Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 08.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 8. maí 1986 85. tölublað Trúlofunarhringar afgreiddir samdæaurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI „Mjög vönduð fjölbýlishús.. ... verða byggð á lóðunum í Hjallalundi 2-12,“ segir fram- kvæmdastjóri S.S. Byggis „Ég er mjög ánægður með þessa afgreiðslu málsins og stefni að því að hefja bygginga- framkvæmdir í sumar,“ sagði Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri S.S. Byggis s.f. en fyrirtækinu var úthlutað lóð- unum eftirsóttu að Hjallalundi 2-6 og 8-12 fyrr í vikunni. Þrjú önnur fyrirtæki sóttu um lóðir þessar. Það skilyrði var sett fyrir út- hlutuninni að byggingaraðili skil- aði inn 4 hugmyndum að bygg- ingum á lóðinni og yrðu þessar tillögur að vera unnar af minnst tveimur ótengdum hönnuðum. Bygginga- og skipulagsnefnd munu síðan velja eina tillögu úr. Mun þetta skilyrði hafa verið sett þar sem lóðirnar eru í grónu íbúðarhverfi og því sem næst full- byggðu og því mikilvægt að útlit þeirra bygginga sem þarna munu rísa stingi ekki í stúf við umhverf- ið. „Þessi skilyrði koma til með að setja mér nokkrar skorður því byggingafresturinn verður styttri fyrir bragðið. En við munum hefja undirbúninginn strax og fyrsta skrefið er að ræða við hönnuði. Það er auðvitað talsvert kostnaðarsamt að þurfa að skila inn fjórum tillögum og nota síðan eina en ég reikna með að kostn- aðurinn komi til með að skiptast á milli S.S. Byggis og hönnuðgnna. Þeir hljóta að taka „sénsa“ eins og aðrir því sá sem á tillöguna sem notuð verður fær væntanlega að teikna húsin,“ sagði Sigurður Hann sagði að á lóðunum yrði hægt að byggja 2-3 fjölbýlishús með 50-60 íbúðum. „Ég get fullyrt að þarna verða byggð mjög vönduð fjölbýlishús. Það verða bílageymslur undir húsunum, ein bílgeymsla fyrir hverja íbúð. Þá verða lyftur í húsunum - þær fyrstu í fjölbýlis- húsum á Akureyri og þar með eru þau orðin einstök í sinni röð. Þá geta fatlaðir loksins fengið húsnæði við sitt hæfi - í fyrsta sinn á Akureyri." Sigurður sagði að það, hversu lóðunum var úthlutað seint, kæmi til með að setja nokkra pressu á byggingáframkvæmd- irnar. Hönnunin tæki um það bil tvo mánuði en framkvæmdum yrði hraðað eins og mögulegt væri. „Ég stefni að því að húsin verði fokheld fyrir veturinn svo innivinnan geti farið fram næsta vetur. Annars ræðst fram- kvæmdahraðinn að miklu leyti af því hvernig gengur að selja íbúð- irnar. Ef við byggjum tvö fjölbýl- ishús og seljum allar íbúðirnar er útlitið gott,“ sagði Sigurður og með það var hann hlaupinn, enda í mörg horn að líta. BB. Þetta eru réttu miðin - enginn vafi. Mynd: KGA. Hitaveita Akureyrar: 263 milljóna króna „sveifla" milli ára - lýsir þó ekki nema að litlu leyti rekstrarafkomunni Hagnaður varð af rekstri Hita- veitu Akureyrar árið 1985 í fyrsta sinn frá upphafi. Sam- kvæmt ársreikningi hitaveit- unnar nam hagnaðurinn 96 milljónum króna. Það eru mikil umskipti frá árinu áður en þá nam tapið 167 milljónum króna. „Sveiflan“ er því 263 milljónir króna á milli ára. Þessar tölur lýsa þó ekki nema að litlu leyti rekstrarafkomunni. Sú reikniaðferð hefur nefnilega verið notuð að færa gengistap hitaveitunnar á gjaldalið. Hita- veitan hefur þurft að taka mörg erlend lán á undanförnum árum, flest í Bandaríkjadollurum, og eftir því sem staða dollarans styrktist gagnvart íslensku krón- unni hækkuðu lánin og það kom fram í auknum taprekstri hita- veitunnar. Hins vegar kom þessi reikniaðferð veitunni til góða í fyrra þar sem staða dollarans veiktist á síðasta ári og á stóran þátt í því að bókfærður hagnaður síðasta árs er 96 milljónir króna. Að sögn Helga M. Bergs bæjarstjóra er staðan í raun sú að rekstur hitaveitunnar er nokkurn veginn í jafnvægi. „Þetta er raunar í fyrsta sinn sem skuldir hitaveitunnar aukast ekki milli ára. En ég legg áherslu á að þessi hagnaður er fyrst og fremst gengishagnaður. Hins vegar hefur nýtt sölufyrirkomu- lag og fleiri breytingar á rekstrin- um gert það að verkum að af- koma Hitaveitu Akureyrar árið 1985 er betri en nokkru sinni fyrr,“ sagði bæjarstjóri að lokum. BB. Hvammstangi: 15 milljonir i malbik Nær allt framkvæmdafé Hvammstangahrepps mun fara í malbik þetta sumarið þar sem fyrirhugað er að leggja u.þ.b. 2.200 tonn af malbiki á götur Verkmenntaskólinn á Akureyri: Meira um stólana „Framleiðendur hafa haft tíma síðan í maí 1984 til að vinna að þróun húsgagna fyr- ir skólann, ef vilji hefði verið fyrir hendi, sagði Magnús Garðarsson byggingarstjóri Vcrkmenntaskólans á Akur- eyri. Eins og komið hefur fram hefur undirskriftasöfn- un farið fram á Akureyri til að hvetja bæjarstjórn að beita sér fyrir því að húsgögn- in verði smíðuð hér í bæ. „Endanleg ákvörðun um kaupin hefur ekki verið tekin,“ segir Magnús. Gpplýsingar um málið og tilraunir byggingarnefndar til að fá innlenda framleiðendur til liðs við sig eru á bls. 2. og plön í bænum í sumar. Láta mun nærri að um 25% gatna á Hvammstanga séu með slitlagi en að loknum framkvæmdum í sumar ætti mikill meirihluti gatna á staðnum að vera kom- inn með varanlegt slitlag. Framkvæmdafé hreppsins er um sjö milljónir í ár, en talið er að malbikunarframkvæmdirnar muni kosta um 15 milljónir, mis- munurinn verður fenginn með gatnagerðargjöldum sem munu verða um 10 milljónir og með láni frá byggðasjóði. Auk gatna sem lagðar verða slitlagi verður að öllum líkindum lagt slitlag á plönin við pósthúsið, Verslun Sigurðar Pálmasonar og við rækjuvinnsluna, einhverjar framkvæmdir eru svo fyrirhugað- ar á skólalóðinni. - G.Kr. Stefnuskrá Framsóknar- flokksins - fylgir blaðinu í dag í blaðinu í dag er fjögurra síðna fylgirit þar sem stefnuskrá fram- sóknarmanna við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri 31. maí nk. er kynnt ásamt frambjóðend- um Framsóknarflokksins á Akur- eyri. Þá er þar að finna upplýs- ingar um kosningaskrifstofuna að Eiðsvallagötu 6.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.