Dagur - 03.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akurevri. þriðjudagur 3. júní 1986 101. tölublað 1 Filman þín á skiliö þaö besta! 7 FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 • Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opiö á, laugardögum frákl. 9-12. Það fór vel um þá Þórarin Agústsson og hundinn hans þar sem þeir sátu í góða veðrinu og fylgdust með hundasýningunni í Kjarnaskógi um helgina. Við segjum meira frá sýningunni á bls. 4 í dag. Mynd; KGA „Tel góða möguleika á verkefnum þama“ - segir Hörður Tulinius eftir ferð á vegum Eyfirskra verktaka til Grænlands „Eðlilegt að við tölum við sjálfstæð- ismenn“ - um meirihlutasamstarf segir Freyr Ófeigsson „Það fyrsta sem við kratar ger- um í þessu máli er að halda fund þar sem við ákveðum við hverja við tölum fyrst varðandi meirihlutamyndun,“ sagði Freyr Ófeigsson efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Akur- eyri er Dagur ræddi við hann í gær. „Eg hef ekki farið dult með mína skoðun á því hvar við eig- um að byrja. Ég tel að við eigum að byrja á að tala við sjálfstæðis- menn, ég tel að það sé eðlilegt. En hvort mínir flokksmenn eru sammála kemur í ljós á fundinum sem ég talaði um áðan. Það virðist vera um þrjá mögu- leika að ræða fyrir okkur, að mynda meirihluta með Sjálf- stæðisflokknum, að mynda meiri- hluta til vinstri eða að vera áfram í minnihluta í bæjarstjórninni," sagði Freyr Ófeigsson. gk-. „Tölum við Alþýðu- „Eftir því sem mér sýnist þá ættu að vera nokkuð góðir möguleikar á að við gætum náð í verkefni þarna úti,“ sagði Hörður Tuliníus hjá Híbýli hf. á Akureyri í samtali við Dag í gær, en Hörður var í hópi manna sem nýlega var á Grænlandi á vegum eyfirskra verktaka að athuga með verk- efni í byggingariðnaði þar. Hörður sagði að fyrir 24. júní ætti að vera búið að skila inn til- boðum í tvær byggingar, annars vegar er um að ræða skólabygg- „Tveir raunhæfir möguleikar“ - segir Sigríður Stefánsdóttir „Tölfræðilega eru mögu- leikamir á meirihlutamyndun ótalmargir en raunverulega Vorverkin í fullan gang „Vorverkin hafa gengið hægt, veðrið hefur náttúrlega átt sinn þátt í því“ sagði Ævarr Hjartarson hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar þegar Dagur hafði samband við hann. Ævarr sagði þó að flestir væru að komast í gang þessa dagana, menn væru eitthvað seinna á ferðinni í útsveitum og væri það að hluta til vegna þess að erfiðara hefði verið fyrir þá að fá áburð vegna þungatakmarkana á veg- um, en tíðarfarið hefði einnig spilað inn í hjá þeim eins og öðrum. JHB finnst mér þeir ekki vera nema tveir. Annars vegar að AI- þýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur myndi meirihluta og hins vegar að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur myndi meiri- hluta saman,“ sagði Sigríður Stefánsdóttir efsti maður á lista Alþýðubandalagsins. „Við erum tilbúin í viðræður um myndun slíks meirihluta. Ég óttast þó að mörg þau mál sem okkur finnst mjög mikilvæg, svo sem félagsmál og skólamál, eigi ekki nægilega hljómgrunn í þeirri bæjarstjórn sem nú hefur verið kosin. En ég vil fyrir alla muni koma í veg fyrir að sjálfstæðis- menn komist til valda í þessum bæ. Ef við förum í meirihlutasam- starf viljum við gera miklu skýr- ari og ítarlegri málefnasamning en var í þessum meirihluta. Ég vil tryggja nokkur mál betur en gert hefur verið,“ sagði Sigríður. BB. ingu og hins vegar sútunarverk- smiðju sem Iðnaðardeild Sam- bandsins er að skipuleggja fyrir Grænlendinga. Þessi verkefni gætu nálgast það að vera um 200 milljóna króna verkefni. Hörður sagði að eftir því sem hann vissi best myndu fimm grænlensk fyrirtæki bjóða í þessi verkefni auk eyfirskra verk- taka. Ef af verður þá myndi þurfa að flytja frá Akureyri um 20 iðnað- armenn til Grænlands á meðan unnið yrði við smíði húsanna. Mjög erfitt er með íbúðarhús- næði á Grænlandi og sagði Hörð- ur að jafnvel yrði að byggja hús fyrir þessa starfsmenn sem síðan yrði selt er verkinu lyki. „Pað kæmi sér betur að við fengjum bæði þessi verkefni,“ sagði Hörður Tuliníus. „Það á að hefja framkvæmdir mjög bráð- lega og t.d. á fyrsta steypuvinna að fara fram í júlí þannig að þessi mál gerast hratt ef af þeim verður,“ sagði Hörður. gk-. flokkinn“ - tel það eðlilegast segir Gunnar Ragnars „Ég persónulega tel það eðli- legast að þeir sem felldu meiri- hlutann í bæjarstjórn tali fyrst saman,“ sagði Gunnar Ragn- ars, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins er Dagur ræddi við hann í gær um hugsanlegar viðræður um meirihlutamynd- un í bæjarstjórn Akureyrar. „Við munum hittast ég og félagar mínir og ræða þetta mál. I kosningunum 1982 féll þáverandi meirihluti í bæjarstjórn og var endurreistur á þann hátt sem gert var og við sögðum fyrir kosning- arnar nú að ef sá meirihluti félli væri eðlilegast að þeir sem felldu hann reyndu með sér um myndun meirihluta og það er því mín skoðun að við hefjum viðræður við Alþýðuflokkinn," sagði Gunnar. gk-. Siguröur Jóhannesson: Eðlilegt að Alþýðuflokkur hafi frumkvæðið“ „Út af fyrir sig þarf enginn flokkur að leita til okkar varð- andi meirihlutamyndun í bæjarstjórn Akureyrar. Það eru margir möguleikar á meiri- hlutamyndun án okkar,“ sagði Sigurður Jóhannesson efsti maður á lista Framsóknar- flokksins á Akureyri. „Hins vegar erum við ekkert á því að leggja árar í bát og erum tilbúnir til að taka þátt í viðræð- um um meirihlutamyndun ef eftir því verður leitað. Mér finnst þó eðlilegt að Alþýðuflokkurinn hafi frumkvæði í viðræðum um meirihlutamyndun,“ sagði Sig- urður. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.