Dagur - 14.12.1984, Side 15

Dagur - 14.12.1984, Side 15
14. desember 1984 - DAGUR - 15 Möðruvallaklaustursprestakall: Mikið starfað á aðventurmi Á aðventunni er mikið um að vera í kirkjulegu starfi í Möðruvallaklausturspresta- kalii. Laugardaginn 15. desember verður sameiginlegt föndur ungra sem eldri, og er ætlunin að búa til jólaskraut fyrir heimilin og eins til að gefa öldruðum. Föndrið byrjar kl. 13.30 og fer fram í Þelamerk- urskóla. Þá um kvöldið verður kvöldstund við kertaljós í Bakkakirkju og hefst hún kl. 21. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Guðleifsson ráðunautur, en unglingar og börn munu aðstoða með lestri og einnig verður almennur söngur. Kvöldstundinni lýkur með því að börnin fá kerti sem kveikt verður á. Sunnudaginn 16. desember Leikhíisferð til Húsavíkw Dynheimar og Leikklúbburinn Saga hafa ákveðið að gangast ogblak Fremur lítið verður um að vera á íþróttasviðinu á Akur- eyri um helgina, aðeins boðið upp á einn leik í blaki og einn leik í handknattleik kvenna. Blakleikurinn verður í 2. deild karla á milli KA og Þróttar frá Neskaupstað og verður hann í íþróttahúsi Glerárskóla kl. 15 á morgun, laugardag. Einn leikur verður í 1. deild kvenna unt helgina, Þór og Akranes mætast í íþróttahöll- inni kl. 14.15 á morgun. Þórs- stúlkurnar sem náðu sér í tvö stig í Eyjum í vikunni cr þær unnu ÍBV 21:18 hafa nú hlotið 3 stig í 1. deildinni, og með sigri gegn Akranesi á morgun gæti liðið styrkt stöðu sína verulega í fallbaráttunni. Bamagæsla fytir jólin Eins og mörg undanfarin ár gangast unglingadeildir K.F.U.M. og K.F.U.K. fyrir barnagæslu í Kristniboðshús- inu Zíon (Hólabraut 13). Hún verður dagana 15. des. kl. 13- 18, 19. des. kl. 13-17, 20. des. kl. 13-20, 21. des. kl. 13-19, 22. des. kl. 13-20 og 23. des. kl. 13-17. Margt verður til skemmtunar fyrir börnin eins og leikir, kvikmyndir o.fl. Verð er kr. 40 á tímann, en veittur verður ríflegur systk- inaafsláttur. Öll börn eru hjartanlega velkomin. Sölusýning í Tuminum I Nýja söluturninum í göngu- götunni hafa nokkrir akur- eyrskir listamenn hengt upp verk sín, myndir, postulín og kort, sem eru til sölu á hóflegu verði. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Ragnar Lár, Samúel Jóhannsson, Páll Sólnes, Guðmundur Ármann, Jón Laxdal, Valgarður Stef- ánsson, Alice Sigurðsson, Sigurður Bragason, Iðunn Ág- ústsdóttir, Örn Ingi og Sigurð- ur Aðalsteinsson. Sýningin er opin á sama tíma og ntiðasala Leikfélags Akureyrar, frá kl. 2-6 á virkum dögum og frá 10- 4 á laugardögum. fyrir leikhúsferð og verður hún farin nk. þriðjudag. Haldið verður til Húsavíkur og sýning leikfélagsins þar á „Gúmmí- Tarsan" barin augum um kvöldið. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn eru beðnir um að hafa samb'and í Dynheima í síma 22710 fyrir sunnudags- kvöld, eða mæta þar. Engin aldurstakmörk eru varðandi þátttakendur, allir velkomnir sem áhuga hafa á að mæta til að sjá þetta þekkta leikrit í uppfærslu Leikfélags Húsavík- ur. Farið verður frá Dyn- heimumkl. 