Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR Elskaðu nágramiann! Hér segir af tveimur fjölskyldum, þremur ástarævintýrum og ákaflega flóknum fjölskyldutengslum Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir. Hún Irene Murray er tilbúin til að taka undir það. Þessi 47 ára gamla ekkja varð brúður, tengdamamma og stjúp- móðir sama daginn og geri aðrir betur! Sögusvið þessarar ástarsögu er lítið þorp í Eng- landi. í húsi númer 4 við ónefnda götu býr Ford-fjöl- skyldan, þ.e. hinn fimmtugi ekkill Eric, ásamt börn- um sínum Howard, 21 árs og Cheryl, 28 ára. í húsi númer 6 býr Murray-fjölskyldan, þ.e. ekkjan Irena ásamt börnum sínum Belindu, 18 ára og Chris, 24 ára. Sagan hófst með því að Howard Ford og Belinda Murray felldu hugi saman (eins og það heitir víst á fínu máli) og þau hafa nú ákveðið að gifta sig í júní. Þau höfðu oft mæst á götuhorninu og heilsast en einn daginn tóku þau tal saman og komust að því að þau áttu ýmislegt sameiginlegt. Og þá byrjuðu þau saman með fyrrgreindum afleiðingum. Chris, bróðir Belindu og Cheryl, systir Howards hittust í trúlofunarveislunni og fór bara vel á með þeim. Cheryl hafði þetta um málið að segja: „Þetta var furðulegt. Við höfðum verið nágrannar í mörg ár og aldrei veitt hvort öðru athygli. Ég var hins vegar vön að heilsa Irene af því að ég vissi að hún var mamma Belindu. En allt frá því er við töluð- umst fyrst við í veislunni góðu höfum við verið óað- skiljanleg." En það er ekki allt búið enn. Einhverju sinni þegar pörin tvö höfðu ákveðið að fara saman út að borða stakk Chris upp á því að þau byðu tengdamömmu/ stjúpmömmu Howards og Cheryl með, svo og tengdapabba/stjúppabba Belindu og Chris. Þau Irene og Eric voru nefnilega talsvert einmana eftir maka- missinn, þótt töluvert væri umliðið. Þau gömlu sam- þykktu það. Þessi matarboð endurtóku sig nokkrum sinnum en eitt kvöldið hringdi Eric í Irene og sagðist vilja bjóða henni út á lífið. „Bara við tvö,“ sagði hann. Og varla þarf að orðlengja frekar um afleiðingar þess matarboðs. Og þannig varð Irene brúður, tengdamamma og stjúpmóðir daginn sem þau Eric giftu sig. En það var tvöfalt brúðkaup, því Chris og Cheryl giftu sig um leið, enda eiga þau von á erfingja með sumrinu. En hugsið ykkur, aumingja barnið. Það verður ef- laust erfitt að koma því í skilning um ættartengslin. Tökum Howard sem dæmi. Hann er bróðir Cheryl og jafnframt svili hennar og mágur Chris og eiginmaður Belindu. Svo er hann auðvitað sonur Erics og tengda- og stjúpsonur Irene. Já, það er hægara sagt en gert að elska nágrannann! # Dýrt spaug „Það er ekki gefið að taka í nefið“, sagði gamli mað- urinn þegar neftóbakiö hækkaði enn einu sinni fyrir stuttu. En það er fleira dýrt en neftóbakið. Skemmtikraft- ar þeir sem eru heims- frægir á íslandi vilja fá nokkuð fyrir sinn snúð, þegar þeir skemmta iandslýð. Þannig stakk hefmilda- maður S&S því að ritara þessara lína að Bjössi bolia sem skemmti á þrettándagleði Þórs hefði tekið 12 þúsund krónur fyrir ómakið, auk ferða- kostnaðar og hefðf það þótt vel sloppið. Upphaf- lega ætluðu nefnilega Þórsarar að fá hinn eina og sanna Ladda til að koma og skemmta. Þeir hættu hins vegar við það þegar þeir fengu að vita hvað það kostaði. 120 þúsund krónur, auk ferða- kostnaðar. Og þótt þefr hefðu fengið Ladda sjálfan, Þórð húsvörð, Ei- rík Fjalar og fleiri góða fyrir þetta verð, fannst þeim það of hátt. Lái þeim hver sem vill. • Milljóna- kvöld Og meira um skemmtana- bransann. Nýársgleði öldurhúsanna er orðin fastur liður að kvöldi ný- ársdags. Miðaverð hefur aldref verið skorið við nögl á þessar skemmtan- ir, enda verulega til þeirra vandað. Undanfarin ár hefur Hótel Saga haft vinninginn í samkeppninni, bæði hvað varðar skemmtikrafta og miðaverð. í ár skaut veit- ingahúsið Broadway þó öllum aftur fyrír sig hvað þetta varðar. Vikulaun láglaunamanns þurfti til að borga aðgöngumiðann (um 4000 krónur) og skemmtikraftarnir voru margir og hver öðrum frægari. Og gestirnir voru ekki heldur af lakara tag- inu. Við heyrðum því fleygt að frægur stórsöngvari sem þarna kom fram hafi tekið 300 þúsund krónur fyrir viðvikið en okkur er ekki kunnugt um hvað aðrir skemmtikraftar höfðu í laun. En miðað við áðurnefnda upphæð hefur Broadway- bændum víst ekki veitt af þessum 4 milljónum eða svo, sem greiddar voru í aðgangseyri þetta kvöld, til að borga skemmtikröft- unum. # Bless Þetta verða að öllum lik- indum síðustu tínurnar sem ritari S&S skrifar í þennan dálk. Hann er nefnilega að hugsa um að skella sér í skemmtana- bransann! Hér sjáum við þau Fanný og Aiexander, en ann- ar hluti myndarinnar um þau er á dagskrá sjón- varps í kvöld. sjónvarp I MIÐVIKUDAGUR 8. janúar 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 5. janúar. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - En hvað það var skrýtið, þula eftir Pál J. Árdal. Sögumaður: Viðar Eggertsson, myndir eftir Halldór Pétursson. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Amma, nýr breskur teikni- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Stiklur. Umsjónarmaður: Ómar MIÐVIKUDAGUR 8. janúar 12.00 Dagskrá ■ Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heim- ili og skóli Umsjón: Bogi Arnar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintvramaður,“ - af Jóni Ólafssyni ritstjóra. Gils Guðmundsson tók saman og les (5) 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýðingu Sigurð- ar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (2) 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísh Jón Kristjánsson. 18.00 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Rúm eru hættuleg. Smásaga eftir Elísabeti Jökulsdóttur. Höfundur les. Ragnarsson. 21.20 Dallas. AUt í hnút. 22.05 Etta Cameron ó Jass- hátíð. Frá tónleikum í Háskóla- bíói á tíu ára afmæli Jass- vakningar í haust. Með Ettu léku Ole Kock Hansen, Pétur Östlund og Niels Henning Örsted Ped- ersen. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.35 Fanný og Alexander. Annar hluti - Endursýn- ing. Sænsk framhaldsmynd í fjómm hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 23.45 Dagskrárlok. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Skólasaga. Umsjón: Guðlaugur R. Guðmundsson. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir ópemtónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 9. janúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar ■ Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum ámm. \útvarp\ rás 2 ■ MIÐVIKUDAGUR 8. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00-15.00 Eftir tvö. Stjómandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjómandi: Gunnar Salv- arsson. 16.00-17.00 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjómandi: Leopold Sveinsson. 17.00-18.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á. Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.