Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 08.01.1986, Blaðsíða 9
8. janúar 1986 - DAGUR - 9 JþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson Eikin sigraói með glæsibrag - á trimmmóti í blaki A laugardag fór fram heilmik- ið trimmmót í blaki. Mótið var haldið í Kópavogi og keppt bæði í karla- og kvennaflokki. AUs voru liðin 16 að tölu, 9 í karlaflokki og 7 í kvenna- flokki. í karlaflokki mættu til leiks, Próttur a og b, Skautar, Óðinn, Afturelding, Keflavík, Akranes, HK og Höfrungur. I kvenna- flokki voru 4 lið frá HK, Eikin, Víkingur og Akranes. Keppt var í tveimur riðlum í báðum flokk- um og þau tvö lið í hvorum flokki er efst urðu kepptu til úrslita. í öðrum riðlinum í karlaflokki voru Skautar, Próttur b, Kefla- vík, HK og Afturelding. En í hinum riðlinum léku Þróttur a, Óðinn, Akranes og Höfrungar. í öðrum riðlinum í kvenna- flokki voru: Tvö lið frá HK, Akranes og Eikin en í hinum tvö lið frá HK og Víkingur. Eikin sigraði í sínum riðli og lék til úr- slita við Víking sem sigraði í hin- um riðlinum. Er skemmst frá því að segja að Eikin sigraði örugg- lega og stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Góður árangur hjá þeim stúlkum en þær töpuðu aðeins einni hrinu á mótinu, gegn HK í riðlakeppninni. Skautar byrjuðu á því að vinna Þrótt b og Keflvíkinga en töpuðu svo, fyrst fyrir Aftureldingu og síðan HK. í hinum riðlinum unnu Óðinsmenn Höfrunga og Akranes en töpuðu fyrir Þrótti a. Þannig að eftir riðlakeppnina voru Skautar í þriðja sæti í sínum riðli og Óðinsmenn í öðru sæti í sínum. Skautar kepptu um 5.-6. sætið við Akranes og sigruðu í þeirri viðureign. Óðinsmenn kepptu aftur um 3.-4. sætið á mótinu en töpuðu fyrir Aftureld- ingu og lentu í fjórða sæti. Til úrslita léku Þróttur a og HK og sigraði HK 2-1. Á þessu móti var einungis leik- ið upp á tvær unnar hrinur og þeir sem kepptu á mótinu 'máttu ekki vera á fullri ferð í deilda- keppninni. Þarna mætti fólk á öllum aldri til leiks en mest bar nú á gömlu landsliðsmönnunum. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Þór og KS í riðli með meisturunum íslandsmótið í innanhúsknatt- spyrnu hefst um aðra helgi. Þá verður leikið í 2. og 3. deild. Aftur á móti verður 1. deildin, 4. deildin og kvennadeildin ekki spiluð fyrr en helgina 21.-23. febrúar. Dregið hefur verið í riðla í öll- um deildum og lítur riðlaskipt- ingin þannig út: 1. deild, A riðill, Fram, Grótta, ÍBK og ÍA. B riðill, Haukar, Valur, FH og KA. C riðill, UBK, KR, Þróttur R. og Gústaf til KS Knattspyrnufélag Siglufjarðar hefur ráðið Gústaf Björnsson sem þjálfara meistaraflokks fé- lagsins fyrir komandi keppnis- tímabil. Einnig er líklegt að hann Ieiki með liðinu en Gúst- af er mjög snjall leikmaður. Síðastliðin tvö ár hefur Gúst- af verið þjálfari hjá ÍR og vann liðið sér sæti í 3. deild undir hans stjórn í haust. Þá hefur Gústaf einnig þjálfað og leikið með Tindastóli frá Sauðárkróki og skoraði þá mikið af mörkum fyrir félagið. Siglfirðingar binda mikl- ar vonir við störf hans en ekki er reiknað með að hann komi norð- ur fyrr en í vor vegna vinnu sinnar. Munu þá að öllum líkind- um heimamenn stjórna vetraræf- ingunum á meðan. Selfoss. D riðill UMFS, KS, Þór AK. og Fylkir. í 2. deild lítur riðlaskiptingin þannig út: A riðill Austri, HV, Léttir og Víkingur R. B riðill, Bolungarvík, Leiftur, HSÞ-b og Neisti. C riðill Reynir S., UMFG, Víðir og ÍR. D riðill, Ármann, ÍBÍ, Þróttur Nes. og ÍK. í 3. deild lítur skiptingin þann- ig út: A riðill, Hafnir, Víkingur O. UMFN og Árvakur. B riðill Víkverji, Árroðinn, Stjarnan og Valur Reyðarf. C riðill