Dagur - 14.04.1986, Blaðsíða 1
Blönduós:
Pólarprjón í vanda
69.
argangur
Akureyri, mánudagur 14. aprO 1986
69 tölublað
„Tilboðin ekki metin
eins og átti að gera“
- segir Jón Sigurðarson formaður atvinnumálanefndar
um afgreiðslu fjármáiaráðuneytisins á til-
boðum í raðsmíðaskipin fjögur
„Okkur sem stóðum að tilboði
Oddeyrar hf. hefur ekki verið
tilkynnt um að þessu máli sé
lokið og við gerum miklar
athugasemdir við það hvernig
farið hefur verið með tilboð-
in,“ sagði Jón Sigurðarson for-
maður Atvinnumálanefndar
Akureyrar í samtali við Dag
vegna afgreiðslu fjármála-
ráðuneytisins á tilboðum í
raðsmíðaskipin fjögur.
Eins og kunnugt er hefur verið
lagt til að skipin tvö sem Slipp-
stöðin á Akureyri smíðar fari til
Ég er
ánægð
- segir Erna Indriða-
dóttir sem hefur verið
ráðin deildarstjóri
Ríkisútvarpsins
á Akureyri
Erna Indriðadóttir fréttamað-
ur hefur verið ráðin deildar-
stjóri Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri og tekur við því starfi af
Jónasi Jónassyni. Erna hlaut 4
atkvæði af 7 á fundi útvarps-
ráðs sl. föstudag og samdægurs
tilkynnti Markús Orn Antons-
son útvarpsstjóri að hún fengi
stöðuna, en umsækjendur um
hana voru 5 talsins.
„Ég er ánægð eins og gefur að
skilja, þetta leggst vel í mig og ég
held að þetta sé skemmtilegt starf
og hlakka til að takast á við það
ásamt vinnufélögum mínum,“
sagði Erna er Dagur ræddi við
hana um helgina.
„Nei, ég held að það verði ekki
um neina stefnubreytingu að
ræða. Það er stefna Ríkisútvarps-
ins að sem mest efni utan af landi
komi inn á rás 1 og jafnvel rás 2
þannig að það útvarp sem nær til
alls landsins sé öflugt og frá þeirri
stefnu verður ekki hvikað.“
- En breytingar varðandi
svæðisútvarpið?
„Þar verður um einhverjar
breytingar að ræða þótt engar
endanlegar ákvarðanir hafi veriö
teknar í þeim efnum. Ég hef
áhuga á að fá sem flesta til að
vinna að þáttagerð fyrir útvarpið
og jafnvel verður um námskeiða-
hald að ræða fyrir fólk sem hefur
áhuga á slíku,“ sagði Erna.
Erna hóf fjölmiðlastörf árið
1979 en frá árinu 1981 hefur hún
starfað sem fréttamaður við
Ríkisútvarpið, þar af tæplega tvö
ár á Akureyri. gk-.
fyrirtækja á Blönduósi og Kópa-
skeri. Oddeyri hf. sem er fyrir-
tæki Akureyrarbæjar, Niður-
suðuverksmiðju K. Jónssonar og
Samherja hf. gerði tilboð í annað
skipið og var talið mjög líklegt að
Oddeyri fengi skip.
„Ég vil ekki úttala mig um það
núna hvernig athugasemdir okk-
ar hljóða. Við höfum sent bréf til
Slippstöðvarinnar og þeirra ráðu-
neyta sem um málið hafa fjallað
þar sem við mótmælum því
hvernig farið hefur verið með til-
boðin, en það teljum við vera
andstætt góðri viðskiptavenju,“
sagði Jón.
„Ég vil meina að tilboðin hafi
ekki verið metin eins og á að
gera. Það er hægt að meta tilboð
á ýmsan máta, og við vissum ekki
betur en að okkar tilboð væri
þess eðlis að við ættum alla
möguleika á að fá þetta skip og
það hafði okkur skilist á þeim
viðræðum sem við höfðum átt,
varðandi málið. Við erum sam-
mála túlkun Slippstöðvarinnar á
því hvernig fara hefði átt með
þetta mál“.
- Telur þú að þarna hafi óeðli-
legur utanaðkomandi þrýstingur
haft sitt að segja?
„Ég vona að fyrst og fremst
hafi verið um mannleg mistök og
misskilning að ræða hjá ráðu-
neytismönnum og ég trúi ekki
öðru en að það verði hlustað á
okkar athugasemdir. Oddeyri hf.
hefur innan sinna vébanda fjár-
sterka aðila, góða útgerðarmenn
og stærstu niðursuðuverksmiðju
á landinu og ég tel að það verði
að hlusta á okkar athugasemdir.
Megintilgangur okkar með þessu
tilboði var að sjá til þess að K.
