Dagur - 16.06.1986, Side 11

Dagur - 16.06.1986, Side 11
16. júní 1986 - DAGUR - 11 sem vitað var að hefði horfið á þessum slóðum á undanförnum árum. Sá grunur hafði lengi verið á kreiki, að Richard Houseman og Francis Iles, ásamt hinum dularfulla veitingahúseiganda Henry Terry, kynnu að hafa einhverjar upplýsingar um mannshvarfið. Nú voru þeir yfirheyrðir af dómaranum. Er þeim var sýnt eitt beinanna, urðu Houseman á örlagarík mistök. „Petta er ekki fremur bein af Dan Clark en sjálfum mér,“ hrökk upp úr honum. Þegar nánar var gengið á hann, gaf hann þá skýringu að kunn- ingi sinn 'nefði séð Clark á veg- inum út frá Knaresborough nokkru eftir að hann hvarf. En síðan snéri hann við blaðinu og sagðist hafa heyrt að önnur beinagrind hefði fundist í St. Roberts hellinum. Dómarinn var óheflaður náungi að nafni William Thornton, sem hafði stjórnað herdeild, „Yorkshire Blues“, í uppreisninni 1745. Aðstoðar- maður hans við þessa rannsókn var John Metcalfe, vegagerðar- maður, þekktur undir nafninu blindi Jack í Knaresborough. Þeir fyrirskipuðu rannsókn á hellinum. Langt inni fannst önnur beinagrind, hnakkinn á hauskúpunni var þrykktur inn á við, eins og hann hefði orðið fyrir þungu höggi. í kjölfar þessa spennandi fundar, fylgdi atburður, ekki síður spennandi: Anna Aram bað um að fá að hitta dómar- ann. Rannsóknarréttinum til mikillar furðu, gaf hún þá yfir- lýsingu að hún héldi að hinn horfni eiginmaður sinn ásamt Houseman og óþekktum aðstoðarmanni, hefðu myrt Clark nóttina sem hann hvarf. Hún hefði séð þá fjóra fara út saman, en seinna hefðu aðeins Houseman, Aram og aðstoð- armaðurinn snúið til baka. Aram og Houseman hefðu komið inn í eldhús til hennar og skipað henni að kveikja upp í arninum. Að því er hún áleit höfðu þeir brennt þar talsvert af fatnaði, ef dæma mátti af tau- bútum sem hún fann morguninn eftir. Hún skýrði líka frá því að Houseman, sem var sköllótt- ur og venjulega með hárkollu, hefði beðið um vasaklút til að skýla höfðinu fyrir kuldanum. Þegar hann skiiaði vasaklútnum aftur var hann blóðflekkóttur. Handtaka Arams Rannsóknarréttinum virðist hafa verið vel kunnugt um dval- arstað Arams í Norfolk - en það hefði vissulega átt að teljast honum til málsvarnar að hvorki í London né Kings Lynn hafði hann eert minnstu tilraun til að fara huldu höfði. 18. ágúst bar rétturinn fram ákæru á hendur Houseman og Aram fyrir að hafa myrt Clark og tveir lög- regluþjónar voru sendir suður með póstvagni til að handtaka Aram. Eða samkvæmt túlkun Thomas Hood: „Tveir stjörnuprýddir menn lögðu upp frá Lynn gegnum kulda og þokumistur og Eugene Aram gekk á milli þeirra með handjárn um úlnliðina.“ Stuttu seinna var Aram yfir- heyrður af Thornton dómara. Aram hafði góða stjórn á sér, hann sagðist þekkja Clark frá fyrri tíð en myndi lítið eftir hon- um og vissi ekkert um morðið. Er hann var borinn sökum um að hafa verið í fylgd með Clark kvöldið sem hann hvarf, sagði Aram aðeins að hann „minntist Fletcher Norton, sem á barnum gekk undir nafninu Ágjarni nautshaus. Mörgum samtíma- mönnum var illa við Norton, t.d. Horace Walpole og John Wilkes. Samkvæmt því sem Mansfield lávarður segir var hann „afar líklegur til að hafa áhrif á kviðdóminn og þegar hann var annars vegar taldi ég mun erfiðara að koma í veg fyr- ir að ranglátur dómur yrði kveðinn upp