Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 31.05.1985, Blaðsíða 11
31. maí 1985 - DAGUR - 11 Staldrað við á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal Hallfríðarstðir. Eng- inn veit hvaðan nafnið er komið né hver hún var þessi Hallfríður. En hvar eru Hallfríð- arstaðir? Þeir eru í Skriðuhreppi í Hörg- árdal. Hver á heima þar? Hann er járn- smiður, Svisslending- ur, heitir Walter Ehrat, Valdi á ástkœra ylhýra. Hún ferðalangur, fœdd á Siglufirði, fór á sjó með pabba sínum smástelpa og veiddi í soðið, síðan hefur sjór- inn heillað, Hólmfríð- ur Ehrat. Og við erum sem sagt í sveit- inni í góða veðrinu, Dagsmenn og furðuðum okkur á því að eng- inn sást hundurinn flaðrandi. Ur rættist, smástubbur valt niður of háar tröppurnar. Móri. ís- lenskur, uppbrett eyru, hringað skott. Við skírðum hann Móra Pétursson. Hann er ættaður frá Möðruvöllum, „undan prestin- um,“ sagði Hólmfríður. - Þið eruð að byggja? Já, já þau voru að byggja - anddyri. Var svo kalt á veturna. Engin forstofa og nístandi kuldi alltaf. Verður að bæta úr þessu. Þetta verður ágætt. Og við bara drifin inn, ekkert að fara úr skónum, allt þurrt úti. Inni í stofu: Við eigum ekki falieg húsgögn og ekki fallegt hús. Erum nægjusöm, bara að eiga í sig og á. Elskum að ferðast, allir okkar peningar fara í það. Sjáum aldrei eftir því. Þekkjum fólk alls staðar í heiminum og getum ferðast ódýrt. Elskum að ferðast. Hólmfríður: Við förum sjaldan saman í ferðalög, enda svo hund- leiðinlegt að fara með honum! Valdi hlær góðlátlega. Hólmfríður: Hann fór í fyrra og hitti skólabræður sína í Sviss. Nokkrir fimmtugir kallar að skemmta sér saman. Það var víst ofsalega gaman. Bróðir hans sagði mér að hann hefði ekki komið heim eina einustu nótt. Valdi hlær - og við öll. Ætlar maðurinn ekkert að bera þetta af sér? Hólmfríður: Nei, nei, það er engin ástæða til þess. Ég skal segja ykkur það, að mamma mín var góð kona, mikil kona og hún sagði alltaf að það væri ekkert varið í að eiga mann sem engin önnur kona vildi líta við. Það er góð speki. Ég vil ekki sjá kall, sem engin önnur kona vill líta á. Pað er ekkert varið í svoleiðis kalla. Hvað er þá að honum? Það er eitthvað að honum. - Hvar skylduð þið hafa kynnst? Valdi: Ég var vinnumaður á Uppsölum í Eyjafirði þegar við kynntumst. Hólmfríður: Ég bjó í Banda- ríkjunum í þrettán ár og kom heim til að láta ferma börnin mín tvö, amma þeirra vildi það endi- lega. í þessari ferð kynntumst við. - Bara ennþá í fermingarveisl- unni? Ó, já það er svo margt sem gerist. Aldrei að ákveða neitt fyrirfram, hundleiðinlegt segir hún. - En Hallfríðarstaðir, hvar koma þeir inn í myndina? Bjuggum til að byrja með í Walter og Hólmfríður Ehrat á Hallfríðarstöðum. ,y4 llir okkar peningar fara í ferðalög“ Sviss, smá sumarleyfi til íslands ’67 með gamla Gullfossi. Hún á Siglufirði að heimsækja foreldra sína. Hann hittir mág hennar, sá átti Hallfríðarstaði og vildi selja. Fóru að skoða. Honum leist vel á og vildi kaupa. Keypti. Hringir á Siglufjörð: Búinn að kaupa jörð. En henni, hvernig leist henni á breytingar á sumarleyf- inu? Hólmfríður: Mér er alveg ná- kæmlega sama hvar ég er. Hef aldrei búið í sveit áður. Sagðist skyldi prófa í fimm ár. Þau eru nú orðin sautján! - Svona gaman? „Nei. Ég ætla að skilja við hann í haust ef hann heldur þessu áfram! Er orðin allt of gömul fyr- ir svona lagað.