Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI mm 67. árgangur Akureyri, mánudagur 17. desember 1984 127. tölublað Skuldatogurunum bjargað Togurunum sem mestar skuld- ir hvfla á verður bjargað. Sennilega verða haldin uppboð á togurunum fljótlega upp úr áramótum en fyrri eigendum verður síðan gefinn kostur á að Skulda- skipið sigldi Skuldaskipið mikla, Kol- beinsey ÞH er nú á Ieið til Englands og mun selja afla í Grimsby á morgun. Að sögn Kristjáns Ásgeirs- sonar, framkvæmdastjóra Höfða hf. sem gerir togarann út, hefur Kolbeinsey aðeins einu sinni áður siglt með afla. Sagðist Kristján vonast til þess að með þessum sölutúr, gætu orðið jól hjá öllum, sjó- mönnum og útgerð og vonandi yrði salan það góð að eitthvað væri hægt að grynnka á skuld- unum. Afli Kolbeinseyjar að þessu sinni er 130 tonn af góð- um þorski og það kemur í ljós á morgun hvaða verð fæst fyrir hann. Mjög gott verð hefur að undanförnu fengist fyrir góðan fisk á fiskmörkuðunum í Bretlandi. Þess má geta að Kolbeinsey hefur nú fyllt kvóta sinn. -ESE kaupa þá aftur af sjóðunum fyrir „sanngjarna upphæð". Ríkisstjórnin hefur látið þetta mál til sín taka og nýlega var Fiskveiðasjóði ritað bréf þar sem beðið er um að sjóðurinn finni verð á skipin. Jafnframt er farið fram á að uppboðsbeiðnir verði ekki lagðár fram fyrr en sveitar- félög og eigendur skipanna séu tilbúnir til þess að „kaupa" skipin aftur. Már Elísson, framkvæmda- stjóri Fiskveiðasjóðs sagði í sam- tali við Dag fyrir helgina að stjórn sjóðsins væri búin að fjalla einu sinni um bréf ríkisstjórnar- innar en ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en á næsta fundi sem óráðið er hvenær verður. haldinn.Már vildi ekkert segja um hvort fallist yrði á tilmæli ríkisstjórnarinnar enda væri alls óvíst að það breytti einhverju fyrir viðkomandi út- gerðarfélög. Þó væri ljóst að upp- boðsbeiðnir yrðu ekki lagðar fram fyrir áramót. Á Norðurlandi eru það togar- arnir Kolbeinsey ÞH og Sigur- björg ÓF sehi eru í þessum flokki skuldugustu skipanna. Eru skuld- irnar mun hærri en tryggingar- verð og því fá útgerðirnar ekki hjálp í formi skuldbreytingar. Að sögn Kristjáns Asgeirsson- ar, framkvæmdastjóra Höfða hf. á Húsavík sem gerir út Kolbeins- eyna, á hann ekki von á uppboðs- beiðni fyrir jól. Skuldir Kolbeins- eyjar eru allar við sjóðina og Kristján sagðist ekki hafa trú á öðru en að fyrirtækið héldi togar- anum þó að til uppboðs kæmi. - ESE Isgolf Þótt nú sé miður desember láta kyilíngar á Akureyri eins og ekkert sé og iðka íþrótt sína af kappi, enda var golfvöllurinn auður að mestu. Þessi mynd var tekin í gær, en þá voru um 20 kylfingar á vellinum. Flestum gekk vel, þótt sumir hafi hætt sér út á hálan ís, í orðsins fyllstu merkingu. Mynd: KGA. Uppboðsbeiðnir í Þingeyjarsýslum: Stórkostleg aukning á allra síðustu árum - Það er engin stórkostleg aukning á uppboðsbeiðnum miðað við síðasta ár en hins vegar ef Iitið er nokkur ár aftur í tímann, er aukningin mjög mikil. Það hefur t.d. orðið um sexföldun miðað við árið 1980, sagði Sigurður Gizurarson, sýslumaður í Þingeyjarsýslum Utsýn gerist aðili að Ferðaskrifstofu Akureyrar Ferðaskrifstoían'Utsýn á Akureyri hefur gerst aðili að rekstri Ferða-1 skrifstofu Akureyrar og starfsemíí skrifstofanna verið sameinuð. Kol- beinn Sigurbjömsson, sem veitti • ¦ Akureyrarskrifstofu Útsýnar