Dagur - 10.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 10. júlí 1986
126. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
„Þann 30. júní tókum við upp
fyrstu kartöflurnar og þær
voru þrælgóðar. Við teljum
okkur hafa þá aðstöðu að geta
komið nýjum kartöflum á
markað á undan öðrum,“
sagði Gunnar Björnsson í
Sandfellshaga við Öxarfjörð.
Hann stundar kartöfíurækt
ásamt félaga sínum Sigþóri
Þórarinssyni og nefnist fyrir-
tæki þeirra félaga „Mónaco“.
Þetta er þriðja árið sem þer
stunda kartöfluræktina og hal'a
þeir aukið útsæðið um helming
árlega. Þann 8. maí settu þeir
niður úr 115 tuttugu og fimm
kílóa pokum. Garðar þeirra eru á
jarðhitasvæðinu í Öxarfirði, í
sendnu landi en moldarblönduðu
og mun jarðhitinn flýta fyrir
sprettunni.
Gunnar taldi að aðaluppskeru-
tíminn yrði í seinni hluta júlí-
mánaðar. Hann hefur stundað
nám í Búnaðarskólanum að
Hvanneyri með kartöflurækt
sem valgrein en sagði að alltaf
væri erfitt fyrir byrjendur að
vinna sér fastan sess á markaði.
IM.
Sigló:
Nóg að gera
í fiskvinnslunni
Á Siglufirði er nóg að gera í
fískvinnslunni og frekar er að
vanti fólk en hitt, vegna
sumarleyfa fastra starfsmanna.
Stöðug vinna hefur verið í
frystihúsunum og oft unnið á
laugardögum. Á mánudag var
landað tæpum 130 tonnum úr
Stálvíkinni, mest megnis karfa.
þá.
um flutning felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur
- Tillaga
Á fundi stjórnar Byggðastofn-
unar í gær var tillaga Geirs
Gunnarssonar um að flytja
Byggðastofnun til Akureyrar
felld með fjórum atkvæðum
gegn tveimur en einn stjórn-
armanna sat hjá. Byggðastofn-
un verður því áfram í Reykja-
vík, eins og reyndar margir
þóttust sjá fyrir.
Flutningur Byggðastofnunar
kom fyrst til umræðu fyrir u.þ.b.
ári, þegar Framkvæmdastofnun
var lögð niður og Byggðastofnun
sett á laggirnar í staðinn. Ráð-
gjafafyrirtækið Hagvangur var
fengið til að gera úttekt á kostum
þess og göllum að flytja stofnun-
ina og þótti ýmislegt í Hagvangs-
skýrslunni gefa það til kynna að
vilji ráðamanna fyrir flutningi
stofnunarinnar út á land væri
lítill.
Á stjórnarfundinum í gær
greiddu þeir Geir Gunnarsson og
Halldór Blöndal atkvæði með
flutningnum en Ólafur Þ. Þórðar-
son, Stefán Guðmundsson, Ólaf-
ur G. Einarsson og Eggert Hauk-
dal voru á móti. Kristján
Jóhannsson sat hjá.
Það sem vekur sérstaka athygli
við þessa atkvæðagreiðslu er
aðallega tvennt. Annars vegar
það að framsóknarmennirnir í
stjórn Byggðastofnunar skyldu
fella tillöguna og hins vegar að
nýkjörinn bæjarstjóri á Akur-
eyri, Sigfús Jónsson, sem sæti á í
stjórn Byggðastofnunar, skuli
hafa tekið þann kostinn að víkja
úr stjórninni við afgreiðslu þessa
eina máls og eftirláta varamanni
sínum, Kristjáni Jóhannssyni
sætið, en Kristján sat síðan hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Sigfús Jónsson lýsti því yfir í
ræðu á þingi Fjórðungssambands
Norðlendinga á Laugum í ágúst í
fyrra að hann væri fylgjandi
flutningi byggðastofnunar
norður. Þá var Sigfús sveitar-
stjóri á Skagaströnd. Við sama
tækifæri skoraði hann á Stefán
Guðmundsson að styðja sig í
þessu máli. En þegar til kastanna
kom ákvað Sigfús að taka ekki
þátt í atkvæðagreiðslunni þótt
um mikið hagsmunamál fyrir
Akureyringa og reyndar allt
landsbyggðarfólk væri að ræða.
Þessar lyktir málsins eru von-
brigði fyrir marga, því almennt
var litið á þetta mál sem prófmál
fyrir flutning stofnana af höfuð-
borgarsvæðinu út á land. Nú er
að sjá hvort þessi afgreiðsla verði
stefnumarkandi varðandi
kennslu á háskólastigi á Akur-
eyri. BB.
