Dagur - 03.09.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 3. september 1986
163. tölublað
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
1
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
„Heimilið ’86“:
Degi
dreift í
þúsunda-
vís
Eins og lesendum Dags ætti
að vera kunnugt er blaðið
og blaðaprentsmiðjan Dags-
prent með sýningarbás á
heimilissýningunni í
Reykjavík. I»ar hafa fyrir-
tækin verið kynnt með
bæklingi, myndbandi og
með því að dreifa blaðí
dagsins til sýningargesta.
Þannig hefur Degi verið
dreift í 1000-1500 eintökum
hvern virkan sýningardag og
helgarblaðinu f 3-4 þúsund
eintökum á laugardögum og
sunnudögum, þegar aðsóknin
er mest. Bæklingurinn fylgir
ávallt með, en hann verður að
lokinni sýningu, þegar líður á
haustið, sendur í hvert hús á
Norðuríandi.
Starfsmenn blaðsins hafa
fengið góðar móttökur á sýn-
ingunni og ekki dró úr áhug-
anum þegar Dagur efndi til
spurningaleiks um það hvenær
blaðið hefði orðið dagblað.
Verðlaunin eru 14 tommu lita-
sjónvarp frá Panasonic. Dreg-
ið verður úr réttum lausnum
að kvöldi síðasta sýningar-
dagsins, sem er sunnudagur-
inn 7. september. HS
Sauðárkrókur:
Drangey
að losna
Nýjustu fréttir frá Þýskalandi
af togurum Utgerðarfélags
Skagfirðinga herma að Drang-
ey eigi að fara út úr skipa-
smíðastöðinni á miðvikudag og
ætti eftir því að dæma að verða
komin til heimahafnar á Sauð-
árkróki um miðja næstu viku.
Skipið fór í tvær reynsiusigl-
ingar í lok síðustu viku og er
nú verið að vinna að því að
bæta það sem bæta þurfti. Von
er á Skafta úr stöðinni eftir 1-2
vikur.
Marteinn Friðriksson stjórn-
arformaður útgerðarfélagsins
sagði að þeir hefðu ákveðið að
skipið sigldi heim á fimmtudag-
inn hvort sem verkinu yrði
endanlega lokið eða ekki. Það
yrði ekki beðið eftir neinum
smámunum. Marteinn sagði að
menn hefðu verið að tala um að
Skafti gæti farið í reynslusiglingu
að viku liðinni og vonast til að
það stæðist. Annars væri hann
orðinn ansi þreyttur á þessu
hringli með dagsetningar. Nú eru
liðnar átta vikur síðan Þjóðverj-
arnir áttu að skila Drangeynni og
fimm vikur síðan Skafti átti að
vera tilbúinn. -þá
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Nauðasamningar em
ekki úr sögunni
- þrátt fyrir gjaldþrot
„Þegar greiðslustöðvun var úti
varð að gefast eitthvert svig-
rúm til þess að koma þessum
nauðasamningum áfram. Ef
ekki hefði verið lýst yfir gjald-
þroti nú gat hver sem var kraf-
ist fjárnáms og ef engar eignir
fyndust í búinu gæti hann kraf-
ist uppboðs og þar með væru
nauðasamningar út úr mynd-
inni,“ sagði Tryggvi Stefáns-
son stjórnarformaður K.S.Þ á
Svalbarðseyri.
Eins og komið hefur fram er
búið að úrskurða að þrotabú
K.S.Þ. verði tekið til gjaldþrota-
Á heimilissýningunni fékk fólk tækifæri á að tefla við okkar bestu skákmenn
og hér sést Margeir Pétursson tefla. Mynd: rpb
skipta. Tryggvi sagði að síðustu
viðræður við Sambandsmenn og
Samvinnubankann hafi snúist um
það að reyna nauðasamninga í
þeirri trú að það gæfi eitthvað
fram yfir forgangs- og veðkröfur,
þannig að einhverjum af almenn-
um kröfum væri hægt að sinna.
Þannig væri einnig hægt að kom-
ast hjá uppboðum á eignunum,
sem kæmu til með að seljast
þannig á lægra verði en menn
yrðu sáttir við.
