Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 18

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 18. desember 1984 Algeng sjón á Melavellinum í „den“. Hér er keppni í 100 metra hlaupi að Ijúka og fjórir keppendur berjast hnífjafnri baráttu. Myndin er tekin árið 1952 og á henni eru f.v.: Asmundur, Guðmundur Lárusson, Haukur Clausen og Hörður Haraldsson. þennan dag, okkur vantaði menn og urðum því að raða okkur niður á hinar ýmsu greinar til þess að eiga möguleika á sigri. Eg hljóp t.d. 400 metra og í sveit ís- lands í 4x400 metra boðhlaupi sama daginn en fór ekki í 100 eða 200 metrana. Þessi keppni er afar eftirminnileg því það stóð tæpt að við myndum hafa þetta. Við áttum t.d. ekki menn í lengri hlaupununt sem blönduðu sér í baráttuna svo þetta varð að vinn- ast á nokkrum mönnum og þá aðallega spretthlaupurunum, grindahlaupurunum og kösturun- um. En það tókst, sigurinn var sætur og við fögnuðum ákaflega. Við fréttum að frá þessum sigri okkar hefði verið skýrt á Mela- vellinum á meðan leikur íslands og Svíþjóðar stóð þar yfir. Þar var einnig vel fagnað, og það var engu líkara en að knattspyrnu- mennirnir okkar hefðu fengið vítamínsprautu og þeir, með Ríkharð Jónsson í fararbroddi. unnu glæstan sigur á Svíunum." Ásmundur hafði farið að heim- an frá Húsavík 16 ára gamall, „út í heiminn" eins og hann orðaði það. En þegar hér var komið sögu var ákveðið að fara í alvöru að skoða heiminn og leiðin lá til Bandaríkjanna. „Við hjónin vorum ákveöin í því að reyna að komast til Bandaríkjanna, en það varð að gerast á þann hátt að gerast inn- flytjandi. Við fengum okkur „sponsor" og Kristrún fór á undan. Þegar ég kom til Pasa- dena (útborg frá Los Angeles) var Kristrún konan mín byrjuð að vinna, en þegar hún sótti um vinnuna var henni ráðlagt að vera „ógift". Svo birtist ég þarna og svo vildi til að ég fór að vinna á sama stað. Ágætt samstarfsfólk okkar sá náttúrlega að við vorum dálítið vel kunnug og konan mín hefur aldrei verið góð í því að skrökva. En við leystum þetta mál með því að fara til Mexíco í kringum jólin 1950, og þegar við komum til baka vorum við nýbú- in að „gifta" okkur þar! En þá versnaði í því. Þetta blessaða samstarfsfólk okkar heimtaði náttúrlega að halda okkur „brúð- kaupsveislu". Við gátum náttúr- lega varla skorast undan því og þannig fór að haldið var mikið gilli, og brúðkaupsgjöfum rigndi yfir okkur!!! Það þarf ekki að taka fram að við hittum engan af prestastétt í Mexícoferðinni. Mér var komið á framfæri hjá íþróttafélagi í Los Angeles og forráðamenn félagsins voru búnir að skipuleggja allt í smáatriðum varðandi það hvernig að íþrótta- iðkun minni skyldi staðið þarna. Ég hafði haft með mér myndir og greinar sem birst höfðu í blöðum og þeir vildu fá mig til að sýna hvað ég gæti og myndir yrðu teknar af mér og þess háttar. Mér varð hins vegar Ijóst að þetta fé- lag var ekkert annað en fyrirtæki og það átti að láta ntig keppa fyr- ir peningana. Ég ákvað því að gefa þetta upp á bátinn og reyna að koma mér áfram sjálfur. Kallaður í her USA En svo kom að því að ég var kall- aður í herinn og þá hefði ég alveg eins getað lent í Kóreustríðinu, sem þá var hvað harðast. Ég var hins vegar ekki á þeim buxunum að fara þangað. Ég átti ekkert sökótt við neinn í Kóreu og hafði engan áhuga á að fara að berjast þar. Ég hafði einn mánuð til þess að flýja land og það gerði ég. Áður hafði ég haft samband við vin minn hjá Eimskip og falast eftir vinnu hjá því fyrirtæki er heim kæmi og það gekk. Við hjónin fórum heim til íslands með Dettifossi og ég var svo á skrifstofunni hjá Eimskip í 9 ár.