Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 18. desember 1984 18. desember 1984 - DAGUR - 7 ELDGOSIN ERU STORKOSTLEG! Pað kemst enginn að prestssetrinu að Skinnastað í Öxarfirði án þess að við hann verði vartmeð góðum fyrirvara. Ekki að þarna séufullkomin njósnatœki, faldar myndavélar eða þvíumlíkt, heldur kemur öll umferð um þjóðveginn fram á jarðskjálftamœli sem séra Sigurvin Elíasson, lítur eftir fyrir Raunvísindastofnun. Það kom því örlítil ójafna á línuritið þegar við beygðum heim að prestssetrinu. Ekkert þó í líkingu við útslög- in sem sláturflutningabílarnir á leið til Kópaskers sýndu þennan dag og þá nœstu eða Krafla gamla sem þá var enn ífullufjöri. Við heimsóttum séra Sigurvin í sláturtíðinni í haust og spjölluðum við hann. Litum á hina merkilegu sveitakirkju og rœddum prestskap, áhugamálin og al- þýðulist. - Ég kom hingað ’67 frá Rauf- arhöfn, þannig að ekki flutti ég mig langt um set, segir séra Sig- urvin þegar við spyrjum hvenær hann hafi hafið prestskap að Skinnastað. - Ég fór annars seint í guð- fræðina. Var lengi að spekúlera í öðru en þá voru engin námslán og ég hafði ekki tök á að fara til útlanda til náms. Það var auðvit- að til að menn voru það djarfir að þeir fóru út blankir en mér leist ekki á það. Það kemur í ljós að þegar séra Sigurvin hóf prestskap á Raufar- höfn, var síldarævintýrið í al- gleymi. Við spyrjum hvort fólk hafi mátt vera að því að sækja kirkju? - Það var lítið um það. Fólk vann myrkranna á milli á meðan síldin var og kirkjusókn var því ekki mikil yfir hásíldartímann. En við vorum þarna með smá sjómannastofu, ég og konan mín. Sjómannastofuna höfðum við í gamla prestshúsinu skammt frá kirkjunni og þetta var vinsælt af- drep sérstaklega meðal aðkomu- manna sem höfðu fáa staði til að fara á. Við vorum með veitingar og söfnuðum síðan saman blaða- og bókarusli. Þarna komu menn og drukku kaffisopa, lásu blöðin og spjölluðu saman og ég held ég geti fullyrt að þetta mæltist ákaf- lega vel fyrir þó fátæklegt hafi verið. - Hvernig var kirkjusókn þeg- ar ekki var síld? - Hún var góð, ekki man ég annað og kirkjukórinn var alveg skínandi. - Þú sækir síðan um Skinna- stað. Hvers vegna? - Sjáðu til, húsakynni á Rauf- arhöfn voru ákaflega léleg. Þetta er nokkuð sem prestsfjölskyldur verða að hugsa talsvert um og hér voru góð húsakynni. Auk þess var tilbreytingar þörf. - Þér hefur ekki brugðið við fámenni sveitarinnar frá því að koma úr „mannhafi" síídarár- anna á Raufarhöfn? Engin ein- angrun? - Ekki get ég sagt það en tal- andi um einangrun þá hefur vegasamband hér breyst mjög til batnaðar þau 16 ár sem við höfum verið hér. Hér áður fyrr þótti fólki ekkert að því að vegir Íokuðust á haustin og opnuðust ekki aftur fyrr en að vori. Þetta hefur gjörbreyst. - Hvað gerir fólk sér til dund- urs hér á vetrum? - Ja, ég veit það eiginlega ekki. Þetta venjulega býst ég við, segir séra Sigurvin og hlær. Hugs- ar sig um og segir svo: - Það er talsvert við að vera. Búskapurinn tekur sinn tíma. Unga fólkið fer flest í heimavistarskóla á haustin en fullorðna fólkið sækir þessar hefðbundnu samkomur. Að- ventusamkomur fyrir jól og síðan koma þorrablótin, árshátíðarnar, hjónaböllin, kórastarfið og kven- félögin eru drjúg. Hrífandi viðfangsefni Við höfðum sannfrétt það áður en við heimsóttum séra Sigurvin, að hann væri mikill áhugamaður um jarðfræði og reyndar hafi hugur hans staðið til jarðfræði- starfa þó ekkert hefði orðið úr námi. Við spyrjum hvort satt sé. - Það er rétt að ég fékk mjög ungur áhuga á jarðfræði og það er líka rétt að mig langaði utan til jarðfræðináms. En