Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. desember 1984 Einar S. Bjarnason: Byggjum upp - í stað þess að rífa niður Skotpallar fyrir gamlárskvöld í tilefni af undirskriftasöfnun sem enn er í gangi, hefur mikil um- ræða átt sér stað um atvinnumál hér á Norðurlandi eystra. í þess- um umræðum, sem stundum hafa verið málefnalegar, hafa komið fram þær staðreyndir, að skapa þarf ungu fólki, sem nú er vel á veg komið með að ljúka námi at- vinnu. Til þess þurfa að koma til snögg viðbrögð stjórnmálamanna og ábyrgt viðhorf bæjarbúa um stefnuna í atvinnumálum. Þriðja bindið af sögu Dalvíkur er komið út. Það er Dalvíkur- bær sem gefur bókina út en Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg í Skagafirði ritaði texta. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar. Upphafið að sögu Dalvíkur má rekja allt aftur til ársins 1958 en upphaflega var gert ráð fyrir að bindin yrðu tvö talsins. Um- fangið hefur hins vegar aukist það mikið að nú eru bindin orðin þrjú og það síðasta er væntanlegt Þar skilur á milli þeirra sem vilja skoða stóriðjukostina og hinna sem álíta að smáiðnaður, ferðamannaiðnaður, fiskirækt og ríkisstofnanir verði því sem næst nóg viðbót við það sem fyrir er, til þess að skapa hér viðunandi ástand í atvinnumálum. Ég hef heyrt því fleygt af andstæðingum stóriðju að einungis þurfi að opna lánastofnanir til þess að ný atvinnufyrirtæki verði að veru- leika, þá er nefnt að hvert nýtt á næsta ári. Mun það ná fram til ársins 1984 er Dalvíkurbær varð tíu ára. Saga Dalvíkur er vandað verk, prýtt fjölda fallegra mynda. Lætur nærri að um 400 Ijósmynd- ir, litmyndir og svart/hvítar séu í hverju bindi. Bókin kostar 1.850 krónur út úr búð en verð til áskrifenda er kr. 1.350. Hægt er að fá fyrstu þrjú bindin saman í áskrift á 3.050 krónur en þá verða rhenn að hafa hraðan á því lítið er til af fyrstu bindunum. - ESE starf kosti einungis um eina millj- ón króna. Bent er á að bankar ættu sem mest að lána í arðbæran nýiðnað. Hver gæti ekki tekið undir það? Umræðan er oft á þann veg, að menn rakka niður það sem þegar hefur verið gert í virkjanaframkvæmdum, stóriðju og sjávarútvegi. Menn jafnvel níða hver annan og störf ein- stakra manna eru gerð tortryggi- leg. Forðast er að ræða málin fordómalaust. Þau rannsóknar- störf sem þegar hafa verið unnin eru einskis metin. Þarna er kom- in hin listræna umgjörð um mál- flutning þeirra sem kappsamlega mótmæla og því besta til tjaldað í allri þeirri sýndarmennsku, því oft er auðvelt að rífa niður. Svo kvað séra Bjarni Sveins- son. Svo mælt er manna sonum það mæðuhlutfall eitt; úr flestum vænum vonum oft verður ekki neitt. Því segi ég byggjum upp en ekki rífa niður. Ábendingar, umræður og hugmyndir eru ekki nóg, því athafnir, ræktarsemi og menntun þarf auk þess til að viðhalda góðri afkomu heimila hér í bæ. Staðreyndirnar tala sínu máli, fólksflóttinn frá Akureyri er raunveruleiki og atvinnuleysi er hér mikið. Þú sem ert andvígur því að stóriðjukostirnir verði rannsakaðir markvisst og til hlítar, ásamt öllum öðrum góð- um hugmyndum um ný störf, taktu tillit til þess að málflutning- ur ykkar hefur ekki alltaf verið haldbær. Þar má nefna t.d. mengunarþáttinn. Flókin dæmi koma upp þegar við látum meta arðsemi og hve mörgum yrðu sköpuð ný störf með tilkomu stóriðju hér í Eyjafirði. En hví vilt þú ekki láta rannsaka þessa þætti og fá sannleikann fram? Einar S. Bjarnason. „Þaö var nokkuö góð sala í þessum skotpöllum í fyrra og þetta þarfaþing mæltist vel fyr- ir hjá þeim sem þá komu sér upp slíku þarfaþingi,“ sagði Hallgrímur Arason hjá Kiwan- isklúbbnum Kaldbak á Akur- eyri, en annað árið í röð bjóða klúbbfélagar upp á „flugelda- skotpalla“ til sölu fyrir gaml- árskvöld. Skotpallar þessir eru einkar skemmtilega úr garði gerðir, og flöskuburður og önnur tilrauna- starfsemi á síðasta kvöldi