Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 9
17. desember 1984 - DAGUR - 9 Flýtið ykkur hægt í skammdeginu Það er sennilega aldrei nógu oft brýnt fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum að var- ast hætturnar í umferðinni. Nú þegar sá tími ársins fer í hönd að sólargangur er skemmstur aukast hætturnar um allan helming og vegfar- endur ættu því að flýta sér hægt. Það er vonandi að strákarnir í Barnaskóla Akureyrar sem hér sjást með Verði Traustasyni, lög- reglumanni og umsjónarmanni umferðarfræðslu í skólum, hafi meðtekið fræðin og séu reiðu- búnir til að mæta svartasta skammdeginu í umferðinni. Þeir eru að sjálfsögðu allir með endurskinsmerki eins og reyndar allir gangandi vegfarendur ættu að vera með. Mynd: ESE Góð gjöf til Sjálfsbjargar - frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki Þann 12. desember sl. komu full- trúar Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á fund Sjálfsbjargar í Endurhæf- ingarstöðinni. Færðu þeir félag- inu gjafabréf að upphæð kr. 60.000 og skyldi upphæðinni var- ið til kaupa á tækjasamstæðu frá fyrirtækinu Grunzig í V.-Þýska- landi. Forseti klúbbsins Eiríkur Rósberg ávarpaði viðstadda og sagði m.a. að hann vonaðist til að með þessari samstæðu skapaðist góð þjálfunaraðstaða fyrir fjöl- fötluð börn hér í bæ. Tók formaður Sjálfsbjargar á Akureyri Snæbjörn Þórðarson á móti þessari myndarlegu gjöf og þakkaði f.h. félagsins. Fram kom að kostur þessara tækja er fyrst og fremst sá, að með þeim má skapa nýjar og nýjar aðstæður til þjálfunar barna og þannig varð- veitt áhuga þeirra og starfsgleði. Hingað til hafa þessi börn að mestu leyti þurft að leita þessarar aðstoðar í Reykjavík. Slíkt er kostnaðarsamt og erfitt í vöfum fyrir barnið og fjölskyldu þess, og verður þar af leiðandi oft um strjála og styttri meðferðir að ræða en ella. Kiwanisklúbburinn hefur verið ótrúlega ötull að hjálpa til við þá uppbyggingu sem orðin er á svokallaðri Sjálfsbjargarlóð. Fyr- ir þeirra tilstilli og fjölmargra annarra klúbba, vinnustaða, starfsmannafélaga, verkalýðsfé- laga, einstaklinga og fyrirtækja, hefur Endurhæfingarstöðin dafn- að og er nú í dag orðin einhver best útbúna stöð sinnar tegundar hér á landi. Einnig hefur hún boðið upp á mjög fjölbreytta þjónustu. Hún er opin öllum al- menningi á Akureyri og í ná- grannabyggðarlögum. Stjórn Sjálfsbjargar þakkar öllum þeim, sem hingað til hafa lagt hönd á plóginn svo og þeim, sem standa með félaginu í áfram- haldandi uppbyggingu, þar sem sundlaug og æfingasalur eru efst á blaði. Eiríkur Rósberg formaður Kaldbaks afliendir gjöflna. Mynd: KGA Framsóknarfélag Akureyrar. Fjölbreytt starfsemi í vetur „Við höfum verið að reyna að byggja starfsemina upp á nokkuð frábrugðinn hátt frá því sem áður var. Nú var t.d. komið á fót nokkrum starfs- hópum, sem hafa verið að taka til starfa að undanförnu. Við væntum okkur mikils af þess- um hópum enda er prýðilegt fólk í forsvari fyrir þeim,“ sagði Áskell Þórisson, nýkjör- inn formaður Framsóknarfé- lags Akureyrar í samtali við Dag. „Stjórn félagsins valdi úr nokkra málaflokka sem hún taldi rétt að unnið væri að í vetur. Ef hið nýja fyrirkomu- lag gefst vel tel ég engan vafa leika á að stjórnir næstu ára munu halda því áfram.