“ - En fegurðin, bæjarstæðið, taugar til sveitarinnar? „Pað er óskaplega fallegt hér. Það er alveg satt. Eiður heitinn á Þúfnavöllum sagði hér fegursta útsýni í sveitinni. Héðan sést all- ur fjallahringurinn. Dalurinn er svo fallegur. Góður dalur, Hörg- árdalur." - Æi, þá vill Móri Pétursson fara út. Hólmfríður með. Snúum okkur þá að Valda. Af hverju til íslands Valdi? „Ég var í Svíþjóð, datt í hug að koma hingað og skoða, ferðast. Kom með Esjunni. Ferðaðist stað úr stað, vann í landbúnaði, var á Laugarvatni, Bakkafirði, Hurðarbaki í Borgarfirði og ýms- um stöðum öðrum. Líkar vel. Viðbrigði? Það var bara jákvætt. Heimþrá? Nei, nei, ég get alltaf farið heim ef ég vil. Ekkert mál.“ Hólmfríður: Segðu þeim að þú ert búinn að ganga um allt landið. - Ertu búinn að ganga um allt landið? Valdi: Já, svona nærri því. Ég gekk frá Laugarvatni og austur fyrir og til Akureyrar. Var tvo mánuði. Þetta var ’58, lítið um brýr. Fékk far með presti yfir Sandá. Alls staðar vel tekið. Hólmfríður: Við ferðumst mikið upp á hálendið. Það er svo gaman að koma þar. Kyrrlátt. Helst viljum við lenda í ævintýr- um. Fara þegar er ófært og svo- leiðis. Valdi: Frændfólk mitt frá Sviss sækir mikið hingað til að fara upp á hálendið. Finnst rnikið til koma. Hólmfríður: Héreru alltaf ein- hverjir Svisslendingar yfir sumar- tímann. Núna erum við með einn háskólastúdent. Við sáum hann. Síðhærður með skegg. - Er þá ekki lítið um að töluð sé íslenska á heimilinu? HólmfríðuF: Jú, yfir sumartím- ann. Ég er stundum svo rugluð þegar fólk er að hringja í mig. þá svara ég á þýsku. Tengdadóttir mín segir þá: Eigum við ekki að tala íslensku núna? Nú ætla ég að fara að læra rússnesku. - Rússnesku. Til hvers í ósk- öpunum? „Held það sé fallegt mál, læri það bara fyrir sjálfa mig. Geri ekkert með það.“ - Komið til Rússlands? Hólmfríður: Nei, ekki ég. Hann hefur farið. - Hvernig var? Valdi: Já, það er fallegt. - Fólkið? Valdi: Var bara í þrjár vikur á skipulögðu ferðalagi, kynntist því ekki mikið. Það er langt síð- an ég fór til Rússlands, líklega '58, þá var Krússjof. Hólmfríður: Krússjof. Ég man ég var að horfa á sjónvarpið í Texas þegar Krússjof barði skónum í borðið á þingi Samein- uðu þjóðanna. - Heyrðu, þú varst eitthvað til sjós, Hólmfríður? „Jú, jú, réði sig á norskan dall, sigldi milli Vancouver og Japan. Var þerna í offíserabarnum. Ol- ympíuleikar í Japan '64.“ Hólmfríður: Eg horfði mest á júdóið, glímuna, feitu kallana. - Fannst þér þeir ekki ógeðs- legir? Hólmfríður: Nei, þeir voru al- veg draumur. - Þeir eru ljótir, ógeðslegir. Hólmfríður: Það er svo gaman að horfa á þá. Þeir eru liðugir, svona miklir skrokkar. - Mér finnst þeir algjört . . . Tölum um eitthvað annað. Hólmfríður: Við ætlum að setja upp nokkur sumarhús hér fyrir neðan. Leigja útlendingum. Auglýsum í þýsku blaði. Kven- fólk les það mikið og þið vitið hver ræður sumarfríunum. Fyrsta húsið verður afgreitt tíunda júní og gestirnir fara að koma. í hús- unum verður allt nema matur. Fólkið bjargar sér sjálft. Ætli við 'reynum ekki að koma okkur upp fimm húsum. Það er ekki hægt að sitja inni í svona góðu veðri, við göngum út. Skyldum við ætla að skrifa eitt- hvað. Jú, er það ekki. Nokkrar línur. Hólmfríður: Skrifið þið þá um símann. Það átti að leggja hingað sjálfvirkan síma í haust, allt stoppaði í verkfallinu, búið að tengja og allt. Við ennþá með handvirkan síma. Er til skammar. Skrifið um það. - Já, við skulum skrifa um handvirka símann ykkar. Erum við ekki búin að því? Það held ég. Þá biðjum við að heilsa ykkur hér á Hallfríðarstöðum. - mþþ Walter Ehrat bóndi á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal. * AVk'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.