Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 31

Dagur - 18.12.1984, Blaðsíða 31
18. desember 1984 - DAGUR - 31 / Hollandi eru jólin hátíð kaupmannanna, rétt eins og á landinu bláa. Strax í nóvember byrja þeir að ýtafíneríi út í gluggana hjá sér (innan um allt fíneríið sem þar er fyrir) rétt si svona til að minnafólk á hina bláköldu staðreynd almanaks- ársins að „jólin nálgast“. Pví má enginn gleyma, síst af öllu þeirri grundvallarnauðsyn að kaupa jólagjafirnar. Petta finnst ýmsum eflaust fáheyrt bráðrœði og því er rétt og skylt að geta þess að hollenskir kaupahéðnar eiga sér nokkuð til málsbóta, jóla- gjafirnar þar í landi eru nefnilega gefnar 5. des- ember. Pá kemur jólasveinninn siglandifrá Spáni og hefur um sig hirð af Svörtu-Pétrum til að út- býta gjöfum fyrir sig og bittu nú. . . . komst í hlaðið Heilagur Nikulás á afmæli fimmta desember, þess vegna er allt þetta tilstand. Þessi kaþólski dýrlingur er fyrirmynd vestræna jólasveinsins „heilags Kláusar" (Santa Claus) hins bandaríska sem hefur poppað upp Giljagaur og Gáttaþef í rauð föt og hvítt skegg. Þeir eru ekki lengur hrekkjusvín eins og þeir eiga ætt- ir til heldur hafa þeir gengið svo rækilega til liðs við hina vestrænu markaðshugsjón að þeir hljóta að hafa gengið í NATO fyrir löngu. En Hollendingar eru svo skemmtilegir bókstafstrúarmenn að þeir segja sem svo: „Fyrst jólasveinninn á afmæli fimmta des. þá gefum við náttúrlega jóla- gjafir fimmta des.“ Útrætt mál. Stundvíslega þennan dag leggst heilagur Nikulás (Sinter- klaas) að bryggju, heljarstór lúga sígur niður og hans heilagleiki kemur í hlaðið (bryggjuna) á hvítum hesti umkringdur bik- svörtu smáfólki klæddu í alla vega lit föt. Það byrjar samstund- og framhandleggnum í níutíu gráðu horn frá upphandleggnum og veifar til mannfjöldans. Svo tekur skrúðgangan enda og börn- in og foreldrarnir fara heim til sín, þar sem hinir fullorðnu reyna að vera ögn skemmtilegri en venjulega. Þetta er nú einu sinni dagur barnanna. Efast Það hefur löngum verið leiður siður efasemdarmanna að trúa ekki baun á jólasveininn. Þó það verði að viðurkennast að ýmis- legt geta þeir tínt til gegn sveinka í Hollandi er það talið öruggt þroskamerki barns þegar það fer að spyrja mömmu og pabba hvernig í ósköpunum standi á því að jólasveinninn geti verið alls staðar í einu. Sjónvarpið sýnir í einni lotu myndir af honum í Amsterdam, síðan í Breda, svo í Groningen og eins og hendi væri veifað er hann kominn til Maastricht o.s.frv. Ef til vill veltir barnið því fyrir sér eitt augnablik hvort Hér hefur Sinterklaas tekið að sér að auglýsa Sunny bátana, tilvaldir fyrir ferðafólk sem vill sigla eftir skurðunum. Hojlemki jolasveinninn is að útbýta smákökum og sæl- gæti á milli barnanna. Öllu þessu fylgir mikill gauragangur og börnin teygja út hendurnar og hrópa í sífellu „Svarte Piet, Svarte Piet“ sem þýðir akkúrat ekkert annað en Svarti-Pétur. Síðan hefst mikil skrúðganga upp í borgina (borgirnar því að hið sama er að gerast í öllum borgum og bæjum Hollands). Lúðrasveit- ir, gjarnan með hóp tánings- stúlkna á undan sér sem leika list- ir með stöfum, ganga í takt og pínupilsum í kuldanum, hesta- menn „spánskt aðalsfólk" sem fengið hefur að fljóta með og annað sem tiltækt er og prýði telst að, er munstrað í halaróf- una. Alls staðar eru hinir svart- máluðu Pétrar á hlaupum og börnin neita allra bragða til að svíða út úr þeim eins mikið sæl- gæti og mögulegt er. Heilagur Nikulás á hvítum fær- leik sínum, með sítt hvítt skegg, síða hvíta lokka sem hrynja niður á rauðu skikkjuna sem hann ber á öxlunum ríður í miðri fylking- unni og lætur sér fátt um finnast, um öll lætin. ímynd róseminnar, lyftir hann