“ Þeir starfshópar sem Áskell nefndi fjalla um eftirfarandi mál- efni: Eign á landi, veitufyrirtæki, félagsmál, landbúnað, nýsköpun atvinnulífs, skólamál og neyt- endamál. Einnig var fengið fólk til að annast árshátíð félagsins og skemmtikvöld eða framsóknar- vist. „Eg vildi gjarnan gera nokkuð nánari grein fyrir verkefni hvers hóps,“ sagði Áskell, „og við skulum byrja á eign á landi. Þar er ætlunin að hópurinn velti fyrir sér þeim lögum sem til eru um eign á landi, t.d. hálendi íslands og fallvötnum svo dæmi séu tekin. Sá hópur sem fjallar um veitufyriftæki mun að öllum lík- indum halda borgarafund um málefni einhvers veitufyrirtækis á Akureyri, en að öðru leyti munu meðlimirnir afla sér eins mikillar vitneskju um þessi fyrir- tæki og unnt er. Slík þekking get- ur komið sér afar vel þegar fram í sækir. Félagsmálahópurinn mun líka athuga hvort rétt sé að halda borgarafund um eitthvað sem fellur undir þennan málaflokk og þeir sem fjalla um landbúnað- armál munu velta þeim fyrir sér á ýmsa lund. Hið sama má segja um hóp sem fjalla á um nýsköpun atvinnulífs. Hér er um að ræða mjög mikilvægan hóp og ég vona að hann muni boða til almenns fundar á Akureyri um atvinnu- mál. Skólamálahópurinn hefur ýmsar nýjungar á prjónunum, en skemmst er að minnast þess að sú umræða hefur öðlast nýjan grundvöll eftir að menn tóku að Áskell Þórisson. ræða um háskólanám á Akureyri. Neytendamálahópurinn hefur ekki tekið til starfa, en ég vona að það geti gerst strax eftir ára- mót. Undirbúningur er hins veg- ar hafinn vegna framsóknarvist- arinnar og hið sama má segja um árshátíðina." - Hvenær á að halda árshátíð- ina? „Að þessu sinni verður hún haldin laugardagskvöldið 2. fcbrúar. Eins og undanfarin ár verður hún á Hótel KEA. Ég vil eiiimitt nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta fram- sóknarmenn til að koma á árshá- tíðina. Eins og gefur að skilja get ég ekki tíundað nákvæmlega hvað verður þar til skemmtunar, en ég get þó lofað fólki að það mun eiga góða stund á Hótel KEA þann 2. febrúar. - Mun félagið beita sér fyrir einhverju fleiru en því sem þú nefndir hér að framan? „Stjórnin hefur verið að ræða þann möguleika að halda í vetur námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum. Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega, fyrst höfum við í hyggju að kanna hve margir gætu hugsað sér að koma á svona námskeið. Ætlunin er að senda öllum félagsmönnum dreifí- bréf í janúar og biðja fólk um að hafa samband við einhvern úr stjórninni ef það hefur áhuga á að koma. Sömuleiðis munum við, og það er rétt að það komi fram hér, bjóða fólki að hafa samband ef það vill starfa í ein- hverjum af áðurnefndum hópum eða ef það vill stofna nýja um einhver önnur málefni.“ - Hvernig er stjórnin skipuð í dag? „Við erum fimm í aðalstjórn og ég er forntaður félagsins,-en varaformaður er Stefán Jónsson, ritari er Árni Friðriksson, gjald- keri Steinunn Sigurðardóttir og Björn Snæbjörnsson er með- stjórnandi. í varastjórn eru þau Jón Arnþórsson, Áslaug Magn- úsdóttir og Jón Sigurðarson. Ég vildi hvetja sem flesta til að ganga til liðs við félagið. Við vilj- um að starfið sé sem blómlegast - að sem flestir séu félagsmenn. Framsóknarfélag Akureyrar er jafnt fyrir unga sem aldna og inn- an þess fer fram umræða um mál sem koma okkur öllum við. Ég bendi t.d. á þá hópa sem hafa verið settir á laggirnar. Þeir sýna okkur að í Framsóknarfélagi Ák- ureyrar er fjallað um mörg áhuga- verð efni og ætti hver að finna eitthvað við sitt hæfi. En ég vil ítreka að við erum tilbúin að koma af stað fleiri hópum um hina og þessa málaflokka ef fé- lagsmenn óska þess.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.