Dagur - 19.12.1984, Side 1

Dagur - 19.12.1984, Side 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. desember 1984 129. tölublað Húsmóðurstarfiö: Metið til hálfe - í starfsaldri Kjaranefnd hefur samþykkt starfsreglur vegna samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar frá 19. júní 1984 um starfsaldur vegna heimilisstarfa, sem met- inn skal í störfum hjá bænum. Meginreglan er sú að hver sá sem veitir forstöðu heimili, þar sem tveir eða fleiri einstakling- ar búa, telst hafa heimilis- starf að aðalstarfi. Séu heimil- isstörf unnin sem aðalstarf eftir 20 ára aldur skal sá tími sem unninn er í fullu starfi metinn til hálfs í starfsaldri og getur slíkur áunninn starfsaldur mestur orðið 4 ár. Þá segir ennfremur að áunninn starfsaldur hjá öðrum en hinu op- inbera geti þó aldrei orðið meiri en 6 ár. Þessi vinnuregla var sam- þykkt af öllum nefndarmönnum, en fulltrúi kvennalistans gerði sérbókun þar sem tekið er fram að þó þessi samþykkt sé spor í rétta átt séu heimilisstörf enn ekki metin að verðleikum. Vill fulltrúinn að skilgreiningin á húsmóðurstarfi sé óháð því hvort viðkomandi vinni einnig utan heimilis og einnig að starfsreynsl- an sé meira metin, t.d. að hún sé metin til 6 ára eftir 10 ára starf á heimili. Allir starfsmenn Akureyrar- bæjar sem ofangreind samþykkt kjaranefndar nær til njóta þessa frá 19. júní 1984. HS Frostnótt í Sandgerðisbót. Mynd: KGA. Frystihús Jökuls hf.: Nýttþak sett á í vikunni - Vinnsla um mánaðamótin jan./feb. Nú er unnið að því hörðum höndum á Raufarhöfn að koma þaki yfir frystihús Jökuls hf. eftir brunann á dögunum. Fjöldi manna hefur unnið að þessu verkefni að undanförnu og er búist við því að þakið verði komið á sinn stað í þess- ari viku. Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. sagði í samtali við blaðamann Dags að stefnt væri að því að hefja bráða- birgðavinnslu í frystihúsinu ekki síðar en um mánaðamótin janú- ar/febrúar. Ekki yrði þó hægt að vinna á fullum afköstum í frysti- húsinu en einhver vinnsla sjávar- afla gæti farið þar fram. - Það hefur engin ákvörðun verið tekin ennþá hvort byggt verður nýtt frystihús eða gamla frystihúsið verður gert upp. Framkvæmdastofnun sem leggur til féð hefur sitt að segja í þeim efnum og ætli ákvörðun liggi ekki Hækkað álag á fasteignagjöld: „Verðum að bregðast við aukinni verðbólgu" - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi - Sjálfstæðismenn andvígir „Við verðum að bregðast við aukinni verðbólgu á þennan hátt, því ljóst er að hún mun rjúka upp núna og hafa veru- leg áhrif á það hvernig þessi gjöld innheimtast,“ sagði Sig- urður Jóhannesson, talsmaður meirihluta bæjarstjórnar Ak- ureyrar, um þá ákvörðun meirihlutans að innheimta fasteignaskatt með 25% álagi og holræsagjald með 50% álagi. „Ástæðan fyrir því að við inn- heimtum ekki fasteignagjöldin í fyrra með öllum þeim álögum sem heimilað var, var sú að verð- bólgan var á hraðri niðurleið og því líkur á að raungildi skattanna skilaði sér betur en þegar verð- bólgan var mikil. Því var lagt 12,5% álag á fasteignaskattinn og 20% álag á holræsagjöldin. Nú hefur orðið breyting á í verð- bólgumálum til hins verra og ef bærinn á að fá raungildi þessara gjalda verður að innheimta þau með fullu álagi,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þetta ylli raun- hækkun upp á 9,48%, en þar sem 25% hækkun hefði orðið á fast- eignamati og aukning orðið í hús- rými yrðu tekjur bæjarins af fast- eignagjöldum tæplega 40% meiri á næsta ári en því sem nú er að líða. Tekjur af fasteignagjöldum á þessu ári nema um 87 milljón- um króna. Ef sama regla hefði verið notuð og í fyrra hefðu fast- eignagjöldin orðið 111,7 milljón- ir á næsta ári, en þar sem álagið er hækkað verða þau 122,3 millj- ónir. „Þegar betur verður séð hver þróunin í verðlagsmálum verður eftir áramót munum við taka tillit til þess við álagningu útsvara og reyna að halda útsvarsálagning- unni eins lágri og unnt verður,“ sagði Sigurður Jóhannesson. Minnihlutinn í bæjarstjórn klofnaði vegna þessa máls. Full- trúar Sjálfstæðisflokks lýstu andstöðu við þessa álagningu en í bæjarráði óskaði Freyr Ófeigs- son, Alþýðuflokki, eftir að bók- aður yrði stuðningur hans við til- lögur meirihlutans varðandi álagningu fasteignaskatts og hol- ræsagjalds. - HS fyrir um áramótin, sagði Hólm- steinn og bætti því við að stjórn Jökuls hefði þó margoft lýst yfir þeirri skoðun sinni að byggja ætti nýtt frystihús. Þess má geta að hluti þeirra sem unnu hjá Jökli hf. eru nú á atvinnuleysisbótum en einar tíu konur hafa að undanförnu sótt vinnu til Þórshafnar. Ekki liggur enn fyrir hvort atvinnuleysis- tryggingasjóður taki þátt í þeim kostnaði sem hlýst af ferðunum á milli Raufarhafnar og Þórs- hafnar. - ESE 2 brennur á Akureyri „Það hefur verið sótt um leyfi fyrir einni áramótabrennu á Akureyri og hún verður á Árnagarði,“ sagði Ólafur Ás- geirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í samtali við Dag. Ólafur sagði að sú brenna yrði í umsjá Skautafélags Akureyrar og embættis garðyrkjustjóra. Þá mun vera byrjað að hlaða brennu í Þorpinu austan Þverholts en Ólafur sagði að ekki hefði enn verið sótt um leyfi fyrir þeirri brennu. Það væri hins vegar nauðsynlegt að gera og yrði ein- hver fullorðinn að vera í forsvari fyrir brennumönnum. Tap og sigur hjá Hitaveitu Akureyrar Hitaveita Akureyrar hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi þeim er féll í máli fyrirtækisins Sindrafells á hendur stofnun- inni. Málið snerist um það að lokað hafði verið fyrir heitt vatn til fyrirtækisins vegna vanskila, en gjalds fyrir heitt vatn á meðan lokað var, var krafist. Þetta vildi fyrirtækið ekki sætta sig við og vann málið. Þá hefur verið dæmt í því máli er hitaveitan höfðaði gegn Þor- katli Steinari Ellertssyni, eiganda jarðarinnar Bjarkar í Önguls- staðahreppi, vegna vangoldinna reikninga. Þar var um gagnsök að ræða því Þorkell höfðaði mál á hendur hitaveitunni vegna greiðslu fyrir vatnsréttindi sem hann taldi sig eiga rétt á. Þessu máli lyktaði þannig að hitaveitan fór með sigur af hólmi en var þó dæmd til greiðslu málskostnaðar. Það varð til þess að hitaveitan áfrýjaði til Hæstaréttar eins og Þorkell hafði reyndar gert einnig.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.