upphandleggnum í níutíu gráðu horn frá líkamanum sjónvarpið sé að ljúga að því en það getur ekki verið því að það lýgur aldrei. Svo jólasveininum er kastað. Foreldrarnir verða vandræðalegir til augnanna og vita að nú fara erfiðir tímar í hönd. Heilagur Nikulás Hvers vegna kemur Nikulás frá Spáni? Þessa spurningu hef ég lagt fyrir bæði unga og aldna Hollendinga án þess að fá fyrir hana nokkurt nothæft svar. Ekki er Nikulás spánskur, svo mikið er víst. Hann var biskup yfir Myra í Lyciu á sama tíma og Diokletian var keisari yfir lendum Róma- veldis en það var á árunum 284- 305 eftir Krist. Diokletian, fólið það arna, píndi og ofsótti Nikulás á alla lund fyrir þá sök eina að vera kristinn og varpaði honum síðan í fangelsi þar sem hann varð að dúsa þar til keisaraskipti urðu og Constantin tók við starf- inu. Lítið er vitað um þennan heið- ursmann nema hvað Grikkir og latneskar þjóðir höfðu snemma á honum mikið dálæti og tignuðu hann sérstaklega sjötta desember ár hvert. Það er á níundu öldinni sem þetta er að gerast en þó er það ekki fyrr en á þeirri elleftu að hann slær í gegn svo um munar. Þá fóru íbúar borgar nokkurrar er Bari hét og var í Apulia (ef einhver er nokkru nær) ránsferð að legstað Nikulásar og rændu jarðneskum leifum dýrlingsins og fluttu með sér heim til Bari þar sem tafarlaust var reist yfir þær glæsileg basilika. Þetta snilldar- bragð gerði Nikulás geysivinsæl- an og pílagrímar þyrptust að og gera það víst enn. Sem dæmi um vinsældir dýrl- ingsins má nefna að í dag eru í Englandi 400 kirkjur tileinkaðar honum. Hann er verndari barna, menntamanna, kaupmanna og sjómanna, einnig er gott að heita á hann gegn ræningjum. Skemmtileg þjóðsaga um heil- agan Nikulás gæti verið upphafið að jólagjafavenjunni. Bláfátækur borgarbúi átti þrjár dætur og sá ekki nokkra smugu til að gifta þær, þar sem ekkert var til í kot- inu til að gefa sem heimanmund. Því að þó viðskiptaviti karl- manna nútímans hafi hrakað þá datt ekki nokkrum manni í hug, í þá daga, að taka við stúlku nema fyrir peninga. Borgarbúinn var að því kominn að ofurselja dætur sínar því syndumspillta líf- erni sem viðgengst utan hjóna- banda, þegar einn, tveir og þrír, heilagur Nikulás birtist og reddar heimanmundinum. Gjafirnar voru svo færðar yfir til jólanna og þannig tengist Nikulás þeim. Sá ameríski Santa Claus er nefnilega í raun og veru enginn annar en Sinterklaas hinn hollenski, að vísu afskræmd mynd af honum rétt eins og Sint- erklaas er afskræmd mynd af heilögum Nikulási. Hollenskir innflytjendur fluttu með sér hug- myndina til Ameríku þar sem hún fékk sína meðferð, við ís- lendingar kynntumst síðan amer- ísku útgáfunni og færðum Két- krók án nokkurrar miskunnar í rauða hempu utan yfir vaðmáls- fötin. Er það nema von að hann sé hálf kindarlegur greyið. En nóg um það. Sá hollenski fer svo aftur til Spánar eftir eins dags stopp. Það er mikið spekúl- erað hvað hann sé að gera þar. Gárungarnir segja að hann dvelji þar í æfingabúðum, æfi skor- steinaklifur, að veifa og annað sem útheimtir þrek og nákvæmni en það er nú önnur saga. Ekkert sukk Jóladagarnir eru svo meira trúar- legs eðlis og þeir sem ekki trúa hafa hægt um sig í virðingarskyni við þá sem trúa. Borðaður er góður matur og svoleiðis. Allt fremur tíðindalítið. Ég þekki enga þjóð nema Hollendinga sem ekki heldur rækilega hátíð um áramót, til þess að kveðja hið gamla og blíðka anda hins nýja. Það finn- ast mér stórtíðindi. Þeir loka öllum krám og þvílíku, eiga ró- lega stund með fjölskyldunni og fara snemma í háttinn. Morgun- inn eftir er jólamánuðurinn bú- inn og lendir á útsölu í febrúar. Haraldur Ingi Haraldsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.