Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 17. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFTKR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vaxtaverkir Að undanförnu hefur svonefnd „hávaxta- stefna" haft brautargengi hérlendis. Henni er ætlað að halda fjárfestingum innan hæfilegra marka, draga úr innflutningi og síðast en ekki síst á hávaxtastefnan að vernda eignir spari- fjáreigenda, svo nokkuð sé nefnt. Ekki hefur þetta allt farið eftir. Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri Tímans, skrifar um þetta mál í NT sl. föstudag og segir þar m.a.: „Þessi ályktun er í fullu samræmi við venju- legar hagfræðilegar kenningar, enda má benda á fjölmörg dæmi henni til sönnunar. Hávaxtastefna er yfirleitt meira gagnrýnd fyrir það, að hún leiði til samdráttar og at- vinnuleysis, en hið gagnstæða. Það hefur hins vegar ekki verið tekið hér nægjanlega með í reikninginn, að íslenskt efnahagslíf er orðið alveg sérstætt fyrirbrigði. Síðan sú hefð kom til sögu eftir 1960 að leysa efnahagsvanda til bráðabirgða með gengis- fellingum eða gengissigi, hefur skapast hugs- anaháttur, sem er miklu meira áberandi hér en annars staðar. Hann er fólginn í því, að þeir, sem hafa áhuga á að hagnast á auðveld- an hátt, reyna að gera sér sem ljósasta grein fyrir því hvenær megi vænta gengissigs, og reyna að fjárfesta sem mest áður en til þess kemur. “ Þórarinn telur, að mikil fjárfesting með til- heyrandi launaskriði og ofvextir í innflutningi á árinu hafi stafað af fyrirsjáanlegri gengis- fellingu, sem hafi valdið spákaupmennsku. Þetta hafi orðið til þess að spariféð var rifið út úr bönkum. Síðan segir Þórarinn: „Eigi þessi saga ekki að endurtaka sig einu sinni enn, ríður ekki á öðru meira en að draga úr óttanum við gengisfellingu eða gengissig innan fárra mánaða og í síðasta lagi næsta haust. Að öðrum kosti má vænta svipaðrar kollsteypu á næsta ári og varð á þessu ári. Það er hins vegar auðveldara að benda á þessa hættu en að benda á ráð við henni. Enn virðast sumir halda, að besta ráðið sé að halda uppi háum vöxtum eða jafnvel hækka þá frá því sem nú er. Ekkert ætti þó að vera auðveldara en að gera sér grein fyrir því, að þá myndi gamla sagan endurtaka sig.“ Það er ljóst að hávaxtastefnan hefur leikið mörg atvinnufyrirtæki grátt, á sama tíma og mikil þörf er á vexti í atvinnulífinu. Hún hefur líka lagst þungt á launþega, einkum hús- óyggjendur, sem margir hverjir eru komnir í þrot. í framhaldi af þessu hefur hávaxtastefn- an kallað á gengissig, gengisfall og aukna verðbólgu. Samhliða blómstrar spákaup- mennskan. Það er því ljóst að endurskoða þarf þá hávaxtastefnu sem framfylgt hefur verið að undanförnu. — GS Byggðastefna IX: Fóðuröflun er undir- staða sveita- byggðar i Innflutningsverndin sem tómata- ræktin nýtur meö lögum er því aðeins nokkurs virði, að fólk leggi sér tómata til munns, en láti ekki appelsínur eða aðra suð- ræna ávexti koma í þeirra stað. Eins er um kartöfluræktina, að innflutningsverndin væri einskis virði, ef þjóðin tæki upp siði Kín- verja og neytti hrísgrjóna í stað jarðepla, og búfjárræktina, ef fólk færi að neyta sojabauna í stað kjöts. Slíkt væri álíka mikið áfall fyrir sveitahéruðin og það væri fyrir alla afkomu íslendinga, ef mannkynið tæki það í sig að neyta ekki fisks (vildi ekki „éta dýr“). Með ódýrum innfluttum matvælum, sem ekki eru fram- leidd hér, gætu neysluvenjur breyst þannig, að innlendur land- búnaður rýrnaði stórlega og þjóðin