Dagur - 06.08.1986, Blaðsíða 1
Filman þin
á skiiiö þaö
besta1
FILMUHÚSIÐ
Hafnarstræti 106 Sfmi 22771 Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opiö á
laugardögum
frá kl. 9-12.
Afurðalán til fiskeldis:
„Bankamir eru
ragir við málið“
- segir Gunnlaugur Sigmundsson hjá
Framkvæmdastofnun
Afurðalán til fískeldis hafa
verið mikið deilumál upp á síð-
kastið. Lausn þeirrar deilu
virðist ekki vera í sjónmáli.
Mikil mismunun hefur verið á
þeim stöðvum sem tekið hafa
erlend lán og þeim sem tekið
hafa innlend lán. Erlendu
bankastofnanirnar lána fyrir-
tækjunum nefnilega einnig
rekstrarfé, en það fá fyrirtækin
sem fá lánað hérlendis ekki.
Framkvæmdastofnun fór þess á
leit við bankana að þeir tækju
veð í fiskinum. En þá ráku menn
sig á að veðlög leyfðu ekki að
taka veð í lifandi fiski. Pví var
samið nýtt frumvarp til laga um
breytingar á veðlögum, sem var
samþykkt. Síðan var rætt við
nokkur tryggingarfélög um að
þau biðu upp á tryggingar fyrir
fiskeldisfyrirtæki. Þá átti að vera
kominn grundvöllur fyrir bankana
að taka veð í tryggingarskírteini
fisksins. Að sögn Gunnlaugs Sig-
mundssonar hjá Framkvæmda-
stofnun, þá reyndist það þó ekki
vera. „Bankarnir hafa verið ragir
við málið. Við höfum átt mjög
vinsamlegar viðræður við bæði
Landsbankann og Búnaðarbank-
ann. En samt hefur ekkert
ákveðið gerst, fyrir utan að
Landsbankinn hefur lánað ein-
hverjum af þeim sem hjá honum
eru, en eins og þeir skilja málið
núna, er ekki vandamálið hvort
þessi fiskeldisfyrirtæki komast í
rekstrarlán hjá þeim, heldur sé
spurningin sú hvort þau kom-
ist almennt í bankaviðskipti."
sagði Gunnlaugur. Bankarnir
segja að þetta séu minni veð, en
þeir hafi nokkurn tímann tekið,
og vilja ekki fara hratt í þetta. En
á meðan eru fyrirtækin sem eru í
rekstri í miklum vanda. Stór hluti
af þessari töf er að bankarnir eru
að melta tryggingarskírteinin,
hvort þau séu nægilega góð,
en þau hafa þótt misjöfn að
gæðum. En þeir eru búnir að
samþykkja tryggingarskírteini
einhverra. Framan af var þetta
líka spurning um að það væri
ekki til fé til að lána í þetta, en
það leystist þegar þeim var bent á
að þetta væri til útflutnings,
þannig að það sama gilti um þetta
og afurðalán til frystiiðnaðarins.
Að lokum sagði Gunnlaugur:
„Þetta mál stendur því þannig að
ríkisvaldið segist ekki geta sagt
bönkunum fyrir verkum lengur,
þannig að þetta verður bara að
leysast í samkomulagi við bank-
ana.“ -SÓL.
Það var ekki glæsilegt um að litast að Sólbergi daginn eftir brunann.
Mynd: RÞB
Óvíst um uppbyggingu
- eftir brunann að Sólbergi í Eyjafirði
Hlaðan og fjósið að Sólbergi í
Eyjafirði brunnu til kaldra
kola aðfaranótt laugardagsins.
Utflutningur á hálf- eða óunnum skinnum:
ndir um bann hafa
ven
kynntar ráðherra
„Það er náttúrlega alveg aug-
Ijóst að ef tölumar eru eins og
þarna kemur fram þá mun
vandlega verða skoðað hvort
ekki verði með einhverjum
ráðum hægt að ýta við mönn-
um þannig að nýtingin verði
betri hér innanlands,“ sagði
Bjarni Guðmundsson, aðstoð-
armaður landbúnaðarráð-
herra, þegar hann var spurður
hvort ekki kæmi til greina að
banna útflutning á hálf- eða
óunnum gærum, en eins og
komið hefur fram er fyrirsjá-
anlegur hráefnisskortur hjá
sútunarverksmiðjum í haust.
Tölurnar sem Bjarni talar um
komu fram í viðtali Dags við Örn
Gústafsson, framkvæmdastjóra
skinnaiðnaðar hjá Iðnaðardeild
Sambandsins, fyrir nokkru. Þar
gagnrýnir Örn útflutning á hálf-
eða óunnum gærum ogsegir m.a.
verðmætaaukninguna vera fjór-
falda þegar gæru er breytt í full-
unnið mokkaskinn. Hann segir
að ef fluttar væru út fullunnar
gærur þá væri ekki aðeins verið
að selja mun verðmætari vöru
heldur myndi markaðsstaðan er-
lendis stórbatna.
