Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 7
31. maí 1985- DAGUR-7 - Jónas Vigfússon í Litla- Dal? - Já, sá er maðurinn. - Mér er sagt að þú sért for- maður Hestamannafélagsins Funa og það sem meira er, að félagið hafi um þessar mundir lagt fjórðung aldar að baki. - Já, það er alveg rétt. - Hvað ætlið þið að gera til að fagna þessum tímamótum? - Við ætlum að hittast í Laugaborg á laugardaginn og gera okkur glaðan dag. Þangað eru allir velkomnir og þeir sem mæta stundvíslega fá meira að segja kokteil. Síðan verður rak- in saga félagsins í stuttu máli og nokkrir af stofnendum þess heiðraðir. Auk þess verða skemmtiatriði, sem hestamenn flytja eins og þeim einum er lagið, en að lokum verður stig- inn dans fram eftir nóttu, við undirleik Pálma Stefánssonar og félaga. Og það eru allir vel- komnir og eins og góðra hesta- manna er siður, þá tökum við vel á móti gestum. - Hvar er ykkar félagssvæði? - Það er nú erfitt að setja þar einhver ákveðin mörk, en flestir okkar félagsmenn eru hér í Inn- firðinum, en einnig úti í Glæsi- bæjarhreppi og jafnvel í Arn- arneshreppi. Auk þess eigum við nokkra trygga félagsmenn á Akureyri, en í flestum tilfellum er þar um að ræða hestamenn, sem hafa flutt úr sveitinni á möl- ina. - Hvaða verkefni er félagið að fást við á afmælisárinu? - Við erum eignaraðili að mótssvæðinu á Melgerðismel- um, ásamt Létti og Þráni, og þar bíða mörg verkefni, stór sem smá. Þar var farið út í miklar framkvæmdir sumarið 1983, í tengslum við fjórðungsmót sem þar var haldið. Þá lentum við í skuld og við erum enn að berjast við þann skuldahala. Við ætlum að reyna að hrista hann af okkur, en auk þess er ákveðið að hefja skógrækt á svæðinu. Fyrstu plönturnar verða gróður- settar nú í vikunni og í sumar verður plantað um 5000 plönt- um á svæðinu. Aðallega er þar um að ræða lerki, sem á að mynda skjólbelti syðst á melun- um, en einnig ætlum við að gróðursetja víði umhverfis tjald- stæðin. - Nú eru þetta orðnar dýrar framkvæmdir, en nýtast þessi mannvirki ekki fyrir neitt annað en hestamannamót? - Jú, jú, það er inni í mynd- inni að þarna verði alhliða úti- vistarsvæði í framtíðinni og það eru fleiri en hestamenn sem lagt hafa hönd á plóginn, því félagar í ungmennafélaginu Vorboðan- um eru með íþróttavöll í bygg- ingu á svæðinu og gera sér vonir um að ljúka við hann í sumar. Auk þess ætlum við að setja þarna upp leiktæki fyrir börn og einnig höfum við verið að gæla við þá hugmynd að þarna verði einhvers konar ferðaþjónusta þegar fram líða stundir. - Hvað ber hæst hjá ykkur á Melgerðismelum í sumar? - Um aðra helgi verða félög- in með héraðssýningu kynbóta- hrossa og íþróttamót á melun- um og seinustu helgina í júlí verður okkar árlega Melgerðis- melamót. Það fer öll okkar orka í Melgerðismela og við höldum uppbyggingunni þar áfram, með það fyrir augum að halda þar landsmót hestamanna árið 1990. Næsta landsmót verður hins vegar á Hellu og þangað höldum við ríðandi suður yfir fjöll. - Eiga Eyfirðingar góð hross? - Já, Eyfirðingar hafa löngum átt góð hross, það sýnir sig þegar úrslit landsmóta undanfarna áratugi eru skoðuð. Og við látum ekki deigan síga, þannig að enn þann dag í dag eigum við góða