Dagur


Dagur - 31.05.1985, Qupperneq 4

Dagur - 31.05.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 31. maí 1985 ÚTGfc-ANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: GYLFI KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR OG GESTUR E. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alhliða uppbygging atmnulífs í greinargerð sem Bjarni Ein- arsson, framkvæmdastjóri byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar, hefur sett saman fjallar hann m.a. um nauðsyn nýrrar byggðastefnu: „Ríkisvaldið, sveitarfélög og samtök þeirra geta haft áhrif á þróun byggðar í landinu með aðgerðum sínum. Þetta er kall- að byggðastefna. Það orð hefur hlotið þau örlög í opinberri um- ræðu að verða samnefnari fyrir allar opinberar aðgerðir sem ekki er hægt að sýna með ein- földum hætti að skili arði. Á næstu 15 árum getur farið svo að mynstur búsetu í land- inu verði ákveðið til langframa. Upp úr aldamótunum mun fólki á því aldursskeiði þegar búseta er ákveðin fara að fækka. Verði meginhluti „ stóru árgang- anna“ þá fluttur suður verður erfitt að snúa við. Mótun raunhæfrar byggða- stefnu við þessar aðstæður er vandaverk. Lausnin er ekki ein- föld eins og að byggja upp ör- fáa stóra kjarna úti á landi en vanrækja smærri staðina. Reynslan bendir eindregið til þess að stórir staðir dafni best í takt við velgengni smærri staða og sveita í nágrenninu. Að vísu er ljóst að auka verður þjónustu fyrst og fremst á hin- um stærri stöðum úti á landi en fráleitt er að gera það með því móti að hinum smærri og sér- hæfðari stöðum hnigni. Miklu skynsamlegra er að bæta sam- göngur við þjónustumiðstöðvar og stuðla þannig að vexti og ákveðnum samruna þjónustu- svæða. í byggð hvers lands- hluta og reynar landsins alls er ákveðið samhengi. Þetta sam- hengi á ekki að rjúfa heldur treysta það með ýmsu móti. Skipta má landinu upp í rúm- lega tuttugu þjónustusvæði. Þessi svæði eru mjög misfjöl- menn. Á strjálbyggðum svæð- um eins og t.d. Strandasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu er erfitt að byggja upp góða þjónustu. Búseta á slíkum svæðum bygg- ist á öðrum forsendum. Á flest- um svæðum má með skipu- legum aðgerðum ná árangri. Mjög víða geta litlar þjónustu- miðstöðvar haft stuðning af öflugri þjónustumiðstöð heils kjördæmis eða landshluta. Byggðastefna næstu ára verður að byggjast á öflugri al- hliða uppbyggingu atvinnulífs úti á landi. Einhæf atvinnuupp- bygging í framleiðslugreinum getur ekki leyst vandann. Sem betur fer eru miklar auðlindir enn ónýttar og flestar eru þær á landsbyggðinni. Þetta á við um orkulindirnar, jarðefnin og landið sjálft sem ferðamanna- land. En uppbyggingu iðnaðar, ferðamannaþjónustu og ann- arra grunngreina verður að fylgja aukin þjónustustarfsemi. Öll verður þessi atvinnuupp- bygging að vera arðsöm því á henni byggist ekki eingöngu sókn til betra byggðajafnvægis heldur líka hagvöxtur í landinu. Mikilvægt hlutverk ríkisins til þess að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar er að bæta sam- göngukerfi landsins. Þetta á við um allar greinar þess kerfis, allt frá fjarskiptum til vegamála. Stærsta átakið og það áhrifarík- asta þarf að gera í vegamálum. Vegakerfi með bundnu slitlagi sem haldist getur opið mest allt árið er eitt stærsta sameigin- lega verkefnið sem þjóðin þarf að vinna að næstu árin. Til þess að allir þéttbýlisstaðir á íslandi tengist slíku vegakerfi þarf um 4.000 km vega en þar af hefur nú verið gengið frá 921 km. Það að fullgera þá 