Bjarni sagði vera heimild fyrir
því í lögum um útflutning á búvör-
um að grípa mætti til einhvers
konar takmarkana á þeim. Hann
sagðist hins vegar viija vekja
athygli á því að lambafjöldi sem
kæmi af fjalli nú í haust væri
mjög svipaður því sem hefði ver-
ið í fyrra og því væri ekki fyrir-
sjáanleg mikil breyting á magni
síðan í fyrra.
Aðspurður hvort það hefði
komið til tals að banna eða hefta
útflutning á hálf- eða óunnum
gærum sagði Bjarni að þetta
hefði verið kynnt ráðherra en
honum væri ekki kunnugt um að
teknar hefðu verið sérstakar
ákvarðanir um það ennþá. Nú
væri hins vegar verið að vinna að
gæðamálum og ekki væri ósenni-
legt að í sambandi við þá vinnu
kæmi þessi spurning upp á yfir-
borðið á ný. JHB
Aðeins 2 kálfar voru inni, en
ásamt þeim drápust 8-10
minkar, sem voru í húsi áföstu
hlöðunni.
Það var kl. 3.45 um nóttina
sem slökkviliðinu barst beiðni
um aðstoð frá bænum, en vegfar-
andi hafði komið að bænum og
sagt frá eldinum. 3 menn á bíl frá
Brunavörnum Eyjafjarðar lögðu
strax af stað, en á leiðinni sáu
þeir eldtungurnar standa hátt í
loft upp, og kölluðu þeir þá strax
á meiri hjálp, sem kom í líki
tankbíls frá Akureyrarbæ og 2
manna. Slökkvistarfið fólst aðal-
lega í að verja áfasta húsið, þ.e.
að verja vegginn á milli og
sprauta á heyið. Aðaleldurinn
var svo dauður um kl. 10.30 um
morguninn. Hjónin að Sólbergi
höfðu aðeins skyldutryggingu á
húsunum og vita þau ekki hvort
hafist verður handa við endur-
byggingu, en viljann til þess vant-
ar ekki.
Rannsóknarlögreglan vill biðja
vegfarandann sem gerði viðvart
um eldinn að gefa sig fram.
-SÓL
Drangey og Skapta seinkar
„Það nýjasta sem er að frétta
af skipunum er að Drangeyin á
að fara út úr stöðinni þann 15.
ágúst og Skapti 3. september,“
sagði Bjarki Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags
Skagfirðinga þegar hann var
inntur eftir fréttum af komu
skipanna frá Þýskalandi þar
sem fram hafa farið breytingar
og viðgerðir á þeim.
Standist þessar síðustu dag-
setningar hefur orðið sex vikna
töf á afhendingu Drangeyjar og
Vandamál í þýsku stöðinni
mánaðar seinkun á afhendingu
Skapta frá því sem samningar við
skipasmíðastöðina gerðu upphaf-
lega ráð fyrir.
Bjarki kvað þessar tafir fyrst
og fremst stafa af vandamálum
sem skipasmíðastöðin þýska, Bu
Sumer og samsteypan sem hún
tengist eiga við að etja. Sagðist
hann vonast til að þessar síðustu
dagsetningar stæðust, en nú væri
unnið á dagsektum í stöðinni og
nema þær 7000 mörkum á hvort
skipanna. Þær vægju þó lítt á móti
því milljónatjóni sem Útgerðar-
félagið hefði orðið fyrir vegna
þessa. Myndu verða gerðar
skaðabótakröfur við lokauppgjör
en ekki væri hægt að gera sér
grein fyrir því að svo stöddu
hverju tjónið næmi.
Þess má geta að þrátt fyrir
þetta ástand hjá stöðinni úti var
Stálvík frá Siglufirði að koma
þangað í lengingu og breytingu á
föstudaginn og í næstu stöð við
hliðina sem er í eigu sömu sam-
steypu er Gyllir frá Flateyri -þá
Vaglaskógur:
Mikið rusl
- en engar skemmdir
„Þaö var heldur mikiö rusl,
fólk hefði mátt nota rusla-
tunnurnar meira, þær stóðu
hálf tómar,“ sagði Þorsteinn
Arnþórsson hjá Skógræktinni
aðVöglum í Vaglaskógi, er
hann var spurður um um-
gengnina í skóginum um
helgina.
Sagði Þorsteinn að umgengn-
in hefði ekki verið neitt mjög
slæm, litlar skemmdir unnar á
gróðri og aðallega hefði verið
hægt að kvarta yfir miklu rusli. í
gær var unnið við að tína upp
ruslið og haldið verður áfram í
dag.
Um 3000 manns voru í
skóginum, aðallega unglingar.
Komu þeir frá Akureyri, Húsa-
vík, Ólafsfirði, Siglufirði og
víðar af Norðurlandi. Sagði
Þorsteinn að ekki væri nógu góð
aðstaða til að taka á móti svona
mörgum. Það vantaði fleiri bíl-
astæði og tjaldstæði, auk þess
sem salernisaðstaða er ekki
nægilega góð. Eitthvað var af
fjölskyldufólki. -Höfð voru sér-
stök tjaldstæði fyrir fjölskyldu-
fólk og voru þau ekki nýtt til
fulls. -HJS