Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 27

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 27
18. desember 1984 - DAGUR - 27 Dan Aykroyd og Eddie Murphy í hlutverkum sínum í jólamyndinni sem Borgarbíó sýnir að þessu sinni. Jólamyndin í Borgarbíói: - frumsýning í Evrópu - Það er alveg nóg að þú segir „amen" Þaö er óþarfi aö segja ,,ég skipti' l A ☆ A Eiginmaðurinn var alltaf að setja eitthvað út á matinn hjá konunni. Loks var hún búin að fá nóg og sagði: „Hvað gengur eiginlega að þér? Áður en við giftumst, sagðir þú að þú gætir dáið fyrir mig!“ „Sagði ég það?“ „Já, þú sagðir það oft og mörgum sinnum." „Jæja, það er þá best að standa við paö. Réttu mér kjötbollurnar...!" A ☆ A „Þú varst á yfir 60 km hraða,“ sagði lögregluþjónninn við bíl- stjórann sem hann hafði stöðvað. Kona sem sat í farþegasætinu sagði glaðhlakkalega: „Skrifið hann niður, lögreglumaður. Ég hef verið að segja honum það í mörg ár að hann sé hættulegur, kærulaus og athugunarlaus bíl- stjóri.“ „Er þetta konan þín?“ spurði lög- reglumaðurinn. Þegar bílstjórinn kinkaði ólundar- lega kolli, skellti lögregluþjónninn vasabókinni sinni aftur og sagði: „Aktu áfram bróðir, aktu áfram.“ A ☆ A María litla vaknaði klukkan tvö um nótt: „Segðu mér sögu, mamma," sagði hún. „Bíddu svolítið góða mín, bráðum kemur hann pabbi þinn heim og þá skaltu bara hlusta á hann.“ A ☆ A „Pabbi, viltu hjálpa mér aðeins með krossgátuna, mig vantar bara síðasta orðið.“ „Þá skaltu heldur tala við hana móður þína.“ A ☆ A Presturinn vildi hughreysta nýorð- inn ekkjumann: „Hugsaðu þér bara. Nú er konan þín að slá hörpu með englunum." „Ég hugsa nú frekar að hún sé að slá englana með hörpunni." A ☆ A Tengdamæður eru nær óumflýjan- legir fylgifiskar hvers hjónabands. Pað væri illa gert að gleyma þeim. A ☆ A - Adam átti enga tengdamömmu. Pess vegna bjó hann í Paradís. A ☆ A Pálmi var svo stoltur af getu sinni sem golfleikari að hann langaði að halda smá „sýningu". í þeim til- gangi bauð hann tengdamömmu á golfvöllinn til að horfa á. Pegar Pálmi bjó sig undir að slá upphafshöggið, sneri hann sér að félaga sínum og sagði: „Mér er mjög í mun að ná frábæru höggi. Þetta er nefnilega tengda- mamma sem stendur þarna og horfir á.“ Félaginn leit yfir til tengdamömmu og sagði svo: „Mér þykir það leitt, félagi, en þetta er meira en 200 metra færi. Pú hittir hana aldrei." Gleðileg jól. Jólamyndin í Borgarbíói á Ak- ureyri að þessu sinni er hin „drepfyndna“ bandaríska mynd „Trading Places“ eða Vistaskipti eins og hún heitir í þýðingunni. Myndin verður fyrst sýnd í Borgarbíói á 2. dag jóla kl. 17 og er þar um að rœða frumsýningu í Evrópu. í stuttu máli fjallar þessi mynd um það uppátæki Dukebræðr- anna Randolp’s og Mortimer að gjörbreyta háttum tveggja manna, hefja annan upp úr eymd þeirri er hann býr við þannig að hann búi við alísnægtir en hinn maðurinn er verður fyrir barðinu á Dukebræðrum er sviptur öllu sem hann á og endar sem öreigi. En þar með er ekki öll sagan sögð, ýmis smellin atvik fléttast inn í þessa sögu, „umskiptingarn- ir“ tveir komast að því hvar fisk- ur liggur undir steini og atburðar- ásin tekur óvænta stefnu. I aðalhlutverkum eru Dan Aykroyd, Eddie Murphy og Debholm Elliott. Myndin verður sýnd á 2. dag jóla kl. 17 og 21 og síðan áfram. Barnamynd Borgarbíós að þessu sinni er hin geysivinsæla mynd Lína langsokkur í Suður- höfum, og er ekki að efa að þar fá yngstu kvikmyndahússgestirnir eitthvað við sitt hæfi. Sú mynd verður sýnd á 2. dag jóla kl. 15. óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og gœjuríks komandi árs. Jón G. Sólnes árítar bók sína í versluninni milli kl. 4 og 5 e.h. miðvikudaginn 19. desember. Pantanir teknar í síma 22685. Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Akureyri. Óskum viðskiptavinum okkar gleðUegra jóla og farsældar á komandi árí Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. MATVORU MARKAÐURINN Véla- & raftækjasalan Sunnuhlið, sími 24253. TlZKUVER/LUN UNGA FÓLKSINS ^KARNABÆR Hafnarstneti 94 KMpMfi - liai 2Wf. VJ SmmUíI, iímí - 22355 Norðurfell, Kaupangi Lausnir Við þurfum að framkvæma eftirfarandi þrjár færslur: 523814769 52 3 8J<£jr>l 9 5_234L16=ý'8 9 fÍ34'56789 Númer hvers og eins er 43 lægra en þess er hleypur hægra megin við hann. Ljósin á jóla- trénu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.