Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 5
3. nóvember 1986 - DAGUR - 5 Hendur þeirra eru líka að jafnaði minni. Samt sem áður verða þær að gera svo vel að nota sömu verkfæri og þeir. - Enginn myndi þvinga þig til að ganga í allt of stórum skóm - þú myndir bara fá hælsæri, ef þú reyndir það, segir Eva Jaderberg. - En verkfæri eru yfirleitt bara til í einni stærð, heldur hún áfram. Þannig að þú verður að aðlagast verkfærinu en ekki öfugt. Hún segir okkur frá konu sem var í starfsþjálfun hjá Vantsveit- unni. Vinnan var henni erfið og starfsfélagar hennar, allt karlmenn, héldu því fram að hún notaði rangar vinnuaðferðir. Enginn áttaði sig á hvað raun- verulega var að. - Ég kom og tók videómynd af henni í vinnunni, segir Eva Jaderberg. Ekki allra meðfærí Þá kom í ljós hvar skórinn kreppti. Verkfærin voru allt of þung og ómeðfærileg. - Hún gat ekki þrýst bolta- klippunum saman með höndun- um, heldur þurfti að beita hnján- um líka. Kannski er hér komin skýringin á því hvers vegna svo fáar stelpur eru í tæknilegri verk- menntun, segir Eva Jáderberg. Vinnan verður erfiðari fyrir þær sem eru með litlar hendur. - Erfið vinna er venjulega fjölhæfari og þess vegna betri með tilliti til álags. Sem dæmi tekur hún fiskiðnað- inn á vesturströndinni. Þar sitja konurnar og hreinsa fiskinn, karlarnir hugsa um vélarnar og vinna erfiðustu störfin. Konurnar fá álagsslit í hendur, handleggi og axlir, en ekki ber á því með karl- mennina. Verkefni Evu er að bæta úr því sem miður fer í vinnuaðferðum fólks. Fólk á ekki að þurfa að vinna í þreytandi stellingum og með verkfærum sem eru illa hönnuð. Vélar og verkfæri eiga sem sagt að laga sig eftir fólkinu, en ekki öfugt eins og venjan er í dag. - Ef hendurnar eru smáar, og konur hafa oft smáar hendur, grípa þær ekki um verkfærið á réttum stað, segir Eva Jáderberg. Þegar t.d. töng er of löng svo ekki er hægt að grípa um hana yst á haldinu, kemur gripið of innar- lega. Þá verður vogaraflið minna og vinnan erfiðari. Ein aðferð er að beita báðum höndum til þess að ná taki á tönginni. - En það gerir vinnuna einnig erfiðari, þar sem báðar hendur eru þá uppteknar, segir Eva Jáderberg. Oft er nauðsynlegt að önnur höndin sé laus. Annað vandamál Allt þetta leiðir til annars algengs vandamáls hjá konum: - Oft lenda konur í iðnaði í störfum sem ekki krefjast mikils vöðvaafls, segir Eva Jáderberg. - Það á að hlífa þeim við að ofreyna sig. En það gleymist oft að léttu störfin eru oft mjög til- breytingarlaus. Þess vegna valda þau oft álagssköddun. Mörg verkefni hennar hafa verið styrkt af Vinnuumhverfis- sjóðnum. Hún fer á hlutaðeig- andi vinnustað og tekur videó- myndir og ræðir við það fólk sem er að störfum. Síðan fer hún heim og skoðar efnið. - Það er um að gera að vera dálítil leynilögga, útskýrir hún. Finna út hvað það er sem veldur erfiðleikunum. Þegar hún hefur fundið það út, er kominn tími til að setja fram tillögur og segja frá hvaða kröfur þarf að gera til verkfæranna svo að þau valdi ekki skaða. Með hliðsjón af þessu reynir hún síðan að fá hug- myndir um breytingar á verkfær- um eða alveg ný verkfæri sem koma að gagni án þess að valda starfsfólkinu skaða. Mikilvægt samstarf - Á þessu tímabili verkefnisins verð ég að hafa samstarf við verkfræðing eða hönnuð, sem býr yfir þeirri tæknilegu þekk- ingu sem mig skortir, segir Eva Jáderberg. - Samstarfið er einkum mikil- vægt þegar verið er að vinna að tilraunaframleiðslu á verkfærum. Þau eru prófuð af hópi fólks sem hefur langa starfsreynslu. Að lokum verða bestu hugmyndirnar valdar úr. Þær geta farið í fjölda- framleiðslu og verða síðan nýttar í iðnaðinum. - Oft reynum við að fá verk- færin í