3.000 kílómetra sem eftir eru til að ná markinu er mesta breytingin sem hægt er að gera á þessu landi. Erfitt er að segja nákvæmlega fyrir um áhrif þessa en víst er að þau verða mikil," segir Bjarni Ein- arsson m.a. í greinargerð sinni. Líklega eru nú frændur vorir Norð- menn farnir að jafna sig eftir áfallið á dögunum þegar þeir slysuðust til þess að vinna Eurovisionkeppnina og binda þannig enda á einstaklega glæsilegan feril sinn í keppni þess- ari. Einhvern veginn getur maður ekki annað en samhryggst þessum frændum sínum vegna þess að eftir- leiðis verður farið að taka framlag þeirra alvarlega, og óneitanlega verður öll keppnin miklu daufari þegar norska núllið er ekki lengur orðinn fastur liður. En maður kem- ur í manns stað. Hver veit nefnilega nema það verðum vér Frónbúar sem reyndum að fá útrás fyrir þjóðar- stolí okkar með því að uppskera nokkur stykki af núllum á þessum vettvangi. íþróttirnar eru því miður ekki nóg því þar er alltaf hægt að verða fyrstur þótt maður sé síðast- ur. Kemur þar til hin gullvæga höfðatöluregla. Lillehammer og Akureyri Það voru víst ekki liðnar margar stundir frá því að úrslitin í fyrr- nefndri söngvakeppni voru kunn, þegar æði margar sveitarstjórnir í Noregi voru búnar að funda og bjóðast til að halda hana næsta vor. Þannig mun til dæmis bæjarstjórnin í Lillehammer sem mun vera litlu stærri en Akureyri hafa boðist til að reisa í snarheitum eitt stykki tón- leikahöll fengist keppnin þangað. Að líkindum mun þó víst Lille- hammer ekki hreppa hnossið, en ekki Osló heldur. Munu mestar lík- ur vera á því að hún verði haldin í Bergen, í tónleikahöll kenndri við Grieg, og er vísast að gamli maður- inn muni snúa sér við í gröfinni vegna slíkra helgispjalla. Það getur verið dálítið gaman að ímynda sér hver yrðu viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri ef við Is- lendingar myndum nú slysast til að vinna þessa keppni eins og þeir hjá Þjóðarstolt, svo ojór RÚV eru skíthræddir um. Gaman væri að sjá hvort bæjarstjórn myndi skjóta á skyndifundi þar sem sam- þykkt yrði að reisa hér tónleika- höll, og verða á undan Reykvíking- uni ef keppnin fengist norður. Eg hef áður minnst á þörfina fyrir slíka byggingu hér í bæ, og að gefnu til- efni vil ég taka það fram að auðvit- að ætti gamli, góði Jóhann Sebastí- an þar heima ef til vill öðrum fremur, enda hefur hann samið þá fegurstu kirkjutónlist sem um getur, þó svo hann hafi einnig kunnað vel að meta alþýðutónlist síns tíma, en svo kaldhæðnislega vill til að mikið af þessari þýsku al- þýðutónlist er tengt bjórþambi. En líkast til yrði nú þessi Euro- visionskrautsýning fullstór biti fyrir Akureyri að kyngja. En um ýmsa aðra hliðstæða möguleika gæti vel verið að ræða. Má.í því sambandi nefna Olympíuskákmót eða 01- ympíuleika smáþjóða sem Akur- eyri gæti hæglega boðið í ásamt öðrum byggðarlögum á Norður- landi. Mætti meira að segja hugsa sér eitthvað slíkt til að blása lífi í Fjórðungssambandið sem kvað víst vera í andarslitrunum eða þar um bil. Og vísast yrði svona nokkuð miklu áhrifaríkara en hin gengis- fallna „Dómkirkjubyggðastefna“ hans Tómasar Inga. Auðvitað veit hann eins vel og ég að þeir útgerð- armenn og frystihúsaeigendur sem hagnast myndu á rétta genginu fara beina leið til fyrsta fasteignasalans í Reykjavík til að kaupa íbúð handa þeim Nonna og Gunnu sem næsta haust verða send í Versló. Að sjálfsögðu kann veruleg gengis- felling að geta verið nauðsynleg til að rétta við hag undirstöðuatvinnu- veganna, en samhliða