Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 28

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 28
28 - DAGUR - 18. desember 1984 Stórbrunar vekja ávallt óhug manna. Sem betur fer hafa þeir verið fátíðir á Akureyri undan- farin ár, en ekki þarf að fara langt aftur til þess að finna einn slíkan. Hann varð um áramótin 1968-1969 er eldur varð laus í verksmiðjum Sambandsins á Akureyri. Við flettum Degi frá þessum tíma og á forsíðu 1. tbl. ársins 1969 er þessi frétt: „Klukkan rúmlega hálf tíu á föstudagskvöldið var slökkviliðið á Akureyri kallað að verksmiðj- um SÍS á Gleráreyrum. Þar var þá laus eldur t' húsakynnum Skinnaverksmiðju Iðunnar og logar teygðu sig upp úr þaki húss- ins sem er 50 metra langt, tveggja hæða, ris austur og vestur. En þetta hús er hluti hinna miklu og sambyggðu verksmiðja Gefjun- ar, Skinnaverksmiðju Iðunnar og Skógerðar Iðunnar og þar er einnig Ullarþvottastöðin. En þarna er einnig Fataverksmiðjan Hekla og stendur hún ein sér, ofurlítið frá. Allar eru verksmiðj- ur þessar tengdar einni kyndi- stöð. Slökkvistarf var erfitt. Norðan- hvassviðri var á og 13 stiga frost. Vatn úr Glerá fraus í slöngum og dælum en aðeins einn brunahani er við verksmiðjuna. Þurfti því að tengja brunaslöngur nærliggj- andi brunahönum í næstu götum, Klettaborg, Þórunnarstræti og Byggðavegi, svo og við Þórsham- ar. Baráttan við eldinn stóð í nær 14 klukkustundir. Eldurinn var mikill er slökkviliðið kom á stað- inn og við ekkert varð ráðið á efri hæð hins stóra Iðunnarhúss. En steinloft er þar milli hæða og heilt steinskilrúm á neðri hæð sem nú kom sér vel, því eldurinn eyði- lagði ekki nema hluta neðri hæðar. Austast er tveggja ára gömul viðbygging Skinnaverk- smiðjunnar og tókst að verja hana. Þegar nokkuð var liðið nætur sýndist eldurinn yfirunninn að mestu, en Hann gaus þó síðar upp og brann þá stór og myndarlegur samkomusalur verksmiðjufólks- ins. Eldur komst í kyndistöðina og brann hún að nokkru leyti, en annar ketillinn var þó óskemmd- ur. Við slökkvistarfið voru allir slökkvibílarnir notaðir, fjórir talsins og þar af þrír með há- þrýstiúða, ennfremur körfubíll- inn nýi og sex véldælur. Slökkvi- liðsmenn eru yfir 40 talsins og voru allir kallaðir út. Mér sýnd- ust þessir menn ganga vasklega fram og jafnvel leggja sig í tölu- verða hættu. Margt manna dreif að þótt kalt væri. Eldhafið var ógurlegt en tæki slökkviliðsins notuðust ekki að fullu vegna vatnsskorts. Talið er að um 500 manns vinni að jafnaði á verksmiðjum SÍS á Gleráreyrum á Akureyri við framleiðslu iðnvara. Sennilega hefur mönnum orðið það ljósara þessa daga en áður, hve þýðing- armikill þessi iðnaður er og hve mörgu fólki hann veitir atvinnu, bæði körlum og konum. En iðn- aðarfólkið er láglaunafólk og þol- ir ekki atvinnustöðvun. Blaðið ræddi á mánudag við slökkviliðs- stjóra um brunann og nokkra forsvarsmenn verksmiðjanna og fer umsögn þeirra hér á eftir: Sveinn Tómasson slökkviliðsstjóri: Mestir erfiðleikar voru í sam- bandi við vatnið. Vatn í Glerá er mjög kalt og í þessum heljar- kulda fraus það í dælunum og brunahani er aðeins einn við verksmiðjurnar og þurfti því langt að fara eftir vatni, í bruna- hana í næstu götum. Slys urðu ekki á fólki nema nokkrum slökkviliðsmönnum varð illt af reyk og óhollum gufum, en náðu sér fljótt aftur og aðrir skrámuð- ust og liggur einn á sjúkrahúsi ennþá (mánudag). Þorsteinn Davíðsson: í eldsvoðanum brunnu vélar og tæki Skinnaverksmiðjunnar að meirihluta, svo og hráefni, hálf- unnar og fullunnar vörur, auk verksmiðjuhússins. Á efri hæð var m.a. hluti af Skógerð Iðunnar og á þeirri hæð hússins brann allt sem brunnið gat. Vonir standa til að einhver sútun geti hafist fyrir næstu helgi. Richard Þórólfsson: Skógerð Iðunnar hafði um 80 manns í vinnu, þar af um helming konur. Sauma- og sníðadeild brann gersamlega, en hún var í suðurhluta Iðunnarhússins, efri hæð sem brann til ösku. Hinn hiuti Skógerðarinnar er í gamla Gefjunarhúsinu. Þar er aðalvél- asalur og brann þar ekki en skemmdir af reyk og vatni eru ór- annsakaðar ennþá. Allt hráefni Skógerðarinnar brann en full- unnar vörur ekki. Við