það var dýrt fyrirtæki og það varð ekkert úr því. Ég hugga mig hins vegar við að ég hef haft góð tækifæri til að sinna þessum áhugamálum mín- um hér á miðju gosbeltinu. - Hvað var það sérstaklega í sambandi við jarðfræði sem vakti áhuga þinn? - Allt. Landmótunin og eld- gosin, allt voru þetta hrífandi viðfangsefni. - Hvernig hefur gengið að fylgjast með í jarðfræðinni og því sem er að gerast? - Það hefur gengið ágætlega. Ég hef lesið allt sem ég hef komið höndum yfir á þessum vettvangi og eins gert mínar eigin athugan- ir. Þetta er gósenland fyrir áhugamenn um jarðfræði. Hér eru Jökulsárgljúfrin með sína hrikalegu náttúrufegurð. Tjör- nesið er skammt undan og síðan Krafla gamla. Það kemur í ljós að við komum ekki að tómum kofanum hjá séra Sigurvini þegar Krafla er annars vegar. Hann hefur fylgst náið með umbrotunum allt frá upphafi Kröfluelda 1975 og oft verið meðal fyrstu manna á vettvang. Við spyrjum um Kröfluelda. - Éldgos eru stórkostleg fyrir- bæri en samt eru jarðskjálftar á borð við þá sem voru hér um ára- mótin 1975 til 1976 og síðan eftir áramót 1978, enn hrikalegri í raun og veru. Allt leikur á reiði- skjálfi, jörð er að rifna, gjár að myndast, land að sökkva eða rísa og hús að hristast. Eldgosin eru meira sjónarspil en skjálftarnir eru hrikalegri. - Þú ert kannski í essinu þínu við jarðskjálftamælinn þegar allt leikur á reiðiskjálfi? - Ekki segi ég það en það er mikið að gerast. Mikið um sím- hringingar og mikið reynt að spá í upptök og stærð skjálfta. Það hefur verið geysispennandi að fá að fýlgjast með þessu. Þarna hafa menn oft á tíðum verið að fást við alveg ný hugtök í jarðsög- unni. Þið hafið heyrt um kviku- hlaupin. Þetta er alveg ný tilgáta, t.d. þegar það verða jarðskjálftar við Leirhnjúk og þeir færast hægt norður eftir að þar sé kvikuhlaup á ferð. Sáttur við Guð og menn - Hvernig hagaði mælirinn hjá þér sér kvöldið þegar síðasta gos byrjaði? - Éðlilega, segir Sigurvin og glottir við. - Sannleikurinn er sá að það uggði enginn að sér, a.m.k. enginn af þeim sem ég hef talað við. Það byrjuðu þarna snarpir Kröflukippir 29. ágúst en það kom fólki ekkert á óvart. Það var búið að vera rólegt svo lengi að fólk svaf á verðinum. - Hvað varst þú að gera kvöld- ið sem gosið byrjaði? - Við sátum hér heima í stofu, konan mín og ég ásamt Þóroddi Þóroddssyni frá Náttúrugripa- safninu á Akureyri. Við höfum verið að vinna að náttúruminja- skrá fyrir sýsluna og ætluðum í leiðangur daginn eftir. Við vor- um að fara að sofa en af gömlum vana leit ég á mælinn áður en ég fór upp. Ég sá strax að eitthvað var um að vera og setti upp gler- augun og þá kom í ljós að það hafði verið svokallaður gostitr- ingur í þrjá tíma. Þá vantaði klukkuna tíu mínútur í tólf og ég hljóp því út í glugga og þá var kominn lágur eldstólpi og rauður bjarmi á himininn. Um svipað leyti hringdi Ármann í Reyni- hlíð, sem er skjálftavörður líkt og ég, í mig en þá voru þeir ekk- ert farnir að sjá. Ég hóaði því í Þórodd og við þustum á vettvang eins fljótt og við komum því við. - Hvenær voruð þið komnir á vettvang? - Rétt upp úr tvö. Þetta er tröllavegur en við komumst alveg - HEIMSÓKN TIL SÉRA SIGURVINS ELlASSONAR A SKINNASTAÐ I ÖXARFIRÐI upp að hraunstraumnum skammt fyrir sunnan Hrútafell. Þaðan gengum við Þóroddur svo fram á svokallaðan Sandmúla og vorum þarna í miðju gosinu. - Ertu sáttur við það þegar þú lítur um öxl að hafa lent í prest- skap í stað þess að fara út í jarð- fræðina? Ertu sáttur við Guð og menn í þeim efnum? - Ég er sáttur við það núna. Var það kannski ekki fyrst en ég er fyllilega sáttur