Dagur - 21.01.1986, Blaðsíða 1
Filman þín
á skiliö þaö
besta !
r
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198
/////. '////■ '//////// '////'//////. *////
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Sverrir
með tvo
bílstjóra
„Mega ekkí líta á sig
sem einangrað fyrirbæri“
- segir Guðmundur Bjarnason alþingismaður um Fiskveiðasjóð
„Stjórn og starfsmenn Fisk-
veiðasjóðs mega ekki líta á sig
sem eitthvert einangrað fyrir-
bæri í íslensku þjóðféíagi.
Stjórnvöld settu þennan sjóð
á laggirnar og stjórn hans er
skipuð mönnum sem eiga að
hafa yfirsýn yfir flesta þætti
þjóðlífsins. Það verður því að
gera þá kröfu að þeir hafi þá
víðsýni til að bera að þeir sjái
mál eins og Kolbeinseyjarmál-
ið í samhengi við aðra hluti,“
sagði Guðmundur Bjarnason,
alþingismaður, í viðtali við
Dag.
Bæði forsætisráðherra og sjáv-
arútvegsráðherra hafa lýst þeirri
skoðun að skipið ætti að fara til
Húsavíkur. Ef ekki hlýtur
atvinnuástand þar að koma til
kasta stjórnvalda, m.a. með tilliti
til stjórnarsáttmálans um að
koma í veg fyrir atvinnuleysi.
Hvers vegna var þá yfirleitt verið
að bjóða Kolbeinsey og önnur
skip upp og bjóða síðan hæst-
bjóðanda til kaups?
„Ég tel að stjórn opinbers
sjóðs eins og Fiskveiðasjóðs þurfi
að leggja ýmislegt annað til
grundvallar en hæstu krónutölu,
enda geta hagsmunir sjóðsins
verið vel og jafnvel betur tryggðir
með öðrum hætti. Vafalítið hefur
Fiskveiðasjóður lánað fé til hins
stóra og velbúna frystihúss á
Húsavík. Ef Kolbeinsey er seld
frá staðnum vaknar spurning um
nýtingu á þessari miklu fjárfest-
ingu og hvort Fiskveiðasjóður
telur það samræmast sínum bestu
hagsmunum að frystihúsið fái
ekki hráefni og lendi í greiðslu-
erfiðleikum. Stjórnarmenn sjóðs-
ins verða líka að huga að því að
ekki verði búið til nýtt dæmi sem
ekki gengur upp og fer á sömu
leið.
Það er ljóst að ef Húsvíkingar
missa Kolbeinsey verður að
koma önnur lausn á málinu, nýtt
skip til staðarins, bæði vegna
fjárfestingarinnar í fiskiðnaðin-
um á staðnum og vegna atvinnu-
ástandsins. Með tilkomu nýs
skips er verið að ganga gegn fisk-
veiðistefnunni eða hagsmunum
einhvers annars byggðarlags sem
síðan þarf að fá lausn sinna mála.
Það átti aldrei að ljá máls á því
að Kolbeinsey færi frá Húsavík
heldur ganga í að leysa málið á
þeim grundvelli,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason. HS
Dagur hefur lítið blandað sér
í umræður um bflakostnað
ráðhcrranna, sem töluvert
hefur verið til umræðu í sunn-
anblöðunum.
Þar sem óyggjandi upplýsingar
bárust blaðinu um svolítið sér-
kennilegan flöt á þessu máli
mun Dagur nú blanda sér í um-
ræðuna. Svo vill nefnilega til,
að Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra og fyrrum
iðnaðarráðherra, hefur tvo bíl-
stjóra og kann það að hafa
hækkað bílareikninga hans
nokkuð. Fyrir utan fastráðinn
bílstjóra sér ung kona um. að
aka Sverri í vinnuna frá heimili
hans á morgnana. Sú fær
þriggja tíma útkall fyrir ómak-
ið, sern sjálfsagt er f samræmi
við kjarasamninga opinberra
starfsmanna. Þessi unga kona er
dóttir ráðherrans, Ásthildur
Svcrrisdóttir.
Það fylgdi sögunni að hún
væri námsmær, en ekki hvort
hún þiggur lán hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna.
HS
í gær voru tekin upp nokkur atríði úr Silfurtúnglinu fyrír sjónvarpið, og verður á dagskrá í þættinum Á líðandi
stundu nk. miðvikudagskvöld. Mynd: - KGA.
