Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 17.12.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR I BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉLINÁ VIÐHALDSFRÍIR VELJIÐ RÉTT MERKI Þá er jólatrjáasalan komin í fullan gang og hefur úrvalið sjaldan verið meira. I ár ber meira á ýmiss konar furuteg- undum en þær hafa þann kost fram yfír grenið að barrheldnin er mun meiri. Að sögn sölumannanna í göngugötunni sem blaðamaður Dags hitti, er ekki mjög mikill munur á verði greni- og furu- trjánna. Á minnstu trjánum munar um 50 til 60 krónum og aðeins meira í hærri verðflokkun- um. Hægt er að fá jólatré í ár frá nokkur hundruð krónum upp í eitt til tvö þúsund krónur. Stæði- legt stafafurutré sem verið var að selja í göngugötunni kostaði t.d. um 1.400 krónur. Það er Skógræktarfélag Eyfirð- inga sem er stærsti söluaðilinn á Akureyri og auk söluskálans í göngugötunni er hægt að kaupa jólatré uppi í gróðrarstöðinni í Kjarna á sunnudögum. Skóg- ræktarstöðin á Vöglum selur einnig jólatré. Fyrir þá sem kaupa grenitré, t.d. rauðgreni, er rétt að benda á að grenið er viðkvæmt í þurru og heitu stofulofti. Best er að láta það vera í svala, t.d. úti á svölum, allt fram til jóla og síðan er gráupplagt að láta það standa í vatni langt frá heitum miðstöðv- arofnum á sjálfum jólunum. Furutrén eru ekki næstum því eins viðkvæm og að sögn viðmæl- enda okkar ættu þau að geta haldið barrinu fram að páskum ef rétt er með þau farið. - ESE Perunum stolið! Það er því miður orðinn árviss atburður á Akureyri að Ijósa- perur þær sem settar eru á jólatré í bænum fá ekki að vera í friði. í fyrra var mikið um að perun- um væri stolið, og því miður er það sama upp á teningnum nú. Aðalgeir og Viðar hrepptu hnossið Innkaupastofnun ríkisins hefur ákveðið að taka til- boði Aðalgeirs og Viðars hf. í endurnýjun og breytingar á innréttingum í skrifstofum bæjarfógetans á Akureyri. Aðalgeir og Viðar hf. áttu lægsta tilboðið í verkið 5,9 milljónir króna en kostnaðar- áætlun var upp á 6,5 milljónir kr. Næst lægsta tilboðið var frá Híbýli hf., 5,96 millj. kr., Norðurverk og Vör buðu 6,4 millj. króna og hæsta tilboðið var frá Pan hf., 6,8 millj. kr. Framkvæmdir eiga að hefj- ast strax og verkinu á að vera lokið fyrir mitt næsta ár,- ESE „Það er sama hvort er á Brekk- unni eða í Þorpinu, perurnar fá ekki að vera í friði og er þetta ljóti ófögnuðurinn,“ sagði lög- reglumaður sem blaðamaður Dags ræddi við. Full ástæða er til þess að hvetja fólk.til þess að fylgjast vel með í þessu máli, og hika ekki við að leggja sitt af mörkum til þess að hafðar verði hendur í hári þess- ara peruþjófa, svo takast megi að uppræta þennan ósið. Kraftur er nú kominn í jólatrjáasöluna. Mynd: KGA Læknabrandari? - Staða læknismála á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn em í hnút - Við eigum ákaflega bágt með að skilja þennan hringl- andahátt en þrátt fyrir það erum við ánægðir með núver- andi skipan mála. Eftir að hafa verið læknislausir í 15 ár þykir okkur þetta mikill munur en sennilega eru Raufarhafnar- búar ekki eins ánægðir. Þetta sagði Kristján Ármanns- son, oddviti í Presthólahreppi, á Kópaskeri er blaðamaður Dags ræddi við hann um skipan læknis- mála á Kópaskeri og nágranna- byggðunum. Hefur þessi skipan vakið mikla athygli vægast sagt enda furðuleg með eindæmum. Forsaga þessa máls er sú að Kópaskerslæknishérað var aug- lýst laust til umsóknar. Um það sótti Sigurður Halldórsson, lækn- ir sem er heimamaður. Eitthvað dróst það hjá ráðherra að skipa eða setja Sigurð í embætti, mest- megnis vegna mótmæla lækna við sjúkrahúsið á Húsavík en Kópa- skerslæknisstaðan hefur fram að þessu heyrt undir þá ágætu bygg- ingu. Það varð því úr ráði að Sig- urður sótti um Raufarhafnar- læknishérað og það fékk hann. Sigurður býr hins vegar á Kópa- skeri og sinnir báðum stöðum. En hvernig er þá læknismálum háttað á Þórshöfn? Stefán Jónsson, sveitarstjóri sagði í samtali við blaðið að sem stæði hefðu þeir aðeins jólaleyfis- lækni sem væri í jólaleyfi frá störfum sínum í Svíþjóð. - Það virðist ætla að verða erf- itt fyrir okkur að fá lækni í fasta stöðu. Þetta var víst nokkuð álit- legt læknishérað á meðan Rauf- arhöfn og Þórshöfn voru saman en eftir skiptinguna hafa læknar engan áhuga á að koma hingað. Þeir segja að það skerði tekjurn- ar um allt að þriðjung að hafa bara Þórshöfn, sagði Stefán Jónsson. Það er því vægt til orða tekið þegar sagt er að læknamál á na.