Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 14. desember 1984 Þá eru jólin að koma yfir okkur einu sinni enn. Við erum farin að greikka sporið milli verslana og jafnvel mestu andstæðingar líkams- ræktar bregða á skokk eftir göngu- götunni. Pað þarf að baka, auðvitað er hver sómkær smákökubakari löngu búinn að því. Svo þarf að viða að sér matföngum fyrir hátíðina og það verður að gerast núna á síðustu dögum því að frystikistan er alveg full af fínasta „bakkelsi". Petta eru löng og góð jól og því betra að hafa nægar vistir á heimilinu. Það eru sjálfsagt allir búnir að gera hreint, eða mála, kannski bún- ir að skiþta um teppi á stofunni, jafnvel kaupa eitthvað af nýjum húsgögnum. Enginn 'má fara í jólaköttinn og nú þarf að „fata fjölskylduna upp“. Einn sest einbeittur við saumavél- ina með útsöluefni og búta sem dregnir hafa verið í búið á árinu sem er að líða. Og sjá, upp er stað- ið með tískuleg jólafötin tilbúin til notkunar. Pessi slapp „billega“. Annar hefur engan tíma/vilja/getu í svona lagað, kaupir fötin tilbúin eða lætur sauma fyrir sig ef ekkert finnst í verslunum sem hæfir tæki- færinu. Tækifærinu já. Sumir eign- ast svo fín jólaföt að það má ekki vera í þeim við matarborðið á að- fangadagskvöld, bara smella mynd við jólatréð með öllum pökkunum og svo klæðast í eitthvað snoturt sem má bara skella í þvottavélina. Nei, svona slæmt er það nú ekki víða, en þó eru dæmi þess að börn hafa fengið svo dýrmæt jólaföt að þau hafi ba'ra verið til að mynda við jólatréð. Bömin og jólastressið Hvar eru börnin á meðan for- eldrar þeirra hlaupa andstuttir á milli verslana eða standa örþreyttir eftir langan vinnudag (á mörgum vinnustöðum er svo mikil vinna og yfirvinna fyrir jólin) við hreingern- ingu, saumaskap, bakstur eða breytingar á húsnæði. Já, þau eru stundum bara fyrir. í örvæntingar- fullum verslunarferðum þeytast þau með, og margt glepur augað í jólavarningnum. Hver kannast ekki við dramat- ískar „senur“ í jólaösinni á borð við þessa: Foreldrar og barn ganga rösklega um stórmarkað og láta rigna hlutum í stóra körfu. „Nei barn, láttu vera, við ætlum sko ekki að kaupa svona núna.“ „Af hverju?“ „Bara,“ eða „þetta er svo dýrt.“ Litlar hendur taka hvern girni- legan hlut af öðrum úr hillunum, foreldrar setja aftur á sinn stað, skapið þyngist. Hár grátur. „Reyndu að setja barnið í körf- una svo það hætti þessum tætingi." Barnið vill ekki sitja í körfunni og gráturinn hækkar. „Þú færð engar jólagjafir ef þú lætur svona,“ eða „jólasveinninn gefur þér ábyggilega ekki í skóinn í nótt." Svo mörg voru þau orð. Um jólaleytið eru ýmsar vættir á kreiki og þegar mikið liggur við er freistingin stór að nota saklausa jólasveina sem búið er að særa til byggða mörgum vikum fyrir þeirra tíma, sem hótun. Þeir koma ekki með jólagjafir ef þú lætur svona. Þeir gefa þér ekki í nótt nema þú farir að sofa. Og stærsta trompið: ÞAÐ KOMA ENGIN JÓL TIL OKKAR EF ÞÚ HÆTTIR ÞESSU EKKI! Litla sálin er orðin hálf vesöl og vonlítil. En mikið skal til mikils vinna. Börn sýna oft ofurmannlega sjálfsstjórn í jólatíðinni. Mörg hver láta sig hafa það að fara í rúmið og liggja þar meðan hver taug líkam- ans krefst þess að fara fram og sjá hvað mamma og pabbi eru að pukr- ast og taka þátt í því. En þau liggja áfram því jólin eru svo ofboðslegur atburður. Slíkrar sjálfsafneitunar er ekki hægt að krefjast af barni