en nokkru sinni ella“. Þegar Aram tók sér stöðu í stúkunni, byrjaði hann á því að afsaka vankunnáttu sína á réttarsiðum og bað auðmjúk- lega um athygli dómarans „á meðan ég einn og ókunnugur, sviptur vinum og án verjanda, segi nokkur orð mér til varnar". Næsta klukkutímann talaði uqj*mt \ ..... : '■ ■ ................................................................................................................................,1. réðst hann gegn læknisfræðilegu sönnunargögnunum og spurði hvort nokkur leið væri að full- yrða um kynferði beinagrindar (á þessum tíma var þetta ófram- kvæmanlegt). Hann benti einn- ig á sex eða sjö tilvik þar sem mannabein hefðu fundist í hell- um og „vistarverum einsetu- manna“. Hver nema „eilífðin allsvitandi“ gæti sagt til um af hverjum þau væru? Varðandi áverkana á hauskúpunni - voru þeir gerðir fyrir eða eftir dauð- ann? Hann benti á að bein Williams erkibiskups í York hefðu verið grafin upp árið 1783 og höfuðkúpubeinin hefðu þá verið brotin, þótt hann hefði sannarlega ekki látist vegna áverka. Það var einnig staðreynd að eftir siðaskiptin voru heilagir staðir lagðir í rúst og grand- skoðaðir, mikið af beinum var þá mölbrotið í „helgum" gröf- um og grafhýsum. Ennfremur fór Knaresborough kastali ekki varhluta af ofbeldisverkunum, þegar hann var í umsátri í borg- arastríðinu og var þá lagður í rúst. Hvernig gætu þeir vitað að þessi bein sem fundust þar rétt hjá væru ekki leifar fórnar- lamba stríðsins? Að lokum taldi hann upp u.þ.b. sex tilvik þar sem fólk hafði horfið á þeim tíma sem morð var framið eða hafi hugsanlega verið framið og menn hafi verið bornir röngum tsamB \ v '' : ... ‘ ' . tt'.H •' ... .'l.« v'.\,.,| .. . • '.V. þess ekki“. Síðar í þessum rnánuði voru Aram og Houseman settir í York fangelsið ásamt hóteleig- andanum Terry. Terry var ákærður fyrir að hafa tekið á móti stolnum verðmætum sem Clark hafði komist yfir með svikum og síðan stolið þeim frá honum, eftir að hann hafði ver- ið myrtur. Þremenningarnir voru í fangelsi í eitt ár. I mars 1759 gekkst Houseman inn á að veita upplýsingar gegn því að fá að halda lífi. Hann skýrði frá því að nóttina sem Clark hvarf, hafi hann ásamt Aram, Henry Terry og Francis lles hitt Clark og komist að því hvar hann geymdi vörur sem þeir vissu að hann hafði fengið. Síðar hafði Aram lokkað skósmiðinn til St. Roberts hellis og þeir höfðu séð hann veita honum högg í hnakkann og draga líkamann inn í hellinn. Aram hafði birst aftur, þvegið sér um hendurnar í nærliggjandi á og síðan hafði hann hótað Houseman lífláti ef hann einhvern tíma vogaði sér að segja frá þessum atburði. Þetta var megininnihald ákærunnar þegar hún var birt Justice Noel föstudaginn 3. ágúst 1759. Ákærandinn var hann lágri ákveðinni röddu. Þarna hélt hann fyrir réttinum, það sem 19. aldar lögfræðingur- inn Norison Scatcherd kallar, bestu varnarræðu fyrr og síðar. Fyrst gerði hann að umræðuefni flekklaust líferni sitt, bæði í Knaresborough og Kings Lynn. Síðan minnti hann á að um það leyti sem glæpurinn var framinn, hafi hann þurft að ganga við hækjur í tæplega hálft ár af völdum sjúkdóms. Hvern- ig hefði hann átt að vera fær um að drýgja slíkan verknað undir þessum kringumstæðum, „án orku - án ástæðu - án tilgangs“? í þriðja lagi sagði hann að ver-; knaður af þessu tagi væri