reynum af fremsta megni að finna karl- mönnunum okkar vinnu við að hreinsa til og lagfæra - og við að hefja undirbúning á framleiðslu á ný. Arnþór Þorsteinsson Það sem brann hjá Gefjun var þak kyndihússins og bruna- skemmdir urðu einnig í efna- geymslu Skógerðarinnar í „gamla Gefjunarhúsinu". Samkomusalur starfsfólksins brann til kaldra kola. í morgun, mánudag, var unnt að hefja fulla vinnu í verk- smiðjunni, því annar stóri ketill kyndistöðvarinnar var óskemmd- ur. Starfsemi á Fataverksmiðj- unni Heklu truflaðist ekki. Hátt á fimmta hundrað manns vann í verksmiðjum SÍS hér á þessu verksmiðjusvæði að undanförnu og er þá Ullarþvottastöðin með- talin. Bœjarráð: Á fundi bæjarráðs Akureyrar þann 9. janúar var eftirfarandi bókun gerð: „Bæjarráð Akureyrar fagnar þeirri ákvörðun Sambands ís- lenskra samvinnufélaga að vinna að skjótri endurreisn verksmiðja þeirra sem eyðilögðust í eldsvoða aðfaranótt 4. janúar sl. Einnig lýsir bæjarráð ánægju sinni yfir þeim stórhug sem fram kemur í þeirri ákvörðun Sambandsins að efla og stækka verksmiðjur sínar á Akureyri. Bæjarráð telur verksmiðjur SÍS meðal þýðingarmestu at- vinnufyrirtækja bæjarins, og heit- ir bæjarráð öllum þeim stuðningi og fyrirgreiðslu, sem í þess vaidi stendur að veita við endurreisn þeirra og uppbyggingu. Jafnframt fer bæjarráð þess eindregið á leit við ríkisstjórn ís- lands að stjórnin beiti sér fyrir út- vegun lánsfjár svo framkvæmdir þessar þurfi eigi að tefjast vegna fjárskorts. Vill bæjarráð benda á að hér er ekki eingöngu um hags- munamál Akureyrar og Sam- bands íslenskra samvinnufélaga að ræða. Verksmiðjur þessar eru meðal þýðingarmestu iðnfyrir- tækja þjóðarinnar, einn þeirra hlekkja íslensks atvinnulífs sem eigi má bresta nú“. Um framhaldið þarf ekki mörg orð. En frétt f Degi þann 29. janúar sýnir best hvernig fram- haldið var og engan bilbug var að finna á mönnum: „í gær var undirritaður í Moskvu samningur um sölu á ís- lenskum ullarvörum frá verk- smiðjum Sambands íslenskra samvinnufélaga á Akureyri. Samningsupphæðin nemur 88 millj. króna. Vörunum á að af- skipa á yfirstandandi ári. Kaup- endur eru V/O Raznoexport Moskva. Samningana gerðu fyrir hönd Sambandsins Ragnar Ólafsson hrl. og Ásgrímur Stefánsson verksmiðjustjóri. Auk þess vann að samningunum Ægir Ólafsson fyrir hönd umboðsmanna Razn- oexport á íslandi11. A helgum degí Texti: Jóh. 3, 31-36. Opinberun Guðs Jesús er í algjörri sérstöðu. Hann kom ekki úr hinum mannlega heimi og talaði ekki með þeim takmörkunum sem eru settar þcim, sem af jörðu eru. Jesús, Guðs sonur, kom frá Guði og op- inberaði mönnum Guð og veg hans til hjálpræðis. Þessi opin- berun er skír. „Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhiýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yftr honum“. Vitnisburður Jesú var ekki ein- hver mannleg hugmyndasmíði. Hann vitnaði um það sem hann hafði heyrt og séð hjá Guði. Orðið sem var hjá Guði og var Guð, það „varð hoid og hann bjó með oss fullur náðar og sann- leika.“ í tcxtanum stendur: „Enginn tekur á móti vitnisburði hans. En sá sem hefur tekið á móti vitnis- burði hans, hefur staðfest, að Guð sé sannorður.“ Það er undarlegt til þess að hugsa að menn, sem hafa fengið að hcyra vitnisburð Jesú, skuli ekki taka á móti honum, heldur byggja á mannaorðum. Er þetta vegna þcss að hjarta þeirra er svo hart og andsnúið Guði? Sá sem tekur á móti vitnisburði Jesú fær að reyna sannleiksgildi hans og' mátt. Vitnisburður Jesú leiðir okkur inn í allan sannleikann og veitir hjartanu fullnægingu og frið. Til umhugsunar: Kristíndómurinn er sérstæður Það liggja tvær aðalástæður fyrir því að kristindómurinn er æðri öðrum trúarbrögðum. 1. Kristindómurinn er opinber- un Guðs til okkar mannanna. Önnur trúarbrögð eru leit mann- anna að Guði. 2. Kristindómurinn opinberar okkur kærleika Guðs og veg hans til hjálpræðis. Guð frelsar fyrir Jesúm Krist. Önnur trúarbrögð koma með hugmyndir um það hvernig nicnn eigi að leitast við að frelsa sig sjálfa. Við skulum því þakka fyrir að við höfum opinberun Guðs og veita henni viðtöku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.