður sunnan- og suðvestanátt og gott veður." sagði veðurfræðing- ur í samtaii við Dag í morgun. „Þið fáið ekki mikla úrkomu þessa næstu daga en það verður skýjað og hlýtt í þess stað. Þið sleppið betur en við hér sunnanlands sem fáum ansi harða gusu núna," bætti veðurfræðingurinn við. Aðgj langs- harðar hagamýs Fróðir menn telja, að mikill músagangur að hausti bendi til þess að harður vetur fari t' hönd. Nú brá svo við í haust, að músagangur var mikill á Akureyri og í nærsveitum og mun ekkert lát vera á. Samt er blíðan slík, dag eftir dag, að menn muna vart aðra eins vetrarbyrjun. Mýsnar láta vita af sér með ýmsum hætti. Framan úr Firði heyrum við þær sögur, að þær hafi gert sig óvenju heimakomnar i híbýlum EÉ X~l manna. Ein var til dæmis svo tónelsk, að hún settist að í píanói heimilisins og gott ef hún hafði ekki einhvern fé- lagsskap af músum í þessari tónlelkahöll. Önnur var með bíladellu og settist að í drossíu annars heimilis og sömu sögu er að segja af f rænku þeirrar mýslu á næsta bæ vlð. Þið getið ímyndað ykkur uppákomuna. Hjónin á bænum eru á leið í kaupstað- arferð. Bóndínn ekur og segir blíðlega við kvinnu sína; viltu rétta mér tóbakspunginn minn sem er í hanskahólfinu. Sil Konan opnar hólfið - aaaaaa- aaaaa - og mýsnar stökkva hver af annarri i kjöltu hennar. Hvað gerist næst; stekkur frúin úr bílnum á ferð um leið og bóndinn ekur í losti út í skurð? Eða halda þau ró sinni? Segir konan jafnvel blíðlega, þegar mýsn- ar hafa fest öryggisbeltin í aftursætinu; því miður elskan, ekkert tóbak, það hafa aðrir orðið á undan þér! # Sama blíðan áfram En hvað sem músagangi líð- ur þá er það nokkuð víst, að sama veðurblíðan helst a.m.k. frám að áramótum, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Dags, sem fram til þessa hefur ekki brugðist. Það má að visu bú- ast við einhverjum éljagangi, jafnvel eitthvað meiri ofan- komu heldur en var i sfðasta mánuði, en það verður ekki orð á því gerandi. Tæpast verður það til annars en að gera umhverfið örlítið jóla- legra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.