Dagur - 22.07.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 22.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 22. júlí 1986 134. tölublað FILMUHÚSIÐ Hatnarstræti 106 Simi 22771 Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbunar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Loðnuvertíðin hafin: Mun lægra loðnu- vetð en fyrri ár „Það var fundur um daginn þar sem rætt var hvort mögu- legt yrði að koma á frjálsu loðnuverði. Það reyndist ekki mögulegt þannig að málinu var vísað til yfirnefndar Verðlags- ráðs og fyrsti fundur hennar um málið verður í dag,“ sagði Andrés Finnbogason, hjá jloðnunefnd, í gær þegar Dag- ur innti hann eftir ákvörðunum um loðnuverðið, en loðnuver- tíðin er nú hafin. Andrés sagði ólíklegt að kom- ist yrði að samkomulagi um verð- lagninguna strax á fyrsta fundi, ómögulegt væri að segja til um hvenær loðnuverðið myndi liggja fyrir. „Pað er alveg ljóst að loðnu- verðið verður þó nokkuð lægra en áður, það vita allir. Verð á lýs- inu er miklu lægra í dag en það hefur verið og þar af leiðandi lækkar hráefnisverðið líka. Það kom annað á markaðinn sem menn nota talsvert mikið í stað- inn fyrir lýsið og því lækkaði það í verði,“ sagði Andrés. Loðnuvertíðin byrjar óvenju- snemma í ár, en hún byrjaði um mánaðamótin júlí, ágúst í fyrra. Andrés sagði að þetta væri þó ekki byrjað af neinum krafti enn, sjálfsagt spilaði loðnuverðið eitthvað inn í það. Menn hefðu yfirleitt keppst við að byrja um leið og þeir mættu, en þó loðnan væri til staðar nú, mætti búast við að menn byrjuðu almennt ekki fyrr en um mánaðamót. JHB Seinkun á afhend- ingu Drangeyjar Ungu kynslóðinni var skemmt þegar trúður frá Cirkus Arena hópnum lék listir sínar í Miðbæ Akureyrar í gærdag. Astæða er til að benda á að skemmtunin verður í íþróttasvæði Þórs við Glerárskóla en ekki við Höllina eins og segir á plakatinu, sem trúðurinn heldur á. Mynd: kga Verslunarmannahelgin á Akureyri: Sirkus á Þórsvelli Nú er Ijóst að seinkun verður á afhendingu Drangeyjar frá þýsku skipasmíðastöðinni þar sem gerðar voru miklar breyt- ingar á skipinu. Að sögn Bjarka Tryggvasonar fram- kvæmdastjóra útgerðarfélags- ins á skipið að fara út úr stöð- inni þann 3. ágúst og er það 18 dögum seinna en samningur- inn hljóðar upp á. Sagði Bjarki þetta vera mjög óviturlegt hjá Þjóðverjum, en taldi orsakirnar vera þau umbrot sem urðu þegar hluti af sam- “RefurhnT reyndist snæugla Þrír ntenn voru nýlega á ferð á hestúm um norðanvert miðhálendið. Ráku þeir þá augun í eitthvað kvikt sem þeir töldu fyrst að væri refur, en þcgar fyrirbærið hóf sig til flugs sáu þeir að svo gat ekki verið, enda var þar á ferðinni snæugla ein mikil. Að sögn eins ferðalanganna er sjaldgæft orðið að sjá snæugl- ur hér á landi og er raunar talið að stofninn sé í verulegri útrým- ingarhættu og að örfáir fuglar séu eftir á landinu. Samkvæmt frásögn eins reið- mannsins var ugla þessi mjög stór og giskaði hann á að væng- hafið hafi verið svipað og á álft. HS steypunni sem skipasmíðastöðin er í var tekinn til gjaldþrota- skipta. Mjög hafi þá hægt á vinn- unni. Eins vissi hann ekki til að neitt íslenskt skip hefði farið í eins gagngerar breytingar í Þýskalandi og Drangeyin og gæti það verið hluti af ástæðum seink- unarinnar. Skapti á að koma út úr stöðinni samkvæmt samningi þann 5. ágúst og sagðist Bjarki enn ekki vita um neinar breytingar á því. „Það hefur verið töluverð umferð inn í Hvannalindir