þegar fullorðnir eiga fullt í fangi með hliðstæðar freistingar. Svo koma jólin, fyrir þau eru stórir og smáir búnir að leggja á sig ýmsar píslir. Borða núna, einmitt núna, allt í réttri röð, allir eiga að vera penir því nú eru jólin. Spenn- an sem hefur hlaðist upp hjá barn- inu síðan um miðjan nóvember ólg- ar enn. Þvo upp - ekki óhreinka fötin á þessu súkkulaði! Svo kemur það, nú má taka upp pakkana. Jæja, þá fer nú sumum að létta fyrir brjósti. Ekki rugla saman - þetta er frá Jóni og Gunnu og þetta er frá Sigga og . . . - er þetta ekki frá jólasveininum? - Meiri pappír - þrír bílar eins - svona ljót peysa -. Grátur. Hvað, er barnið að gráta, þú sem fékkst svona mikið af gjöfum? Nei, barnið grætur tæpast af vanþakklæti. Nú er spennunni aflétt, en var það þetta sem ég er búin að bíða eftir svo óralengi? Var það ekki annað? Er biðin ekki of löng fyrir börnin? Ölum við fullorðna fólkið ekki á óraunhæfum vonum sem standast svo ekki þegar stundin rennur upp hversu mikla vinnu og peninga sem búið er að leggja fram. Sagði einhver að jólin væru hátíð barnanna? Gleðileg jól. Þrúður Gísladóttir. A helgum degi Texti: Lúk. 3, 7-17 Hver kenndi yður að flýja? Guð sendi Jóhannes skírara til þess að undirbúa fólkið fyrir komu frelsarans. Kennsla hans þótti hörö. Fólkið reyndi að flýja frá staðreyndunum og reiöi Guðs. Það reyndi að telja sér trú um að allt væri í lagi þótt ltf og brcytni vitnaði um hið gagnstæða. Reiði Guðs hvtlir yfir þeini sem brjóta reglurnar. Annað væri ekki réttlátt. Það cr gagnslaust að flýja reiði Guðs og afsaka sig og segja, ég til- lieyri Guðs fólki, ef verkin vitna um annað. Mannfjöldinn spurði Jó- hannes skírara: „Hvað eigum við að gera?“ Svarið var að hann skyldi snúa sér frá vill- unni og játa og viðurkenna af- brotin í stað þess að flýja. Þeg- ar maður hættir að flýja undan reiði Guðs og stendur and- spænis ásökun hans, þá sér maður þörfina t'yrir frelsara, til þess að bjarga sér frá reiði Guðs. Sjálf getum við ekki breytt huga og hjarta, en breytingin á sér stað þegar Jes- ús kemur inn í líf einstaklings- ins sem frelsari og Drottinn. Til umhugsunar: Hverjuni bera verk þín vitni? Verkin okkar sýna hver við erum og hverjum við tilheyr- um. Hver eru viðbrögð þín þegar þú heyrir um hungur og neyð, eða um fólk sem er í myrkri vegna þess að það hef- ur ekki fengið að heyra um frelsarann sinn? Við getum einnig litið nær okkur. Hvað segir það okkur um uppeldið, sem okkur bar að gefa sam- kvæmt Guðs orði, þegar við lesum um að rúður séu brotn- ar í miðbæ Akureyrar um nær hverja helgi, eða þegar við heyrum um að Ijósaperum sé stolið úr jólaskreytingum bæjarins? Enginn má reyna að flýja frá ábyrgðinni. Verkin vitna. Jesús verður að komast í hásætið að nýju. kemur út þrísvar í viku, manudaga, midvikudaga og föstudaga Mazda 1985 Höfum 1985 árgerðina af Mazda 323 og 626 til afgreiðslu strax. Komið og sjáið og leitið uppiýsinga. Opið á laugardögum frá kl. 10-16. Bílasalan hf. Strandgötu 53 og Skála. Símar 21666 og 26301. Jólatré og greinar Komið í Kjarnaskog og kaupið jóiatré og greinar. Opið frá kl. 13-18 sunnudaginn 16. desember og á Þorláks- dag, sunnudaginn 23. desember. Auk þess er opið alla virka daga í göngugötunni í Hafnarstræti. Tekið á móti pöntunum í síma 24047. Sendum um allt land. Skógræktarfélag Eyfiröinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.