Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 16. júní 1986 110. tölublað • Stúdentastjörnur • Stúdentaskeiðar • Stúdentarósir • Stúdentarammar 14k gull Verð kr. 1250 með festi Stúdentagjafir í miklu úrvali GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Sauðárkrókur: Bílar teknir úr umferð Bifreiðaskoðun á Sauðárkróki er nú að Ijúka þessa dagana. Bifreiðaeigendur hafa verið seinir að taka við sér og verið latir að fara með bifreiðir sínar til skoðunar. Lögreglan þar greip því til þess ráðs að stöðva óskoðaðar bifreiðir og færa þær til skoðunar á lögreglustöð bæjarins. Sl. fimmtudag voru t.d. stöðv- aðar 22 bifreiðir á Skagfirðinga- braut. 10 fengu fulla skoðun, 4 fengu aðfinnslu, 8 var gefinn 10 daga frestur til að koma bifreið- um sínum á verkstæði og einn stakk af án þess að láta skoða. Að sögn Björns Mikaelssonar, lögreglustjóra á Sauðárkróki, hafa þessar aðgerðir orðið til þess að menn hafa tekið við sér og talsvert hefur verið um fyrir- spurnir síðustu daga. JHB/-þá Mývatn: Enn fækkar öndunum Andapörum hefur fækkað um rúmlega 5 þúsund í Mývatns- sveit frá árinu 1983. Þá voru þar um 12 þúsund andapör en nú eru þau einungis 7 þúsund talsins. Þetta kom fram við árlega taln- ingu vatnafugla á Mývatni sem nú er nýlokið. Náttúruverndar- ráð og Rannsóknarstöðin við Mývatn önnuðust talninguna í samvinnu við Líffræðistofnun Háskólans. Um 2 þúsund færri endur eru við Mývatn í ár en á sama tíma í fyrra og hefur þessi þróun átt sér stað allt frá árinu 1983, er átubrestur varð í vatninu, m.a. vegna hruns mýflugustofnanna. Algengasta andartegundin er skúfönd og eru um 3 þúsund pör af henni við Mývatn en henni hefur fækkað um helming á s.l. þremur árum. Nokkrar tegundir hafa staðið í stað en straumönd hefur hins vegar fjölgað talsvert. BB. Jón G. Sólnes jarðsunginn Útför Jóns G. Sólnes, fyrrverandi bæjarfulltrúa, bankaútibússtjóra og alþingismanns, var gerð frá Akureyrarkirkju á föstudaginn, að viðstöddu fjölmenni. Séra Birgir Snæbjörnsson jarðsöng. Mynd: - KGA. Ný pökkunarvél til Kjötiðnaðarstöðvar KEA: „Mætti lengja slátur- tíðina um 20 vikur“ segir Óli Valdimarsson Óli Valdimarsson hjá Kjötiðn- aðarstöð KEA er nýkominn> heim af mikilli sýningu í Frank- furt í Þýskalandi sem kallast IFFA. Þessi sýning er haldin þriðja hvert ár og tengist öllu því nýjasta í sambandi við mat- væli, en þarna sýna u.þ.b. 14000 framleiðendur allt það nýjasta á sviði matvæla, véla og umbúða. „Á þessari sýningu sáum við vél sem vakti mikla athygli okkar. Þetta er pökkunarvél sem er þeim eiginleikum búin að hún pakkar kjöti þannig að það geymist ófryst í allt að 20 vikur. Við höfum nú samið um að fá svona vél lánaða í haust í til- raunaskyni og það þarf varla að fjölyrða um hve mikla þýðingu hún gæti haft fyrir okkur ef það reynist rétt sem um hana er sagt, það mætti jafnvel lengja slátur- tíðina um 20 vikur.“ Óli var spurður hvort einhverj- ir aðrir hérlendis væru að hugsa um þessa vél og sagði hann að það væri nú ekki mikið, sennilega vissu ákaflega fáir af henni. „Þó veit ég að þeir í fiskiðnaðinum hafa heyrt á hana minnst og urðu mjög hrifnir, aðallega vegna þess hve vélin getur pakkað mismun- andi stórum hlutum í einu.