-horninu séu komin í hnút. - ESE Jólatrjáasalan: Furan sækir á Hjörleifur sigraði á „Hjörleifs- mótinu“ Fyrsta 15 mínútna „Hjörleifs- mótið“ í skák var haldið í Þela- merkurskóla fyrir skömmu. Sigurvegari á mótinu varð Hjörleifur Halldórsson, Ung- mennafélagi Öxndæla með 6xh vinning af 7 mögulegum. Annar varð Atli Benediktsson, Ung- mennafélaginu Vorboðanum með 6 v. og þriðji varð Rúnar Búason, Ungmennafélaginu Þor- steini svörfuði með 4*/2 v. -ESE Sjálfstæðis- menn fá ekki að bjóða! -jörðseld af pólitískum ástæðum Það er líklega einsdæmi á Is- landi að jörð sé auglýst til sölu vegna pólitískra ástæðna. Þetta gerðist þó nýlega þegar jörðin Undirfell í Vatnsdal var auglýst til sölu í blöðum. I auglýsingunni segir meðal annars að hægt sé að fá jörðina fyrir lágt nafnverð ef kaupandi verji um 1-1,5 milljón króna til skógræktar. í sérákvæðum segir: „Ekki þýðir fyrir sjálfstæðis- flokksmenn að gera tilboð eða framsóknarmenn, sem hafa kosið þann flokk eftir 1978 tilboði frá slíkum aðilum er fyrirfram hafnað.“ Jörðin Undirfell er nú í eyði utan hvað kirkja er á staðnum. Auglýst eru hlunnindi af lax- og silungsveiði en ekki munu lax- veiðihlunnindin vera mikil þar sem Undirfell er á mörkum lax- og silungsveiðisvæðis Vatnsdals- ár. Það er Áshreppur sem á for- kaupsrétt að jörðinni en ekki höfðu heimamenn sem blaða- maður Dags ræddi við, myndað sér neinar skoðanir um hvort sá réttur yrði nýttur. Mun auglýs- ingin hafa komið mjög flatt upp á menn og þeir ekki vitað hvort taka ætti henni sem gamni eða al- vöru. - ESE Búist er við áframhald- andi hægviðri og snjó- komu í dag, en á morgun er reiknað með sunnan- eða suðaustanátt og þá léttir heldur til. Hitastig verður um frostmark að líkindum heldur yfir því í dag, en í kvöld og í nótt kólnar eitthvað. # Enn um heims- meistara Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar fenginn var hingað til lands dansmaður einn mikill sem bar titilinn „heimsmeistari í diskó- dansi“. Ekki voru sjón- varpssjúkir íslendingar sáttir við þessa skýringu. Þeir sáu nefnilega úrslitakeppnina, að vísu ekki beint og umræddur dansari var þar númer tvö. Skýringin á öllu saman er ekki auglýsingaskrum, held- ur bar dansarinn titilinn „með réttu“. Það kom nefnilega í Ijós eftir keppnina að heims- meistarinn var ríkisfangs- laus og hafði ekkert leyfi til að vinna keppnina og þvf var íslandsbersi úrskurðaður sigurvegari. # Ungfrú Alheimur Einn þeirra staða sem var talsvert gagnrýndur fyrir þennan diskódansara, var Dynheimar sem tók við kappanum í góðri trú eins og aðrir. Brátt tók þó að bera á því að krakkarnir voru ekki á eitt sáttir um titilinn en góð skemmtun var þetta engu að síður. Steindór Steindórsson, um- sjónarmaður Dynheima, tftt- nefndur Dyni, hafði á orði skömmu eftir þennan atburð að næst yrði það sannkallað- ur heimsmeistari sem ekki væri hægt að véfengja sem kæmi fram í Dynheimum. Og það er ekki heimsmeistari af verri endanum sem Dyni hef- ur í kfkinum. Hann vill nefni- lega bjóða ungfrú Alheimi, heimsmeistara f fegurð hing- að norður undir heimskauts- baug. # Af himnum ofan Ef af verður á ungfrúin þó ekki að hrista ýturvaxinn skrokkinn f Dynheimum, heldur á hún að svffa um norðlensk loftin blá. Dyni tók nefniiega eftir því að áhugamál ungfrúarinnar er fallhlffastökk og sem einn af helstu talsmönnum Fallhlífa- klúbbs Akureyrar, hyggst hann beita sér fyrir þvf að Astrid blessunin Herrera svffi hingað við tækifæri. Dagur styður Dyna f þeirri viðleitni enda yrði þetta fréttnæmur atburður: Alheimsfegurð af himnum ofan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.