mismunandi stærðum, svo að þau henti fólki með mismun- andi stórar hendur, segir Eva Jáderberg. Það besta væri að fá verkfæri sem hægt er að stilla á misunandi hátt, en það er ekki fram- kvæmanlegt enn sem komið er. - Eiginlega þyrfti að hafa vinnuumhverfissérfræðing með í ráðum í hvert skipti sem ný verk- grein verður til eða þegar byrja á að nota nýtt verkfæri í framleiðsl- unni, heldur hún áfram. Þá yrði verkið þegar í upphafi lagað eftir þörfum manneskjunnar og fólk ætti að losna við skaða af völdum rangra vinnustellinga og verk- færa. - Það hefði einnig í för með sér hagnað fyrir fyrirtækin, álítur Eva Jáderberg. (Ny teknik/86 Þýð. GH) Tannlækningastofa á Akureyri Hef opnað tannlækningastofu í Kaupangi við Mýrar- veg, (neðri byggingu). Viðtalstímar eftir samkomu- lagi. Sími 27073. Bessi Skírnisson, tannlæknir. Fædd 9.9. 1929 - Dáin 22.10. 1986 Síðastliðinn laugardag var til moldar borin á Akureyri Guð- björg Sæmundsdóttir, Vana- byggð 10. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hennar Dúddu fræriku í nokkrum orðum. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá Hóli í Höfðahverfi og Sæmundar Reykjalín Guð- mundssonar frá Lómatjörn í sömu sveit. Þau Guðrún og Sæmundur hófu búskap í Litla- gerði og þar fæddist Dúdda, sem var elst af 10 börnum þeirra hjóna. Nafn sitt fékk hún eftir systur Sæmundar, sem dó ung að árum af slysförum. Úr Litlagerði fluttist fjölskyldan í Lómatjörn, en árið 1938 flutti hún í Fagrabæ og þar býr Guðrún enn, en Sæmundur lést fyrir 12 árum. Þegar ég læt hugann reika og minningarnar um Dúddu streyma fram verður orðið umhyggja yfir- sterkast. Sú umhyggja sem hún sýndi fjölskyldu sinni, systkinum, foreldrum og frændfólki öllu og nánast öllum sem hún umgekkst á einhvern hátt. Það má ljóst vera að elsta syst- kinið í 10 barna hópi á þeim árum sem Dúdda óx úr grasi þurfti fljótt að fara að taka til hendinni og hjálpa til og það gerði hún. Hún var bæði dugleg og áræðin, lenti t.d. í þeirri lífs- reynslu á unglingsárunum að ingsárunum að taka á móti yngsta bróður sínum, þar sem ekki tókst að ná í ljósmóður í tíma. Að loknu barnaskólanámi fór Dúdda í Héraðsskólann að Laug- um og seinna í Húsmæðraskól- ann á Varmalandi. Þegar hún var um þrítugt lenti hún í bílslysi á leiðinni milli Fagrabæjar og Akureyrar, nánar tiltekið í Ystu- víkurhólum, og átti mjög lengi í þeim meiðslum sem hún þar hlaut, og náði sér jafnvel aldrei. Árið 1964 giftist Dúdda eftirlif- andi eiginmanni sínum Sigtryggi Davíðssyni frá Ytri-Brekkum á Langanesi. Þau eignuðust 3 myndar börn, Sigrúnu, sem nú stundar nám í hjúkrunarfræði, Sæmund, sem er í iðnnámi og Svein, sem stundar nám við Verkmenntaskólann. Ég hef verið tíður gestur í Vanabyggðinni síðustu árin og hafa dætur okkar hjóna ekki far- ið varhluta af þeirri umhyggju sem Dúdda bar fyrir frændfólki sínu. Þær fengu æði oft að vera hjá Dúddu frænku á meðan mamma var á fundum. Þá eru mér ógleymanlegar samveru- stundirnar við eldhúsborðið yfir kaffi og heimabökuðum kökum áður en haldið var út úr bænum á kvöldin. Fyrir alla þá alúð og artarsemi sem Dúdda sýndi mér og mínum þakka ég af alhug. Snemma á þessu ári veiktist Dúdda og kom fljótlega í ljós að alvara var á ferðum. Hún sýndi ótrúlega mikinn dugnað og yfir- vegun í veikindunum og má segja að hún hafi gert að gamni sínu fram á síðasta dag. Þó var hún að eðlisfari mjög viðkvæm en vissi bara ekki hvað var að kenna í brjósti um sjálfan sig. Á þessum sorgartímum verður manni oft hugsað til nánustu ætt- ingja, sem hafa misst móður, eig- inkonu og systur, og aldraðrar móður sem kveður nú þriðja barnið sitt í blóma lífsins. Fyrir hönd okkar á Lómatjörn votta ég ykkur