17.30 áþriðjudag. verður barnasamkoma í Möðruvallakirkju kl. 11 og kl. 14 verður jólafundur æsku- lýðsfélagsins haldinn á prests- setrinu. Um kvöldið verður að- ventukvöld í Möðruvalla- kirkju með fjölbreyttri dagskrá. M.a. mun kirkjukór- inn syngja aðventu- og jólalög, unglingar og börn lesa og syngja, en ræðumaður kvölds- ins verður Sverrir Pálsson skólastjóri. Kvöldstundinni lýkur með ljósahelgileik sem æskulýðsfélagar annast. Sam- koman hefst kl. 21. Fimmtudagskvöldið 20. des- ember verður kvöldstund við kertaljós í Bægisárkirkju. Par verður almennur söngur, börn og unglingar lesa og ræðumað- ur verður sr. Bolli Gústavsson í Laufási. Að lokum verða börnirt með Ijósahelgileik. Á föstudagskvöldið þann 21. desember kl. 21 verður kvöldstund við kertaljós í Glæsibæjarkirkju. Börn og unglingar munu lesa, al- mennur söngur verður rnikill og ræðumaður verður sr. Helgi Hróbjartsson í Hrísey. Að síðustu tendra börnin á kertum sínum og allir syngja jólasálminn Heims um ból. Á Þorláksmessu þann 23. desember fara börnin og ungl- ingarnir úr prestakallinu í heimsókn á Dvalarheimili aldraðra í Skjaldarvík og flytja heimilisfólkinu þar jólaboð- skapinn með söng, lestri og Ijósahelgileik. Sú samkoma hefst kl. 16. Luduhátíð um hdgina Johnny King kynnir nýju plötuna Kántrýrokkkóngurinn Johnny King verður á ferðinni á Akur- eyri um helgina í því skyni að kynna nýútkomna hljómplötu sína, Country rock. Johnny King kemur fyrst fram í Dynheimum á föstu- dagskvöld en á laugardag kemur hann fyrst fram í Rad- íóvinnustofunni í Kaupangi á milli kl. 14 og 16 og um kvöld- ið verður kappinn í Sjallanum. Önnur nýútkomin plata frá Stúdíó Bimbó, Dolli dropi verður kynnt í verslunarmið- stöðinni í Sunnuhlíð á laugar- dag kl. 16. Þá verða þær Jóna Axfjörð, höfundur og Heiðdís Norðfjörð, sögumaður og höfundur laga með uppákomu fyrir börnin og kynna plötuna um leið. Þá mun Páll Jóhann- esson kynna plötu sína á sama tíma. Karlakór Akureyrar ásamt Barnakór Akureyrar og stúlknakór úr Hrafnagilsskóla gangast fyrir Lúcíuhátíð í Ak- ureyrarkirkju og félagsheimil- inu Freyvangi nú um hclgina. í Akureyrarkirkju verða hátíðarnar á föstudagskvöld kl. 20.30 og á sunnudagskvöld á sama tíma, en að Freyvangi á laugardag kl. 14.00. Á söngskrá eru sautján lög og skiptast í fimm þætti. Fyrst syngur karlakórinn, þá 12 manna hópur karlakórs- manna. Síðan syngur barna- kórinn og þar á eftir barnakór- inn og karlakórinn saman. Að því búnu er Lúcíusöngurinn sem stúlknakórinn frá Hrafna- gilsskóla og karlakórinn flytja. Hlutverk heilagrar Lúeíu syngur Eygló Daníelsdóttir. Merkigili. Loks syngja allir saman Heims um ból. Dagur heilagrar Lúcíu er hátíðlegur haldinn víða um lönd og mun sá siður upprunn- inn í Svíþjóð. Þetta er í 12. sinn sem Karlakór Akureyrar gengst fyrir því hér. Nýr stjórnandi Karlakórs Akureyrar og Hrafnagilskórs- ins er Atli Guðlaugsson en Birgir Helgason stjórnar Barnakór Akureyrar scm fyrr. Þess má geta að frumflutt verða tvö lög eftir