Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 3
8. janúar 1986 - DAGUR - 3 Vetrartíð í Sandgerðisbót. Mynd: KGA. Siglfirðingar! Þeir Siglfiröingar sem skulda áskriftargjöld Dags eru vinsamlega beðnir aö gera skil fyrir 15. janúar. Umboðsmaður Dags á Siglufirði. Föstudagur og laugardagur opnað kl. 20.00. Matur framreiddur til kl. 22.00. Vélmennið, dans og grínistinn ■:|-1 Akstur í Hlíðarfjall: Sérleyfisbílar Akur- eyrar sjá um ferðimar Sérleyfísbflar Akureyrar hafa yfirtekið akstur með skíðafólk í Hlíðarfjall, frá og með mán- aðamótunum síðustu. Nýtt minkabú í Reykjahverfi Jón Einar Rúnarsson og Helga Gísladóttir í Saltvík í Reykja- hverfi hófu rekstur minkabús rétt fyrir jólin og hlaut þar nafnið Rándýr sf. Lokið var byggingu á 1030 fermetra járn- kíæddu timburhúsi fyrir mink- ana, en þau fengu send 520 dýr frá Þorsteini Aðalsteinssyni á Böggvisstöðum við Dalvík. Jón og Helga höfðu unnið í búinu á Böggvisstöðum í 3 ár til að búa sig undir sjálfstæðan rekstur. Jón sagðist telja að þau hjón kæmu til með að annast búið ein, hann væri mjög ánægð- ur með dýrin sem þau hefðu fengið, þau væru öndvegisdýr. Jón sagði einnig að ætlunin væri að setja upp skinnaverkun síðar og hefðu þau hug á að koma einnig upp refabúi. Að vísu yrði það smærra í sniðum en gott væri að hafa þann rekstur samhliða til að verjast verðsveifl- um. - IM Nóvember: Að sögn Gunnars Guðmunds- sonar sem sér um þennan akstur í Hlíðarfjall er áformað að rekst- urinn verði með svipuðu sniði og var er Hópferðir sf. sáu um þenn- an rekstur, en þó verður þess gætt að minnka ekki þá þjónustu sem verið hefur. Gunnar sagði að stærri hringur yrði ekinn um bæ- inn þegar fólk er sótt. Á mánu- dögum til föstudaga eru þrjár ferðir daglega og er farið frá Móasíðu kl. 13.15, 15.30 og 16.30. Á laugardögum og sunnu- dögum eru hins vegar ferðir úr Móasíðu kl. 9.30,13.00 og 14.15. Verð á ferðum í Fjallið fyrir börn er kr. 100 báðar leiðir en 60 krónur aðra leiðina, og fyrir full- orðna 130 krónur báðar leiðir og 70 krónur aðra leiðina. Þá er hægt að kaupa fleiri ferðir í ein- um pakka og er þá veittur nokkur afsláttur. gk-. sýnir atriði úr „James Bond“ „Gold finger“ og „A View To A Kill“. Þessi stór- góði skemmtikraftur hefur sýnt við frá- bærar undirtektir í veitingahúsinu Holly- wood að undanförnu. Hin eldhressa hljóm- sveit Grétars Ör- varssonar leikur fyr- ir dansi ásamt Video- teki. Geislagata 14 22970 - 22770 BÆNDUR INNFLYTJENDUR Vöruskipta- jofnuðurinn var óhagstæður í nóvembermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 2.600 millj. kr. en inn fyrir 2.808 millj. kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því óhagstæð- ur um 208 millj. kr. Mánuðina janúar til nóvember voru fluttar út vörur fyrir 29.795 millj. kr. en inn fyrir 30.450 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn frá ársbyrjun til nóvemberloka var því óhagstæður um 655 millj. kr. en var á sama tíma 1984 óhag- stæður um 405 millj. kr. á sam- bærilegu gengi. Tímabilið janúar til nóvember 1985 varð heildarverðmæti út- fluttrar vöru 11% meira á föstu gengi en á sama tímabili árið áður. Þar af var útflutningsverð- mæti sjávarafurða 19% meira en á sama tíma árið áður, verðmæti útflutts áls var 22% minna og kís- iljárns 4% minna en annar út- flutningur varð 28% meiri á föstu gengi en árið áður. Verðmæti vöruinnflutningsins varð 11% meira fyrstu ellefu mánuði ársins 1985 en á sama tíma árið áður. Að frátöldum innflutningi skipa og flugvéla, innflutningi til virkjana og stór- iðjuvera svo og olíuinnflutnings, en þessir liðir eru mjög breytileg- ir frá einu ári til annars, reynist annar innflutningur hafa orðið um 12% meiri á föstu gengi tíma- bilið janúar-nóvember 1985 en á sama tíma 1984. RAI-LANDBÚNAÐARSÝNINGIN í AMSTERDAM 20.-25. JANÚAR 1986 Viö efnum til hópferðar á þessa ein- stöku sýningu sem nú er haldin í 14. skipti. Kynntar eru nýjungar í land- búnaöi, véiar og tæki sem ekki er hægt aö telja hér upp í stuttu máli. Hægt er aö velja um 5 daga eöa vikuferð. Innifalid í verði: Flug, feröir milli flugvallar og hótels, gisting í 2ja m. herb. m/baði, morg- unveröi og ferðir á sýningarsvæöiö alla sýningardaga. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. Verð: Vikakr. 5dagar Hótel Pulitzer 19.940,- 17.620,- HótelOwl 17.490,- 16.250,- UPPLYSINGAR I SIMA 21844 FARARSTJÓRI: Jóhannes Sigmundsson Syðra-Langholti FERDASKRIPSTOFJ 1OPTerra LAUGAVEGI 28,101 REYKJAVÍK. UMBOÐIÐ HF Sunnuhhð Simi 21844.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.