Stokks- eyri, Reynir Árskógsströnd, Leiknir F. og ÍBV. D riðill Aftur- elding, Vorboðinn, Leiknir Rvk. og Einherji. í 4. deild eru 5 lið í hverjum riðli og lítur skiptingin þannig út: A riðill Súlan, Þórsmörk, Geisli, Vaskur og Skotfélag Rvk. B riðill, Grundarfjörður, Tinda- stóll, Trausti, Hrafnkell Freys- goði og Hveragerði. C riðill, Augnablik Reynir Hnífsd., Völsungur, Eyfellingur og Sindri. D riðili, HSS, Baldur, Huginn, Höttur og Efling. í kvennaflokknum lítur riðla- skiptingin þannig út: A riðill, UBK, Stokkseyri, Fram og UMFS. B riðill, Afturelding, Valur, KS og Þór AK. C riðill Víkingur Rvk., Stjarnan, ÍA og UMFG. D riðill, ÍBÍ, KA, KR og Haukar. Eins og áður sagði verðúr spil- að í 2. og 3. deild um aðra helgi, í 2. deild sunnudaginn 19. janúar og í 3. deild laugardaginn 18. jan- úar. Lið Eikarinnar hefur verið mjög sigursælt í blaki á árinu. Nú síðast í Kópavogi um helgina. Myndin var tekin eftir sigur liðsins á íslandsmóti öldunga ■ vor. Mynd: Norðurmynd. KA - Þróttur í kvöld í Höllinni: en Valsmenn mæta Stjörnunni. Fram og KR eiga innbyrðisleik í kvöld. Bæði liðin eru í fallhættu og berjast fyrir tilverurétti sínum af miklum krafti. Tapi KR fyrir Fram eða ef það verður jafntefli, falla KR-ingar í 2. deild. Stjarn- an á enn fræðilegan möguleika á sigri í deildinni. Liðið er með 18 stig og ef það vinnur FH í kvöld og jafnt verður í leik Vals og Víkings getur allt gerst. KA fær Þrótt í heimsókn ættu þeir að verða auðveld bráð fyrir KA-liðið sem hefur leikið ágæt- lega á köflum. Þróttarar hafa ekki náð stigi ennþá og eru ekki líklegir til þess að gera það úr þessu. Blaðið hafði samband við Erl- ing Kristjánsson stórskyttu úr KA og spurði hann um leikinn í kvöld og við FH á laugardaginn. „Leikurinn við Þrótt leggst ágætlega í mig. Við erum sloppnir við falldrauginn og ef hugarfarið hjá okkur strákunum er í lagi eig- um við að vinna Þróttarana ör- ugglega. Mér fannst leikurinn gegn Fram frekar slakur þrátt fyrir sigur og þá sérstaklega í vörninni. Sóknin var svo sem ágæt enda held ég að þessi 26 mörk sem við skoruðum sé það mesta í vetur hjá okkur." - Er ekki hætta á að fólk nenni ekki að mæta vegna þess hversu illa Þrótti hefur gengið í mótinu? „Nei það held ég alls ekki. Það er mjög góð vinningsvon hjá okk- ur þannig að ég á von á að fólk fjölmenni í Höllina.“ - Hvað um leikinn við FH í Hafnarfirði á laugardaginn? „Við ætlum okkur að vinna þann leik líka og tryggja okkur þar með fjórða sætið í deildinni. Ofar komust við ekki úr þessu.“ - Ertu búinn að vera ánægður með tímabilið það sem af er? „Tímabilið er búið að vera mjög gott. Ég hef að vísu ekkert getað æft að ráði með liðinu vegna skólans. En þetta hefur gengið vonum framar og ég er ánægður," sagði Erlingur að lokum. Nú fer senn aö líða að lokum 1. deildar keppninnar í hand- bolta. Aðeins eru tvær um- ferðir eftir og fer sú næstsíð- asta fram í kvöld. KA fær Þrótt í heimsókn norður, Stjarnan mætir FH í Hafnar- fírði og í LaugardalshöII verða tveir leikir. Fyrst leika Valur og Víkingur og strax á eftir Fram og KR. Aðalleikur næstsíðustu um- ferðar er viðureign Vals og Vík- ings í Laugardalshöll. Það lið sem sigrar er komið með aðra höndina á íslandsmeistarabikarinn í ár. Valur og Víkingur eru jöfn að stigum með 20 stig hvort félag. Ef um jafntefli verður að ræða verður að telja möguleika Vík- ings á sigri meiri, þar sem þeir leika gegn KR í síðustu umferð Erlingur Kristjánsson hefur leikið mjög vel með KA í vetur Mynd: - KGA. „Eigum að vinna leikinn örugglega - segir Erlingur Kristjánsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.