Dagur - 03.04.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 3. aprfl 1986
62. tölublað
Fermingargjafir ( mjög mikiu úrvaii.
Steinhringar -
gullfestar og armbönd
Fermingarrammar.
Ódýrir silfurhringar og skartgripaskrín.
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Enginn skíðabátur
til Akureyrar?
- Búið að selja bátinn sem Haukur og Örn Snorrasynir
gátu fengið í Póllandi, en þeim stendur til boða að
kaupa annan bát frá Noregi
„Já það er rétt, báturinn sem
við ætluðum að kaupa frá Pól-
landi hefur verið seldur til
Frakklands, en nú stendur
okkur til boða að kaupa bát frá
Noregi,“ sagði Haukur
Snorrason í samtali við Dag í
gær, en Haukur ætlaði ásamt
bróður sínum að reka skíðabát
Síðdegis í gær hófst fundur
fulltrúa Einingar og Kjara-
samninganefndar Akureyrar-
bæjar. Fundarefnið var fyrir-
hugaður sérkjarasamningur
Einingar við Akureyrarbæ.
„Þessar viðræður eru á mjög
viðkvæmu stigi og var ákveðið
að á meðan þær færu fram yrði
ekki fjallað um cfnisatriði í
fjölmiðlum,“ sagði Sævar Frí-
mannsson, formaður Einingar
í samtali við Dag.
Fyrir nokkru voru kjarasamn-
inganefnd bæjarins kynntar
kröfur Einingar og sagði Sævar
að farið væri fram á nokkrar
breytingar, sem rekja mætti til
ýmissa sérstakra aðstæðna á
frá Akureyri í sumar og halda
uppi siglingum til Hríseyjar og
Grímseyjar.
„Hugur þeirra sem hafa fagnað
þessu framtaki okkar hefur ekki
fylgt máli og við höfum alls stað-
ar gengið á múra varðandi fyrir-
greiðslu. Á meðan við vorum að
ganga á milli Heródesar og
Akureyri. Sérkjaraviðræðurnar
taka til starfsfólks Einingar er
starfar á Fjórðungssjúkrahúsinu,
dvalarheimilunum, leikskólum,
leikvöllum og við heimilisþjón-
ustu. Einnig er um að ræða
almenna verkamenn hjá Akur-
eyrarbæ og ræstingarfólk.
Þess má geta að Dalvíkurkaup-
staður er einnig samningsaðili við
Einingu. Sævar sagðist gera ráð
fyrir að sérkjarasamningnum yrði
lokið innan fárra daga. Aðspurð-
ur um gildistíma sagðist Sævar
vona að sérkjarasamningurinn
tæki gildi frá og með 1. mars sl.
Örn Gústafsson, formaður kjara-
samninganefndar, sagðist ekki
vilja tjá sig um kröfugerð Eining-
ar.
Pílatusar gerist svo ýmislegt eins
og t.d. olíuverðslækkanir og þeir
bátar sem voru til sölu seldust
upp. Frestur okkar rann út dag-
inn eftir að Akureyrarbær synj-
aði okkur um bæjarábyrgð. Við
áttum að fá bátinn með afborg-
unum til 5 ára en á meðan málið
var að velkjast í kerfinu hér
komu menn til sögunnar og borg-
uðu bátinn á borðið.
Nú erum við með annan bát í
sigtinu, sem okkur stendur til
boða í Noregi. Það er svo kallað-
ur tveggja skrokka bátur sem
tekur fleiri farþega og er allur
mun vandaðri og meira í hann
lagt. Hann á að kosta 20 milljónir
eða helmingi meira en báturinn í
Póllandi. Öll fjármögnun varð-
andi kaup á þessum bát kemur
erlendis frá og okkur vantar ekk-
ert nema grænt ljós frá viðkom-
andi aðilum hér heima, ráðuneyti
og langlánanefnd.
