Dagur - 16.06.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 16. júní 1986
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Óseyri 7, Akureyri, þinglesinni eign Híbýlis
h.f. fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gunnars
Sólnes hrl. og Eggerts Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu-
daginn 20. júní 1986, kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 33. tbl.'Lögbirtingablaðsins 1986
á fasteigninni Norðurgata 47, Akureyri, þinglesinni eign
Jóhanns K. Sigurðssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Árna Páls-
sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júni 1986, kl.
16.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981
á fasteigninni Óseyri 4, Akureyri, þinglesinni eign Haga h.f. fer
fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs, Gunnars Sólnes hrl., inn-
heimtumanns ríkissjóðs, Hákonar H. Kristjónssonar hdl. og
Benedikts Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20.
júní 1986, kl. 17.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
högni._____________________
Tíkarleg pólitík
Það er skrítin tík þessi pólitík.
Stundum getur hún meira að
segja verið svolítið skemmtileg.
Þessa dagana eru allir fjölmiðl-
ar yfirfullir af fréttum um svo-
kallaða meirihluta. Eiginlega
hef ég fáfróður, aldrei almenni-
lega skilið til hvurs þessir meiri-
hlutar eru. En mjög stjórnmála-
lega sinnaður kunningi minn,
sagði mér um daginn, að þessir
meirihlutar væru ekki til neins
annars, en að hægt væri að
kenna þeim um allt illt fyrir
næstu kosningar. Annað gagn
væri ekki að þeim, - en þetta er
nú líka all-nokkuð. En hamingj-
an sanna, ég ætla ekki að
hætta mér of mikið út í þessa
sálma.
Annað mál er það, að „kuffé-
lagið okkar" er alveg að verða
hundrað ára. Að sjálfsögðu
verður tímamótanna minnst á
viðeigandi hátt. Útvarpið sagði
frá væntanlegri afmælisveislu í
hádegisfréttum um daginn. Þar
kom vel fram hvað ein lítil
komma skiptir stundum miklu
máli. Eftir að þulurinn hafði sagt
frá væntanlegri veislu, sem
halda á starfsmönnum KEA,
sagði hann: En starfsmenn
kaupfélagsins eru margir
þannig, - að halda verður tvær
veislur. Að sjálfsögðu skildi ég
fréttina sem svo, að starfsmenn
KEA væru margir þannig gerðir,
að þeir væru óvenju frekir til
matar og drykkjar og yrðu eng-
an veginn mettir á einu kvöldi.
Tvær veislur væru lágmark. En
eftir nánari umhugsun, fannst
mér heldur ósennilegt að farið
væri að tiunda það í fjölmiðlum
þótt starfsmenn KEA væru mat-
lystugir menn og jafnvel þyrstir.
Það hefur hingað til ekki þótt
sérstaklega fréttnæmt á íslandi.
Þá var mér bent á, að trúlega
hefði komman ekki lent á rétt-
um stað. Hér hefði átt að lesa:
Starfsmenn kaupfélagsins eru
margir, - þannig að halda verð-
ur tvær veislur. Og sennilega
var þetta meiningin.
Auðvitað er ekkert nema gott
eitt um það að segja, þó haldn-
ar séu afmælisveislur, ein, tvær
eða fleiri. En ég sakna þó eins,
sem ég var að vona að yrði
fastur liður á afmælum „kuffé-
lagsins". Á ég þar við þær þén-
legu „ráp-tuðrur“, sem félagar
KEA fengu í afmælisgjöf á sjö-
tíu og fimm ára afmælinu. Þetta
voru hinir eigulegustu gripir og
flokkuðust eiginlega undir það
að vera „nytjalist". Fljótlega
voru þær Iíka kenndar við kaup-
félagsstjórann og kallaðar
„Jakobínur". Nú er Jakob
blessaður hættur, svo ekki get-
um við vænst þess að fá
„Jakobínur" að þessu sinni. En
væri ekki hægt að gefa okkur
„Vals-skjóður“ í staðinn? Ég
skora hér með á meirihlutann í
kaupfélagsstjórninni að taka
þetta mál til athugunar sem
fyrst og eigi síðar en eins og
skot. Högni
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986
á fasteigninni Lundargata 9, Akureyri, þinglesinni eign Ragn-
heiðar G. Hreinsdóttur, fer fram eftir kröfu Árna Pálssonar
hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1986, kl. 15.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986
á fasteigninni Grenivellir 16, neðri hæð, Akureyri, þinglesinni
eign Steindórs Kárasonar, fer fram eftir kröfu Árna Pálssonar
hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1986, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Fjölnisgötu 6, B og C-hluta, Akureyri,
þinglesinni eign Norðurfells h.f. fer fram eftir kröfu Benedikts
Ólafssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri
föstudaginn 20. júní 1986, kl. 17.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 43., 50. og 53. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Borgarhlíð 6A, Akureyri, þinglesinni eign
Jakobs Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands-
banka íslands, Brunabótafélags fslands, innheimtumanns
ríkissjóðs og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn
20. júní 1986, kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 28., 30. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986
á fasteigninni Kalbaksgata 5, Akureyri, þinglesinni eign Ofna-
smiðju Norðurlands, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags
fslands og Skúla Bjarnasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag-
inn 20. júni 1986, kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Rimasfðu 19, Akureyri, þinglesinni eign
Sigurðar Ákasonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl„
Gunnars Sólnes hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands, á
eigninni sjálfri föstudaginn 20. júní 1986, kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
* Hefur þú athugað *
nýlega hvað við
höfum á boðstólum?
Sjáðu til:
Eitt besta úrval af
prjónagarni sem völ er á:
Þetta gamla góða Patons,
10 tegundir.
Dorothe Bes 6 tegundir.
Phildar 3 teg., Jager 4 teg.,
Kattens 4 teg.
Uppskriftir og allt sem þarf
í prjónaskapinn.
Við erum alltaf með ný
model til sýnis í versluninni.
Ath. Nýjustu tísku.
Hannyrðavörur í úrvali
á mjög góðu verði.
T.d. Klukkustrengi,
íslandsmyndina
vinsælu.
Fallegar veggmyndir og
dúka og dúkaefni sem
hægt er að sauma út í.
Blúndur í stíl.
Við getum saumað
eftir máli.
Ateiknuð vöggusett og puntuhandklæði
á aðeins 340 kr.
r
Ateiknaðar myndir. Svo erum við líka með
vefnaðarvöru í úrvali. Það nýjasta,
svart og hvítt.
Allavega munstrað, einlitt, köflótt.
Jogging og hvaðeina.
Líttu inn og sjáðu hvað við getum gert