þarf þá að gera verulegar ráðstafanir í tekju- jöfnunarskyni, og því má svo sem bæta hér við að sjálfsagt þykir hon- um Tómasi Inga, rétt eins og sjálf- um mér og öðru lágtekjufólki alveg bráðnauðsynlegt að komast á gjald- eyrisútsölu svona öðru hverju. Bjór í þágu aldraðra Byggðamálin sem talsvert voru í brennidepli fyrir nokkrum vikum hafa nú um sinn að minnsta kosti, orðið að þoka fyrir umræðum um þetta eilífa vandræðabarn þing- manna, það er að segja bjórinn, og er ekki annað hægt að segja en að mikið fjör hafi færst í þá umræðu núna síðustu dagana. Menn hafa allt í einu uppgötvað það að þing- menn séu beittir þrýstingi, jafnvel mútum, þótt slíkt hafi í raun alltaf viðgengist, og í sambandi við bjór- málið sérstaklega, þá getur orðið erfitt um það að dæma hvorir hafa beitt meiri þrýstingi templarar eða Ríki-Rolf. Og það þarf enginn að segja mér að forráðamenn Ríkisút- varpsins hafi ekki beitt þrýstingi til að bjarga lífi óskabarnsins Inn- heimtudeildar, sem í framfærslu mun víst kosta andvirði þó nokk- urra Stikluþátta. Fyrirbærið er raunar víðar þekkt en hér og gengur til dæmis í engilsaxneskum löndum undir nafninu „Iobbying“. En víkjum aftur að bjórmálinu. Umræðan um það hefur á stundum tekið á sig næsta kátlegan blæ, eins og þegar menn jafnvel háskóla- menntaðir, hafa deilt allt að því um það hvort meiri vínandi sé í einni kvartlítraflösku af 4 til 5 prósentu- stiga sterkum bjór eða einu glasi af 40 prósent sterku brennivíni sem að vísu verður eitthvað svolítið veik- ara ef það er blandað með vatni. Hitt er þó öllu verra að þessi deila um keisarans skegg hefur dregið at- hygli þjóðarinnar frá mörgum miklu mikilvægari málum þar á meðal byggðamálunum. Að vísu komu byggðamálin dálítið inn í bjórumræðuna á dögunum þegar Hjörleifur Guttormsson vakti rétti- lega athygli á þeim vandræðum sem skapast myndu vegna bjórsins á stöðum þar sem áfengisútsölur eru ekki. Hefur hann vaíalaust þarna haft í huga heimabyggð sína Nes- kaupstað þar sem bæjarstjórnin hafði lagt til að bjórfrumvarpið yrði fellt, sjálfsagt vegna þess hversu samgöngurnar við Seyðisfjörð geta oft verið erfiðar á vetrum. Sjón- armið sem vissulega verður að taka tillit til. Annars flutti fyrrnefndur Hjör- leifur Guttormsson ef til vill þá skynsamlegustu tillögu í bjórmál- inu sem komið hefur fram til þessa. Hann leggur til að ágóðanum af bjórsölunni verði varið til öldrunar- mála. Þessir peningar myndu án efa nægja til að bæta talsvert úr því ófremdarástandi sem í þeim málum ríkir, eins og glögglega kom fram í nýlegum þætti sem auðvitað var frá RÚVAK eins og flest bitastætt efni Ríkisútvarpsins. Það er sann- arlega ekki vansalaust hvernig við höfum hagað okkur gagnvart þeirri kynslóð sem skapað hefur íslenska velferðarþjóðfélagið til dæmis með því að telja þá peninga sem dregnir hafa verið af launum þess í svokall- aða lífeyrissjóði, til tekna þegar ellilaunin eru reiknuð. Þessa tillögu Hjörleifs ættu allir þingmenn að samþykkja með lófataki, og stuðla þannig að þjóðarsátt í miklu við- kvæmnismáli svo menn geti loks snúið sér að mikilsverðari hlutum en bjórþrasi. Það tökst á dögunum að skapa þjóðarsátt um afvopnun- armál og þróunaraðstoð, og því ætti það ekki að vera hægt þarna líka. Því miður er það nú ekki mjög líklegt a.m.k. ekki í vor þar sem Haraldur Ólafsson mun sjálfsagt syngja vögguvísu sína yfir þessu ásamt útvarpslagafrumvarpinu al- ræmda. En það kemur þing eftir þetta þing.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.