for- stöðu hefur verið ráðinn sölustjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar en Gísli Jónsson verður áfram fram- kvæmdastjóri FA. Víðræður um samruna þessara ferðaskrifstofa á Akureyri hafa staðið yfir að . undanförnu. Til- gangurinn' með sameiningunni er að stórefla og treysta ferðaþjónustu á Akureyri óg Norðurlandi í heild. Ekki síst er ætlunin að vinna að auknum ferðamannastraumi, til Norðurlands og skapa þar með aukna atvinnu í þessum landshluta jafnhliða tekjuaukningu einstakl- inga, fyrirtækja og sveitarfélaga^ Eignaraðild Utsýnar að Ferða- skrifstofu Akureyrar er 18%. Aðrir r eigendur FA eru Jón Egilsson og fjölskylda, Úrval, Flugfélag Norð- uflands og Flugleiðir. Ferðaskrif- Stofan er til húsa að Ráðhústorgi 3 og auk símanúmersins 25000 hefur símanúmerið 22911 er Útsýn hafði á Akureyri verið flutt til FA.' AÍcureyri 13. desember 1984. Ferðaskrifstofa Akureyrar. Ferdaskrifstofan Útsýn. og bæjarfógeti á Húsavík er við forvitnuðumst um upp- boðsbeiðnir á árinu. Að sögn Sigurðar hafa nú bor- ist 272 uppboðsbeiðnir og því væri ekki óeðlilegt að ætla að þessi tala yrði komin upp í um 300 í árslok. í fyrra voru upp- boðsbeiðnir 251 talsins en árið 1980 voru þær aðeins 47. Sigurður sagði að erfitt væri i.ð segja til um hvernig innheimta opinberra gjalda hefði gengið í ár. Útgerðarfyrirtækin vægju þungt á metunum og ef þau fengju skuldbreytingu fyrir ára- mót eins og rætt hefði verið um, mætti segja að staðan væri þokkaleg. Ef ekki, þá yrði inn- heimtuhlutfallið fremur slakt um áramót. - ESE Vilja byggja skóla í Reykja- hlíð „Það má segja að framkvæmd- ir hér í Mývatnssveit á árinu hafi beinst að fleiri verkefnum en oft áður en umfang hvers fyrir sig verið heldur minna," sagði Arnaldur Bjarnason sveitárstjóri í Skútustaða- hreppi er við ræddum við hann í vikunni. Við höfum verið að vinna við sundlaugina hér í Reykjahlíð, við tókum þetta mannvirki í notkun fyrir um tveimur árum og höfum verið að vinna þar í kjallara, en þar er ætlunin að koma upp þrek- þjálfunaraðstöðu. Þá hefur verið unnið við íþróttavöllinn og er ætlunin að þeim framkvæmdum ljúki á næsta ári, hlaupabrautum og þess háttar. Það var lokið við að leggja slit- lag á þjóðveginn hér í þéttbýlinu og steyptir um 700 metrar af gangstéttum við þessar götur. Við unnum við fjallskilamann- virki, gangnamannakofa og lögðum vegarslóða að þeim. Við héldum áfram framkvæmdum við félagsheimilið Skjólbrekku, endurnýjuðum hitaveitulögn frá Reykjahlíð í Voga og jafnframt tengdust Vogar vatnsveitu Reykjahlíðar. Fleira mætti tína til en þetta er það helsta. Það er of snemmt að segja til um framkvæmdir á næsta ári, þar hanga saman hagsmunir okkar við fjárlög. Við höfum lengi þrýst á það að fá að hefja framkvæmdir við skóla í Reykjahlíð, má segja að við höfum verið að berjast við það í fimm ár að fá að byrja. Skólinn hefur verið hannaður af Svani Eiríkssyni arkitekt á Akur- eyri og við bíðum nú eftir því hvað ríkisvaldið vill gera í mál- inu. Þá hefur verið rætt um stækkun hitaveitu Reykjahlíðar og fara með hana suður með vatninu, alla leið í Skútustaði og Álftagerði. Það er stór fram- kvæmd á okkar mælikvarða. Ef af þessu hvoru tveggja verður, byggingu skólans og stækkun hitaveitunnar þá yrðu það ærin verkefni," sagði Arnaldur Bjarnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.