undantekningarlaust sprottinn af „ágirnd, óhófi eða ill- girni . . . og ég þjáist ekki af þessum löstum . . . enginn sem þekkir mig mun nokkru sinni draga þetta í efa“. Aram snéri sé>: síðan að því að afsanna þá fullyrðingu að hvarf Clarks þýddi að hann hlyti að vera dauður, en gæti ekki allt eins verið sprelllifandi á ein- hverjum afviknum stað. Þá sökum en verið látnir lausir, þegar „fórnarlömb" þeirra skutu upp kollinum eða hinn raunverulegi morðingi hafi fundist síðar meir. Hann lauk orðum sínum þannig: „Að lokinni árs fangavist verða örlög mín ráðin og fel ég mig í hendur dómgreind, rétt- lætishugsun og mannkærleika yðar hágöfgi, svo og ykkar, landa minna, þeiðursmanna sem í kviðdómnum sitja.“ Á síðari árum hefur varnar- ræða Arams vakið ntikla athygli þeirra sem fjallað hafa um réttarsannanir, einkum frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Á þessum tíma kom það Aram þó að litlu gagni, því kviðdómur- inn kvað upp úrskurðinn sekur, af ástæðu sem ekki er unnt að skýra í dag. Hann var dæmdur til að hengjast næsta mánudag í Knavesmire, síðan skyldi hann sveipaður í segldúk og hengdur upp í gálga í Knaresborough skógi. Aram varði helginni við ákaf- ar bréfaskriftir, hann skrifaði séra Collins, presti í Knaresbor- ough og gerði breytingar á hinu gríðarlega ritsafni sínu um hebreska, keltneska, gríska og latneska málfræði. Þetta verk skilaði tilætluðum árangri því 1777 var hann tekinn í lærðra mann tölu, samkvæmt tilkynn- ingu í Biographica Brittanica útgefið af Kippis og í þýska Lexíkoninu útgefnu af Adelung 1784. Er séra Collins kom í fylgd embættismanna til að sækja Aram í „bölvunarklefann" í York kastala, þar sem Dick Turpin hafði lamast nokkrum árum áður, fundu þeir varlega orðaða réttlætingu fyrir sjálfs- morði, stutt kvæði og blóðugan rakhníf. Aram hafði rist skurð á vinstri handlegg sinn. Skurð- læknar lífguðu hann við, svo hægt væri að fara með hann í gálgann en samkvæmt lýsingu áhorfanda, leit hann þó út fyrir að vera „steindauður" áður en hann var „líflátinn“. Áminning fyrir misgerðarmenn Líkami Arams hékk í gálganum í nær 20 ár, sem eins konar áminning fyrir misgerðarmenn. og leystist hann smám saman upp. Sagan segir að yngsta dótt- ir hans hafi safnað bitunum kirfilega saman, um leið og þeir duttu niður, og látið grafa þá samkvæmt kirkjusiðum. Maður að nafni dr. Hutchinson í Knaresborough fjarlægði að lokum hauskúpuna frá járn- hringnum með því að skera hana sundur í miðjunni til að losa hana. Að lokum hafnaði hún á skurðlækningasafni í Royal Collega. Henry Terry, veitingahúseig- andinn, var sýknaður og hvarf eftir að skrílshópur gerði tilraun til að brenna niður veitingahús- ið. Bæði Houseman og hinn leyndardómsfulli Iles voru hundeltir meðan þeir lifðu. Þeg- ar Houseman dó árið 1777, var hann fluttur frá Knaresborough „vegna ótta um að bæjarbúar myndu rífa líkið í tætlur". Nú er ekkert eftir sem minnir á Eugene Aram, burtséð frá nokkrum samtíma skýrslum og hinni leyndardómsfullu haus- 'kúpu, nema hillufylli af ljúfsár- um viktoríönskum bókmennt- um - og að sjálfsögðu þessi ýtna spurning: Gerði hann það eða gerði hann það ekki? Þrátt fyrir næg rök, með og á móti, virðist ólíklegt að sannleikurinn komi nokkurn tíma í ljós. Þýtt af Guðrúnu Hallgrímsdóttur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.