Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. júní 1986 Logi hættir meðKA Hinn geðþekki hornamaður í handknatt- lciksliöi KA Logi Már Einarsson mun ekki leika meö liðinu næsta ár. Logi heldur til Noregs í haust þar sem hann hyggst stunda nám í vetur. Aðspurður sagðist Logi sennilega ekki leika handbolta ytra. „Það er ekki nema eitt- hvert sveitaliöið þarna úti vanti traustan spil- ara,“ sagði Logi. Þurfa KA-menn nú að horfa á eftir enr einunt spilara úr liðinu sem lék í 1. deildinn í vetur. Tjömes og HSÞ-b unnu Tjörnesingar sigruðu lið Núpa með einu marki gegn engu í 4. deildinni á laugardag. Leikið var á malarvellinum á Húsavík og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunar ekki upp á það besta frekar en víða annars staðar. Sigurmarkið skoraði Friðrik Jónasson í fyrri hálfleik. Tjörnesingar fengu mörg önn- ur færi til að bæta við mörkum en tókst ekki. A Svalbarðseyrarvelli léku Æskan og HSÞ-b í sama riðli og fóru gestirnir burt með öll stigin. Mývetningar unnu sanngjarnan sigur 4:0 og komu öll mörkin í síðari háifleik. Þau gerðu þeir Skúli Hallgrímsson, Róbert Agnarsson úr víti, Hörður Benónýsson þjálf- ari og Ari Hallgrímsson. Tap og jafntefli hjá Höfðstrendingi - í 4. deildinni Höfðstrendingur frá Hofsósi lék tvo leiki í 4. deildinni í síðustu viku, báða á heimavelli. Á miðvikudag gerðu þeir 1:1 jafntefli við Ungmennafélag Svarfdæla í frekar slökum leik. Mark Dalvíkinga gerði Guðmundur Jónsson. Á föstudag léku þeir svo gegn Hvöt frá Blönduósi. Gestirnir sigruðu með einu marki gegn engu. Það var þjálfarinn, leikmaðurinn og vítaskyttan Garðar Jónsson sem skoraði sigurmarkið úr víti um miðjan fyrri hálfleik. íþróttic íslandsmótið 1. deild: Klaufskir Þórsarar stein- lágu á Skaganum - töpuðu 1:5 fyrir ÍA á laugardag „Á meðan við nýtum ekki þau færi sem við fáum vinnum við ekki leik. Skagamenn nýttu sín vel og því fór þetta svona, ann- ars var jafnræði með liðunum. Við náðum að jafna í fyrri hálf- leik og fengum mörg tækifæri til að bæta við mörkum en það tókst ekki. Og mörkin sem við fengum á okkur voru hræði- lega ódýr,“ sagði Björn Árna- son þjálfari Þórs eftir að lið hans hafði fengið sinn stærsta skell í langan tíma, er liðið tap- aði fyrir IA á Skaganum á laugardag með fimm mörkum gegn einu. Leikurinn var nokkuð vel leik- inn af báðum liðum miðað við aðstæður. En hífandi rok var á meðan leikurinn fór fram á blaut- um grasvellinum á Akranesi. Þórsarar fengu strax mjög gott færi er Siguróli Kristjánsson fékk góða sendingu inn í teig frá Hall- dóri en hann skaut framhjá í dauðafæri. Skömmu síðar komst Halldór aleinn inn fýrir þung- lamalega vörn Skagamanna en skaut framhjá í dauðafæri. Gegn gangi leiksins skora svo Skagamenn á 14. mín. er Guð- björn Tryggvason fékk stungu- bolta í gegnum vörn Þórs og skor- aði af öryggi frá vítateig. Jónas Róbertsson fékk tæki- færi til að jafna skömmu síðar er hann fékk sendingu frá vinstri inn í teig en skaut framhjá í ákjósan- legu færi. Þórsarar jafna á 28. mín. er Kristján Kristjánsson skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu frá Jónasi Róbertssyni. Og þannig var staðan í hálfleik. Þórsarar hófu síðari hálfleik af krafti en þeim tókst ekki að nýta þau færi sem þeir fengu. Aftur á móti voru færin lögð upp fyrir heimamenn og þeir þökkuðu pent fyrir í hvert skipti með því að senda knöttinn í netið hjá Baldvini markverði Þórs alls fjór- um sinnum í síðari hálfleik. Á 54. mín. komast Skagamenn yfir er Sigurður B. Jónsson skor- aði af stuttu færi eftir horn- spyrnu. 10 mín. síðar bætti Guð- björn Tryggvason við sínu öðru marki og þriðja marki heima- manna með skalla eftir langt innkast. Baldvin markvörður varði skallann en hreinlega missti boltann inn í markið. Fjórða markið skoraði Sveinbjörn Hákonarson og var það einnig frekar ódýrt mark. Sveinbjörn stal boltanum af tánum á Árna Stefánssyni og skoraði með góðu skoti í bláhornið. Fimmta markið kom svo á næstsíðustu mín. leiksins. Valgeir Bárðarson fékk knöttinn inn fyrir vörn Þórs og skoraði af öryggi. Úrslitin því eins og áður sagði 5:1 fyrir ÍA. Þórsarar áttu ekki góðan dag að þessu sinni. Sóknarmennirnir nýttu ekki þau dauðafæri sem þeir fengu og varnarmennirnir léku langt undir getu og fengu á sig mjög ódýr mörk. Skagaliðið er ekkert sérstakt. Vörnin er þung en sóknin ágæt með þá Guðbjörn og Valgeir sem bestu menn. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson og hefur hann oft gert betur. 1. deild kvenna: Öruggur Þórssigur á Haukum - á Þórsvelli á laugardag Kvennalið Þórs vann góðan Það voru þær Ingigerður Júl- sigur á Haukum á laugardag er íusdóttir skíðakona frá Dalvík og liðin mættust í 1. deildinni í Sigrún Sævarsdóttir sem skoruðu knattspyrnu. Úrslitin urðu 2:0 mörkin. Þórsstelpurnar voru betri og sá sigur getað orðið enn og unnu sanngjarnan sigur. Þetta stærri. var fyrsti sigur liðsins í deildinni í íslandsmótið 4. deild: Vaskur vann Kormák Vaskur vann sannfærandi sigur á Kormáki á laugardag. Leikið var á malarvelli KA og var mjög erfítt fyrir leikmenn lið- anna að spila knattspyrnu vegna þess hversu mikill hlið- arvindur var. Var boltinn meira og minna inni á grasvell- inum austan við malarvöllinn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru Kor- máksmenn sem náðu forystunni snemma í hálfleiknum. Vaskarar jöfnuðu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þannig var staðan í leikhléi. Síðari hálfleikur var skuldlaus eign Vaskara en þeim gekk þó illa að finna leiðina í markið. Hjálpaði vindurinn þar mikið til. Þeim tókst þó að bæta við þrem- ur mörkum áður en yfir lauk og unnu sanngjarnan 4:1 sigur. Mörkin fyrir Vask gerðu þeir Valdimar Júlíusson, Helgi Helga- son og Valþór Brynjarsson sem skoraði tvö. 2. deild kvenna: KA sigraði Grundarfjörð Kvennalið KA sem leikur í 2. deildinni í knattspyrnu vann öruggan sigur á liði Grundar- fjarðar er liðin mættust á KA- velli í gær 4:0. Leikurinn var einstefna að marki Grundarfjarðar frá upp- hafi til enda og hafði markvörður KA ekkert að gera í ntarkinu. Það var aftur meira að gera hjá stöllu hennar hinum megin á vell- mum. KA-stelpurnar skoruðu tvö mörk í hvorum hálfleik. Það voru þær Helga Finnsdóttir, Linda Hersteinsdóttir og Anna Gunn- laugsdóttir sem skoruðu mörk KA. Anna skoraði tvö mörk. Þetta var fyrsti leikur KA í deildinni og ætla stelpurnar sér ekkert annað en sigur í deildinni í ár. Bjarni Jónsson skoraði fyrir KA gegn ÍBÍ. KA-menn náðu ekki að nýta færín - og gerðu jafntefli við ÍBÍ 1:1 „Við vorum sterkari aðilinn en náðum hreinlega ekki að nýta færin sem við fengum. Nú það var spilað á möl og eyðilagði það einnig mikið fyrir okkur. En umfram allt þá nýttum við ekki færin og því fór sem fór.“ Þetta sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA er blm. spurði hann álits á leik KA og ÍBÍ. í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum, mikið um miðju- baráttu en lítið um færi. Leik- menn virtust eiga í miklum erfið- leikum með að hemja boltann en spilað var á slæmum malarvelli þeirra ísfirðinga. Besta færi f.h. féll í hlut KA Tryggvi Gunnars- son komst einn inn fyrir vörn ÍBÍ en hann missti boltann of langt frá sér og fór því gott færi forgörð- um. Seinni hálfleikur var hraðari og skemmtilegri en sá fyrri. ísfirð- ingar skoruðu snemma og virkaði markið eins og vítamínsprauta á KA liðið. Sem náði betri tökum á miðjunni og áttu leikmenn fjöl- mörg færi til að gera út um ísfirð- ingana. En þrátt fyrir góð færi þá tókst KA ekki að jafna fyrr en 10 mín. voru til leiksloka. Auka- spyrna var tekin á hægri væng og barst hár bolti inn í vítateig ÍBI þar náði Eyjólfur Hilmarsson að koma boltanum aftur fyrir til Bjarna Jónssonar sem potaði inn af stuttu færi. Eftir jöfnunar-' markið sótti KA látlaust en tókst ekki að skora þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Lið KA var jafnt og ekki hægt að nefna neinn yfirburða mann. Hjá ÍBÍ voru þeir Haukur Magn- ússon og Óli Pedersen ferskastir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.