hesta, kynbóta- hross sem gæðinga. Enda höfum við leitast við að vera með bestu fáanlegu stóðhestana hverju sinni. Það hefur líka reynst auð- velt, því stóðhestaeigendur hafa sýnt því áhuga að koma hestum sínum hingað, vitandi hversu eyfirsku hryssurnar eru góðar. - Getur hrossaræktin orðið búgrein? - Já, það tel ég, en það háir framgangi hennar, að fæstir ræktendur hafa tíma til að temja og þjálfa hrossin sín, eins og kröfur eru gerðar um í dag. Þess vegna skapar ræktunin ekki þær tekjur sem þarf. Þetta er í það minnsta mín reynsla; ég hef ekki efni á að eyða þeim tíma í hest- ana mína sem þyrfti. Þess vegna gefur mín hrossaræktun mér ekki þær tekjur, að ég geti lifað af henni. Þetta vekur þá spurn- ingu, hvort við leggjum ekki of mikla áherslu á tamninguna og þjálfunina, á kostnað kynbóta og uppeldis. - Hvað er það sem heillar þig mest við hestamennskuna ? - Þetta er nú erfið spurning. Upphaflega flutti ég út í sveit til að hafa betri aðstöðu til að ríða út. Reyndin hefur aftur á móti orðið sú, að ég hef aldrei haft minni tíma til þeirra hluta. Hestamannamótin sem slík heilla mig ekki, en þau eru nauðsynleg til að fá samanburð og til að sjá þróunina í ræktun- inni. Langferðir á hestum um byggðir sem óbyggðir eru heill- andi ferðamáti, en því miður er allt of lítill tími til slíkra ferða í okkar stressaða nútímaþjóðfé- lagi. Að öllu samanlögðu, held ég að snertingin við náttúruna og þau hrif sem hún skapar sé það sem gerir hestamennskuna svona eftirsóknarverða. - Hjartanlega sammála. Pakka þér fyrir spjallið Jónas og góða skemmtun á laugardag- inn. - Þakka þér sömuleiðis. - GS Jónas Vigfússon, formaður Funa, á línunni Konur - Konur Stjómmál og kvennabarátta Opinn fundur veröur haldinn í Lárusarhúsi - Eiðs- vallagötu 18, laugardaginn 1. júní kl. 13.30. Málin reifuð og rædd af málsvörum Alþýðubanda- lagsins og fundargestum. Sérstakir gestir fundarins verða: Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Reykja- vík og Þuríður Pétursdóttir, bæjarfulltrúi Isa- fírði. Kaffiveitingar. Allar konur velkomnar. Konur í Alþýðubandalaginu. Orlof húsmæðra Frá orlofsnefnd Arnarness-, Árskógs-, Glæsi- bæjar-, Skriðu- og Öxnadalshrepps. Nú í sumar er húsmæðrum boðin orlofsdvöl að Hól- um í Hjaltadal síðustu vikuna í ágúst. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 6. júní. Nánari upplýsingar veita: Vilborg Petersen, Elín Lárusdóttir, Ragnhildur Sigfúsdóttir, Sesselja Ing- ólfsdóttir og Fjóla Rósantsdóttir. SAMplast auglysir Getum afgreitt heita potta með stuttum fyrirvara. Stærð 195x195 cm. Vatnshæð 40 eða 80 cm í sama pottinn. Verð aðeins kr. 29.000,- Greiðsluskilmálar. C A IVÍ nlílfif Höfðabrekku 27, Húsavík, sími 41617. KMMbmí býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Nýbakaðar vöfflur m/rjóma í síðdegiskaffinu alla daga. Hótel KEA Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í veitingasal sem er opinn alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð ★ ☆ ★ Dansleikur laugardagskvöldið 1. júní 1985 Hljómsveitin Árátta leikur fyrir dansi frá kl. 22.00-02.00. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Verið velkomin. AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.