innilega samúð. Valgerður Sverrisdóttir. -orð f belg__________ Reglugerðin sem fór í hundana í Degi þann 30.10. s.l. erallmikið fjallað um lausagöngu hunda á Ákureyri og þó einkum hver skuli gæta dýra þessara, og hafa eftirlit með að eigendur þeirra fari að settum reglum. í umfjöll- un þessari er m.a. rætt við bæjar- og heilbrygðisfulltrúa, sem báðir töldu að lögreglu bæri að sjá um þá hlið málsins. Sagði bæjarfull- trúinn að hér væri um lögbrot sem jafnframt væri þá lögreglu- mál. Lög þesi eru að vísu reglugerð samin af bæjarstjórn og staðfest af heilbrygðisráðuneytinu og mun nýjasta útgáfa vera frá 1980. Nú er það svo með bæjarfull- trúa sem og þingmenn að þeir hafa mjög gaman af því að semja lög og reglugerðir, en stundum virðist manni sem þeir láti sér í léttu rúmi liggja hvort og hvernig sé hægt að framfylgja þeim, og er umrædd reglugerð gott dæmi um það. Þar segir í 1. grein „Hundahald er bannað“ síðan koma allnokkr- ar undantekningar fyrir blinda menn, leitarhunda, og lögbýli. Þá er þess getið að allir sem fari eftir neðanskráðum reglum geti feng- ið undanþágu, en reglur þesar eru m.a. bann við lausagöngu, fyrirmælum um tryggingu og hreinsun o.f. Séu reglur þessar brotnar skal beita sektum og sviftingu leyfis. Forðast er þó að nefna sektarupphæðir, né heldur hvenær á að svipta mann leyfi og hver á að taka ákvörðun um það. í gamalli reglugerð um hunda- hald á Akureyri var þess getið að bæjarstjórn gæti svift menn leyf- inu, og þá hefur sennilega þurft að leiða viðkomandi hund á fund bæjarstjórnar til þess að þeir gætu dæmt um hvort þeim sýndist hann hættulegur. Þetta hefur skiljanlega þótt of þungt í vöfum og því verið fellt niður. Eftirlitið Þá komum við aftur að kjarna málsins, eftirlitinu og lítum á aðra grein reglugerðarinnar b. lið. Þessa grein hefðu bæjar- og heilbrygðisfulltrúarnir átt að lesa betur og kynna fyrir lesendum Dags, en þar segir svo: Árlega skal greiða í bæjarsjóð leyfisgjald fyrir þá hunda sem undanþága er veitt fyrir. Gjaldið sem bæjar- stjórn ákveður fyrir 1 ár í senn skal renna til að standa straum af kostnaði við skráningu og eftirlit með hundum í bænum og upp- hæðin við það miðuð. Með þessu eru hundaeigendur krafðir um gjald sem nernur hundruðum þúsund árlega og þeim og öðrum bæjarbúum sem lesið hafa reglu- gerðina talin trú um að það renni til þess að hafa eftirlit með hundum. Öllum er hins vegar ljóst að kærur vegna meiðsla eða tjóns af völdum hunda eru hér eftir sem hingað til í höndum lögreglu. Áðurnefnt gjald ásamt sektum vegna lausagöngu hunda mundu nægja ríflega fyrir launum eftir- litsmanns nú þegar, og f hendi bæjarstjórnar að hækka það eftir þörfum. Svo er að sjá að þetta hafi verið ætlun nefndarmanna sem sömdu reglugerð þessa, en einhvers staðar á leið sinni gegn- um kerfið hefur ágirndin náð tök- um á mönnum og þeir látið sér detta það snjallræði í hug að láta krónur þessar í bæjarkassann og vísa svo á lögreglu með eftirlit. Þessa reglu mætti útvíkka að mun t.d. við byggingareftirlit, heilbrygðiseftirlit o.fl. Þegar kvartað væri undan skemmdum mat eða að of langt væri á milli þaksperra á nýbyggingu þá mundu viðkomandi að sjálfsögðu ekki ansa því heldur vísa á lög- reglu þar sem þetta væri brot á reglugerð. Nei, þessi mál verða ekki leyst nema að með þeim sé fylgst af þar til skipuðum mönnum. Þessu hafa flest stærri bæjarfélög áttað sig á og er mál til komið að Akur- eyringar geri það líka. Inginiar Skjóldal. Útsölustaðir Dags í Reykjavik ★Flugbarinn Reykjavíkurflugvelli ★Bifreiðastöð íslands (B.S.I.) ★Bókabúðin Borg, Lækjargötu 2. ★Bókabúð Braga, blaðasala, biðskýli SVR, Hlemmi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.