Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 3
3. nóvember 1986 - DAGUR - 3 20000 15000 FJHRFESTING 'í FISKISKIPUM 1938-1985 ÍIBLT 'I RUMLESTUM i i;r 11111II / innl. .• erU smíái JsmíM Varað við nýrri i nnf lutni ngsby Igj u - í ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja í ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja er það harmað að nýsmíði fiskiskipa hefur legið niðri á íslandi og varað er við nýrri innflutningsbylgju. Fréttir af verkefni á sinni könnu að ekki þurfi að gæta varúðar og hóf- semdar varðandi það, hvort senda eigi skip til útlanda eða ekki í endurbyggingu. Þegar þurft hefur að vísa slíkum verk- togarasmíði í Noregi, smíði á loðnuskipi og samningar um sex 23-26 metra skip í Pól- landi, sýna glöggt hvert stefnir. „Á sama tíma hefur mjög færst í aukana að skip hafi verið send utan til endurbóta. Þarf ekki annað en að benda á endurbætur á Japanstogurun- um í því sambandi," segir í ályktuninni. Þar segir jafnframt: „Það er mikill og útbreiddur misskilning- ur, að þótt íslensk skipaiðnaðar- fyrirtæki hafi í einstaka tilvikum orðið að vísa frá sér verkefnum vegna anna, þá hafi þau svo mikil efnum frá, hefur það jafnan verið vegna þess, að þau hafa verið undirbúin eða komið til, með mjög skömmum fyrirvara. Stað- reyndin er sú, að flest fyrirtækin hafa aðeins haft í sjónmáli verk- efni til tveggja til þriggja mán- aða. Til þess að útlendingar verði ekki að mestu látnir einir um þau verkefni sem framundan eru við endurnýjun fiskiskipastólsins, krefst aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja þess af stjórnvöldum að þau íhugi ve! eftirfarandi: 1. Séð verði um að innlend lán og heimildir til erlendrar lán- Hofsós: Skelveiðum lokið „Við erum hættir að vinna skel að sinni. Ætli það ástand vari ekki fram að áramótum, því kvótinn er búinn,“ sagði Sigurður Pálmason fram- kvæmdastjóri hjá Skagaskel á Hofsósi. Þrátt fyrir að kvótinn sé búinn gekk veiðin heldur treglega vegna veðurs. Einnig ætla menn að minna sé af skel í Skagafirði en fyrst var álitið. „Þetta hefur lítið verið rannsakað og ekkert í haust. Þess vegna eru menn í óvissu varðandi framhald skel- veiða á Skagafirði,“ sagði Sigurður. Einn bátur hefur veitt fyrir Skagaskel, en það er Hafborg SK, 54 tonna bátur og er hann nú í slipp. Kvótinn sem Skagaskel hafði var 500 tonn og er búið að vinna allan þann afla. Skelfiskurinn fer á markað í Bandaríkjunum. Sigurður sagði að nýting á skel væri um 10%. „Skelin sjálf er síð- an keyrð hér á haug fyrir utan þorpið. Einhverjir hafa malað hana og nýtt sem áburð. Hefur það reynst vel eftir því sem menn segja,“ sagði Sigurður Pálmason. gej- töku vegna nýsmíða, endur- bóta eða viðgerða á fiskiskip- um verði ekki veitt án undan- genginna útboða á verkþátt- um þar sem borið er saman verð þeirra sem þjónustuna bjóða og viðurkenndar við- skiptalegar aðferðir eru við- hafðar. 2. Veittar verði sambærilegar bankaábyrgðir vegna skipa- iðnaðarverkefna innanlands og veittar eru þegar verkefnin eru unnin erlendis. 3. Að ávallt verði tryggt 80% lánshlutfall til allra skipaiðn- aðarverkefna sem unnin eru hér á landi, svo sem leitast hefur verið við að gera með sérstakri lánaveitingu Byggða- sjóðs til endurbótaverkefna að undanförnu. 4. Að framleiðslulán til skipa- iðnaðarfyrirtækja verði aðgreind frá hinum endanlegu lánveitingum til kaupandans. 5. Lánshlutfall Fiskveiðisjóðs til nýsmíða innanlands verði hækkað a.m.k. upp í 75%. 6. Að lögum um Fiskveiðisjóð verði breytt á þann veg að skipaiðnaðurinn tilnefni einn mann í stjórn sjóðsins á með- an hann er framleiðslulána- sjóður skipaiðnaðarins. 7. Veitt verði sérstök samkeppn- islán, óafturkræf að hluta, til þess að mæta einstökum undirboðstilboðum frá erlend- um skipasmíðastöðvum.