Dagur - 04.11.1985, Page 5

Dagur - 04.11.1985, Page 5
—lesendahornið. 4. nóvember 1985 - DAGUR - 5 Það á að hrósa þeim sem það eiga skilið - Sleppi ekki útsendingum svæðisútvarpsins ótilneyddur Ánægður útvarpshlustandi hringdi: Ég má til að koma á framfæri þakklæti mínu til Jónasar Jónas- sonar, útvarpsstjórans okkar á Akureyri, og hans ágæta sam- starfsfólks. Mér hefur runnið það til rifja, að lesa allt það „tuð“ út af smá- munum, sm sjá hefur mátt í les- endadálkum blaðanna að undan- förnu, vegna svæðisútvarpsins. Þar hafa bréfritarar fjargviðrast út af smámunum, en þess er í engu getið, sem vel er gert. Raunar á þetta við um aðra þætti þjóðfélagsins. Okkur er stundum tamara að gagnrýna fólk, í stað þess að hrósa þeim sem það eiga skilið. Og Jónas og hans fólk eiga hrós skilið. Ég sleppi til dæmis ekki útsendingum svæðisútvarps- ins ótilneyddur og þannig er því einnig varið með konu mína og fleiri fjölskyldumeðlimi. Ég segi ekki að það sé gallalaust, að öllu má finna, en annmarkarnir eru smáræði hjá því sem þar er vel gert. Auk þess eru margir ágætir þættir, sem koma frá Ríkisút- varpinu á Akureyri. Ég ætla ekki að tiltaka neinn sérstakan, því í svipinn kem ég ekki fyrir mig neinum þætti, sem hefði mátt missa sín. Ég vona að Jónas og lians ágæta samstarfsfólk, láti órök- stutt „tuð“ í blöðum ekki hafa áhrif á sig. Þeir óánægðu láta allt- af hæst, en hinir eru miklu fleiri, sem una glaðir við það sem frá Ríksútvarpinu á Akureyri kemur. RÚVAK-fólk, látið ekki órökstutt tuð á ykkur fá. Kaupum við vömr frá S.-Afríku? Húsmóðir hringdi til okkar og vildi forvitnast um það hvaða vörur frá S.-Afríku væru á boð- stólum í verslunum á Akureyri. Vildi hún styðja kúgaðan meiri- hluta í S.-Afríku með því að kaupa ekki vörur þaðan. Einnig vildi hún hvetja fólk til að fara eftir þeim óskum Desmönd Tut- us biskups og fleiri sem berjast fyrir réttindum þeldökkra í land- inu að sniðganga vörur frá S.- Afríku. unarhringa að ræða sem ættu pökkunarverksmiðjur víða um heim. Til dæmis væru vörur sem keyptar væru frá Evrópu pakkað- ar þar, en væru i'rá S.-Afríku. Þess vegna er best fyrir fólk að lesa utan á umbúðirnar áður en innkaup eru gerð. Þess er getið á umbúðum hvar varan er fram- leidd og pökkuð. Reyklaust þing hestamanna fyrirmynd Þegar haft var samband við þær heildverslanir sem selja þær vörur sem helst koma frá S.- Afríku, það eru ávextir nýir og niðursoðnir, kom í ljós að engin þessara heildsala átti vörur frá S.- Afríku. Bar þessum innflutnings- aðilum saman um að erfitt væri að henda reiður á hvaða vara kemur frá landinu þar sem í flest- um tilfellum væri um stóra versl- „Reyklaus“ skrifar: Ég las í Degi, mér til mikillar ánægju, frásögn af ársþingi hesta- manna, sem haldið var á Akur- eyri. Og það sem gladdi mig mest var stórfrétt, sem fólst í þessari frásögn. Sem sé, að þingið var reyklaust. Hestamenn sam- þykktu einróma í upphafi þings, að reykja ekki í þingsalnum. Þetta tel ég til mikillar fyrirmynd- ar og mættu aðrir fylgja í fótspor hestamanna. Ég hef sjálf setið þing, ekki óáþekk þessu, en þau hafa sum hver nær horfið í reyk. Loftræsting er misjöfn og þegar fjöldi fólks situr í sama salnum allan daginn, þá er fljótt að þykkna í lofti, ef kannski helming- urinn af mannskapnum reykir. Til hamingju hestamenn. Jiögni.