Helgi S.:
Hæsta tilboði
var ekki tekið
„Við vorum með hæsta tilboð í
Helga S. En það var ekkert
samband haft við okkur og
við vissum ekki fyrr en aðrir
landsmenn á gamlársdag að
búið var að selja öðrum
skipið,“ sagði Kári Snorrason
hjá Særúnu h/f á Blönduósi.
Særún bauð 70,6 milljónir í
Helga S. en hann var síðan
seldur Samherja á Akureyri á
68 milljónir.
„Már Elísson formaður Fisk-
veiðasjóðs hafði samband við
okkur þegar tilboðin voru opnuð
og sagði að við hefðum verið með
hæsta boðið. Þess vegna reiknuð-
um við með að haft yrði samband
við okkur og við boðaðir til við-
ræðna um kaupin, en svo var nú
ekki,“ sagði Kári.
Ekki virðist hafa átt að ganga
til viðræðna við Blönduósmenn
því Fiskveiðasjóður kannaði ekki
stöðu Særúnar h/f hjá viðskipta-
bönkum fyrirtækisins. Eins voru
greiðslutryggingar vegna kaup-
anna ekki kannaðar. Á sama
tíma átti Særún h/f um eina og
hálfa milljón króna inni hjá Fisk-
veiðasjóði.
Ef skipið hefði fengist til
Blönduóss ætlaði Særún h/f að
breyta skipinu í frystiskip og gera
það út á úthafsrækju og grálúðu-
veiðar. Sem dæmi má nefna að
fyrir 4 kg pakkningar af rækju
sem fryst er um borð í skipi fást
1200 krónur, en fyrir sama magn
sem unnið er hjá Særúnu h/f fást
300 krónur.
Stjórn Særúnar h/f hefur skrif-
að stjórn Fiskveiðasjóðs 2 bréf
um þetta mál síðan um áramót,
en þeim hefur enn ekki verið
svarað.
Mikil óánægja er á Blönduósi
vegna þessa máls. því atvinnu-
ástand er ekki of gott á staðnum.
„Þess vegna finnst okkur hér, að
Fiskveiðasjóður hefði getað talað
við okkur,“ sagði Kári Snorra-
son.
Hjá Fiskveiðasjóði varð fyrir
svörum Svavar Ármannsson.
Þegar hann var spurður hvað
hefði ráðið því að ekki var farið
út í viðræður við Blöndósinga,
svaraði hann. „Það tilboð sem var
tekið var talið vera besta tilboð-
ið. Það er ekki bara niðurstöðu-
talan sem ræður þegar tilboðum
er tekið. heldur er það greiðslu-
tími og greiðslutryggingar. Út frá
því eru tilboðin metin." Svavar
sagði líka að greiðslustryggingar
Blöndósinga hafi ekki verið
kannaðar, þar sem gengið var til
samninga við Samherja h/f.
„Málið var það að gengið var til
samninga við Samherja þar sem
þeirra tilboð var best," sagði
Svavar Ármannsson. gej-
„Ekki um sam-
særi að ræða“
- segir Valgerður Sverrisdóttir formaður Kjördæmissambands
framsóknarmanna um ásakanir Norður-Þingeyinga
„Þaö er af og frá að um sam-
særi gegn Norður- Þingeying-
um hafi veriö að ræða og ég
veit ekki hvaðan í ósköpunum
slíkar hugmyndir koma,“ sagði
Valgerður Sverrisdóttir for-
maður Kjördæmissambands
framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra í fram-
haldi af umræðum í fjölmiðl-
um þar sem ýjað hefur verið að
því að framsóknarmenn í
Norður- Þingeyjarsýslu muni
hyggja á sérframboð þar sem
þeim hafi verið bolað út úr öll-
um nefndum á vegum flokks-
ins á síðasta kjördæmisþingi.
„Ástæðunnar fyrir því að
Norður- Þingeyingar komu illa út
í kosningunum getur verið að
leita til þess að á þinginu var mik-
ill áhugi fyrir því að kjósa konur
og ungt fólk til starfa fyrir
flokkinn. Það var mikið af ungu
fólki á þinginu og ég býst við að
það taki ekki mið af gömlu kjör-
dæmisskipuninni og dreifi fulltrú-
um þegar það kýs í nefndir."
Valgerður sagði að á stórum
þingum þekktist fólk ekki nógu
vel. „Ég mun beita mér fyrir því
á næsta þingi að þingfulltrúar
kynnist meira og vona þá að eng-
inn verði útundan í kosningum,“
sagði Valgerður Sverrisdóttir.
-mþþ