Dagur - 13.10.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 13. október 1986 191. tölublað ★ Viðgerðarþjónusta Gerum við flestar tegundir skrifstofutækja. Svo sem: Ljósritunarvélar, ritvélar og reiknivélar. GÍSLI J. JOHNSEN SF. n i GLERÁRGATA 20, AKUREYRI,S:(96)25004 Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir setti Alþingi á föstudaginn. Á laugardag var Mitsubishi Lancer bifreiðin, sem týnd hefur verið frá því um miðjan september og lýst hefur verið eftir, dregin upp úr höfninni á Akur- eyri. Bifreiðin fannst á dýptarmæli út undan bryggjunni framan við sláturhús KEA. Það var Jörundur Torfason, trillusjómaður, sem fyrstur varð var við eitthvað ókennilegt á botninum í dýptarmælinum og Friðrik Sigurjónsson renndi síðan yfir á sinni trillu og sá greinilegt bíllag á fyrirbærinu. Bíllinn var á hvolfi á botninum og er Ijóst að sá eða þeir sem stálu honum hafa ýtt hon- um út af að notkun lokinni. Mynd: hs Kísiliðjan: Reksturinn gengur vel Nú stendur yfir hálfs mánaðar viðgerðarstopp í Kísiliðjunni, svo sem venja er einu sinni á ári. Að sögn Róberts B. Agn- arssonar framkvæmdastjóra munu þeir bæta 5 dögum við, en það er ekkert alvarlegt því sala á kísilgúr hefur gengið ágætlega á árinu. „Það var metár í fyrra, en þá seldum við 27.600 tonn og salan í ár verður sennilega 24.000 tonn, sem telst ekki slæmt þó um sé að ræða 13% samdrátt frá því í fyrra. Það ár var einstakt í sögu verk- smiðjunnar,“ sagði Róbert. Hann sagðist jafnvel eiga von á meiri sölu næsta ár. Róbert sagði að verksmiðjan gengi vel og þeir ættu ekki við nein fjárhagsvand- ræði að stríða núna. Staða Kísil- iðjunnar væri sterk í dag. Þetta viðgerðarstopp er frekar seint á ferðinni núna, en veðrið er alltaf áhættuþáttur á íslandi og að sögn Róberts er það ágætt núna, enginn snjór. Nokkrir menn frá Atla á Akureyri eru í verksmiðjunni núna en þeir vinna gjarnan í stoppum hjá þeim. „Okkur líður öllum vel og höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Róbert að lokum. Akureyri: við 28. launaflokk bæjarstarfs- manna en þessi breyting þýddi verulega hækkun á launum þess- ara aðila. Bæjarfulltrúar og bæjarráðs- menn verða nú á föstum mán- aðarlaunum sem nema 20% af þingfararkaupi. Nefndar-' menn fá 2,5% af þingfarar- armenn fá 2,5% af þingfarar- kaupi fyrir hvern setinn fund, en formenn nefnda fá 5%. Forseti bæjarstjórnar fær aukalega 15%. Þingfararkaup er nú um 80.000 kr. á mánuði. EHB Aukafjárveiting til Verkmenntaskólans: Bæjairáð hafnar Mynd: KGA Bæjarráö lagöi til á fundi í síð- ustu viku að beiðni skóla- nefndar Verkmenntaskólans um aukafjárveitingu vegna ferðakostnaðar yrði liafnað. Þorvaldur Jónsson formaður skólanefndar Verkmenntaskól- ans sagði að á fjárhagsáætlun skólans sem gerð var í fyrra hefði verið gert ráð fyrir ferðakostnaði að upphæð 280 þús. krónur, en þessi liður var skorinn niður í 120 þús. Farið var fram á viðbótar- framlag við bæjarstjórn, kr. 160. þús., því sú upphæð sem skólinn hafði fengið var ekki raunhæf. Þessari beiðni hafnaði bæjarráð. EHB Sl. þriðjudag var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar að hækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna. Laun þeirra eru nú miðuð við ákveðið hlutfall af þingfarariaunum í stað kjarasamninga bæjar- starfsmanna. Valgarður Baldvinsson bæjar- ritari sagði að lengi hefði staðið til að endurskoða kjör bæjarfull- trúa og nefndarmanna. Leitað hefði verið eftir upplýsingum um þá samninga sem giltu um þetta í stærri sveitarfélögum um landið og í Reykjavík. Aður var miðað Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hækka Sjallamálið: Akursmenn vilja 40 milljóna króna tryggingu Á föstudaginn fór fram mál- flutningur í Bæjarþingi Akur- eyrar um kröfu eigenda Bita sf., um lögbann á fyrirhugaða hlutafjáraukningu eigenda Sjailans I fyrirtækinu. Málið átti að taka fyrir á föstudegin- um fyrir rúmri viku en var þá frestað að beiðni Sigurðar Helga Guðmundssonar lög- Akureyri: Tvö umferðar- slys um helgina Helgin var fremur róleg hjá lögreglunni á Akureyri, að sögn varðstjóra. Þó þurfti að sinna nokkrum útköllum vegna árekstra og annars sem tilkynnt var. Á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu varð árekstur milli létts bifhjóls og bíls. Þetta gerðist klukkan rúmlega 20:00 á laugar- dagskvöld. Ungur piltur sem ók vélhjólinu var fluttur á Sjúkra- húsið til rannsóknar en reyndist lítið meiddur. Umferðarslys varð á föstudags- kvöld er bíll ók á ungan dreng á Hólabraut. Drengurinn var flutt- ur á Sjúkrahúsið og fékk að fara fljótlega heim, því meiðsli voru lítil. gej- fræðings Helga Helgasonar og Sigurðar Högnasonar eigenda Bita sf. Fyrirhuguð hlutafjáraukning nemur 40 milljónum króna og er krafa um lögbann fram kominn þar sem þeir Bitamenn telja að Akursmenn hafi svikið kaup- samning sem gerður hafði verið. Á föstudaginn var flutt málið um það hversu háa tryggingu Biti sf. þyrfti að leggja fram, áður en ákvörðun um lögbann yrði tekin. Akursmenn settu fram kröfu um það að eigendur Bita sf. legðu fram 40 milljón króna tryggingu fyrir skaðabótakröfum vegna hugsanlegs tjóns hlutafélagsins og hlutaðeigandi einstaklinga vegna lögbannsins þ.e.a.s. ef það reynist ekki á rökum reist þegar til kemur. Þessi krafa er byggð á lögum um kyrrsetningu og lögbann. í framhaldi af kröfunni komu Bitamenn fram með tillögu um enga tryggingu en til vara um hæfilega tryggingu. Ásgeir Pétur Ásgeirsson hér- aðsdómari hefur nú til úrskurðar hvort og þá hversu háa tryggingu þurfi að leggja fram til þess að lögbannskrafan fari til úrskurðar. Að sögn Ásgeirs er úrskurðar að vænta í næstu viku og í framhaldi af því verður krafan um lögbann tekin til úrskurðar og gæti það einnig orðið í næstu viku. „Þetta er spurningin um það hvað þarna eru miklir hagsmunir og hugsan- lega miklar bætur,“ sagði Ásgeir í samtali við blaðið. Annað og síðara nauðungar- uppboð á Sjallanum fer fram næstkomandi föstudag. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.