byggi þá ekki við tryggara viðurværi en Grænlendingar, sem flytja inn allar mjólkurafurðir og grænmeti. Með innflutningi á ódýru fóðri handa svínum og fuglum mætti framleiða kjöt, sem gæti þrengt mjög hlut búfjárræktar sem bygg- ist á innlendu fóðri og gróðri. Þannig telja kunnugir, að neysla kindakjöts gæti dregist saman um helming á nokkrum árum. II Þjóðfélagslegt gildi landbúnaðar tengist nýtingu auðlinda sem þjóðin ræður yfir: Beit og hey- öflun til búfjárræktar og jarðhita og gróðurmold til garðyrkju. Ennfremur veltur á miklu, að þjóðin kunni til búverka og eigi varasjóð í bústofni og tækjum umfram brýnustu þarfir. Núver- andi búskaparhættir eru einnig mikil stoð annarri byggð en sveitabyggð í stórum hluta lands- ins og sums staðar undirstaða hennar. Framleiðsla kjöts á innfluttu fóðri (svínakjöts og fuglakjöts) hefur lítið þjóðfélagslegt gildi. Innflutta fóðrið er þar í sam- keppni við innient fóður, sem notað er til framleiðslu á kjöti af grasbítum. Ef menn sjá ekkert athugavert við það að rýra þann- ig hlut búskapar sem styðst við innlendar auðlindir, sýnist liggja beinast við að leyfa innflutning á svínakjöti og fuglakjöti. Fóðrið sem þarf til að framleiða slíkt kjöt kostar nefnilega lítið meira komið í höfn í Reykjavík en kjötið mundi kosta. Kostnaður- inn við að flytja fóðrið austur fyr- ir fjall og afurðirnar aftur til Reykjavíkur jafnar mismuninn að mestu. III Gylfi Þ. Gíslason mun fyrstur ís- lenskra stjórnmálamanna og hag- fræðinga hafa orðið til að verja hækkun á verði innflutts fóðurs með því, að hátt verð örvaði inn- lenda fóðuröflun. Það gerði hann sem viðskiptamálaráðherra í um- ræðum um útflutningssjóð á Al- þingi 1958. Þetta er augljóst mál í Noregi, þar sem sams konar fóður er framleitt innanlands með kornrækt. Öðru máli gegnir hér á landi, þar sem innlent fóður hentar jórturdýrum, en ekki ein- maga dýrum. Hátt verð á inn- fluttu fóðri rennir ekki aðeins stoðum undir þá byggrækt, sem nú er að breiðast út, og fram- leiðslu á grasmjöli og grasköggl- um, sem eru að nokkru ígildi kjarnfóðurs, heldur er líka öflug hvatning til bænda að vanda hey- verkun. Þar er mikið að vinna. Nýting jarðhita við fóðurverkun er að sjálfsögðu miklu öruggari en olía og hlýtur að koma til greina frekar en orðið er. Málflutningur Gylfa Þ. Gísla- sonar í þessu efni fékk ekki ein- róma stuðning bænda; ég minnist þess, að fyrsti þingmaður Rang- æinga, sem þá var í stjórnarand- stöðu, andmælti honum. Þó ættu hvergi að vera betri skilyrði en í Rangárþingi að taka slíkri upp- örvun með bættri heyverkun, graskögglagerð og kornrækt. Ákvæði laga um framleiðslu- ráð landbúnaðarins um takmark- anir á innflutningi á landbúnað- arvörum hefur ekki verið látið gilda um fóður. Móta þarf rök- studda stefnu um fóðuröflun í landinu og gera grein fyrir því, hvernig íslendingar megi verða óháðir innfluttu fóðri. IV Ef svo færi að kindakjötsneysla drægist saman um helming, yrði framtíð sveitahéraðanna drunga- leg, ekki aðeins þeirra sem búa að mestu við sauðfjárrækt, held- ur annarra, þar sem þrengingar í sauðfjárrækt mundu þrengja að nautgriparæktinni með þrengsl- um á kjötmarkaði og með því að fleiri en ella sneru sér að naut- griparækt. í þorpum landsins sem byggst hafa upp á landbúnaði efl- ist nú skilningur á gildi landbún- aðarins fyrir afkomu og alla heill héraðanna. Dæmi um það er ályktun frá neytendafélagi Borg- arfjarðar um landbúnaðarmál, en félagið er að sjálfsögðu fyrst og fremst skipað