ársins verður óþörf. Auk þess sem þeir eru hannaðir fyrir raketturnar henta þeir vel fyrir blys og má segja að þeir sem koma sér upp svona palli séu færir í flestan sjó á gamlárskvöld. Skotpallarnir verða til sölu á flugeldamörkuðum skáta á Akur- eyri og hjá versluninni Eyfjörð. Þeir kosta aðeins 200 krónur eða það sama og á sl. ári. Þriðja bindi af Sögu Dalvíkur Hvað kostar steikin? Nú eru jólin í nánd og flestir farnir að hyggja að jólamatn- um. Þann 10. desember sl. kannaði Yerðlagsstofnun verð á 16 tegundum kjötvöru sem ætla má að verði á borð- um landsmanna nú um jólin. Verðið var kannað í 55 versl- unum, þar af eru 43 á höfuð- borgarsvæðinu, 4 á ísafirði, 5 á Akureyri, 1 á Egilsstöðum og 2 á Eskifirði. Af könnuninni má draga þá ályktun að mikil samkeppni ríki milli verslana sem selja kjöt og eru þess jafnvel dæmi að kjöt sé selt í smásölu á verði sem er undir skráðu heildsöluverði. Að meðaltali er hæsta kjötverð 82,7% hærra en lægsta verð. Mestur verðmunur er á London lambi úr framparti sem kostar 145 kr. hvert kg þar sem það er ódýrast, en 380,15 kr. þar sem það er dýrast eða 162,2% meira. í öðrum tveimur tilvikum var hærra en lægsta verð. Lamba- hamborgarhryggur úrbeinaður kostar á bilinu 229 kr. hvert kg til 550,50 kr. og er það 240% hærra verð en lægsta verðið. Úrbeinað lambalæri fyllt með ávöxtum kostar frá 200 kr. hvert kg til kr. 441,90 sem er 121% hærra verð. Verð á lambakjöti var miðað við 1. verðflokk Dl, á svína- kjöti verðflokk A og á nauta- kjöti 2. verðflokk UNl. í öll- um tilvikum var eingöngu skráð verð á nýslátruðu. Verð sem gefið er upp í opnu 11. tbl. Verðkynningar Verðlagsstofn- unar gildir a.m.k. fram til jóla nema annars sé getið í athuga- semdum. Þess skal og getið að svína- hamborgarhryggur með beini er ýmist seldur með lundum eða án og í einstaka tilvikum er hryggbeinið að hluta til sagað af. I könnuninni er eingöngu birt verð á óhamflettum rjúpum, en verð í verslunum á hamflettum rjúpum er allt að 20 kr. hærra. Neytendur geta m.a. nýtt sér þessa könnun þannig, að þegar ákvörðun hefur verið tekin um hvaða kjötrétt á að hafa á jóla- borðinu, má sjá hvar hægt er að kaupa hann á hagkvæmustu verði. Rétt er að undirstrika að könnunin er ekki tæmandi og nær ekki til allra verslana á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landsbyggðinni en neytendur geta haft könnunina til viðmið- unar í öðrum verslunum. Verðkynning Verðlagsstofn- unar liggur frammi endurgjalds- laust í skrifstofu Verðlagsstofn- unar, Borgartúni 7, og hjá full- trúum Verðlagsstofnunar úti á landi, fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér niðurstöðurnar. Á töflunni hér að neðan má sjá útkomu verslananna fimm á Akureyri í þessari könnun. hæsta verð meira en helmingi Lambalærl fyllt m. ávöxtum urbelnað, 1 kg Lambabam- borgartir. urbeinaður, 1 kg Londonlamb úr framparti 1 »9 Hanglkjötslæri með beini 1kg Hangikjötslæri. úrbeinað 1*9 Svínaham- Svínaham- borgarhryggur borgarhryggur m.beini31kg urbein. Ug Svinalæri nytt m. beini ikg Svmalæri reykt m. beini Hg Svmalæri reykt urbeinað 1 kg Svmabogur nyr m. beirn Ikg Svina- kotiiettur 1 kg Nauta- lundir ikg Rjupur ohamflettar 1 stk Peking- önd 1kg Ali- gæs 1 kg AKUREYRI Búrið 323,00 278,50 445,60 336,95:) 193,202) 245.202' 354.4021 174,302)\. 318,502) 574,00 Hagkaup 401,50 521,00 369,60 248,70 375,00 403,00 581,50 231,00 293,30 474,80 208,40 380,80 685,00 130,00 234,00 426,00 KEA Brekkugötu 1 414,55 527,55 380,15 290.1521 446.552> 422,70 610,00 242,35 307,55 444,60 234,25 399,50 672,30 KEA Hrísalundi 365,90 465,65 335,50 248,00 375,00 377,40 544,65 216,40 274,65 350,00 209,15 356,70 620,00 130,00 230,00 Matvörumarkaðurinn 309,90 238,20 270,35 350,85 298,65_ 438,05 160,65. 209,20 320,75 172,60 275,75 635,00 "T35.00 234,00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.