Dagur - 15.01.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyrl, miðvikudagur 15. janúar 1986
9. tölublað
Fyrstu uppgjörsreikningar Hitaveitu Akureyrar sendir út:
Áætlunin stóðst
hjá 80% notenda
„Ég er mjög ánægður með út-
komuna úr þessu uppgjöri, því
hún sýnir að við höfum áætlað
rétt varðandi neyslu hjá um
80% af neytendum veitunn-
ar,“ sagði Wilhelm V. Stein-
dórsson, hitaveitustjóri á Ak-
ureyri, í samtali við Dag. í gær
Akureyrin:
Aflaverð-
mæti 207
milljónir
Útgerð frystitogarans Akur-
eyrarinnar EA hefur gengið
betur en bjartsýnustu menn
þorðu að vona. Á síðasta ári
aflaði skipið um 5000 tonna
af fiski. Þar af eru 3000 tonn
af þorski. Allur afli er unninn
og frystur um borð.
Aflaverðmæti Akureyrarinn-
ar nam 207 milljónum króna á
síðasta ári. Hásetahlutur varð
því um 2 milljónir króna. Þar
sem menn fara ekki í allar veiði-
ferðir skipsins er áætlað að
hásetahluturinn sé um 70% af
þeirri upphæð. Aiitaf eru um
tíu menn í landi á móti þeim
tuttugu og fimm sem eru í
áhöfninni hverju sinni. Þykir
það nauðsynlegt því veiðiferðir
Akureyrarinnar eru langar, eða
allt upp í 25 dagar í cinu. gej-
voru sendir út svonefndir upp-
gjörsreikningar, þar sem kem-
ur fram mismunur á áætlun og
raunverulegri neyslu hjá um
3000 notendum veitunnar síð-
ustu 6 mánuði ársins 1985.
Samkvæmt upplýsingum Wil-
helms var ofáætlað á um 10% af
neytendum. Taldi Wilhelm að of-
áætlun væri óveruleg, þannig að
meðaltalsinneign þessara 300
neytenda væri um það bil 1.000
kr. Sumir ættu nokkuð meira
hjá veitunni, en aðrir minna.
Þessi upphæð verður verðbætt í
samræmi við hækkanir á
gjaldskrá veitunnar, sem er 14%.
Það þýðir, að þeir sem hafa greitt
1.000 kr. of mikið fá 1.140 til
endurgreiðslu. Þessi upphæð
verður lögð inn á viðskiptareikn-
ing viðkomandi viðskiptavinar.
Hann getur síðan tekið hana út
strax, ellegar geymt hana þar til
janúarreikningurinn verður send-
ur út, í lok mánaðarins. Fær við-
skiptavinurinn þá greidda vexti á
upphæðina á meðan. Heildar-'
innistæðan kemur síðan til
greiðslu á janúarreikningnum.
Vanáætlað var á um 10% neyt-
enda og var skekkjan að jafnaði
svipuð og hjá þeim sem var of-
áætlað á, að sögn Wilhelms.
Þessir aðilar fá nú sendan gíró-
seðil fyrir mismuninum.
Fyrri neysluáætlanir verða nú
endurskoðaðar með hliðsjón af
raunverulegri meðaltalsneyslu
þessa sex mánuði. Janúarreikn-
ingarnir verða leiðréttir í sam-
ræmi við það. Síðan sagði
Wilhelm, að neysluáætlanir veit-
unnar yrðu í stöðugri endurskoð-
un, t.d. með hliðsjón af veður-
fari, sem hefði eðíilega veruleg
áhrif á heitavatnsnotkunina.
- GS
„Hvað segirðu drengur, sástu geimskip?" Tveir á útkíkki. Mynd: KGA.
Hjúkrunarfræðingar á F.S.A.:
Aukagreiðslum haldið áfram
a.m.k. út febrúarmánuð
Ekki hefur verið tekin nein
ákvörðun um að hætta greiðslu
sérstaks launaauka til þeirra
hjúkrunarfræðinga sem ráðið
hafa sig í fullt starf hjá Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri,
að sögn Halldórs Jónssonar,
framkvæmdastjóra sjúkrahúss-
tns.
í ágúst síðastliðnum var tekin
ákvörðun um að greiða hjúkrun-
arfræðingum í fullu starfi hjá
F.S.A. 15 þúsund krónur auka-
lega á mánuði ofan á föst laun og
var það gert til að fá fleiri hjúkr-
unarfræðinga í heilar stöður á
sjúkrahúsinu. Með því sparaðist
umtalsverður kostnaður á móti í
formi greiðslna fyrir aukavaktir
og vinnuskipulag batnaði til
muna.