Borgnesingum. Brýnt er að taka á þessum málum í samhengi, svo að málstaður alls almennings í sveitahéruðunum nái fram og geti mótað málstað landssamtaka neytenda og laun- þega. Það er svo sjálfsagt, að ekki ætti að þurfa að hafa um það orð, að fá mætti á heimsmarkaði ódýr- ari landbúnaðarafurðir en hér eru framleiddar. Annars þyrfti ekki að vernda innlenda fram- leiðslu fyrir samkeppni erlendis frá. í þessu efni er Island á sama báti og þau lönd sem þeir hafa gert fríverslunarsamning við, þar með talin Danmörk og Holland. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, héruðum og búgreinum, hversu mikilvæg innflutnings- verndin er. Að þessu gefnu er næst að ákveða hver á að standa undir kostnaðinum. Aðrar þjóðir hafa bein útgjöld af öryggismál- um sem greiðast af stjórnvöldum. Hér á landi er ekki um annan kostnað í því sambandi að ræða Björn S. Stefánsson. en kostnað við landbúnað. Það er eðlilegt ágreiningsefni, hvernig honum skuli jafnað niður. Þar er í aðalatriðum um þrennt að ræða: Að halda háu verði á inn- lendum matvælum m.a. með því að leggja aðflutningsgjöld á mat- væli sem geta komið í stað þeirra; að greiða niður smásöluverð, eins og hér hefur löngum verið gert; að greiða niður framleiðslu- kostnaðinn, eins og þekktast er frá Bretlandi, meðan Bretar réðu þeim málum sínum sjálfir, enda var innflutningur samtímis frjáls. V Norðmenn hafa tekið innlenda fóðuröflun skipulegum og mark- vissum tökum allt síðan 1928, að stofnuð var kornverslun ríkisins. Var það gert undir forystu stjórn- ar hægri manna, enda hafa þeir öðrum fremur látið sig öryggis- mál miklu varða. Kornverslun ríkisins hefur einkarétt á inn- flutningi á matkorni og fóðri og hefur verið mikilvæg miðstöð að- gerða í þeirri viðleitni Norð- manna að verða óháðir innflutn- ingi á fóðri og efla um leið rækt- un matkorns eftir föngum. Hafa þeir þar náð miklum árangri á allra síðustu árum. Þegar maður kynnist því, hversu skipulega er tekið á þess- um málum í Noregi og skilmerki- lega gerð grein fyrir þeim af stjómvöldum, verður það mold- viðri sem landbúnaðarmálin eru hulin hér á landi, átakanlegt. Víst er saga Norðmanna önnur. Þeir hafa allt aðra reynslu af ófriði en íslendingar. Landið nær lengra suður og býður upp á fjöl- breyttari ræktun, þótt þá vanti jarðhita til garðyrkju. Vel má vera, að sú hugmynd eigi ekki erindi við fslendinga að fylgja markvissri stefnu í fóður- öflun, eins og Norðmenn gera, þar sem hugsunarhátturinn hér sé svo ólíkur og allur skilningur á öryggismálum. Sá tónn sem orðið hefur ríkjandi í umræðum hér um landbúnaðarmál, minnir mig á rokur sem ganga yfir Sví- þjóð annað veifið, þegar einstak- ir blaðamenn og hagfræðingar taka sig til og reikna út hvað mætti spara með innflutningi á matvælum. Að sjálfsögðu hafa þær umræður aldrei breytt neinu um verndarstefnu Svía, en má vera að þær endurómi hér stundum. Um landbúnaðarmálin hefur orðið hávær togstreita um stund- arhagsmuni og meginmarkmiðin horfið í skuggann. Landbúnaðar- málin hafa því umfram það sem er í nálægum löndum sýnst vera tækifæri til að sundra flokkum og ríkisstjórnum og reynt hefur ver- ið að nota þau þannig. Má vera að fyrirkomulag verðlagsmála hafi magnað togstreituna, þar sem verðlagsmálin eru tekin úr samhengi við margbrotin mark- mið þjóðarinnar með landbúnaði og látin í hendur sex manna nefndar, sem aðeins á að meta stundarhagsmuni neytenda og framleiðenda. Björn S. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.