“ Óli sagði að lokum að vélin kostaði um eina og hálfa milljón erlendis, en erfitt væri að segja um hvað hún gæti kostað hingað komin, það færi eftir því hvort mögulegt yrði að fá niðurfellingu á tollum og öðrum gjöldum. JHB Norðurland: Minnkandi atvinnu- leysi I maímánuði sl. voru skráðir 17 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 790 manns hafí verið á atvinnuleysisskrá allan mánuð- inn en það svarar til 0,6% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði í mánuðinum sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessum tölum hef- ur skráðum atvinnuleysisdögum fækkað um 2 þúsund frá mánuð- inum á undan og munar þar mestu um fækkun atvinnuieysis- daga á Norðurlandi frá því sem var í aprílmánuði sl. Á Norðurlandi eystra voru 3098 atvinnuleysisdagar í maí en voru 4450 í apríl, atvinnulausir voru 143. Á Akureyri voru 1993 atvinnuleysisdagar, en voru 2222 í apríl. Á Ólafsfirði voru 102 atvinnuleysisdagar í maí en 1318 í apríl og hefur atvinnuleysi því minnkað mikið þar. Á Norður- landi vestra voru 1453 atvinnu- leysisdagar í maí en voru 2056 í apríl. Flestir atvinnuleysisdagar voru á Sauðárkróki eða 692 og Blönduós kemur þar á eftir með 302 atvinnuleysisdaga. -HJS Næa atvinna í Olafsfirði Að sögn Ágústs Sigurlaugsson- ar hjá Verkalýðsfélaginu Ein- ingu í Ólafsfírði er atvinnu- ástand þar mjög gott og fáir á atvinnuleysisskrá. Næg vinna er hjá fiskvinnslu- fólki og lönduðu togararnir Ólaf- ur bekkur og Sólbergið um 150 tonnum hvor fyrir sjómannadag- inn 8. júní. Einnig munu vera næg verkefni hjá byggingamönn- um. Unnið er nú að innréttingu húsnæðis fyrir væntanlega hrognaverksmiðj u. KEA: Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Reglur um stjórnun mjólkur- og kindakjötsframleiðslu syn þess að gert verði átak í sölu- bænda sem lauk á Hvanneyri á 6. tímanum á fímmtudags- morgun voru samþykktar til- lögur sem gera ráð fyrir sömu skiptingu mjólkurframleiðslu og er í núverandi reglugerð. Einnig voru samþykktar reglur um stjórnun kindakjötsfram- leiðslu. Gert er ráð fyrir að gefa út nýj- ar reglur um mjólkurfram- leiðsluna þegar búið er að aðlaga framleiðsluna markaðnum en þangað til verði að mestu stuðst við sömu úthlutunarreglur og giltu í vetur. Við úthlutun á „kvóta“ fyrir kindakjötsframleiðsluna verður tekið mið af framleiðslu tveggja undanfarinna ára við skiptingu á milli svæða. Miðað veröur við árið þegar framleiðslan var hæst. Úthlutun til einstakra bænda miðast við svo kallað fullvirðis- mark en enginn fær þó að fram- leiða meira en þegar framleiðsla hans var hæst undanfarin þrjú ár. Þeesi tvö mál fengu langmesta umfjöllun á fundinum en auk þess voru fjölmargar ályktanir og samþykktir gerðar um ýmis hags- munamál bændastéttarinnar. Má þar nefna áskorun til stjórnar Stéttarsambandsins að leita sam- vinnu við stjórnvöld um að fá hærra verð fyrir umframmjólk, þ.e. þá mjólkurframleiðslu sem er utan fullvirðisréttar á hverju verðlagsári. Þá var ítrekuð nauð- málum og markaðssetningu á dilkakjöti, bæði innan lands og utan svo ekki þurfi að koma til enn frekari fækkun sauðfjár. Fundurinn lagði mikla áherslu á að gengið yrði hið fyrsta frá búvörusamningum á milli bænda- samtakanna og landbúnaðar- ráðuneytisins fram til ársins 1990, svo bændum gæfist ráðrúm til að meta stöðu sína tímanlega með tilliti til væntanlegs framleiðslu- samdráttar. BB. 10% verð- lækkun - í tilefni 100 ára afmælisins í tilcfni af aldarafmæli Kaup- félags Eyfírðinga hefur verið ákveðið að selja ýmsar mjólk- urvörur á heildsöluverði. Um er að ræða, mjólk, léttmjólk, undanrennu, súrmjólk og rjóma. Brjánn Guðjónsson sagði í samtali við Dag að mjólkurvör- urnar myndu við þetta lækka um 10% í verði. Mjólkurlítri kostar í dag 33,20, súrmjólk 37,50, undanrenna 22,20 og 1 lítri af rjóma kostar 206,90. Viðskiptavinir KEA geta feng- ið mjólkurvörur á heildsöluverði frá og með 13. júní til 27.júní. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.