“ - Við förum nú að víkja frá íþróttunum. En segðu mér fyrst, hvenær er hápunkturinn á þínum íþróttamannsferli? „Ég held að mín bestu ár í íþróttunum hafi verið eftir að ég kom heim frá USA. 1952 keppi ég á Oiympíuleikunum í Helsinki og það ár var mjög gott hjá mér þótt mér gengi illa á Olympíu- leikunum af ýmsum ástæðum. Þetta ár hljóp ég 100 metra á 10,5 sek. sem var íslandsmetsjöfnun. 1953 var einnig gott ár og einnig 1954 þegar ég keppti á Evrópu- meistaramótinu í Bern. Þá hljóp ég 200 metrana á 21,6 sek. eða -Vm úr sek. betri tíma en ég hafði náð á EM í Brússel fjórum árum áður. Það var 6. besti tími sem náðist, en keppendur voru 58 en ég var óheppinn í undanúrslitun- um að lenda í þeim riðli, sem var miklu sterkari. Við skulum segja að ég hefði komist í úrslitin ef ég hefði lent í hinum riðlinum!! Þetta voru mín bestu ár og svo hætti ég þessu 1955 með ferð til Dresden í A.-Þýskalandi.“ - Hvað settir þú mörg íslands- met á ferlinum? „Ég er vanur að svara því til þegar ég er spurður um þetta að ég hafi ekki hugmynd um það. Ég er búinn að gleyma hversu mörg boðhlaupsmetin voru en ég held að metin hafi verið 14 talsins. “ - Þú hefur þá sennilega ekki tölu á meistaratitlunum? „Ég hef sennilega verið fs- landsmeistari 20-30 sinnum og svo voru það Reykjavíkurmeist- aratitlar og þess háttar. Ætli ég eigi ekki einhvers staðar ca. 400 verðlaun." „Gleymdist að byggja“ - Líður langur tími frá því þú hættir í íþróttunum 1955 og þar til þú flytur aftur til Húsavíkur? „Ég var hjá Eimskip fram til ársins 1959 og á því ári fór ég að koma mér upp húsi í Reykjavík, það hafði nefnilega gleymst að byggja á meðan íþróttirnar tóku allan tímann. Það lá hins vegar fyrir að ég myndi flytja aftur til Húsavíkur. í kringum 1960 var ég kominn í útgerð með tveimur bræðrum mínum. Útgerðarfyrir- tækið hét Flóki hf. Fyrsti bátur- inn sem við létum byggja, Helgi Flóventsson, var gerður út á síld frá Húsavík á sumrin en reri frá Keflavík á veturna. Ég var með annan fótinn á Húsavík, oft fjarri fjölskyldunni og þannig gat þetta ekki gengið. Fyrirtæki sem rak síldarsöltun stofnuðum við 1961, það hét Saltvík og átti Kaupfélag Þingeyinga það með okkur. Við vorum einnig með í að koma upp síldarverksmiðju og síldar- söltun á Þórshöfn um þessar mundir. í Ytri-Njarðvík byggð- um við 1.000 fm saltfisk- og skreiðarverkunarhús og fisk- hjalla, ásamt því að koma upp húsnæði fyrir starfsfólk þar. Það var sem sagt í miklu að snúast hjá okkur þessi ár. Þá var kom- inn annar Helgi Flóventsson, um 120 tonna skip. Á þessum árum seldi ég húsið fyrir sunnan og fjölskyldan flutti hingað norður. Við vorum í fyrstu í bráðabirgða- húsnæði en byggðum svo síðar. Helgi Flóventsson, hinn annar í röðinni sökk síðan út af Langa- nesi með síldarfarm, en allir björguðust. Þegar skipið var á botninum áttum við mikla pen- inga vegna þess að tryggingafé var mikið. Hefðum við þá ekkert gert annað en að kaupa ríkis- skuldabréf fyrir tryggingaféð værum við ríkir menn í dag. Við ákváðum hins vegar að byggja annað skip og gengum þá inn í samning sem Húsavíkurbær hafði gert við skipasmíðastöð í Noregi um smíði á 250 tonna skipi. Það var efi í hugum margra Húsvík- inga varðandi kaup bæjarins á þessu skipi, við áttum peninga og við gengum því inn í þennan samning. Þetta var eitt af stóru síldarskipunum sem komu hing- að til lands, en það var árið 1962.