Þegar greiðslur þessar voru
settar á var tilkynnt að það væri
aðeins til reynslu og var ákveðið
að reynslutíminn gilti til 1. febrú-
ar. Nú liggur fyrir að aukagreiðsl-
urnar verða reiddar af hendi í
febrúar og liggur engin ákvörðun
fyrir um að þeim skuli hætt. -yk.
Kolbeinseyjarmáliö
Viðræður
viðÚA
UNÞ féll frá tilboðinu
- Ráöuneyti og bankar beittu þrýstingi, segir sveitarstjórinn á Raufarhöfn
Stjórn Útgerðarfélags Norður-
Þingeyinga ákvað á fundi í gær
að draga tilboð sitt í Kolbeins-
ey ÞH-10 til baka.
í tilkynningu sem stjórn út-
gerðarfélagsins sendi frá sér í gær
segir, að þessi ákvörðun hafi ver-
ið tekin með tilliti til atvinnu-
ástands i Norðurlandsumdæmi
eystra, og þá sérstaklega á Húsa-
vík. Jafnframt mótmælir stjórn
útgerðarfélagsins þeim umræðum
sem verið hafa í þá átt, að N.-
Þingeyingar hafi ætlað að taka
skipið af Húsvíkingum og bendir
í því sambandi á ummæli forsæt-
isráðherra í Morgunblaðinu þann
10. þessa mánaðar. Síðan segir
orðrétt:
„Það rétta er að Fiskveiðasjóð-
ur eignaðist skipið eftir uppboð
sem fram fór s.l. haust með full-
tingi stjórnvalda. Við erum þeirr-
ar skoðunar að stjórnvöld eigi að
bjóða þau skip heimaaðilum,
sem Fiskveiðasjóður hefur leyst
til sín. Séu skip liins vegar boöin
upp á frjálsum markaði teljum
við að öllum eigi að vera frjálst
að bjóða í þau án íhlutunar."
Eins og kunnugt er var Útgerð-
arfélag Akureyringa með næst
hæsta tilboð, sem jafnframt
fylgdi yfirlýsing úm að yrði félag-
ið með næsta tilboð fyrir ofan
Húsvíkinga myndu þeir falla frá
sínu. svo ÚA yrði ekki til þes að
taka skipið frá Húsavík. Má því
segja að Húsvíkingar hafi þar
með verið komnir með hæsta til-
boðið.
„Við erum búnir að vera undir
þrýstingi frá nær öllum aðilum í
þjóðfélaginu, ráðuneyti og
bönkum, og það má segja að við
höfum ekki treyst okkur til að
standa undir því. Við gerum okk-
ur vonir um að fá annað skip, en
það verður þá ekki Húsvíkingum
að þakka ef svo verður. Norður-
Þingeyingar eru að sjálfsögðu
ekki sáttir við þessa niðurstöðu.
því tilboð okkar var fullkomlega
raunhæft.
Það má geta þess, að sam-
kvæmt kröfu Húsvíkinga var
gerð athugun á því hvort ÚNÞ
gæti staðið undir þessum rekstri.
Það hlýtur að verða gerð sam-
bærileg úttekt á því hvort útgerð-
arfélagið sem fær skipið getur
staðið undir rekstri þess. Það
hljóta að verða gerðar sömu
kröfur til þeirra og til okkar og ég
vil taka það fram að við stóðum
fyllilega undir þessum kröfum,"
sagði Gunnar Hilmarsson, sveit-
arstjóri á Raufarhöfn í viðtali við
Dag um málið. BB/HS
- Stjórn þess mun
ræða hvort falliö
verður frá tilboðinu
Á fundi Fiskveiðasjóðs í gær
var fjallað uin filboð í Kol-
beinsey ÞH-10. Einhugur
varð um að taka upp viðræð-
ur við Útgerðarfélag Akur-
eyringa, þar sem Ú.A. á
hæsta tilboð eftir að Ú.N.Þ.
dró sitt tilboð til baka.
Þegar Gísli Konráðsson for-
stjóri Ú.A. var spurður hvort
Ú.A. mundi falla frá tilboði
sínu í Kolbeinsey, eins og rætt
hafði verið um ef þessi staða
kæntl upp, svaraði hann:
„ Við höfðunt fyrirvara í okk-
ar tilboði, en stjórn Ú.A. á eftir
að fjalla um málið og taka
endanlega ákvörðun." BB/gej-