Jónssyni yrði aflað hráefnis en
þrátt fyrir geysilega mikla rækju-
útgerð landsmanna hefur verið
erfitt að útvega þessari fullkomn-
ustu rækjuverksmiðju landsins
hráefni,“ sagði Jón Sigurðar-
son. gk-.
Prjónastofan Pólarprjón
virðist eiga í miklum fjárhags-
erfiðleikum um þessar
mundir. Fyrir skömmu var
haldinn fundur með starfs-
fólkinu þar sem því var skýrt
frá stöðu mála og jafnframt
að ef ekki rættist úr mjög
fljótlega yrði að grípa til upp-
sagna og leggja starfsemina
niður.
Að sögn Sigurðar Guðjóns-
sonar hjá Pólarprjóni stafa
vandræði fyrirtækisins fyrst og
fremst af því hve það á mikið af
útistandandi skuldum síðan
-1984. Þessar skuldir eru á bilinu
10-15 milljónir króna. Mest á
fyrirtækið inni hjá Dorothy
Égilsson í Bandaríkjunum og
er það mál nú komið til kasta
lögfræðinga. Auk þess hefur
tapast talsvert fé þegar ýmsar af
smærri saumastofunum hafa
lagt upp laupana og ekki átt fyr-
ir skuldum. Þá hefur fram-
leiðsla á prjónavoð dregist sam-
an um 45%.
Sigurður sagði að unnið væri
að lausn vandans og til greina
kærni að hlutafé yrði aukið og
sagði hann að sér sýndist ákveð-
inn möguleiki fyrir hendi í því
sambandi en vildi ekki útskýra
það nánar að sinni.
Síðast var hiutafé í Pólar-
prjóni aukið um 7 milljónir
króna í janúar 1985 og sagði
Sigurður að nú vantaði 7-10
milljónir króna til að leysa
vanda fyrirtækisins.
G.Kr.-/BB.
Höldur hf.
í flugið?
„Við höfum verið að veíta
þessu fyrir okkur, vegna þess
að heyrst hefur að Flugleiðir
séu að opna hér bflaleigu og
bjóða því viðskiptavinum sín-
um pakka, sem í er flug og bfll.
Þess vegna kemur sú hug-
mynd upp að við fljúgum með
okkar viðskiptavini til Reykja-
víkur og leigjum þeim bfl þar,“
sagði Skúli Ágústsson hjá
Höldi h/f um það hvort fyrir-
'4
Dorgað á Mývatni.
Á laugardaginn fór fram dorgveiðikeppni á Mývatni og voru keppendur margir.Veðrið var fádæma gott, en veiðin
heldur treg. Keppendur vantaði þó ekki áhugann, eins og sjá má á þessum snáða sem skimar eftir fiskum niður um
holuna í ísinn. (Nánar um keppnina síðar.) Mynd: KGA.
tækið hygðist leggja út í leigu-
flug til Reykjavíkur.
„Út af fyrir sig höfum við ekk-
ert að athuga við þessa hugmynd
Flugleiðamanna. Þess vegna
finnst okkur að við höfum sama
rétt, að geta boðið okkar við-
skiptavinum flug til Reykjavíkur
og bílaleigubíl þar fyrir lágt verð.
Þegar Flugleiðir hafa opnað
afgreiðslu fyrir bílaleigu hér í
bænum eru þeir komnir með
algera sérstöðu sem enginn annar
hefur,“ sagði Skúli.
Það hefur vakið athygli margra
að Flugleiðir geta selt fólki helg-
arpakka til Reykjavíkur, þarsem
innifalið er flug, bíll og hótel, á
nánast sama verði og flugferð
kostar fram og til baka frá Akur-
eyri. „Það má líta á þetta sem
leik með orð og tölur,“ sagði
Skúli. „Flugleiðir selja flugfarið
dýrt, eða á fullu verði og bílinn
fyrir lítið sem ekkert. Það sem
við viljum er að selja bílinn á
fullu verði og flugið fyrir lítið
sem ekkert." Þessa hugmynd
hafa Höldurs-menn sent Flug-
leiðum og fara fram viðræður um
þetta mál í næstu viku.
Ef úr þessu verður er draumur
Höldurs að fljúga til Reykjavíkur
klukkan 7.30 á morgnana og til
baka klukkan 19.00. Með því
geta menn sem þurfa að fara
dagsferðir til höfuðborgarinnar
nýtt sér þessa þjónustu. gej-
Dagur með
skoðanakönnun
- Helstu niðurstöður
birtar á morgun
Dagur efndi til skoðana-
könnunar á Akureyri um helg-
ina. Spurt var um fylgi flokk-
anna við komandi bæjarstjórn-
arkosningar o.fl.
Reiknistofnun Háskóla íslands
vann 700 manna úrtak úr íbúa-
skrá vegna þessarar könnunar.
Verið er að vinna úr þeim svör-
um sem bárust og verða helstu
niðurstöður birtar í blaðinu á
morgun. BB.