“ Með ályktuninni frá aðalfund- inum, sem haldinn var 25. okt- óber, fylgir línurit þar sem inn- flutningsbylgjurnar sjást greini- lega. Hér er um að ræða fjárfest- ingu í fiskiskipum 1938-1985, mælt í rúmlestum. SS Haukur Ágústsson stofnar djasshljómsveit Haukur Ágústsson, formaður Menningarsamtaka Norðlend- inga, er að fara af stað með djasshljómsveit á vegum sam- takanna. Meiningin er að spila víða um Norðurland á næst- unni. Hljómsveitina skipa auk Hauks, nokkrir menn úr Tón- listarskólanum á Akureyri og Guðjón Pálsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Hvamms- tanga. Að sögn Hauks Ágústssonar er undirbúningur í fullum gangi, en meiningin er að hleypa sveitinni af stokkunum upp úr miðjum nóvember. Meðal liðsmanna frá Akureyri má nefna Herdísi Jóns- dóttir fiðluleikara, en einnig mun dansari frá Hvammstanga, Skúli Sigmundsson, koma við sögu. Haukur mun sjá um sönginn. „Hugmyndin er að hljómsveit- in verði með 40-60 mínútna pró- gramm á hverjum stað, en síðan eiga heimamenn að vera með það sem á móti kemur svo úr verði samfelld dagskrá í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund. Þetta er alls ekki hugsað þannig að heimamenn verði einir með sinn hlut og við með okkar, held- ur blandist þetta í samvinnu. Með þessu fylgir leikmynd og fleira sem Örn Ingi kemur til með að sjá um,“ sagði Haukur, en gat þess að ekki væri hægt að segja nánar frá þessu að svo stöddu þar sem hlutirnir væru á undirbún- ingsstigi. SS Siglufjörður: Samningur um skiptingu kostnaðar vegna íþróttahúss Fyrir skömmu var einn af stærri dögum í sögu íþrótta- mála á Siglufirði, en þá fékk bæjarstjórn í hendurnar samn- ing við menntamálaráðuneytið um byggingu íþróttahússins á Siglufirði sem nú er í smíðum. „Ég er búinn að eiga 2 fundi með menntamálaráðherra um þetta mál og hann hefur sýnt þessu sérstakan áhuga og þótti það áhugavekjandi að einhver færi út í byggingu íþróttahúss með þeirri aðferð sem við erum að gera. Tók hann málið föstum tökum, eins og hans er von og vísa, og svo gott sem afgreiddi það,“ sagði Kristján Möller æskulýðs- og íþróttafulltrúi á Siglufirði. Samningur sá sem talað er um \ snertir byggingu og kostnaðar- skiptingu ríkisins og Siglufjarðar- bæjar vegna væntanlegs íþrótta- húss, sem byrjað er að reisa. Kristján sagði að ekki væri tíma- bært að segja frá efnisatriðum samningsins, því hann ætti eftir að skoðast. „Það verður að segj- ast eins og er að við erum óvanir slíkum samningum þar sem ekki hafa verið byggð skólamannvirki á Siglufirði í háa herrans tíð. En þessi samningur hjálpar okkur við frekari áætlanir og getur sagt okkur hvers við megum vænta frá ríkinu á næstu árum. Þess vegna er auðveldara að gera okkar samninga miðað við það. Þar á ég við samninga við verktaka, samn- inga um efniskaup og annað varðandi íþróttahúsið. En það er óhætt að segja að menntamála- ráðherra tók málið föstum tökum og erum við mjög ánægðir ,með hans viðbrögð," sagði Kristján Möller. gej- Dalvík: Tilboði Tréverks sf. tekið Bæjarstjórn Dalvíkur hefur tekið tilboði frá Tréverki s.f. á Dalvík vegna byggingar 2. áfanga leikskólans Krflakots. Fjögur tilboð bárust í verkið. Fjölnir s.f. bauð kr. 5.090.161, Tréverk h.f. bauð kr. 4.276.652, Haraldur og Guðlaugur buðu kr. 4.451.537 og Aðalgeir og Viðar h.f. bauð kr. 5.642.471 Kostnað- aráætlun nam kr. 4.677.608 Ákveðið var að ganga til samn- inga við Tréverk s.f. á Dalvík. EHB Akureyringar - Nærsveitamenn Veitingastaðurinn Bakkinn Húsavík opnaður á ný laugardaginn 1. nóv. Bjóðum upp á: Pítur ★ Kjúklingabita ★ Hamborgara ★ Samlokur og fleira. Ef þið eigið leið til Húsavíkur þá lítið inn. Verið velkomin. Veitingastaðurinn Bakkinn Garðarsbraut 20, Húsavík, sími 41215. Ásta Ottesen. Kaupskip hf. Hefjum siglingar til Englands, Hollands, Belgíu, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs í næsta mánuði. Upplýsingar á skrifstofu Kaupskips. A TH! Flytjum frystivörur jafnt og aðrar vörur. Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri. Sími 96-27035.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.