Málari, sem var að störfum í körfubfl utan á húsinu að Glerárgötu 34, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu
um hádegið ■ gær. Bóman sem karfan er fest á gaf sig og féll og málarinn fylgdi auðvitað með. Fallið endaði á milli-
þaki hússins, sem skemmdist talsvert við höggið en maðurinn slapp með skrámur og skrekkinn, því hann kastaði sér
úr körfunni um leið og hún lenti á þakinu. Fullyrða má að meiðsli mannsins hefðu orðið af öðrum og alvarlegri toga
ef óhappið hefði orðið annars staðar við húsið, því þá hefði bóman fallið alla leið til jarðar, eina 15 metra eða svo.
Skömmu áður en óhappið varð voru tveir málarar ■ körfunni en annar þeirra brá sér sem snöggvast ■ pósthúsið að
greiða reikning. Fullyrða má að sú ferð hans hafi engu að síður verið til fjár. Ekki var með öllu Ijóst hvað olli því
að bóma kranabílsins gaf sig en rannsókn mun væntanlega leiða það í ljós. Mynd. BV
Nýjar
„íslenskar"
í júní
Byggðastofnun verður
ekki flutt norður
Verkkaupar sútunarverksmiðjunnar á Grænlandi:
Tilbúnir til samninga við Eyfirska
verictaka á breyttum forsendum
„Við ræddum bara við þá sem
standa að sútuninni, um skóla-
bygginguna vitum við ekkert
ennþá. Það kom strax í Ijós að
þeir eru hræddir um að það
verði einhver vandamál með
að fá handa okkur atvinnu-
leyfí. En að því gefnu, að við
fáum atvinnuleyfíð, eru þeir
tilbúnir að ganga til samninga
við okkur, en þó á dálítið
breyttum forsendum,“ sagði
Franz Árnason hjá Norður-
verki h.f., en Norðurverk er
eitt þeirra fyrirtækja sem
mynda Eyfírska verktaka.
Menn á vegum Eyfírskra verk-
taka eru nú nýkomnir frá Dan-
mörku, en þar ræddu þeir við
verkkaupa að sútunarverk-
smiðju þeirri á Grænlandi,
sem Eyfírskir verktakar gerðu
tilboð í, og greint hefur verið
frá hér í blaðinu.
„Þetta verk var boðið út í
þremur áföngum og þeir eru, eins
og er, ekki tilbúnir til viðræðna
við okkur nema um 1. og 3.
áfanga, en í þá áfanga áttum við
lægstu tilboðin. Verkinu hefur
seinkað mjög, undirbúnings-
vinna, sem átti að vera lokið, er
ekki hafin og þ.a.l. óskuðu þeir
eftir því að við byðum ný verð í
verkin því þeir eru búnir að sjá
að þeir koma þessu ckki af fyrir
veturinn. Við þessu vildu þeir fá
svar sl. mánudag en við neituðum
því, sökum þess að við þurfum að
fá svar við skólabyggingunni áður
en við förum að taka verk sem
eru svo lítil að ekki borgar sig að
taka þau ein og sér. Við fórum
fram á að fá að skila þessum
breyttu tilboðum í lok næstu viku
og það var samþykkt. Niðurstað-
an er því sú að ef við fáum skól-
ann þá höfum við alla möguleika
á að fá þessa tvo áfanga ef við
höfum áhuga á því,“ sagði Franz.
Aðspurður sagði Franz að mál-
in myndu eitthvað skýrast varð-
andi skólabygginguna í dag eða á
morgun. „Þá ættum við a.m.k. að
sjá hvort unnt verður að ganga til
samninga við þá sern buðu út
skólann. Það er nú ljóst að hann
verður eitthvað dýrari en reiknað
var með og þeir eru nú að bræða
það með sér hvort þeir eigi að
bjóða hann út aftur eða taka ein-
hverju þeirra tilboða sem þeir
tengu, eða jafnvel geyma þetta
aðeins.
Mér sýnist hæpið að við tökum
sutunina ef skólinn dettur út,
nema þá að við gætum einhvern
veginn barið það í gegn að við
fengjum alla þrjá áfangana,“
sagði Franz.
Franz sagðist vera talsvert
bjartsýnn á að atvinnuleyfið
myndi fást, það virtist vera fullur
vilji hjá yfirvöldunt í Grænlandi
að koma því máli fljótt í gegn og
litlar líkur væru á að því yrði
hafnað. JHB