„Þrátt fyrir að gjaldþroti hafi
verið lýst yfir lítum við svo á að
hugsanlegir nauðasamningar séu
enn inni í myndinni. Enda sagði
lögfræðingur okkar að áframhald
1 hugsanlegra nauðasamninga fæl-
ist í því að lýsa yfir gjaldþroti,
því þá er ekki hægt að ganga í
fjárnám og uppboð. En því má
ekki gleyma að málið er ekki
lengur í okkar höndum, því
sýslumaðurinn á Húsavík er með
málið á sinni könnu og á eftir að
skipa bústjóra. Ég reikna með
því að næsta skrefið verði að
skiptaráðandi og kröfuhafar
reyni að ná samkomulagi um
verð á eignunum og koma þeim
síðan í verð,“ sagði Tryggvi. gej-
Sigiufjörður:
Biyggjumar að
grotna niður
„Við erum ekki í neinum stór-
framkvæmdum í hafnarmál-
um, þó eru hér að skemmast
hafnarmannvirki vegna þess að
viðhald er ekki eðlilegt.
Bryggjurnar eru að grotna
niður,“ sagði Kristján L.
Möller á Siglufirði í samtali við
Dag.
Kristján sagði að í ár væri áætl-
unin að vinna við betri lýsingu á
höfninni. Vita- og hafnarmála-
stjórn vinnur nú að úttekt á hafn-
armannvirkjum á Siglufirði. Meðal
annars verður gerð ný hönnun á
Öldubrjöti, en það er nyrsta
bryggjan á Siglufirði, sem orðin
er mjög léleg. Sagði Kristján að
þörf væri mikilla endurbóta á
hafnargarðinum, bæði þyrfti að
stækka hann og setja nýja grjót-
vörn utan á hann og einnig ný
stálþil, auk þess sem þyrfti að
stækka hann eitthvað.
„Það sem kannski er skrýtnast
við þetta er að fullnaðarhönnun
getur ekki átt sér stað fyrr en eitt
virkilegt óveður hefur gengið hér
yfir. Niðurstöður úr öldumæling-
um og ýmsu fleiru verða að liggja
fyrir áður en verkið verður full-
hannað,“ sagði Kristján. -mþþ
37% íslenskra framhaldsskólanema vinna með námi:
kröfur til lífsgæða
Meiri
37% framhaldsskólanema á
Islandi vinna með námi. Vinna
með skólanum nær hámarki
um tvítugt, en þá stundar önn-
ur hver stúlka launaða vinnu
og meira en þriðji hver piltur.
Þykir margt benda til að þessi
hlutföll séu hærri nú en þau
hafa verið á undanförnum
árum. Þetta kemur fram í
könnun á framtíðarsýn
íslenskra framhaldsskólanema
sem gerð var af Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands.
Við 18 ára aldur vinna 32%
pilta með námi og 36% stúlkna.
Þegar 19 ára aldri er náð vinna
34% pilta með námi og 44%
stúlkna. Þegar tvítugsaldrinum er
náð vinna 39% pilta og 47%
stúlkna jafnframt námi.
Flestir nemanna sem unnu
með námi voru í Verslunar-
skólanum, en þar kváðust 60%
aðspurðra stunda vinnu. Fæstir
voru nemarnir í Menntaskólan-
um á Egilstöðum, 13%. 37%
nema við Verkmenntaskólann á
Akureyri kváðust stunda vinnu
með námi og 19% nema við
Menntaskólann á Akureyri.
Við þessar upplýsingar vakna
margar spurningar. Stafar þetta
af vaxandi fátækt framhalds-
skólanema og heimila þeirra?
Rýrari sumartekjum? Kostnaðar-
samari lífsháttum? Er nám í
framhaldskólum orðið svo átaka-
lítið að því megi auðveldlega
sinna sem hlutastarfi? Bitnar
þessi þróun á félagslífinu? Hvað
rekur stúlkur sérstaklega til að
leita sér að vinnu með náminu?
„Ég tel að ef viðunandi árang-
ur á að nást, þá sé seta í fram-
haldsskóla, a.m.k. í Mennta-
skólanum á Akureyri fullt starf,“
sagði Jóhann Sigurjónsson skóla-
meistari MA. Jóhann sagði aug-
ljóst að vinna með námi bitnaði á
félagslífi, þeir sem væru að reyna
að ná góðum einkunum og ynnu
jafnframt með gerðu ekkert
annað. „Ég held að þetta sé frek-
ar spurning um meiri kröfur til
lífsgæða heldur en að fátækt sé
vaxandi."
Jóhann sagði að jafn dýrt væri
fyrir stúlkur og pilta að stunda
framhaldsnám, en ennþá væri
launamisrétti ríkjandi þannig að
sumartekjur stúlkna væru lægri
en pilta, þær hefðu því minna fé
milli handanna og leituðu sér
frekar að vinnu með námi.
„Kannski er líka auðveldara að
fá vinnu við hefðbundin kvenna-
„störf og jafnvel gæti verið að
vinnuveitendur sæktust frekar
eftir stúlkum af því þær eru ódýr-
ari vinnukraftur en piltar,“ sagði
Jóhann. -mþþ