og Kverkfjöll síðan vegurinn opn- aðist fyrir rösklega hálfum mánuði, gott mannlíf og mikið um að vera,“ sagði Konráð Jóhannsson, landvörður Nátt- úruverndarráðs á þessum stöðum. Konráð sagði að mjög gott væri að komast þarna inn eftir núna, þ.e. á stærri bílum. Vegur- inn er nýheflaður og góður miðað við aðstæður, en ekki er ráðlagt að fara á litlum fólksbílum. Sums staðar er yfir hraun og jökulruðn- inga að fara, sem getur stór- skemmt bíla sem eru of lágir fyrir þess háttar færð. Laugardaginn 2. ágúst og sunnudaginn 3. ágúst verður sirkus á íþróttasvæði Þórs í Glerárhverfí. Þarna verður á ferðinni hópur sem kallar sig Cirkus Arena, en í honum eru um 60 fjölleikamenn frá 10 þjóðum. Tvær sýningar verða Það sem veldur því e.t.v. fyrst og fremst hve mikið hefur verið um að vera upp á síðkastið eru miklar framkvæmdir á svæðinu. Verið er að stækka Sigurðarskála um helming og setja nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum skammt ofan við Upptyppinga. Þar með opn- ast leiðin frá Herðubreiðarlindum í Kverkfjöll og sparast við það 86 km í akstri milli þessara staða. Vonast er til að brúargerðinni ljúki fyrir verslunarmannahelg- ina. Aðaláhyggjuefni Náttúru- verndarráðs og landvarðanna sem þarna starfa er það að ekki takist að leggja góðan veg upp með Jökulsá að austan, frá nýju brúnni og beint inn í Kverkfjöll. hvorn dag og eru þær kl. 16 og 20. Þessi hópur er Akureyringum að góðu kunnur, en hann var hér á ferðinni fyrir þremur árum. Hann er nú að koma úr langri sýningarferð frá Svíþjóð og Nor- egi og eftir að hann hefur sýnt Takist þetta ekki myndast tvöfalt gegnumstreymi af umferð um Hvannalindir, en náttúran þar er mjög viðkvæm. Konráð Jóhannsson sagði að í góðu sumri kæmu milli 4500 og 5000 manns í Kverkfjöll og væru útlendingar í miklum meirihluta. Fyrir þetta fólk eru öræfin mikil upplifun, því ísland er eitt örfárra landa sem er ósnortið og þar sem villt og frjáls náttúran skartar sínu fegursta, jafnframt því sem landið er ennþá í mótun. Fyrir fólk sem þekkir ekkert ann- að en þrælskipulagt land eins og t.d. í Evrópu, sem er eins og einn stór lystigarður, eru öræfin ævin- týraheimur, að sögn Konráðs. HS hér á Akureyri mun hann halda til Reykjavíkur og halda þar nokkrar sýningar áður en hann heldur utan á ný. Sýningar þessa hóps eru einkar glæsilegar, en þeir hafa nú með í förinni nýtt tjald sem tekur um 2000 manns í sæti. Sýningarnar eru mjög stilltar inn á hláturtaug- ar áhorfenda og er trúðum og öðrum skemmtikröftum ætlað að sjá um það. Auk trúðanna er fjöldi annarra skemmtikrafta með í förinni og má þar m.a. nefna töframenn. fimleikamenn, fólk sem leikur ýmsar listir með boltum og keilum, línudansara, átta manna hljómsveit frá Póll- andi, auk margra annarra. Forsala aðgöngumiða er þegar hafin og fer hún fram í verslun- inni Kompunni í Skipagötu. Mið- ar verða einnig til sölu við inn- ganginn. Full ástæða er til að hvetja Akureyringa og nærsveitamenn til að fjölmenna á þessar sýning- ar, en þær hljóta að teljast merki- legur viðburður hérlendis. JHB Hörgá og Eyjafjarðará: Bleikjan er komin Veiðivörður kom brosandi inn á ritstjórn Dags og tilkynnti að bleikjan væri komin í Hörgá og Eyjafjarðará. Nú geta menn byrjað að kasta í góða veðrinu og fengið 2-4 punda fisk. Mikil umferð um Hvannalindir - framkvæmdum við nýja brú að Ijúka og Sigurðarskáii stækkaður um helming

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.