“ - Og þetta var Helgi Flóvents- son, hinn þriðji í röðinni hjá ykkur. Þið hafið haldið tryggð við nafnið þrátt fyrir óhappið við Langanes? „Já, við gerðum það. Þessir bátar hétu eftir afa okkar, sem verið hafði bátaformaður á Húsa- vík og aflasæll. Það fiskaðist allt- af vel á skipin okkar. Þetta voru ævintýratímar. Við lentum í þessum geysilega síldar- afla sem var á árunum 1961-1966 og það var nóg að starfa og gott að gera út á þessum árum. Upp úr 1967 fór að halla undan fæti í útgerðinni. Skreiðar- og saltfisk- markaðir lokuðust, síldin hvarf af miðunum og skipin eltu hana alla leið til Svalbarða í lokin. Endirinn varð sá að árið 1971 ákváðum við að losa okkur út úr þessu og það var gert. Það er óhætt að segja að nú hafi orðið enn ein kaflaskil í mínu lífi. Þegar hér var komið sögu voru börnin að komast vel á legg, við vorum komin í okkar eigið húsnæði sem við höfðum byggt hér. Og að því kom að ég réði mig í vinnu á Húsavík, - hjá Húsavíkurbæ. Björn Friðfinns- son bæjarstjóri sagði mér að til stæði að ráða aðalbókara að bæn- um og hvatti mig til að sækja um. Það gerði ég og fékk starfið og hef unnið á bæjarskrifstofunni síðan.“ - Þú hefur víst aldrei sagt endanlega skilið við íþróttirnar? „Nei, auðvitað ekki, ég get ekki verið án þeirra. Á útgerðar- árunum hélt ég mér við á þann hátt að hausa fisk, nokkur hundr- uð tonn á hverjum vetri. En eftir að ég fór að vinna hjá bænum og kílóunum fór að fjölga sá ég að eitthvað þurfti að gera. Ég keypti mér skíði og stundaði og stunda skíðagöngu á veturna. Og svo kom golfið. Vinur minn kom með hálft golfsett til mín og bauð mér og ég keypti það. Ég byrjaði þó ekki strax, golfsettið var úti í bílskúr, en það varð að gera eitt- hvað í málinu. Það hefur svo ekki verið fyrr en 1976 eða 1977 sem golfdellan heltók mig og ég hef ekki losnað síðan. Golfið hentar mér mjög vel, því fylgir útivera, félags- skapur og svo spennan. Ég reyni að fara á gönguskíði hvern ein- asta dag á veturna þegar ég get og ég reyni að koma málum þannig fyrir að ég komist í golf nær hvern dag yfir sumarið.“ „Fimm er heillatalan“ - Ég skrifaði í sumar um furðu- legt golfhögg sem þú áttir á 5. braut hér á Húsavíkurvellinum. Kúlan þín hafnaði í teigmerkinu og þaut síðan til baka þannig að þegar þú slóst 2. högg varst þú eitthvað talsvert á annað hundr- að metrum lengra frá holunni en fyrir upphafshöggið. „Já, þessi hola er skemmtileg og ég á fleiri heitar minningar frá viðureignum mínum við hana. Skömmu eftir að ég byrjaði að leika golf gat ég fagnað því að fara þarna holu í höggi. Þetta var sumarið 1975. Brautin er 5. braut, ég notaði 5 járn, klukkan var 5 og þetta var hinn 5. júlí. Fimm hlýtur því að vera mín heillatala og draumahöggið veitti mér inngöngu í þann virðulega félagsskap sem heitir Einherjar. Ég hef slegið fleiri furðuleg golfhögg. Ég sló eitt sinn kúluna í höfuð á manni af yfir 100 metra færi og hann datt niður í læk og steinlá þar. Þetta gerði að sjálf- sögðu nokkra lukku! Ánægjan við skíðagönguna er óblandin. Að vera einn á göngu- skíðum upp til fjalla er stórkost- legt, þá er maður einn í heimin- um og ræður öllu. Golfleikur er stórkostlegur og það er svo skrýt- ið að ég finn fyrir framförum, maður á mínum aldri, og ég von- ast til að framhald verði á. Nokkrum sinnum hef ég unnið til verðlauna og ég man að þegar ég kom fyrst heim með golfverðlaun sagði konan mín: „Ætlar þú nú að fara að bera heim verðlaun aftur.“ - Þú ert nú varla orðinn nógu gamall fyrir hefðbundið „loka- stef“, að líta til baka, en viltu reyna? „Erum við ekki að líta til baka í þessu spjalli? Ég segi bara í lok- in - mér líður ágætlega, - lifi ró- legu og góðu lífi, er heilsu- hraustur og dey vonandi stand- andi, þegar þar að kemur. Við hjónin erum búin að koma upp 6 vel lukkuðum börnum og eigum nú þegar 7 barnabörn. Þá er maður hamingjusamur og rík- ur maður.“ Ásmundur var í stjórn frjálsíþróttadeildar KR um árabil. Hér er hann í formannssæti á stjórnarfundi. Texti: Gylfi Kristjánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.