Dagur - 14.10.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 14. október 1986
192. tölublað
W//. '//////// V//X//////I
gæöaframköílun
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
kl. 16.30.
Opið á
laugardögum
frá kl. 9-12.
„Gerðarþolar
ekkí latnir
vita fyrirfranV
-segir Arnar Sigfússon fulltrúa bæjarfógeta
vera meginreglu
„Við getum sagt að þetta sé
óvenjulegt en það er mál
þeirra Akursmanna hvernig
þeir standa að sínum mál-
flutningi. Það er vissulega ekki
alveg daglegt brauð að menn
séu í svona miklum flýti með
mál en þeir sóttu þetta mjög
fast,“ sagði Arnar Sigfússon
fulltrúi hjá bæjarefógetaemb-
ættinu á Akureyri.
„Ég get staðfest það að í gerð-
arbeiðni er beðið um það að
gerðarþolar verði ekki látnir vita
„Gerð vegna
ótímabærra
málaferla"
— segir Haraldur Blöndal
lögfræðingur Akurs hf.
„Ég ætla í skaðabótamál við
mennina upp á 6 milljónir
króna fyrir Akur hf. og það
hefst með þessari kyrrsetningu
sem við fengum eftir að hafa
lagt fram tryggingu.
Þetta var árangurslaust að
hluta og gæti því orðið grundvöll-
ur að skaðabótamáli. Þetta er
gert meðal annars til að þeir geti
ekki ráðstafað sínum eignum og
ef einhver þriðji aðili á kröfu á
hendur þeim getur hann krafist
þess að þeir verði lýstir gjald-
þrota.
Þetta eru tvö mál, annars vegar
Akurs hf. og hins vegar þriggja
stórra hluthafa. Þetta er til komið
vegna ótímabærra málaferla sem
valdið hafa þessum aðilum tjóni.
Menn hafa fælst frá því að kaupa
hlutafé í Sjallanum," sagði Har-
aldur Blöndal lögfræðingur
Akurs þegar hann var spurður
um þessa nýju stefnu sem lög-
bannsmálið hefur nú tekið. ET
af þessu fyrirfram. Þar vitna þeir
í lög um kyrrsetningu og lögbann
þar sem gert er ráð fyrir því sem
meginreglu að þessi háttur sé
hafður á.
Þetta mál bar brátt að en við
litum yfir þessi gögn hér og þá
var ákveðið að fara út í þessa
aðgerð. Þetta fór fram á ábyrgð
Akursmanna og þeir lögðu fram
tryggingu fyrir hugsanlegum
bótakröfum sem þeir gætu lent í
ef þessi aðgerð reynist ekki eiga
við rök að styðjast.
Ég get ekkert sagt um álit
Sigurðar á störfum okkar hér við
embættið, hann verður að hafa
sína skoðun á því. Þessi lög eru
mjög frjálsleg að því leyti að
menn geta krafist kyrrsetningar
fyrir mjög óvissum kröfum ef
þeir leggja fram nægilega trygg-
ingu og það var gert í þessu til-
felli,“ sagði Sigurður að lokum.
ET
Húsavík:
Skemmda-
verk unnin
um helgina
Skemmdarverk voru unnin á
bifreiðum og rúður brotnar á
Húsavík um helgina, einnig
hefur fólk í nágrenni nýs
skemmtistaðar kvartað yflr
hávaða á nóttunni.
Aðfaranótt laugardags voru
rúður brotnar í gömlu verslunar-
húsi við Garðarsbraut og einn af
ruslakössum bæjarins fékk ekki
frið fyrir skemmdarvörgum.
Aðfaranótt sunnudags voru tveir
jeppar skemmdir en þeir stóðu
við Garðarsbraut skammt frá lög-
reglustöðinni. Loki af brunahana
var kastað í vélarhlíf annars
jeppans en afturrúða brotin í
hinum.
Undanfarnar tvær helgar hafa
verið haldin diskótek á nýjum
skemmtistað, Laufinu. íbúar í
húsum í nágrenni skemmtistaðar-
ins eru mjög óánægðir með háv-
aða frá umferð og fólki sem safn-
ast hefur saman utan við húsið á
nóttunni og kvartað hefur verið
undan hávaðanum til lögreglu,
þó mest fyrstu helgina sem
diskótek var haldið á nýja
staðnum. IM
Akursmenn kyrrsetja eigur Bita hf.:
„Hefndaraðgerðir i skjoli
peningavalds"
- segir Sigurður Helgi Guðjónsson lögfræðingur Bita hf. - Lögbannsmálið hefur ekki enn verið afgreitt
Það er skammt stórra högga á
milli í hinu svokallaða lög-
bannsmáli á Sjallann. Síðast-
Iiðinn föstudag fóru Akurs-
menn fram á að eigendur Bita
sf. legðu fram 40 milljón króna
tryggingu fyrir skaðabótakröf-
um og er það mál nú til
úrskurðar hjá Ásgeiri P.
Ásgeirssyni héraðsdómara.