við að hafa ver- ið settur niður hér á gosbeltinu. - Þú hefðir kannski ekki tekið það í mál að gegna prestskap á lítið áhugaverðum stað út frá jarðsögulegu gildi? - Mikið síður, segir séra Sig- urvin og við tökum nú tal saman um annað. Merkti sér kirkjuna - Er þetta gömul kirkja hér á Skinnastað? - Hún er 130 ára um þessar mundir. Það er í sjálfu sér ekkert stórafmæli því það er haldið upp á þessu kirkjuafmæli þegar þau standa á heilu eða hálfu hundr- aði. Það var Hjörleifur Gutt- ormsson sem kom hingað frá Vopnafirði sem byggði kirkjuna. Það tíðkaðist þá að prestarnir urðu sjálfir að sjá um kirkjurnar og kirkjan hér er gerð á hans reikning og sérkennileg að því leyti að hún er merkt honum yfir kirkjudyrunum. Nafnið hans stendur þar. Hjörleifur þessi var einn af forfeðrum Eldjárnanna í Svarfaðardal og héðan fór hann að Tjörn í Svarfaðardal. Arn- grímur málari Gíslason, sá sem dr. Kristján heitinn Eldjárn, skrifaði bókina um, kom hér einnig við sögu því hann dvaldi hér heilan vetur, 1854 að því er sagt er og málaði kirkjuna, lék á fiðlu og barnaði prestsdótturina. - Hann hefur verið verkdrjúg- ur? - Það má segja því eins og sjá má í kirkjunni eru skreytingarnar allnokkrar og varðandi dóttur prestsins þá held ég að hún hafi orðið seinni konan hans, en þá sögu þekki ég annars ekki nógu vel. - Er þetta merkileg bygging frá byggingarsögulegu sjónar- miði? - Það held ég ekki, nema vegna þess að hún er þetta gömul sem er sjaldgæft um íslensk hús. Hún er líka í sínu gamla horfi með þröngum ómögulegum bekkjum sem að vísu er búið að laga örlítið svo hægt sé að sitja í þeim, í óþökk Þjóðminjasafnsins að vísu. Nú og það er skarsúð í kirkjunni sem þykir nokkuð sér- stakt og eins eru í henni gamlir munir. - Hvernig lagfærðuð þið bekk- ina? - Við færðum þá aðeins í sundur til að auka plássið fyrir fæturna og eins skemmdum við þá dálítið þannig að hægt var að sitja í þeim. Þeir voru gjörsam- lega ómögulegir. Smábrík með þráðbeinu baki og aðeins fyrir börn að sitja í smástund. Algjör grýta - Það hefur þá enginn sofnað undir messu? - Nei, segir séra Sigurvin og hlær innilega - og það held ég að sé útilokað enn þann dag í dag þrátt fyrir lagfæringarnar. Ég er annars á því að fólk hljóti að hafa verið miklu smávaxnara hér á öldinni sem leið. Það getur bara ekki annað verið. Sjálfur er ég nú ekki stór maður en mér er ómögulegt að sitja nema á fremsta bekk. Ég man líka eftir því að austur á landi lentu grafar- menn einu sinni niður á mikla beinahrúgu. Það var greinilegt að margir höfðu þarna verið jarðað- ir saman eins og ekki var óal- gengt ef fólk hafði drepist úr ein- hverjum plágum. Við röðuðum beinunum saman og þó ekki slægjum við máli á beinin er ör- uggt að þetta fólk var ekki há- vaxnara en um 160 sentimetrar. Það er líka fornmannadys hér í sveitinni á einum bæ. Þar hefur bóndinn á bænum verið dysjaður með viðhöfn. Ég hef séð haus- kúpuna úr þessari dys og eitt sinn bar ég hana saman við hausinn á mér. Þetta var ekki neitt, neitt og þó er öruggt að þarna var ekki um barn að ræða vegna þess hve hinn látni hefur fengið veglega útför. Hausinn á þessum bónda hefur verið bansett grýta, segir séra Sigurvin og strýkur kollinn íbygginn á svip. Eftir að hafa þegið kaffiveit- ingar og skoðað kirkjuna og þar með sannfærst um kenningar séra Sigurvins um að forfeður okkar hafi verið heldur lægri í loftinu en gengur og gerist í dag, tökum við stefnuna á Kópasker og um leið og við ökum út á þjóðveginn tekur jarðskjálftamælirinn á Skinnastað örh'tinn kipp. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.