___________________ Nafli heimsins Líkams- og heilsufræðin er töluverf íhaldssöm, þegar um er að ræða staðsetningu hinna ýmsu líkamshluta. Hausinn, til að mynda, er undantekningar- lítíð, - á öllum venjulegum mönnum, - efst á líkamanum og iljar neðst. Þetta snýst svo að sjálfsögðu við, standi maður á haus. Engum heilvita manni myndi koma til hugar að halda því fram að t.d. hægri fótur gangi út úr líkamanum rétt neð- an við vinstra herðablaö. Slíka vitleysu hlustaði enginn á. Nú, eins er þetta með naflann. Hann á sinn fasta sess og sæti á miðjum kvið og hvergi annars staðar. Allar tilraunir til að flytja þetta „líffæri“ eru fyrir- fram dæmdar til að mlstakast. Þetta getur hver maður prófað á sjálfum sér. Einhverra hluta vegna, hefur heimurinn ekki tileinkað sér neitt af líffærum mannslíkam- ans, utan naflans. Það er aldrei talað um haus heimsins eöa fót. Aftur á móti er það löngu vís- indalega sannaö að heimurinn hefur nafla. Aldrei hafa visindin þó tekið af skariö með staðfestingu líf- færisins, enda óþarfi. Það ætti að vera löngu lýðum Ijóst, að heimsnaflinn er við Eyjafjörð, innan verðan. Ég geri mór þó fulla grein fyrir því að um þetta atriði eru eitthvaö Iftils háttar skiptar skoðanir, en að öllu metra- eða kílómetra stríði slepptu, ætti flestum Islending- um að vera Ijóst að naflinn er þó óumdeilanlega á fslandi. En því geri ég þetta að um- talsefni, að undanfarið hefur verið gerð gróf, og ég vil segja dónaleg tilraun til að draga nafl- ann af hans eina og rétta stað, aila leið suður á Spán. Þetta er því ósvífnara þegar haft er í huga að það er (slenskur maður, sem stendur að þessum Itffæraflutningi, og notar til þess sjálft íslenska ríkisútvarp- ið. Hér ( þá gömlu og góðu daga, meðan naflinn var á sín- um stað, frétti maður fyrir til- verknað útvarpsins um hey- skaparhorfur í Hreppum, afla þilfarsbáta í Þorskafirði, fall- þunga dilka í Flóanum og aðal- fund kvenfólagsins í Hruna- mannahreppi. ( dag aftur á móti, verðum við að vera f al- gerri óvissu um þetta allt. Hins vegar erum við að verða, fyrir tilstuðlan þessa sama ríkisút- varps, sórfræðingar í öllu sem viðkemur ættflokkaríg í fjalla- héraði suður á Spáni. Og um daginn voru fréttir stöðvaðar til þess að við gætum fengið að vita, að þeir eru farnir að rífast ( innanhúss knattspyrnusam- bandi Spánar! Hér duga engin vettlingatök. Það gagnar ekkert minna en þjóðarsamstaða í þessu mikla máli. Við höfum áður þurft að sækja dýrmæta þjóðareign i greipar erlendra manna. Hand- ritin heim, var krafan, sem varð að veruleika. Krafa allra þjóð- hollra (slendinga, er í dag: Nafl- ann heim! Högni. Gleraugu - Gleraugu Notar bamið þitt gleraugu? Níðsterkar barna- og unglinga- umgjarðir frá þekktum framleiðendum Barnauleraimu crn scmrcin okkar. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7 - í miðbæ Akureyrar Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 ■ Símar41534 • Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir ■ Vöruflutningar Húsavík - Reynihlíð - Laugar - Akureyri VETRARÁÆTLUN 1985-86 S M Þ M Fl FÖ Frá Reynihlíð kl. •k 08.00 Frá Laugum kl. 09.00 Frá Húsavík kl. 18.00 09.00 09.00 09.00 Frá Akureyri kl. 21.00 16.00 16.00 17.00 Frá Akureyri í Laugar og Mývatnssveit kl. 17.00 ★ Vöruflutningab. á þriðjud. Brottför um kl. 15.00 frá Ríkisskip Akureyri. Farþegar frá Mývatnssveit og Reykjadal eru sérstaklega hvattir til að panta daginn fyrir brottför á Hóte! Reynihlíð sími 44170 eða hjá Flugleiðum Húsavík sími 41140. Afgreiðsla Húsavíkur: Flugleiðir, Stóragarði 7, s. 41140. Farþegaafgr. Akureyrar: Öndvegi hf., Hafnarstr. 82, s. 24442. Öll vörumóttaka Akureyri: Ríkisskip v/Sjávargötu s. 23936. ATH. Vörur sem flytja á frá Akureyri þurfa að berast tímanlega. Sérleyfishafi. Framsóknarmenn Akureyri__________________ Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur mánudaginn 4. nóvember kl. 8.30 e.h. í Eiðsvallagötu 6. Aðalefni fundarins verður æskulýðsmál. Félagar fjölmennið. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR Þau krefjast réttra viöbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slit- lagi þurfa tima til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. SKILVRÐI Auglýsingadeild Dags

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.