Seinna um daginn gerðist það
síðan mjög óvænt að Haraldur
Blöndal hæstaréttarlögmaður
lagði fram kröfu um kyrrsetn-
ingu allra eigna Jóns Högna-
sonar og Helga Helgasonar
eigenda Bita sf. Kröfurnar
voru hvor að upphæð 6 millj-
ónir króna og var önnur frá
Akri hf. en hin frá þremur
stærstu hluthöfunum, þeim
Aðalgeiri Finnsyni, Jóni Kr.
Sólnes, og Þórði Gunnarssyni.
Eftir að bankatrygging að upp-
hæð 3 milljónir króna hafði
verið lögð fram fór kyrrsetning
að beiðni Akurs hf. fram en
hin beiðnin var dregin til baka
þegar Ijóst var að eignir Bita
sf. dugðu ekki. Arnar Sigfús-
Jarðskjálftar á Norðurlandi:
Sá sterkasti 4,6 á Richter
Frá því í fyrrakvöld hefur jarð- Stærsti kippurinn sem mældist á
skjálftahrina gengið yfir sunnudagskvöldið var klukkan
Norðurland. Jarðskjálftarnir 23:35 og mældist hann 4,6 á
byrjuðu klukkan 10:50 í fyrra- Richter-kvarða. í gær varð svo
kvöld. einn kippur klukkan 15:36 og
Annar skjálfti var klukkan mældist hann 4 á Richter.
23:35 og voru skjálftar af og til
alla aðfaranótt mánudags. Ragnar Stefánsson sagði að
Fundust nokkrir þeirra í Gríms- svona hrinur væru ekki óalgeng-.
ey, en upptök'skjálftánna eru um 5 ar, þar sem jarðskjálftabelti
kílómetra suðaustur af eynni. væri frá þeim stað þar sem upp-
tökin væru nú og suður í Öxar-
fjörð. „Það má búast við því að
svona hrinur séu tengdar kviku-
hlaupi neðanjarðar. Eins er hugs-
anlegt að kvika komist upp í
gegnutn jarðskorpuna neðansjáv-
ar. En það þarf að vera svo mikið
magn á svo miklu dýpi svo það
sjáist á yfirborðinu,“ sagði
Ragnar.
gej-
son þinglýsingafulltrúi hjá
embætti bæjarfógetans hafði
málið til meðferðar.
„Þetta er allt hið einkennileg-
asta mál. Þetta fór fram eftir lok-
un og eftir að ég fór heim,“ sagði
Sigurður Helgi Guðjónsson lög-
fræðingur gerðarþola, eigenda
Bita sf. „Það kom fyrst fram
krafa um að lögð yrði fram trygg-
ing áður en lögbannsmálið yrði
tekið til efnislegrar úrlausnar og
það í sjálfu sér er mjög óvenju-
legt því yfirleitt er tekin afstaða
til kröfunnar efnislega en trygg-
ingar síðar eða jafnhliða. Þeir
vildu hins vegar fá tryggingu áður
en nokkuð yrði farið að fást við
málið. Það er svo sem allt í lagi
en síðan koma á föstudeginum
fram þessar beiðnir um kyrrsetn-
ingu. Þess var sérstaklega óskað
að enginn yrði látinn vita og mál-
ið var afgreitt í kyrrþey af fógeta-
fulltrúa.
Þessi krafa sem greinilega er sú
sama og þegar var til úrskurðar
hjá embættinu er ekki rökstudd á
neinn hátt, hvorki grundvöllur
hennar eða fjárhæðirnar sem um
er að ræða. Þetta er mjög ein-
kennilegt og ég skil ekki hvernig
svona getur átt sér stað.
Bitamenn áttu ekki eignir fyrir
öllum þessum kröfum og þá er í
rauninni kominn grundvöllur fyr-
ir gjaldþroti því kyrrsetning sem
er árangurslaus að hluta getur
verið grundvöllur fyrir slíkt. Ég
trúi því hins vegar ekki að menn
fari þá leið því að þetta voru
órökstuddar kröfur og Bitamenn
hafa ekki gert annað en fá
úrskurð dómstóla á því hver sé
réttur þeirra.
Það er eins og hægri höndin
viti ekki hvað sú vinstri gerir hjá
fógetaembættinu og að mínu viti
hefði átt að synja þessum beiðn-
um. Þetta er mjög glannalegt og
óábyrgt af hálfu eigenda Akurs
og ég tel að hér sé uin að ræða
einhvers konar hefndaraðgerðir í
skjóli peningavalds," sagði
Sigurður Helgi.
Sigurður sagðist telja víst að
þessi málsmeðferð yrði kærð til
Hæstaréttar strax í dag á þeim
forsendum að fógeti hafi gert á
hlut þeirra Bitamanna.
„Þetta er byrjunaraðgerð.
Þetta er neyðarbrauð þar sem
mennirnir leggja ekki fram sínar
tryggingar. Við lögðum fram
okkar tryggingar og fengum þessa
kyrrsetningu í framhaldi af því,“
sagði Jón Kr. Sólnes í samtali við
blaðið. ET