Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 9
18. desember 1984 - DAGUR -9 HEIMSÓKN TIL AÐALGEIRS OG ELÍSABETAR, VEÐUR- A THUGUNARMANNA Á MÁNÁRBAKKA - Mjög vel. Það eina sem hann hefur fúlsað við eru rófur, segir Elísabet og hlær. Seindrepandi starf Við víkjum nú að því sem var til- gangur heimsóknarinnar. Að fræðast um starf veðurathugunar- mannsins Hvernig starf er þetta? - Þetta er seindrepandi og af- skaplega leiðinlegt, segir Aðal- geir sem segist bera hitann og þungann af starfinu. - Ég er alveg hætt að koma nálægt þessu, segir Elísabet en bætir því við að þetta væri svo sem allt í lagi ef eitthvað væri borgað fyrir. - Kaupið er óskaplega lélegt miðað við alla vinnuna og það að við eigum aldrei frí. - Hvað fáið þið í kaup? - Hvað heldur þú? Það er frú- in sem spyr, en svarar því svo til að launin séu að nálgast tíu þús- und á mánuði. - Við höfum reynt allt til að fá lagfæringu, nema það að hætta en ekkert gengur. - En hefur ekki hvarflað að ykkur að hætta? - Jú, maður hefur svo sem hugleitt það en það verður ekkert úr því. Við höldum áfram fram í rauðan dauðann. Það má ekki gleyma því að þetta er þjónustu- hlutverk, ekki síst fyrir sjómenn- ina sem treysta á okkur og við ætlum að axla þetta ábyrgðar- hlutverk áfram, segir Aðaígeir og glottir. - og veðurskeyti berast alltaf frá Mánárbakka? - Það kemur tyru okkur sem aðra að „veðurskeyti vantar" enda margar skýringar á því máli. Auðvitað reynum við í lengstu lög að passa upp á starfið en þar kemur að við getum ekki verið heima. Ófærð hefur einnig sitt að segja og við höfum lent í því að komast ekki heim í tæka tíð til að taka veðrið. - Hvernig gengur að fá fólk í afleysingar ef þið farið í frí? - Fyrir það fyrsta förum við ekki í frí en ef við bregðum okk- ur frá er auðveldara að fá fólk til að passa upp á kýrnar en veður- athugunartækin, segir Aðalgeir. Bíð eftir bjarndýrinu Á ferð okkar um íbúðarhúsið á Mánárbakka komum við auga á forláta skotvopn uppi á vegg. Við spyrjum Aðalgeir hvort hann sé mikill skotmaður. - Það er ekkert sem orð er á gerandi og ég er svo til hættur að hreyfa byssurnar. - Það er þá ekkert bjarndýra- buff í matinn á hverjum degi hér? - Ég bíð eftir bjarndýrinu. Heyrði reyndar einu sinni í því, líklega 1966. - Þú hefur þá gripið byssuna? - Mikil ósköp. Ég fór marg- oft út um nóttina en sá ekki neitt. Það var leiðindaveður og slæmt skyggni þannig að ég náði ekki bjarndýrinu í sigti. - Hvað með aðrar skotveiðar? - Ég skýt enga fugla nú orðið og vil helst ekki að nokkur maður stundi slíkar veiðar. Rjúpan til dæmis er friðsamasti fugl sem til er. Það væri allt eins gáfulegt að skjóta lóu en það myndi engum manni detta í hug. Talið berst að sumrinu. Eins og svo margir viðmælendur okk- ar í þessari yfirreið eru þau Aðal- geir og Elísabet sammála um að sumarið í ár sé engu öðru líkt. - Við gleymum öllum erfið- leikum hér. Én við gleymum ekki því góða eins og sumrinu í sumar. Það skarar langt fram úr öllu sem við höfum áður kynnst hér á norðurslóðum, segja Áðal- geir og Elísabet. Það er kominn tími til að kveðja. Framundan er Keldu- hverfið og ný verkefni. Aðalgeir kíkir á mæla og tæki um leið og hann fylgir okkur að bílnum - nýtt veður og nýjar veðurfregnir eru framundan. Lífið gengur sinn vanagang á þessari, einni af nyrstu veðurathugunarstöðvum a lana- inu. Norðurljósamælingatækin í kjallaranum á Mánárbakka minna helst á tengistöð hjá Pósti og síma. eðurathugunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.