Við erum orðnir þreyttir á
þessum barningi. Það eru allir
mjög ánægðir með þetta framtak
en það vill enginn gera neitt okk-
ur til aðstoðar. Þessi bátur sem
við getum nú fengið í Noregi er
sá síðasti sem við vitum til að sé á
markaðnum og ef dæmið gengur
ekki upp, þá erum við hættir að
hugsa um þetta,“ sagði Haukur.
gk--
Sérkjarasamningar Einingar:
„Áviðkvæmu stigi“
- segir Sævar Frímannsson
í íþróttamaður Norðurlands:
í Kári vai r
kjorinn
í hófi á Hótel KEA í fyrra- 1985“ var kjörinn Kári Elíson
kvöld voru í fyrsta skipti kraftlyftingamaður frá Akur-
afhent verðlaun í kjöri Dags á eyri en á sl. ári varð Kári
„íþróttamanni Norður- Norðurlandameistari, og í 2.
Iands“, en blaðið stendur að sæti bæði á Evrópumótinu og í
þessu kjöri og gefur verðlaun Heimsmeistarakeppni auk þess
til þeirra sem hafna í 5 efstu sern hann vann til allra þeirra
sætunum. verðlauna sem hann átli kost á
„íþróltamaður Norðurlands hér heima. Sjá nánar bls. 9.
Sjallinn:
Ekki
frekari
aðgerðir
- segir ríkissaksóknari
Ríkissaksóknari hefur tilkynnt
að ekki sé tilefni til frekari
aðgerða gagnvart eigendum
Sjallans, en lögreglurannsókn
á rekstri hússins hefur staðið
yfir undanfarna mánuði.
Mikið hefur verið skrifað um
þetta mál í fjölmiðlum og í fram-
haldi af því hafa eigendur Sjall-
ans kært bæði Helgarpóstinn og
sjónvarpið til Siðanefndar Blaða-
mannafélags íslands vegna
umfjöllunar þessara fjölmiðla um-
málefni Sjallans.
í úrskurði Þórðar Björnssonar
sem hann hefur sent frá sér í
framhaldi af lögreglurannsókn
segir: „Af hálfu ákæruvaldsins
þykir eigi á grundvelli þeirrar
rannsóknar sem háð var af hálfu
rannsóknarlögreglunnar á Akur-
eyri í febrúar og mars sl. vera
efni til frekari aðgerða." gk-.
Snjómokstur á Tjörnesi:
Það var cnginn leikur fyrir vegagerðarmenn að moka Tjörnesið á þriðjudag í síðustu viku. í Gerðisbrekku var dýpsti
snjór sem sést hefur þar í vetur líklega fjögurra til fimm inetra háir skaflar á fjörutíu til fimmtíu metra löngum kafla.
Veghefíllinn festist nokkrum sinnum og það tók meira en fjóra tíma að moka brekkuna.
Reynir Ólafsson tók þessar myndir af heflinum í snjógöngunum, símamenn biðu meðan mokað var en þeir voru
á leið í Kelduhverfi að gera við bilun í símakerfinu þar. - IM.
Raðsmíðaskipin:
Ákvörðun
r
föstu-
dag
„Ég á von á því aö þessi mál
skýrist á fundi okkar og ríkis-
ábyrgðarsjóðs sem haldinn
verður á föstudag,“ sagði
Gunnar Ragnars forstjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri
er við spurðum hann frétta af
sölu á raðsmíðaskipunum
tveimur hjá Slippstöðinni.
Gunnar sagði að undanfarið
hefðu þeir Slippstöðvarmenn
rætt við 5 hæstbjóðendur í skipin
og eftir það hefðu þeir verið að
vinna úr gögnum. Þá var á ný
rætt við Blönduósinga í gær en
talið er líklegt að þeir hreppi
annað skipið þótt það sé óstað-
fest. En það bendir sem sagt allt
til þess að á föstudag verði
ákveðið hvaða aðilar hreppi skip-
in tvö sem eru í smíðum hjá
Slippstöðinni. gk.-