söngstjór- ana. Jól 1980 eftir Atla Guð- laugsson við Ijóð Árna Grétars Finnssonar og Söngur vitring- anna eftir Birgi Helgason við Ijóð séra Bolla Gústavssonar í Laufási. Undirleikari er Ingi- mar Eydal. Ný harmonikuplata á markaðinn: , fietta byrjaði í gleð- skap á Raufarhöfn“ „Vinsœldir harmonikunnar hafa aukist mjög mikið á síð- ustu árum, það er ekki nokkur vafi. Við sjáum það best á því að síðan 1977 þegar harmon- ikuklúbbur var stofnaður í Reykjavík, hafa 7 slíkir klúbb- ar verið stofnaðir í landinu. A Húsavík var stofnaður klúbbur árið 1978. Á stofnfund mœttu 15 spilarar en í dag eru um 70 manns í þeim klúbbi, allt Þing- eyingar. Þetta sýnir vinsœldirn- ar. “ - í>að er Aðalsteinn ísfjörð harmonikuleikari frá Húsavík sem þetta segir, en hann hefur nú leikið inn á plötu ásamt öðrum kunnum harmoniku- leikara, Jóni Hrólfssyni frá Kópa- skeri. Hún ber heitið „Samsþil" og á henni leika þeir félagar 14 lög. Það er Tónaútgáfan á Akur- cyri sem gefur plötuna út en upptakan fór fram í Stúdíó Bimbó undir stjórn Pálma Guð- mundsonar. Auk þeirra Aðal- steins og Jóns leika á plötunni Birgir Karlsson á gítar, Finnur Finnsson á bassa og Steingrímur Stefánsson á trommur. Við spurðum Aðalstein hvern- ig stóð á því að hann og Jón fóru að spiia saman á nikkurnar og hvenær það hafi verið. „Það var árið 1980 er við hitt- umst í gleðskap á Raufarhöfn þar sem við vorum við vinnu. Síðan erum við búnir að æfa saman og spila á skemmtunum víða, t.d. á árshátíðum og þorrablótum.“ - Hvernig æfið þið? „Það er allur gangur á því. Við höfum m.a. æft í gegnum sfma! Eitt laganna á plötunni varð t.d. til á svoleiðis æfingu, lagið Veiði- maðurinn sem Jón á heiðurinn af.“ - Hvenær var svo ákveðið að spila á plötu? „Það er um eitt ár síðan það var. Þá spiluðum við í Sunnuhlíð þar sem Pálmi íTónaútgáfunni er með verslun og hann færði þetta í tal við okkur. Við vorum strax til í slaginn og í suntar fórum við að æfa lögin á plötunni. Upp- tökur fóru síðan fram í septem- ber." - Hvernig eru lögin á plötuna valin? „Við Jón sendunt Pálma nokk- urn fjölda af lögum og hann valdi þau stðan úr sem eru á plötunni. Ég myndi segja að það væri létt yfir þessari plötu, hún er senni- lega góð í gleðskap eins og þann er við Jón vorum í þegar við byrj- uðum að spila saman." - Sem fyrr sagði eru 14 lög á plötunni „Samspil", Þau eru öll erlend nema „símalagið” Veiði- maðurinn og þar eru polkar, valsar, rælar, tangóar. marsar, skottísar og áfram mætti telja. gk-. Tónleikar Kristjáns Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari. heldur jólatónleika í Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 20.30. Á efn- isskránni verða lög tengd jóla- hátíðinni og heiðursgestir Kristjáns á tónleikunum verða félagar í Kirkjukór Lögmanns- hlíðarsóknar undir stjórn Áskels Jónssonar. Kristján kont til landsins í vikunni og h.mn heldur jólatónleika í Háskólabíói á morgun. þar scm barnakór Ölduselsskóla aðstoðar við flutninginn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.